Spádómsköku uppskrift (fortune cookies)

fortune-cookie-1.jpgÞetta er soldið flókin uppskrift, en verður þess virði að erfiða, því kökurnar eru bæði skemmtilegar og einstaklega bragðgóðar. Þetta er tilvalið í flott matarboð.

Hráefni:
3 eggjahvítur
1/2 bolli (60 gr.) sigtaður flórsykur
45 gr. ósaltað smjör (brætt)
1/2 bolli (60 gr.) hveiti

Aðferð:

Búið til "spádóma", og klippið niður í litlar ræmur.

Forhitið ofninn í 180°, teiknið þrjá 8 cm. hringi á bökunarpappír, snúið svo pappírnum við og setjið á bökunarplötu. Best er að gera þrjá hringi, sökum þess að maður verður að hafa hraðann á þegar maður brýtur þetta saman.

Setjið eggjahvítur í hreina og þurra skál, og pískið þar til þær stífna. Bætið í smjöri (sem á að vera við stofuhita til þess að baka ekki eggjahvíturnar) og flórsykri og pískið þar til allt er blandað saman. Bætið svo hveiti við og pískið saman og látið standa í ca. 15 mín.

Með flötum pönnukökuspaða, setjið ca. 2 msk. í hringina á bökunarpappírnum, notið spaðann til þess að jafna úr þessu og engir hólar myndist, þetta á vera slétt. Bakið svo í 5 mín. eða þar til þetta er búið aðeins að brúnast lítillega meðfram hliðunum.

Takið kökuna strax af með pönnukökuspaða, setjið "spádóminn" í miðjuna. Sjá mynd að neðan:
800px-fortune08_445_797446.jpg

 

 

 

 

 


Brjótið svo hringinn saman, sjá mynd að neðan:
800px-fortune09_97.jpg

 

 

 

 

 

Setjið svo kökuna á glasbrún og beyglið,  sjá mynd að neðan:
523px-fortune10_648.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Leyfið svo kökunum að kólna og harðna, annað hvort í möffins móti, eða bara í glösum, sjá mynd að neðan:
180px-fortune11_112.jpg

 

 

 

 

 

Kökurnar eru þá tilbúnar! Verði ykkur að góðu!  Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðsteinn minn, ég má ekki á mig nokkrum kílóum bæta sko. Þú veist það jafn vel og ég, en þetta var nú meira sagt í gamni en alvöru.

Heyrðu líst vel á þetta hjá þér.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 13:24

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég vissi það Valgeir Mattías, enda skildi ég grínið hjá þér ... ... það er gaman að þessu.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.2.2009 kl. 13:30

3 identicon

Takk Guðsteinn! Það verður gaman að spreyta sig á þessari uppskrift! Og gaman að koma vinum og fjölskyldu á óvart með Fortune Cookies svona home made!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 13:44

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ekki málið Ragnheiður, gangi þér vel að gera þær. Þetta er doldið föndur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.2.2009 kl. 13:51

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Snjallt í kreppunni, þegar bænir eru hættar að duga.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.2.2009 kl. 06:06

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Og þetta kemur frá gyðing.

Snjallt í kreppunni, þegar bænir eru hættar að duga.

Sorglegt.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.2.2009 kl. 10:05

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sorglegt! Það er ekkert sem bjargar Íslendingum frekar en gyðingum, en beygðu samt gyðinginn með mér:

Hér er gyðingur, um gyðing, frá gyðingi, til gyðings.

Í þágufalli er gyðingur gyðingi.

Ég sé að þessar kökur eru bráðnauðsynlegar. Þú getur klippt gömlu málfræðina þína í ræmur og sett inn í þær.

Notarðu alltaf hanska þegar þú bakar, Guðsteinn?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.2.2009 kl. 17:03

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ja hérna hér, ertu vanur að nöldra svona í öllum sem þú hittir kæri Vilhjálmur?

En takk fyrir málfræðikennsluna, sem virðist vera fullkominn hjá þér kæri ven, og minni ég þig á að mönnum getur nú orðið á.

Þetta eru ekki myndir af mínum höndum, ég tók þetta af annnari síðu sem kennir svona.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.2.2009 kl. 19:41

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Snjallt í kreppunni, þegar bænir eru hættar að duga.

Mikið er menn drottins þrenningarinnar nú hársárir.  Var þessi litla athugasemd mín nöldur?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.2.2009 kl. 14:35

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég sé að þessar kökur eru bráðnauðsynlegar. Þú getur klippt gömlu málfræðina þína í ræmur og sett inn í þær.
Þetta er nöldur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.2.2009 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband