Til hamingju með daginn konur!

311135_red_rose.jpgÞað er enginn lygi þegar karlmenn eru spurðir um "betri helminginn" þegar konurnar okkar eru fjarri góðu gamni. Þið eruð allar yndislegar með tölu!

Líf mitt er uppfullt af yndislegum konum, eiginkonu minni, móður minni, systur, frænkum, vinkonum og allar þær í tengdafjölskyldunni. Svo að ég minnist nú ekki á allar þær yndislegu bloggvinkonur sem ég hef eignast í gegnum tíðina.

Ég lít á ykkur allar sem Guðs blessun, hafið þið flestar blessað líf mitt á einhverja vegu, og er ég afar þakklátur ykkur öllum og er mér sannur heiður að fá að kynnast ykkur.

En ekkert væri ég án eiginkonu minnar svo mikið er víst.  Ég elska hana afar heitt og er hún mér betri á flestum sviðum. Lífið væri einskinsvert án hennar, og þeirri fyrirmynd sem hún gefur að vera góð manneskja, það er sú fyrirmynd sem ég sæki í, ásamt trú okkar á Jesúm Krist og þeirri fyrirmynd sem hann gaf, sem er kærleikur í sinni tærustu mynd.

Að lokum ...

 

 

 

 

 

 

 

... Bryndís - ég elska þig! Heart

P.s. mér til mikillar furðu þá birtist þessi grein í prentútgáfu morgunblaðins í dag! Pouty


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Elska þig líka!

Bryndís Böðvarsdóttir, 22.2.2009 kl. 14:08

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Kæri bloggvinur.

Kærar þakkir og falleg hugleiðing.

kv.Guðrún Maria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.2.2009 kl. 00:42

3 Smámynd: egvania

Þið er svo falleg bæði og full að kærleika og hlýju til náungans.

Kveðja Ásgerður

egvania, 23.2.2009 kl. 03:18

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Tek undir þetta: Til hamingju konur!

 Þið eruð flott par Haukur og Bryndís! Húrra fyrir ykkur!

Sigurður Þórðarson, 23.2.2009 kl. 17:36

5 Smámynd: Benedikta E

Takk - Guðsteinn Haukur og til hamingju með allar þínar konur.

Kveðja.

Benedikta.

Benedikta E, 23.2.2009 kl. 17:50

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hafið öll innilegar þakkir!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.2.2009 kl. 17:53

7 identicon

og þakka þér fyrir að skrifa þennan pistil til kvenna á Íslandi. Mjög þarft verkefni Guðsteinn Haukur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 19:07

8 Smámynd: Linda

Jæja karlinn, þér tókst að koma mér inn á mbl bloggið, hahah, ég sem er búin að lýsa frati á alla þá neikvæðni sem er hér inni, í allt og í garð alla, þá kemur vinur minn og sendir svona líka yndislega og jákvæða kveðju til okkar kvenna í hans lífi.  Ég tel líka þína yndislegu eiginkonu til mína persónulegra vina, og ég get tekið undir að þú ert lánsamur maður, ég vona að ég verði svona lánsöm þegar ég finn minn mann, eða hann með mig    Læt þig dæma um það muahha.

knús.

Linda, sem þakkar Túlípanana í leiðinni, þeir eru byrjaðir að springa út.

Guð blessi þig og þína.

Linda, 23.2.2009 kl. 19:51

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Valgeir - takk fyrir það!

Linda - jú, þú áttir nú skilið að fá blóm frá karlmanni þótt einstæð sért, til þess eru vinir. Ég tek undir orð þín um Bryndísi mína, ég er einstaklega heppinn. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.2.2009 kl. 22:21

10 Smámynd: Flower

Þetta er krúttlegt

Flower, 23.2.2009 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 588281

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband