Uppskrift af því sem kemst næst því að vera Subway smákökur

cookie.jpgEftir mikla leit fann ég uppskrift frá framleiðanda Subway (Fyrirtækið Otis Spunkmeyer framleiðir þetta fyrir Subway) smákaka, eða það sem kemst næst því. Ég þori að veðja að ég er ekki sá eini sem þykir þessar kökur vera algjört hnossgæti! En hér er uppskrifin sem ég fann á þessari vefsíðu og þýddi ég hana fyrir þá sem ekki kunna ensku:

Hráefni:
290 g  hveiti
1 tsk matarsódi
225 g smjör
50 g sykur
110 g púðursykur
1 tsk vanilludropar
1 pk royal vanillubúðingur
2 stór egg
Smartíes eða súkkulaði eftir hentisemi.

Aðferð:
Hveiti og matarsóda er blandað saman í skál og sett til hliðar.
Linað smjör, sykur, púðursykur og vanilludropar er blandað saman og hrært í hrærivél.
Vanillubúðingsdufti er blandað saman við og síðan eitt og eitt egg. Gott að hræra aðeins á milli.
Að lokum er hveitiblöndunni ásamt súkkulaðinu blandað saman við.
Bakað við 175 gráður í ca. 10-12 mínútur.

Þetta er sem sé grunn uppskriftin af smákökunum sem Subway selur, þær eru auðvitað ekki nákvæmlega eins, en alveg furðu nálægt því. Ég prófaði til dæmis að nota pecanhnetur og smarties í mínar og kom það afspyrnu vel út! Hafið í huga að geyma þær helst í pokum, þar sem þær þorna fljótt og verða harðar. 

Verði ykkur að góðu, þegar ég bakaði þessar varð mikil kátína á mínu heimili, stundum elska ég að vera heimavinnandi húskarl, því brosið á þeim borðuðu þetta, gerir þetta allt þess virði ! Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er alveg sammála þér að kökurnar á Subway eru Delicious!!! Jummmmmííí!

Verð að prufa þessa uppskrift!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 20:23

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Verði þér að góðu Ragnheiður!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.2.2009 kl. 20:30

3 Smámynd: Soffía

Mmmm   verð að prófa þessa uppskrift, takk 

Soffía, 18.2.2009 kl. 20:45

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Verði þér einnig að góðu Soffía!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.2.2009 kl. 20:57

5 identicon

Good morning Iceland. My name is Gordon Brown ad I will help us... Djók. Hafðu það sem best Guðsteinn Haukur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 22:52

6 Smámynd: Anna Guðný

Vá , verð sko að prófa þessar. Takk fyrir þetta

Anna Guðný , 19.2.2009 kl. 00:01

7 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Ekki spurning, verð að baka þessar kökur...

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 19.2.2009 kl. 08:56

8 identicon

Smákakna!! Er ekki fallegra að segja smákaka?

 Samanber betra að segja aukinn innflutningur hjólbara, frekar en aukinn innflutningur hjólbarna.

Doddi D (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 09:57

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Doddi - ég var satt að segja ekki viss á þessu orði, ég er ekkert slæmur í Íslensku en stundum vefst þetta fyrir manni ... og er ég búinn að leiðrétta greinina! Takk fyrir góða ábendingu.

Valgeir Mattías - góður!

Anna Guðný og Guðbjörg -

Gunnar - heimalagað er gert af ástúð, ekki af færibandi.  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.2.2009 kl. 14:59

10 Smámynd: Ásgerður

Þetta verð ég að prófa  Takk Takk

Ásgerður , 21.2.2009 kl. 09:09

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ásgerður - rock on!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.2.2009 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 588303

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband