Tælenskar kjúklingabollur

Áfram heldur útrás mín að deila uppskriftum. Hér er ein hreint mögnuð sem ég gerði um daginn til mikillar gleði gesta og heimafólks. Þessa uppskrift má einnig nýta til kjúklingahamborga með bragði, því ferskari bollur færð þú ekki, og er þetta ólíkt öllu öðru sem maður hefur hingað til smakkað (ekki djúpsteikt og löðrandi í sósu eins og íslendingar vilja oft gera á skyndibitastöðum Sick)!

1489517_29e366aa1_l.jpgÉg læt uppskrift af 'Sweet chilli' sósu fylgja með, slíka sósu er einstaklega auðvelt að gera, og óþarfi að kaupa rándýra tælenska sósu ef þú getur gert hana 110% ódýrari heima.

Kjúklingabollur, hráefni:
2- 3 kjúklingabringur
1 bolli af brauðmylsnu (ferskri)
4 vorlaukar
1 msk. mulið kóríander
2 tsk. sesamfræ
1 bolli ferskt kóríander (brytjað smátt)
3 msk. 'Sweet Chilli' sósu
1 - 2 msk. sítrónusafi
1 ferskt chili (fræhreinsað og brytjað smátt)
Olía til steikingar.

Aðferð:
Saxið niður kjúklingabringur niður í hakk annað hvort með hníf eða í matvinnsluvél. Best er að nota heil kóríander fræ og mylja þau niður í mortél, ef slíkt er ekki fyrir hendi þá er tilbúin mulinn kóríander ekkert verri. Setjið 2 brauðsneiðar (án skorpu) í matvinnsluvél, saxið niður mjög smátt vorlauk, ferska kóríanderinn og brytjið niður og fræhreinsið chiliíð.

Vinnið þetta vel saman í skál og bætið sítrónusafa og "Sweet chilli" sósu og hrærið vel. Gerið úr þessu litlar bollur og steikið í djúpri pönnu í olíunni. Hitið ofninn í 200° og setjið svo að lokum bollurnar inní hann í 5 mín. Stærri bollur eða ef gerðir eru hamborgarar geta tekið allt að 10 - 15 mín.

"Sweet Chilli" sósa - hráefni:
1 bolli af vatni
1 bolli af strásykri
4 - 5 chilli
1/2 hvítlauksgeiri

Aðferð:
Setjið vatn og sykur í pott og hitið þangað til vökvinn er orðinn glær. Saxið chillíið (ekki fjarlægja fræin) og hvítlauk gróft niður og bætið útí. Setjið þetta svo í matvinnsluvél og blandið vel. Sósan er tilbúinn. Ath: farið varlega þegar þetta er sett í matvinnsluvél, því sósan verður MJÖG heit.Einnig verður hún mjög sterk fyrst, en með tímanum dofnar hún.

Verði ykkur að góðu! Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðsteinn, mæli sko með því að þú opnir matarsíðu!! Maður er farin að slefa oná lyklaborðið!!

Ég elska tælenskan mat, elska hversu bragðmikill og góður hann er!! Ætla sko aldeilis að prufa þennan rétt!!!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 16:03

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hver veit nema ég opni matarsíðu hafði ekki hugsað útí það og finnst mér það vera góð hugmynd! Takk Ragnheiður! En þú sérð ekki eftir þessu, ég luma einnig á "Fortune cookie" uppskrift ... á ég að birta hana líka?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.2.2009 kl. 16:08

3 identicon

jáhá takk !

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 16:42

4 identicon

Bara vatn í munninn enda 250 kg.... djókkkkkkkkkkkk

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 17:06

5 Smámynd: Flower

Þetta er allt hverju öðru girnilegra

Flower, 20.2.2009 kl. 17:26

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Svaka girnilegar uppskriftir. Svo þarft þú endilega að koma með kennslu um að matreiða hvalkjöt og uppskriftir.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.2.2009 kl. 18:22

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ragnheiður - ég birti hana þá á morgun! Eins gerði ég í gærkvöldi apríkósu ís? Birta þá uppskrift líka?

Helga - ég mun ekki breyta frá þeirri reglu að veita andlega næringu, ég er bara svolítill dellukarl þegar kemur að eldamennsku.

Valgeir Mattías - hehehehe ... góður!

Flower - tilgangurinn helgar meðalið.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.2.2009 kl. 18:22

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rósa - skal gert!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.2.2009 kl. 18:22

9 Smámynd: Sigríður Inga Ingimarsdóttir

Sæll Guðsteinn... mig langar að þakka þér fyrir þessar frábæru SUBWAY kökur nammi namm.... svei mér þá , þær toppa þessar upprunulegu kökur alla vega fannst börnunum mínum það

.. Eigðu góða helgi.

Sigríður Inga Ingimarsdóttir, 20.2.2009 kl. 22:36

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

jummmy...

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.2.2009 kl. 00:39

11 Smámynd: Ásgerður

Kærar þakkir fyrir þetta,,ég ætla að prófa þessar bollur í kvöld. En hvað hefur þú með þessu?? Væntanlega hrísgrjón,,,en eitthvað fleira?

Kv, Ásgerður

Ásgerður , 21.2.2009 kl. 09:06

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sigríður Inga - gaman að fá svona "feedback", enda er þetta einstaklega góð uppskrift!

Anna B -

Ásgerður - það þarf ekkert með þessu, ég reyndar gerði fyrst bollurnar og síðan nokkrum dögum seinna hamborgara, með sweet chilli, tómötum og lambhagasalati, og var það gargandi snilld!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.2.2009 kl. 13:33

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ragnheiður Arna - ég er búinn að setja inn "fortune cookies" uppskrift eins og ég lofaði.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.2.2009 kl. 13:39

14 Smámynd: kiza

Þú kemur alltaf á óvart kæri Guðsteinn Haukur :)  Þetta hljómar massíft girnilega, mun bókað mál prófa þessa strax og ég á efni á matvinnsluvélinni!

-Jóna.

kiza, 21.2.2009 kl. 15:03

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Glæsilegt Jóna, og takk fyrir hólið!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.2.2009 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband