Fimmtudagur, 12. febrúar 2009
Ég tók viðtal við Jón Val Jensson
Í fyrsta sinn stjórnaði ég þættinum "Um trúna og tilveruna" í fjarveru Friðriks Schrams, forstöðumanns míns, þá tók ég viðtal við hinn umdeilda og margumtalaða vin minn: Jón Val Jensson.
Viðtalið var frumsýnt í dag á sjónvarpsstöðinni Omega, og fjölluðum við um stöðu hins kristna manns í okkar gjaldþrota samfélagi, bæði efnislegt sem og andlegt gjaldþrot þjóðar okkar. Við tökum á ýmsum þáttum þess út frá augum trúaðs fólks, en ég hvet fólk til þess að horfa á þáttinn sjálfan og dæma fyrir sig sjálft.
Mikilvægasti punkturinn í þessu viðtali er áhrif kristinna manna í pólitík, og er Jón með þó nokkrar góðar hugmyndir í þeim efnum.
Þeir hjá Omega sýna þessa þætti sem hin Íslenska Kristskirkja framleiðir, en þeir eru svo vinsamlegir að birta þá fyrir okkur:
Birtingin á þessum þætti er á þessa leið:
Mánudagur - 14:30
Þriðjudagur - 13:00
Fimmtudagur - 15:30
Föstudagur - 22:00
Sunnudagur - 13:00
Þeir sýna þáttinn á þessum tímum í endursýningu, og hvet ég alla til þess að kíkja á þetta.
Ps. myndin er tekinn af Lindu vinkonu, á blogghittingi sem var haldinn á A. Hansen í janúar síðast liðinn. Nánar um það hjá Vopna Rósu minni.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag, Trúmál | Breytt s.d. kl. 18:22 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 588278
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Flott hjá þér drengur. Meiriháttar flott. Enda flottustu bloggararnir í bænum. Þú stendur þig vel. Hafðu kærar þakkir fyrir bloggið þitt minn kæri.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 17:44
Það sama má segja um þig Valgeir Mattías, og takk fyrir athugasemdina.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.2.2009 kl. 17:51
Sæll Guðsteinn minn
Gaman að sjá færslu frá þér. Vona að fólk drífi sig í að horfa á ykkur félaga ræða saman.
Það var gaman að hitta ykkur á A. Hansen þegar Vopna Rósa var kvödd. Nú nýtur hún lífsins einhversstaðar með Sólmundi Tómasi?
Ég hlakka til að sjá færsluna um ákveðið rit sem þú sagðist ætla að blogga um en við fjárnámsnemar verðum að láta námið ganga fyrir.
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Guðskerlingin Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.2.2009 kl. 17:52
Ég sá brot af þættinum.Það sem ég sá og heyrði var gott.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 17:54
Ég ætla nú ekki að kommenta á þetta... en kikka hugsanlega á þetta við tækifæri.
Ég sá þig í Smáralind síðustu helgi... var alveg næstum búinn að heilsa þér :)
DoctorE (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 17:57
Rósa - jú það var gaman að hittast þar.Takk fyrir athugasemdina.
Birna Dís - þú kíkir betur á þetta við endursýningu. :)
Dokksi - sástu mig? Eða reyndar okkur? Ég og kona mín vorum að nýta okkur dauðakippina af janúar útsölunum, en þú hefðir mátt koma þér út úr skápnum og heilsað mér! ;)
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.2.2009 kl. 18:01
Sá hann ekki, en kannski í endursýningu.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2009 kl. 19:40
Ég sá þig og konuna á harðahlaupum, ég hefði varla náð að hlaupa ykkur uppi :)
DoctorE (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 20:24
Sæll Guðsteinn minn, sá reyndar ekki þáttinn enda er Omega ekki mín rás en hvað varðar stjórnmál og trúmál þá eiga þau ekki samleið, svo einfalt er það.
Stjórnmálamenn sem byggja stefnu sína á óumbreytanlegum trúarsannleika eiga ekki að komast í ákvörðunaraðstöðu inní truarlega blönduðum þjóðfélögum, allt annað er firra sem mannkynssagan hefur fyrir löngu dæmt.
Ég trú þvi vart að þú sért slíku fylgjandi
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 21:40
Stjórnmál + trú = BANG
Vinur minn hann JVJ er líklega ekki sá besti til þess að ræða hvernig samfélög eiga að vera.... ekki vildi ég búa þar sem hann leggur línurnar.. það er algerlega ljóst.
Við höfum séð í mannkynsögunni hvernig fór þegar trú réð ríkjum, hell on earth.
DoctorE (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 23:08
Ásdís - jú hann verður sýndur á næstunni.
Sáli - horfðu á þáttinn, því eins og þú tel ég ekki skynsamlegt að blanda þessu tvennu saman, en það sem við fjölluðum aðallega um var lækkandi siðferði og skort á manngæsku. Þess vegna er þessu blandað saman og kominn tími til þess að kristnir vakni af værum svefni og láti í sér heyra.
Dokksi - ég endurtek horfðu á þáttinn áður en þú dæmir.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.2.2009 kl. 23:53
P.s. ég mun berjast fyrir því að þau gömlu gildi sem land okkar byggðist á verði endurvakin, hvernig sem aðferðin verður kemur í ljós, því eins og er þá er ekki mikið um að velja, og tel ég jafnvel samtök eða flokk sem byggir á þessum gildum góða hugmynd. Ég er samt ekki leiðinni í framboð til þess að forðast misskilning!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.2.2009 kl. 23:58
Kærar þakkir fyrir þessa færslu, Haukur, og að þú vekir athygli á endurtekningu þáttarins. – Já, og takk fyrir síðast, áframhald áhugaverðra umræðna!
Ætli það sé afstaða 'Sála', að EKKERT í hugmyndum vantrúaðra byggist á óumbreytanlegum sannleika? Og ef vísindin geta sum hver a.m.k. fundið viss sannindi, sem telja verður óhagganleg, sem og mannleg þekking okkar önnur fundið ófráhvikanleg sannindi, sem verða forsendur eða grundvöllur margs góðs (en óhlýðni við þau sannindi hins vegar til ills), skyldi það þá vera ljóður á ráði þeirra vísinda eða þeirra manna/flokka, sem vilja vera trúir þeim grunnsannindum? Og hvað er það í trúarsannindunum, sem Sáli hyggur verða kristnum mönnum til trafala í stjórnmálaáhrifum þeirra?
Þau 'theokratísku' (Guðsríkis-) samfélög, sem Jesúítar skópu í Paragúay og Úrúgúay á 17. og einkum fyrri hluta 18. aldar, voru ekkert "helvíti á jörðu", eins og halda mætti á innleggi hér ofar nr. 10, heldur var það þvert á móti mikið framfara- og manngæzkuríki, þar sem frumbyggjarnir stunduðu nytsamar iðnir undir leiðsögn Jesúíta-trúboðanna og allir deildu með sér eigum sínum, unz efnishyggja og gróðafíkni veraldlegra höfðingja gerði áhlaup á það samfélag.
Innleggjarinn þarna nr. 10 ætti að kynna sér hlutina, áður en hann heldur áfram að fullyrða út í bláinn.
Svo má einnig minna á, að Býzanz-ríkið (austrómverska keisaradæmið) var, að því leyti sem það var mótað á kristnum grunni, um marga hluti til fyrirmyndar, m.a. í löggjöf og réttarfarsefnum.
Jón Valur Jensson, 13.2.2009 kl. 00:26
Vel svarað kæri Jón Valur, enda er kominn tími á að rödd okkar heyrist eftir margra ára þögn. Kannski má segja að ég tali i þversögnum, en staðan er sú að allt almennt siðferði er gjörsamlega horfið úr stjórnkerfinu. Hvort sem það heitir pólitík eða fjármálageirinn, og endurreisn kristinna gilda trúi ég að sé rétta meðalið.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.2.2009 kl. 07:17
Rugl er þetta í þér Dokksi, horfðu bara á þáttinn í kvöld og hættu þessum sleggjudómum og fordómum.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.2.2009 kl. 09:18
No bs Guðsteinn minn... þessu getur þú komist að sjálfur(Með kaþólsku kirkjuna og aðrar kirkjur).
Ég kikka á þáttinn, kem svo aftur :)
DoctorE (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 10:02
Það er raunalegt að horfa upp á þetta einræðurugl nafnleysingja hér, sem getur ekki einu sinni skrifað almennilega íslenzku fyrir alla að skilja. Verra er þó innihaldið, en kemur mér ekki á óvart frá þessum kirkjuhatara, sem hér býr sér til meðsekt kaþólsku kirkjunnar í Helförinni! Svo heldur þessi fáfróði maður, að kaþólska kirkjan sé að "riða til falls", þegar hún er þvert á móti orðin samfélag yfir 1100 milljóna manna.
Nafnleysingi þessi má vel fræðast um það líka, að kaþólska kirkjan heldur uppi yfir fjórðungi allrar spítalahjálpar við eyðnisjúklinga í heiminum og að í Póllandi og á Filippseyjum átti hún stóran þátt í því, að einræðisstjórnirnar, sem þar ríktu, féllu.
Jón Valur Jensson, 13.2.2009 kl. 21:59
Takk fyrir síðast. Ég missti af þessum þætti og ég sé að það eru síðustu forvöð fyrir mig að sjá hann á sunnudaginn.
Sigurður Þórðarson, 14.2.2009 kl. 01:26
Nei, Sigurður, þú getur sennilega séð hann líka á mánudaginn kl. 14.30 og á þriðjudaginn kl. 13.00.
Svo þakka ég þér innlegg þitt kl. 7:17 og hitt þar á eftir!
Með góðri kveðju til beggja,
Jón Valur Jensson, 14.2.2009 kl. 01:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.