Mér hefur borist atvinnutilboð frá Kanada

Við hjónin höfum fengið atvinnutilboð frá Kanada í landinu þar sem ég ólst upp. Mér bauðst að gerast aðstoðarmaður prests í Vineyard hreyfingunni í Kanada. Eiginkona mín mun þar halda áfram námi við háskólann í Winnipeg. Miðað við núverandi ástand í þessu þjóðfélagi þá sjáum við ekki aðra leið færa en að flytja af landi brott.

Við munum flytja af landi brott, í ágúst mánuði, þar sem skólarnir í Kanada byrja mun fyrr en á Íslandi. Ég mun leysa af predikara í Vineyard kirkju og sjá um hans störf á meðan hann sjálfur fer í trúboðsferð.

Ég mun halda áfram að blogga, og mun birta tíðindi af okkur hjónunum áfram á þessum vettvangi. 

Guð blessi Ísland og alla íslendinga!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Þegar ég fékk símtal í gærkveldi frá Bryndísi upp úr 10, um að koma og kíkja í kaffi, því þau hefðu fréttir að færa, óraði mér ekki fyrir því að ég væri að fá þær fréttir sem Haukur hefur lýst hér yfir.

Ég grét úr mér augun yfir kaffibolla og brúntertu, yfir þeirri tilhugsun að mínir bestu vinir væru að fara af landi brott.  Ég reyndi að pjúra sjálfselsku að tala gegn þessu svo þau færu ekki.  En þetta er vitanlega bara besti kosturinn eins og staðan er í dag, þrátt fyrir djúpan söknuð styð ég þau heilshugar.  Hvað er eitt ár í tímans tönn.

Ég veit að ykkur mun ganga rosalega vel. Ég sakna ykkar nú þegar.

Knús

Linda, 1.4.2009 kl. 14:13

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Svona Linda mín, eins og ég útskýrði fyrir þér í gær, þá er ég enginn grænjaxl hvað viðkemur Kanada. Ég þekki innviði þess og hvert á að leita. Hafðu engar áhyggjur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.4.2009 kl. 14:17

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég óska þér velfarnaðar Guðsteinn minn. Ég hef verið að hugleiða sjálfur hvort e.t.v. væri rétt fyrir mig að leita að starfi utan landsteinanna en þar sem ég á fósturdóttur hér sem býr hjá móður sinni þá þykir mér kosturinn ekki ákostanlegur.

Hilmar Gunnlaugsson, 1.4.2009 kl. 14:35

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þakka þér fyrir Hilmar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.4.2009 kl. 14:47

5 Smámynd: Mama G

Til hamingju með þetta og gangi ykkur vel!

Ein pínu aulaspurning - í hvaða söfnuði er þetta?

Mama G, 1.4.2009 kl. 16:43

6 Smámynd: Ágúst Böðvarsson

Voruð þið að hugsa um að kasta kveðju á ættingjana þegar þið eruð flutt. En er ekki 1. apríl í dag. Ætti maður þá að trúa svona vitleysu?

Ágúst Böðvarsson, 1.4.2009 kl. 17:50

7 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Þetta var þá ekki aprilgabb eins og ég gerði ráð fyrir á Facebook, enda hefði ég átt að segja mér það sjálf að það er ekki í anda boðorðanna að gabba fólk. En mér trýleysingjanum eða heiðingjanum leyfist það þó og notaði mér það   Ég spái því að seinna verið þið fyrstu Biskupahjónin á Íslandi, ef það er hægt! Gangi ykkur vel með þetta allt saman.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 1.4.2009 kl. 18:23

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gústi - eina sem ég get sagt er að hafðu engar áhyggjur.

Mama - það mun vera Vineyard söfnuðurinn. 

Tara - takk fyrir góðar kveðjur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.4.2009 kl. 18:45

9 identicon

Vá alla leið til Kanada....... Gangi ykkur rosa rosa vel ef þetta er ekki Apríl gabb!!  

En verð að segja að það er skelfilegt að fólk þurfi að flýja land vegna ástandsins..........

God Bless!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 19:34

10 identicon

Frábærar fréttir. Íslendingar eru greinilega bara allir að flykkjast til Kanada. Það er bara gaman til þess að vita.

Eigðu gott kvöld og gangi þér sem best í því sem þú tekur þér fyrir hendur á komandi vikum og mánuðum.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 21:31

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

1.  apríl !!!!!!!! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.4.2009 kl. 21:34

12 identicon

hehehehehehehehe

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 23:23

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ragga

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.4.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband