"Þið eruð ekki flokkurinn", segir Geir!

Það er alveg merkilegt hvað menn ætla koma sér undan ábyrgð, í fréttinni á eyjunni.is stendur:

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir harða gagnrýni á flokkinn, sem sett er fram í skýrsludrögum starfshóps endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins, ekki vera í nafni flokksins.

Þetta minnir nú bara ískyggilega á orð Ingibjargar Sólrúnar, þegar hún sagði "þið eruð ekki þjóðin", sem með þeim hrokafyllri yfirlýsingum sem ég hef heyrt frá stjórnmálamanni um ævina.

Hvernig væri að hæstvirtur fyrrverandi forsætisráðherra fari að játa á sig sakir eftir 18 ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins, nú þegar þessi "endurreisnarhópur" gagnrýnir  forustuna sem og seðlabankann, þá er þeim hópi úthýst ekki sagður tala í nafni flokksins!

Geir bar fyrir sér að það væri "málfrelsi" í flokknum, þrátt fyrir að þessi hópur sé hluti af flokknum sjálfum. Það er hrein skömm af svona ummælum, svo mikið er víst!

Nú bætist það við að Ásta Möller, þingkona hefur beðist afsökunar á mistökum Sjálfstæðisflokksins, og ber henni sómi af slíku, en ekki var hún ráðherra eða bar eins mikla ábyrgð og Geir. Sjá hér:

 

Þurfum við kannski annað BBC viðtal til þess að fólk sannfærist? Biddu þjóðina þína afsökunar Geir, er ég virkilega að biðja um svo mikið?

Ég var í einhverri einkennilegri hægrisveiflu um daginn, og hef ég gert iðrun síðan þá, en eftir stendur að ég veit ekkert hvað á að kjósa í vor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er alveg ótrúlegt að heyra Haukur minn.   Ég efast líka um að Ásta Möller sé gegnheil í þessari afsökunarbeiðni.  Er hún ekki að fara í kosningaslag?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2009 kl. 22:13

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jú, hún ein sá tækifærið Ásthildur, og tek ég undir með þér hvort þetta sé gegnheilt hjá henni. Í undanfara prófkjörs og kosninga er illa hægt að taka mark á sumu.

P.s. gaman að sjá þig Ásthildur! Vertu ávalt velkominn.  Þótt við séum ekki sammála um allt, þá þykir mér afar vænt um þig!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.3.2009 kl. 23:22

3 identicon

Sæll Guðsteinn

Veistu það að siðferðiskendin var afnumin úr Sjálfstæðisflokknum í valdatíð Davíðs Oddsonar og hefur ekki verið endurreist en.

Og varla héðan af !

Kveðja til þín og allra þinna

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 01:26

4 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég gat ekki betur heyrt af Geir og Sigmundi í gær,að aðal málið núna væri að rúfa þing og fara í kosningabaráttu.

Fyrir vikið er eitthvað sem segir mér að Sjálfstæðismenn og Framsókn séu að brugga  að komast saman aftur til valda,ég er svo sem ekkert hissa á ummælum Geirs hann og hans vinir þurfa ekkert að basla fyrir lífi sínu né sinna eins og við hin.

Það eru reyndar ekki margir kostir í stöðunni í kostningum,eins og stendur en eitt get lofað og það er að sjálstæðisflokkurinn fær ekki atkvæði frá mér og hefur aldrei gert.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 3.3.2009 kl. 09:51

5 Smámynd: Marinó Óskar Gíslason

Ég spyr nú bara eins og hver annar einfeldningur, (og þeir eru margir í landinu). Hvaða stjórnmálamaður hefur yfir siðferðiskennd að ráða? Ekki veit ég það.

Marinó Óskar Gíslason, 3.3.2009 kl. 10:25

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þórarinn - Amen á eftir því og vel orðað!

Úlfar - gott mál, ég mun ekki kjósa hann heldur.

Marínó - jafnvel einföldustu spurningar spanna svið sem aðrar geta ekki, og mikið ósköp er ég sammála þér.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.3.2009 kl. 10:43

7 identicon

Ég verð nú bara að segja eins og er að miðað við það sem er í boði núna þá er það annaðhvort Framsókn eða Sjálfstæðismenn sem að fá mitt atkvæði.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 12:29

8 identicon

Tek undir með Þórarni sem segir réttilega að siðferðiskenndin hafi verið afnumin úr Sjálfstæðisflokknum í valdatíð Davíðs og fór endanlega til botns í valdatíð Geirs, sem augljóslega er algjör tvífari Davíðs. Sýnist að með Bjarna Ben. verði kominn þríhöfði þarna. Þríhöfða þurs.

Stefán (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 14:48

9 Smámynd: egvania

Hvað er rétt og hvað er rangt í stjórnmálum í dag.

egvania, 4.3.2009 kl. 14:45

10 identicon

<kaldhæðni>Nú að sjálfsögðu er það þannig að ég og allir sem eru sammála mér eru að gera rétt og allir hinir hálfvitarnir eru að gera rangt</kaldhæðni>

Nei ég segi nú bara svona en það er orið frekar snúið og erfitt að segja til um hvað er rétt og hvað er rangt.  Og eflaust halda allir stjórnmálamenn að þeir séu að gera rétt.  Held það ætli enginn sér að fara og verða pólítúkus til þess að viljandi ætla að gera hlutina ógeðslega erfiða og setja alla á hausinn...

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 17:57

11 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mig langar í fullri vinsemd, að benda á að málfrelsi ríkir innan Sjálfstæðisflokksins. Geir Haarde hefur því fullt leyfi til að tjá skoðanir sínar og hafa aðra afstöðu en fólk í vinnuhópi flokksins.

Eftir nærstu kosningar verður Geir hvorki þingmaður né formaður Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar verða tveir úr vinnuhópi flokksins orðnir þingmenn. Hverjir tala fyrir hönd flokksins Geir eða vinnuhópurinn ?

Mönnum er misvel gefið að biðjast afsökunar. Ég hef lýst sem minni skoðun, að með því að gefa ekki kost á sér til endurkjörs, hafi viðkomandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins verið að biðjast afsökunar. Er ekki eðlilegt að láta þá njóta vafans og taka ákvörðun þeirra sem afsökunarbeiðni ? Er ekki gagnlegra fyrir menn að horfa til framtíðar fremur en að eltast við fyrrverandi þingmenn ?

Hjá Samfylkingunni er allt annað viðhorf uppi á teningnum. Hvað hafa margir þingmenn þeirra axlað ábyrgð, með því að hverfa til annara starfa ? Samfylkingin staglast á 18 mánaða sögunni, en á Samfylkingin enga fortíð ? Hvað hefur Alþýðuflokkur/Samfylking verið lengi í ríkisstjórn frá 1991 ? Hverjir knúðu í gegn inngönguna í Evrópska efnahagssvæðið 1994, nema Alþýðuflokksmenn, forverar Samfylkingar ? Hverjum er efnahagshrunið raunverulega að kenna ? Ég segi að Alþýðuflokkurinn/Samfylkingin ber ekki minni sök en aðrir.

Loftur Altice Þorsteinsson, 4.3.2009 kl. 20:43

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þegar beðist er afsökunar, þyrfti það helst að vera gert af einlægni. Ég held að í sumum tilfellum finnist mönnum/flokkum þeir hreinlega ekki eiga sök á ástandinu.  (Þó flestir aðrir sjái það)

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.3.2009 kl. 09:53

13 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þurfa þá ekki allir stjórnmálamenn í öllum hinum vestræna heimi að biðjast afsökunar? Kreppan er ekki bundin við Ísland, Bretland og Írland eru alveg að ná okkur, Grikkland og Litháen eru í klessu, Bandaríkin (hvar þetta byrjaði jú allt) eru efnahagslegar rústir og mörg Evrópuríki verða í okkar sporum áður en árið er liðið.

Ingvar Valgeirsson, 5.3.2009 kl. 10:04

14 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er algjörlega rétt Ingvar, að nær allir sem komið hafa að efnahagsmálum frá lokum Bretton Woods samkomulagsins 1971, eiga að biðjast afsökunar. Þá var tekið úr sambandi peningakerfi sem var í lagi og óstjórn seðlabankanna tekin upp.

Bretton Woods var komið á 1944 og má nefna tvöfalt myntráð. US Dollari var bundinn gullfæti og aðrir gjaldmiðlar notuðu US Dollar sem stoðmynt. Þetta fyrirkomulag gafst vel, en það sem við tók alls ekki.

Torgreind peningastefna (discretionary monetary policy) sem seðlabankarnir fylgja er glæpsamleg. Inngrip í fjármagnsmarkaðinn með stýrivöxtum og peningaprentun að boði stjórnvalda getur ekki leitt til annars en efnahagshruns.

Jóhanna, að biðjast afsökunar er sjálfsögð kurteisi. Við biðjumst afsökunar ef við stígum á fætur fólks, þótt það sé óviljaverk. Eins eiga stjórnmálamenn að biðjast afsökunar, ef mistök eru gerð á þeirra vakt, þótt ekki sé viljaverk. Hvað getur verið einlægari afsökunarbeiðni fyrir Alþingismann, en að hætta þingsetu ?

Um peningamál, sjá bloggið mitt.

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.3.2009 kl. 10:39

15 identicon

Góður pistill Guðsteinn Haukur.

Las hann yfir í gær. Mjög góður.

Hafðu það sem best...

Með kveðju.

Valgeir Matthías.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 10:25

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ágætur pistill Haukur þau eru firrt samanber myndbandið

http://www.youtube.com/watch?v=yfk_h6OHPFg&eurl=http://siggith.blog.is/blog/ginseng/

Líka athyglisvert  innlegg hjá Lofti.

Sigurður Þórðarson, 7.3.2009 kl. 08:04

17 Smámynd: Mofi

Eins og staðan er í dag þá langar mig ekki að taka þátt í þessum kosningum; aðeins of dapurlegt...

Mofi, 10.3.2009 kl. 16:03

18 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Sorglegt þegar menn eru komnir svona langt í ruglunni og stórmennskubrjálæðinu.  Finn til með Geir Haarde. Reyndar með öllum Sjálfstæðisflokknum, þetta fólk á bágt og lifir í afneitun.

Baldur Gautur Baldursson, 10.3.2009 kl. 21:21

19 Smámynd: Villi Asgeirsson

Á meðan Geir biðst ekki afsökunar eða játar að eiga að hluta til sök á ástandinu, verður honum ekki fyrirgefið. Að hrökklast frá völdum er ekki afsökunarbeiðni.

Villi Asgeirsson, 11.3.2009 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 588255

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband