Frönsk lauksúpa

LauksúpaÉg er búinn að stunda tilraunir í eldamennsku svo lengi, að ég má til með að deila með ykkur nokkrum uppskriftum í viðbót. Að þessu sinni er það Frönsk lauksúpa sem verður fyrir valinu. Hún er afar holl og einföld, hún hentar hvort sem það er forréttur eða sem aðalréttur.

Hráefni:
2 msk. smjör
2 msk. hveiti
4 laukar
2 tsk. sítrónu ólívuolía
2 - 4 hvítlauksgeirar
1 tsk. sykur
1/2 teskeið garðablóðberg eða 'Thyme'
1/2 bolli hvítvín
8 bollar vatn
1 - 2 teningar af kjúklingakraft
2 tsk. Brandý
Salt og pipar eftir smekk
Rifinn parmesan ostur eftir þörfum

Aðferð:
Mýkið laukinn fyrst í pottinum í heitri olívuolíunni, setjið laukinn í skál takið til hliðar. Bræðið smjör og bætið hveiti útí til þess að gera smjörbollu, bætið við vatni, hvítvíni og súputeningum. Kryddið erftir smekk og að lokum er skelltdálitlu af Brandý útí og rifinn ostur stáldrað yfir.

Verði ykkur að góðu.  Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var einmitt nybuin að ausa supu upp a disk, þegar eg sa  bloggið þitt. Hun er tilbrigði við franska lauksupu, griðarlega goð;

1 stor laukur

4 hvitlaukslauf

2 storar kartöflur

1 tomatur

1 leggur selleri

10 cm purrubutur

3 kubbar organic french onions (Kallo)

8 dl vatn

1 msk olia til steikingar

3 brauðsneiðar

ostur (10-12 sneiðar eða eftir lyst)

marjoram, paprikuduft og salt (til að salta laukinn a pönnunni)

Grænmeti lettsteikt/-hitað a pönnu, siðan soðið með teningunum i 10 min. Að lokum sett i eldfast mot, brauð og ostur sett ofan a og inn i ofn i 10 min við 200°C.  Dugar fyrir tvo.

Kolla (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 21:06

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...búin að prenta þetta...takk!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.2.2009 kl. 21:21

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Kolla - kærar þakkir! Mér líst afar vel á þína uppskrift!

Anna - verði þér að góðu. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.2.2009 kl. 21:23

4 identicon

Guðsteinn og Anna, takk fyrir hrosið

Eftir matinn varð eg svo þyrst að eg la i krananum og sa að þetta gengi ekki. Eg naði þvi 1,5L könnu og fyllti hana upp með vatni að ca. 1,2L. Ut i setti eg sitronusafa og skar svo niður næstum heila gurku. Nu eru bara gurkur eftir a botninum og eg er ekkert þyrst!

Kolla (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 23:38

5 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Góð og fín uppskrift!!!  Ég breytti uppskriftinni aðeins, en alveg að skaðlausu...........

Ég gerði 1/2 bolli hvítvín að 1/2 fkösku af hvítvíni og 2 tsk Brandy að 2 x 25cl glösum Brandy. Mér finnast súpur vondar, svo ég henti restinni af hráefninu, drakk hvítvínið og Brandýið og fór svo á pöbbarölt...  Fín uppskrift samt sem áður.

Nei, ég sagði bara svona.  Það er kominn í mig svefngalsi....

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 20.2.2009 kl. 02:16

6 identicon

Flott uppskrift sko... Guðsteinn minn.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 02:45

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ég elska franska lauksúpu og fæ aldrei nóg af tilbrigðum við hana.  Fínt að fá tvö í viðbót...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 20.2.2009 kl. 05:43

8 identicon

ummmmmmmmmmmmmm

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 10:48

9 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Ég var að spá í að prófa þessa uppskrift, og setja eplasafa í staðinn fyrir hvítvín (á aldrei hvítvín, drekk ekki), en þá fór ég að spá í hvað á að nota í staðinn fyrir Brandý. Ætli ég verði ekki að prófa uppskriftina hennar Kollu frekar.

Sindri Guðjónsson, 20.2.2009 kl. 14:37

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sindri mysa getur komið í staðinn fyrir bæði hvítvín og brandý.

Kolla - þín uppsrkift er líka alveg afbragð!

Valgeir Mattías - þetta er ástríða mín að elda góðan mat.

Hildur Helga - allt er þegar tvennt er!

Birna -

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.2.2009 kl. 15:09

11 identicon

Er þetta uppskrift fyrir 2?

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 01:17

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hún er fyrir 4 Davíð.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.2.2009 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband