Á meðan Guðjón lék á fiðluna, kveikti Kiddi í FF ... ;)

Miðað við atburði dagsins að minnsta kosti, þá finnst mér það vera niðurstaðan, þá er ég að tala um fyrirsögnina. Whistling

Það er alveg ljóst að Frjálslyndiflokkurinn hefur ekki mætt þeim kröfum sem samfélagið hefur gert til allra stjórnmálaflokka. Sem er endurnýjun. Það gullna tækifæri sem þeim gafst er runnið eins og vatn í gegnum fingur þeirra.

Eins og málefnaskrá Frjálslyndaflokksins er góð og gild, þá finnst mér þessi flótti sorgleg niðurstaða, en ég skil samt vel þann flótta sem hefur átt sér stað undanfarið, og er ég sjálfur meðal þeirra sem flúðu.

Ég reyndi að vara við þessu innan flokksins og gerði tillögur um breytingar, en ég var eins og rödd hrópandi í eyðimörkinni, og var ég ekki eina röddin sem ekki var hlustað á, eins og kunnugt er miðað við gengi flokksins í skoðanakönnunum undanfarið.

Maður uppsker það sem maður sáir stendur einshversstaðar í góðri bók.

En nú er spurningin, hvað situr þá eftir? Hvern á maður að kjósa í vor? FootinMouth


mbl.is Flótti úr Frjálslynda flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haukur minn, við vitum báðir að hjarta þitt slær xd takti. komdu til oss og vertu loks frjáls. Free @ last

karl jónas (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 19:17

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Mér líst vel á grúppuna á Facebook sem Þórhallur Heimisson stofnaði:

"Stjórnun byggist alltaf á trausti ekki bindingu. Alþingi á að vera málstofa margra ólíkra sjónarmiða.Við viljum að á Alþingi sitji hópur einstaklinga sem vill koma að stjórnun landsins og leggja fram krafta sína og sannfæringu án flokksaga - með eigin sannfæringu að leiðarljósi. Þeir sem bjóða sig fram undir merkjum gömlu stjórnmálaflokkana eru allt of oft ekki að bjóða þinginu krafta sína heldur starfa þeir þar sem vélbúnaður vel smurðra flokksvéla. Við viljum framboð einstaklinga sem eru óháðir öðru en sannfæringu sinni. Aðeins þannig má brjóta á bak aftur þá spillingu sem leitt hefur hörmungar yfir íslenskt samfélag."

Takk fyrir síðast!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.2.2009 kl. 19:48

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Kalli - hver veit? Ég virðist vera í einhverri hægri sveiflu núna, en við sjáum til.

Jóhanna - þetta lítur ekki illa út, en þetta er ekki bara á facebook samkvæmt þessari frétt. Og takk fyrir síðast sömuleiðis!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.2.2009 kl. 19:55

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Mér lýst mjög vel á það sem ég hef séð og heyrt til Lýðræðisflokksins. Annars er ég orðin jafn munaðarlaus í pólitíkinni og þú, Haukur minn. Ég ætlaði að kjósa FF en á meðan Guðjón "á" flokkinn einsamall þá er ekkert pláss þar fyrir fólk sem vill vinna af viti. Og áskrifendur að launum fyrir ekkert hafa aldrei átt upp á pallborðið hjá mér. Guðjón á kvóta og skítnóg af seðlum og er ekki vandara um en hverjum öðrum að sjá fyrr sér sjálfur. Ég er hætt að mylja undir þennann mann. Og hana nú!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.2.2009 kl. 20:52

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Helga Guðrún - eins og talað frá mínu hjarta, mikið er ég sammála þér. Guðjón hefur sett sama tonnatakk á stólinn sinn rétt eins og Davíð Oddsson, ég er ekki alveg að fíla þá takta. En við finnum útúr hvað við kjósum, ekki satt?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.2.2009 kl. 20:55

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Guðsteinn , við þekkjumst ekki neitt en ég hef lesið bloggið hjá þér og öðrum fyrrverandi stuðningsmönnum FF undan farnar vikur og er enn ekki farinn að skilja út á hvað þessi neikvæðni á höfuðborgarsvæðinu gengur .

 Í suðurkjördæmi verð ég hvergi var við þennan neikvæða tón en ég velti því fyrir mér hvort að ákveðnir aðilar á höfuðborgarsvæðinu sem hafa að undanförnu stundað það að hringja í fólk úr FF og hvetja það með baknagi á forustuna til að segja sig úr FF hafi þarna haft einhver áhrif .

það er alltaf leiðinlegt að sjá á eftir góðu fólki en ég óska þér og öðrum sem yfirgefið hafa FF að undanförnu alls hins besta , en að mínu mati snýst baráttan um málefnin en ekki hverjir eru í forustunni en þessa neikvæðni hjá ykkur mun fyrst og fremst skaða málefnin . kveðja .  

Georg Eiður Arnarson, 26.2.2009 kl. 21:56

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Georg Eiður, þó að málefnalisti stjórnmálaflokks sé góður þá er hann eins og eggjaskurn ef formaðurinn er áhugalaus um að framfylgja honum og varla heyrist í neinum öðrum. Enginn virðist vera að gera neitt, en allt í einu vilja þeir atkvæðið okkar. Þessir menn eru að treysta því að fólk sé fífl. Við fylgjumst nefnilega afar vel með framvindu mála.

-Af hverju treystir Guðjón sér ekki til að mæta Eiríki í útvarpi, maður á mann? -Hefur hann eitthvað að fela? -Við hvað er hann hræddur?

Ég bara spyr. Og ekki í neinum leiðindum né látum.

Mundu að þeir tímar eru liðnir þegar leyndarmál og lygar voru "inn". Nú viljum við bara hreint borð og sannleikann.

Það getur ekki verið til of mikils mælst.

Með bestu kveðjum frá Nottinghamskíri,  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.2.2009 kl. 22:20

8 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég hef séð nóg af ógeðinu í FF í kvöld til að endast mér ævilangt.

Aldrei, aldrei, aldrei skal ég framar leggja nafn mitt við þessa lágkúru! Mikið rosalega er ég reið!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.2.2009 kl. 22:51

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Georg Eiður - ég þakka athugasemdina, sem ég kann vel við því hún er málefnaleg. En ástæður þess hef ég talið upp sem varð til þess að ég sagði úr flokknum. Sérstaklega er breytinga hræðsla forustunnar mesti þröskuldurinn og það að leyfa þessu gullna tækifæri til stækkunnar úr hendi renna. Sem er algert klúður!

En að öðru leyti hef ég mínar persónulegu ástæður fyrir úrsögn, og þótt ég tali neikvætt um FF, þá er það stundum þannig að illt umtal er betra en ekkert umtal, og getur verkað til góða.

Helga Guðrún - sammála hverju orði!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.2.2009 kl. 22:57

10 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Guðsteinn, Neró lék á hörpu, það var ekki búið að finna upp fiðluna.

Georg, ég var formaður í Reykjavík suður. Það var ekki hægt að vera í þessum flokki, því miður. Ekki ef maður átti heima í Reykjavík og vildi efla flokkinn þar.

Þóra Guðmundsdóttir, 26.2.2009 kl. 22:58

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rétt er það Þóra, en orðtakið er svona samt sem áður, þótt það sé órökrétt að öllu leyti.

Helga Guðrún - hvað var svona slæmt sem þú sást?  Hví ertu svona reið?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.2.2009 kl. 23:18

12 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Spurðu Gunnar Þór Ólafsson. Hann bloggar um sömu frétt. Annars skal ég segja þér það prívat annars staðar.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.2.2009 kl. 23:23

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég leit á Gunnar Þór, og sá ekki betur en það væri búið að ritskoða sem fór á milli þín og einhvers nafnleysingja sem kallar sig Ryan Giggs.

Hvað gekk á? Jæja, ég bíð eftir skeyti frá þér ...

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.2.2009 kl. 23:50

14 identicon

Góðar kveðjur Guðsteinn Haukur.

Með bestu kveðju.

Valgeir Matthías.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 10:23

15 identicon

Sæll Guðsteinn minn.

Ekki vissi ég að Addi léki á fiðlu en allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

Það eru margir góðir lýðræðislegir kostir í stöðunni í dag ,sem mér finnst að þú og þér yngra fólk með heilbrigða sýn á framtíðina, ættu að skoða vel.

En ég get ekki séð að neitt af viti  gerist fyrir þessar kosnningar

.það er ekki langt síðan ég tók eftir því hvað margir hafa NAUÐGAÐ FRELSINU sem okkur þykir svo vænt um.

Mönnum og konum hefur verið treyst fyrir hinu og þessu í þessu ljúfa samfélagi okkar,en í krafti Frelsisins hefur þetta fólk gjörsamlega RÚSTAÐ grunnstoðum þjóðfálagsins og enginn má skifta sér af því hvað það gerði í krafti BANKALEYNDAR. Þvílík hneisa.

Og þá er frelsi orðið helsi . Við komumst ekki hjá því að gera það upp við okkur að það eru takmörk í frelsinu og ef ekki þá verður að setja lög um frelsið.

Það á ekki að vera neitt feimnismál að Íslenskur  Refsilagarammi á að vera fyrir alla

ekki bara þá aumustu þegar  að reikningsskilum kemur.

Ég fór hér aðein út fyrir efnið,afsakið en.....................

Jæja,þetta er ágætt í dag. Gangi þér vel með hugsjón þína.

Betsu kærleikskveðjur til þín og þinna.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 10:48

16 Smámynd: Flower

Er þá komið nýtt nafn á flokkinn, F***t flokkurinn?

Flower, 27.2.2009 kl. 11:29

17 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Það er aðeins einn flokkur sem ég kýs síður en kommunistana í d listanum og það eru kommunistanir í vinstri grænum

Alexander Kristófer Gústafsson, 27.2.2009 kl. 18:37

18 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Mitt hjarta slær mun lengra til hægra en vinstri sinnaða flokka eins og sjálfstæðisflokksins

Alexander Kristófer Gústafsson, 27.2.2009 kl. 18:38

19 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Guðsteinn, Smá viðbót frá mér. Ég sé að það kemur þarna spurning um, hvers vegna Guðjón Arnar vilji ekki mæta Eiríki í útvarpi, en miðað við kynni mín af Eiríki og eftir að hafa heyrt nokkrum sinnum í honum í Útvarp Sögu í vetur, þá spyr ég á móti: Vill einhver heilvita maður mæta Eiríki í orðaræðu? Ég efast nú um það, en bendi þó á það, að Eiríkur hefur barist hatrammlega gegn núverandi kvótakerfi, en er núna genginn aftur í Sjálfstæðisflokkinn, sem ber mesta ábyrgð á núverandi kvótakerfi.

Varðandi flótta ykkar úr FF, þá er ég fyrst og fremst dapur yfir því, ég hefði t.d. gjarnan viljað sjá Þóru Guðmunds í forystusveit flokksins í framtíðinni, enda frábær penni þarna, en enda þetta með því að óska ykkur aftur velfarnaðar, hvar sem þið finnið ykkur stað í pólitík, en ef hugur ykkar skyldi einhvern tímann aftur vilja hverfa til stuðnings við þau málefni sem FF stendur fyrir, þá skal ég með mikilli ánægju hjálpa til, ef ég get, og býð því fram aðstoð mína enda eru málefnin nr. 1 í mínum huga. Mailið mitt og símanúmer er á bloggsíðunni hjá mér. Kveðja .

Georg Eiður Arnarson, 27.2.2009 kl. 20:44

20 Smámynd: Hlédís

Af manngæðum vil ég stinga að  Karli xd (1. komment) Að textinn hefst svo - í  Drottins nafni: "Komið til Vor, allir þér..." ekki "komið til oss .." Bless

Hlédís, 27.2.2009 kl. 22:41

21 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Georg ég hef lengi skynjað að þú ert drengur góður og ég vil þakka þér fyrir að leggja ávalt þitt besta fram.  Ég vil þó leiðrétta þann misskilning þinn að Eiríkur Stefánsson sé genginn í Sjálfstæðisflokkinn, það er ekki rétt því hann situr í miðstjórn FF.  Þess utan er mér ekki kunnugt um neinn af öllum þeim fjölda sem nýverið hafa sagt sig úr FF sem hefur gengið á eftir JM í Sjálfstæðisflokkinn.  Úrsagnirnar stafa af öðru en þrá eftir að komast í þann flokk.   Eigðu góða helgi félagi.

Sigurður Þórðarson, 27.2.2009 kl. 23:13

22 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gleði, gleði, gleði .. og ekkert annað - Mun kjósa þann flokk sem sýnir mest heilindi og vill þjónusta fólkið!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.3.2009 kl. 19:10

23 identicon

 

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 15:14

24 identicon

Ég bara hreinlega trúi því ekki að þú ætlir að setja X við D. Á að fara verðleuna flokkinn sem kom hér öllu á kaldann klaka? Þetta er flokkurinn sem talar núna um að það hafi ekki verið stefna hans sem kom landinu í koll, heldur fólk. Mig langar bara að segja að fólkið hefði ekki getað gert það sem það gerði nema fyrir stefnu Sjálfstæðisflokksins. Svo í guðana bænum farðu nú ekki að verðlauna Sjálfstæðisflokkinn og kvótavarðhundinn fyrir öll þau mistök sem sá galni flokkur hefur gert þjóð sinni.

Valsól (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 17:46

25 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Valsól - hárrétt hjá þér, ég var um daginn í einhverri hægri sveiflu og er ég kominn niður á jörðina núna! Úfff ... 

Georg Eiður - ég þakka málefnalegar umræður, og hafðu kærar þakkir fyrir það.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.3.2009 kl. 18:18

26 identicon

Er ekki einfallt að kenna xd um allt. Ekki veit ég betur enn að xd hafi verið einráðir. hvað með framsókn og samfylkinginu sem hafa verið með í stjórn. Ef þau bera enga ábyrgð. þá spyr ég að einu. hvað voru þeir flokkar að gera í stjórn, sofa kanski og hirða sín laun

Karl jónas (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 18:51

27 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hvað þá Kalli, þurfa þeir 18 ár í viðbót? Það er nú meira!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.3.2009 kl. 20:11

28 identicon

Haukur þeir bera ekki einir ábyrgð, einfallt mál. þeir sem hafa verið með þeim í ríkisstjórn bera líka sína ábyrgð. það er barnalegt að kenna xd um allt. þó fólki finnst gott að hafa einn sökudólg.

karl jónas (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 20:25

29 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nei Kalli, þeir stjórnuðu þá ekki fjármálaráðuneytinu í 18 ár. Þeir eru auðvitað alsaklausir.

En hins vegar er rétt hjá þér, að samábyrgð er til staðar, en það breytir ekki hvar ábyrgðin liggur, hjá flokki sem hefur haft meirihluta í 18 ár.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.3.2009 kl. 20:29

30 identicon

Hvar segi ég að þeir beri enga ábyrgð. hvergi haukur. ef þú lest hvað ég segi, þá sérðu að ég segi að þeir beri ekki einir ábyrgð á þessu. jú þeir stjórnuðu fjármálaráðuneytinu í 18 ár, enn er fjárlöginn ekki saminn af þeirri ríkisstjórn sem er við völd í það skipti. þannig að það hljóta fleiri að bera ábyrgð. ekki satt

karl jónas (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 20:56

31 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hvar hef ég sagt að þeir beri einir ábyrgðina? Við erum alveg sammála að þar eru þeir ekki einir sekir, en það að axla ábyrgðina, það er greinilega ekki til orðaforða þinna manna. Aðrir hafa þó sýnt fordæmi, reyndar ekki samfylkingin, en margir aðrir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.3.2009 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband