Miðvikudagur, 11. mars 2009
Tveggja ára bloggafmæli
Í þessum mánuði, eða nánartiltekið í dag á ég tveggja ára bloggafmæli. Þessi tími hefur verið mér afar dýrmætur, ég hef fengið tækifæri að tjá mínar skoðanir nánast aðfinnslu laust. Og ber ég kærar þakkir til ritstjórnar blog.is sem og forritaranna, kerfisstjóranna og alla sem þar vinna.
Takk fyrir mig segi ég bara!
Hér er smá ágrip af bloggsögu minni og hvernig bloggið bókstaflega breytti lífi mínu:
Fjölmiðlar
Það hefur gengið á ýmsu þegar ég tjái mig, í ófá skipti hef ég ratað í blöðin, og á ég þá við prentmiðlanna. Ég birtist þó nokkrum sinnum í 24 stundum, og einu sinni í "Blaðinu" þegar góðærið stóð sem hæst. Eins hafa nokkrar greinar ratað í Morgunblaðið sjálft, mér til mikillar gleði. Ekki set ég út á að þeir birti greinar sem ég óska konum til hamingju með daginn á konudaginn, þegar ég bið fyrir ljósmæðrum, eða þegar ég stend fyrir kosningu um vinsælasta kristna bloggarann.
Eina sem er, að ég vissi aldrei af birtingu þessara greina, yfirleitt var það fjölskylda mín sem lét mig vita og það stundum nokkrum dögum eftir að greinin birtist.
Mér tókst meira að segja að komast á vísi.is og Víkurfréttir þegar ég var með undirskriftarsöfnun handa sjómanni einum.
Ég vona bara að ég sé ekki fjölskyldu minni til skammar með þessum skrifum mínum.
Eins hef ég stundum ratað í aðra miðla en þennan í gegnum þetta blogg, eins og til dæmis þegar blogg Skúla Skúlasonar var lokað mótmælti ég hástöfum, og fyrir vikið endaði ég í viðtalsþætti á Útvarpi Sögu sem viðmælandi. Eins hef ég nokkrum sinnum komið fram í þáttum Friðriks Schrams, prests kirkju minnar: ,,Um trúna og tilveruna" sem Omega sýnir fyrir kirkju mína. Fyrir allt þetta er ég Guði afar þakklátur, þvi enginn nema hann gat komið þessu svona til vegar.
Vantrúar ,,söfnuðurinn" (eða eins og ég kalla hann, ekki móðgast vantrúarmenn!)
Í gegnum allt þetta hefur lítill hópur manna sem kenna sig við guðleysingja félagsskapinn Vantrú oft fengið að tjá sig á bloggi mínu, sumum til mikillar gremju þar sem ég leyfi mönnum að tjá sig og koma sínu á framfæri. Oft hef ég verið gagnrýndur að sýna þessum mönnum linkind, en satt best að segja kann ég bara ekkert illa við þá, þótt ég telji þá stundum vera afar dónalega og aðgangsharða.
En ég trúi og veit að það borgar sig að leyfa fólki að tjá sig fremur en að þagga niður í þeim, því það er sjálfsagður réttur hvers einstaklings að fá að tjá sína skoðun, sama hversu vitlaus hún kann að vera, því það sem mér finnst kannski vitlaust finnst öðrum viturlegt, og enginn getur breytt því.
Ég er ekki sammála einu orði sem þeir segja um Guð eða kristni, en þegar til alls kemur, eru þetta alls ekki slæmir einstaklingar. Til dæmis hefur kærleiksmaðurinn Hjalti Rúnar, meðlimur þessa hóps gert þó nokkrar greinar um mig eða mín orð. Eins gerðu þeir grín af mér þegar seinasta bænaganga var haldinn, og hafði ég reyndar lúmskt gaman að því.
Guð blessi ykkur kæru vantrúarmenn, og megi þið loka augunum í hvert sinn sem þulan á Rúv ber kross um háls sér!
Fjölskyldu áhyggjur
Nokkrir í ættinni minni halda að ég sé kominn í einhvern ,,sértrúarsöfnuð", sem er aldeilis ekki rétt, því Hin Íslenska Kristskirkja, sem ég er meðlimur í, hét í gamla daga ,,ungt fólk með hlutverk" og var innan þjóðkirkjunnar. Í dag er sá söfnuður sjálfstæður, og er engan veginn ,,sértrúarsöfnuður" og er ósköp venjuleg Lútersk kirkja og er ég stoltur meðlimur hennar.
En þið megið halda það sem þið viljið og hafið ekki áhyggjur af því að ég lendi í klónum á ofsatrúarmönnum. Ég er orðinn of sjóaður til þess eftir fjórtán ára trúargöngu.
Listir og matargerð
Glöggir lesendur hafa tekið eftir því að ég er listamaður inn við beinið, og gerðist það meira að segja árið 2007 að ég og Steina H. Sigurðardóttir skipulögðum fyrstu bloggsamsýningu á verkum okkar, og tókst það ákaflega vel til! Einnig hef ég verið að gera grín af ráðamönnum þjóðarinnar með skopteikningum, sem ég vona að þið hafið notið.
Eins hef ég verið birta uppskriftir eftir mig (meira að segja án klæða! ) og vona ég að þið hafið notið.
Þá lýkur þessum langa annáli mínum yfir tveggja ára bloggferilinn minn, og vona ég að fái að njóta þess að vera með ykkur sem allra lengst.
Ég þakka öllum þeim fjölmörgu sem hafa lesið þessa pistla mína í gegnum þessi tvö ár, og Guð blessi ykkur öll!
Meginflokkur: Vefurinn | Aukaflokkar: Dægurmál, Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:37 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Til hamingju me daginn, Haukur!
Jón Valur Jensson, 11.3.2009 kl. 00:26
Takk innilega Jón Valur minn!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.3.2009 kl. 00:33
Til hamingju með daginn. Verð að segja að ég hef haft ofsalega gaman af þessari trú/vantrú dellu allri saman. Sérstaklega hefur Jón Valur lag á að kæta mig, kemst alltaf í gott skap við að lesa pistlana hans. Hinsvegar langaði mig til að þakka þér fyrir virkilega opinn og skemmtilegann vettvang sem bloggið þitt er.
Heimir Tómasson, 11.3.2009 kl. 08:44
Til hamingju með afmælið, ég hlýt þá að eiga afmæli bráðum líka :)
Ég verð að segja það að þegar þú segist ekki vera sammála um það sem við mennirnir segjum um trúarbrögð, þá ertu ekki að taka rökum :)
DoctorE (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 10:14
Ég kann sömuleiðis ekkert illa við þig og bara miklu betur heldur en t.d. þjóðkirkjufólk sem bloggar hérna.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.3.2009 kl. 11:24
Til lukku með daginn!! VIVE Guðsteinn Haukur!
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 11:33
Guðsteinn er bara mjög fínn, fleiri kristnir mættu vera eins og hann.
DoctorE (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 11:49
Heimir - ég þakka falleg orð!
Dokksi - rétt, þá átt þú afmæli bráðum líka.
Hjalti - sömuleiðis, mér finnst óþarfi að vera svarinn óvinur einhvers vegna þess að við erum ósammála í einum málaflokki, enda kann ég vel við þig sömuleiðis!
Ragnheiður - Vive Ragga!
Dokksi - takk ...
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.3.2009 kl. 12:25
Til hamningju með daginn vinur :)
Dokksi þú kannski heldur veislu fyrir okkur þegar þú átt afmæli ???
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 13:55
Til hamingju! Sammála Heimi að þessi trú/vantrú getur verið ofsalega skemmtileg og stytt manni stundir. Ég er ekki trúaður, en það er gaman að lesa rökræðurnar fram og til baka. Öll sjónarmið eiga rétt á sér.
Villi Asgeirsson, 11.3.2009 kl. 14:15
Arnar - takk fyrir það, en ef Dokksi heldur partý þá verður hann að koma sér útúr skápnum og segja til nafns ... við verðum því að hvetja hann eins og við getum að koma sér útúr skápnum!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.3.2009 kl. 14:17
Villi - sammála.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.3.2009 kl. 14:17
Ég verð reyndar að taka undir það að vantrúar söfnuðurinn er skrautlegur.
Þeir halda því fram að við séum að troða trúnni okkar á annað fólk og að við notum bloggið í trúboð! Samt láta þeir manna hæðst heyra í sér og eru alla daga í Vantrúboði. Því að "venjulegt" fólk sem trúir ekki á guð lætur sér það nægja. Hversu mikill þverhaus þarf maður að vera til að stofna samtök til að boða fólki hvað það er vitlaust að trúa á guð.
Eigum við að stofna Anti-Jólasveinasamtök Haukur ? Getum gengið í grunnskóla og jafnvel leikskóla og sagt krökkunum frá því að jólasveinninn sé ekki til, hann er bara plat og svona til þess að þykjast vera hlutlausir getum við bætt því við í endann þegar við erum búnir að því að auðvitað megi börnin ráða því sjálf hvort þau vilji trúa á hann.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 14:33
Ef ég vinn í víkingalottó í kvöld þá verður ofurveisla sem öllum verður boðið í :)
DoctorE (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 14:57
Arnar - hehehe ... jú, slík samtök til höfuðs vantrúar ekki svo vitlaus ... Þegar þú ert að miðla þínum lífsskoðunum og ætlast til að fólk taki mark á þér og fari eftir þeim, hvað er það annað en boðun á þínum lífsskoðunum? Sem heitir réttu nafni trúboð. Ekki flókið þetta, en vefst mjög fyrir vantrúarmönnum.
Dokksi - ég mæti!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.3.2009 kl. 15:11
Dokksi - ég var að bæta Google pagerank inná bloggið mitt, ég fæ:
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.3.2009 kl. 16:14
Til lukku með það
Flower, 11.3.2009 kl. 16:38
Well Guðsteinn ég er úti í kuldanum... birtist hvergi á mbl so I win ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 17:00
Flower - takk
Dokksi - ég verð að viðurkenna, ég hef ákveðið forskot á þig, og er þetta ekki jafn leikur nema að þú farir að drattast útúr skápnum og sýna smá manndóm. Heigullinn þinn!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.3.2009 kl. 17:07
til hamingju, þú ert ómissandi í bloggheimum
halkatla, 11.3.2009 kl. 17:44
Takk fyrir það Anna mín!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.3.2009 kl. 17:55
Sæll litli bróðir
Til hamingju með daginn. Sammála Önnu Karen að þú ert ómissandi hér í bloggheimum. Ég hafði gaman af að lesa pistilinn. Það hefur oft verið fjör hér á síðunni hjá þér. Allavega hef ég skemmt mér prýðilega.
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.3.2009 kl. 19:25
Guðsteinn ég er á mörgum spjallborðum víðsvegar um heiminn.. málefnin eru ýmisleg, frá forritun til trúarbragða, hvergi nema á sveitasímaskerinu íslandi er minnst á að koma fram undir nafni...
Þetta er líklega partur af því að búa á smáskeri... þroskist upp úr þessu krakkar... og munið að enginn veit hver skrifaði biblíu, hún er faktískt nafnlaus, vitnar í nafnlausa einstaklinga sem enginn veit hver er.
Þannig að ef á að gagnrýna mig, horfið af sömu gagnrýni á biblíu :)
DoctorE (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 20:22
Linda, 11.3.2009 kl. 23:04
Til hamingju með afmælið. Þú ert einn af fyrstu virku og skemmtilegustu bloggurunum hér. Vona að þú haldir áfram sem lengst, það er komið alltof mikið af vatnskenndum bloggurum enda hefur moggabloggið breyst mikið að mínu mati. Takk fyrir mig
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 12.3.2009 kl. 08:42
Hey Gunnar Á krossinum var að spá heimsendi á bylgjunni í morgun... Sússi kemur og bjargar honum og vinum hans áður en það gerist... bara gervitennur Gunnars og fötin verða eftir.
Witness da páva of madness hahahaha
DoctorE (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 09:21
TIL HAMINGJU MEÐ TVEGGJA ÁRA AFMÆLIÐ GUÐSTEINN! .. Takk fyrir skemmtileg bloggkynni, sem önnur!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.3.2009 kl. 10:04
Veistu hvað Arnar, sumt kristið fólk (t.d. ríkiskirkjan) treður trúnni upp á annað fólk, meðal annars með trúboði í leikskólum. Síðan notið þið auðvitað bloggið í trúboði, er það eitthvað umdeilt?
Það er engin mótsögn þarna í málflutningi okkar. Höfum við t.d. einhvern tímann mótmælt því að fólk boði trúna sína á bloggi?
En gaman að sjá þig koma með svona málefnalegan málflutning. Málið er það að alls konar hindurvitni (kristni, miðlar og fleira) hefur að okkar mati slæm áhrif á samfélagið og þess vegna er rétt að berjast gegn þeim. Hvað er svona þverhausalegt við það?
Ef það væri til ríkisjólasveinafélagið sem fengi milljarða á ári í ríkisstyrki og boðaði það að fólk sem væri ekki jólasveinatrúar væri slæmt, þá myndi ég ganga í þessi samtök ykkar.
Arnar, þetta er afskaplega öfugsnúið hjá þér. Það eru kirkjunnar menn sem ganga í leik- og grunnskóla og boða trú á guð. Við í Vantrú höfum aldrei gert það og viljum ekki gera það, að okkar mati eiga opinberir skólar að vera hlutlausar fræðslustofnanir.
Nema hvað að við erum ekki að boða trú. Þú mátt alveg kalla þetta vantrúboð, boðun gagnrýninnar hugsunar eða eitthvað álíka.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.3.2009 kl. 10:32
Rósa - "litla systir", takk fyrir það!
Dokksi - sýndu bara að það sé ekki tómt það slátrið á að vera.
Linda -
Nanna Katrín - takk innilega, mér þykir vænt um þín orð, því við höfum nú ekki alltaf verið sammála, en ég hef alltaf vanið mig á að koma fram eins og ég er klæddur, og verður enginn breyting þar á.
Jóhanna - ... takk!
Hjalti - við Arnar erum bara að hrekkja ykkur, ekki taka það svona alvarlega.
Dokksi - Gunnar hefur spáð því í mörg ár, enda eru flestir Kristnir tilbúnir fyrir slíkt.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.3.2009 kl. 10:54
Ég vil ekki boða vantrú né trú í skólum... þar á bara að kenna alvöru hluti + gagnrýna hugsun...
Heimspekilega yfirferð um trúarbrögð og tilurð þeirra... thats it.
Þið trúaðir mynduð ekki vilja að boðuð væru önnur trúarbrögð en ykkar í skólakerfinu...
Þeir fforeldrar sem vilja mata börn sín á bronsaldarsögum geta gert það utan reglulegs skóla... en ég tek fram að það er ekki barninu fyrir bestu.
DoctorE (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 10:55
Það er satt við höfum ekki verið alltaf sammála en þú ert alltaf mjög heiðarlegur í skrifum og sanngjarn og skrifin þín eru skemmtileg. Sem betur fer er fólk ekki alltaf sammála
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 12.3.2009 kl. 12:59
Sæll Guðsteinn.
Til hamingju með daginn.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 13:03
Dokksi - ég vil ekki boða trú í skólum heldur, ég vil samt ekki sleppa því að fræða börnin. Ég held við séum sammála í þeim efnum.
Nanna - mikið væri tilveran ömurleg ef við værum öll sammála! Sem betur fer er það ekki svo, og sama segi ég um þín skrif, því maður tekur vel eftir þeim sem skrifar frá hjartanu og þeim sem eru yfirborðskenndir. Þú hefur ætíð skrifað frá hjartanu og ávalt staðið við sannfæringu þína, sem mér finnst aðdáunarvert.
Ég sakna bara greinanna þinna, því þú hefur ekki verið dugleg að blogga undanfarið ár. Sem vonandi verður breyting á, því réttlætisrödd má ekki þagna!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.3.2009 kl. 13:05
Takk Þórarinn.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.3.2009 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.