Sannur náungakærleikur í verki

Þetta framtak starfsmanna Bylgjunnar hafa vakið heimsathygli. Og ekki að undra, því þetta er aðdáunarvert framtak sem Íslendingar sýnar þjóð sem beitti okkur þvílíkum órétti með hryðjuverkalögum, og má segja að þeir beri mikla ábyrgð á hvernig ástandið er orðið vegna þessa lagasetningar þeirra.

Hér eru nokkrir erlendir miðlar sem vísir.is bendir á:

Svona framtak er hreint æðislegt! Og kom þetta Bretum algjörlega í opna skjöldu að fá slíkar gjafir frá nánast gjaldþrota þjóð!

Matt 22:39
Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.

Eftir ofangreindu boðorði er greinilega farið á Bylgjunni, og er ég stoltur að kallast Íslendingur þegar menn framkvæma svo góðverk.


mbl.is Gefa breskum eldri borgurum íslenska ull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er einmitt ein af þeim sem er mjög sátt með þessa söfnun, hef heyrt neikvæðnisraddir og skil það bara ekki, er ekki alltaf gott að gera vel?  kærleikskveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 17:21

2 Smámynd: Mofi

Þótt við séum kannski peningalega séð gjaldþrota þá samt eigum við sitthvað sem getur komið að notum og gaman að sjá svona góð verk. Vonandi bara kunna allir að meta þetta og að þetta er gert í kærleik.

Mofi, 27.1.2009 kl. 17:52

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Tek undir með Mofa, fjárhagslegt gjaldþrot er ekki endilega siðferðislegt.

Frábært framtak og gerir mann stoltan....

Haraldur Davíðsson, 27.1.2009 kl. 17:58

4 identicon

Þeir munu hugsa hlýtt til okkar í þessum peysum !!

conwoy (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 20:53

5 Smámynd: arnar valgeirsson

þetta er ótrúlega fínt framtak og bretar ánægðir með gjaldþrota hryðjuverkamenn i norðri. kemur reyndar fram þarna í kommentum við greinum í bresku netmiðlunum.

er einmitt að fara til london í nótt, sem aðstoðarmaður með hópi fólks með geðraskanir og við ætlum á leik. þakka bylgjunni fyrir að vonandi verða ekki allir brjálaðir út í okkur.

en brown er greinilega ekki í uppáhaldi þarna fyrir austan. undarlegt með þessa forsætisráðherra ha.

arnar valgeirsson, 27.1.2009 kl. 21:17

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er ótrúlega gott framlag til þessa ríka lands. Það er líka önnur hlið á þessu máli og það er að gamla fólkið í Bretaveldi skuli búa þannig að það hefur ekki efni á að kynda hjá sér. Þarna er stór brotalöm sem starfsmenn Bylgjunar vöktu athygli á. Ég hlýt að gleðjast ef okkur tekst að ylja fólki og jafnvel bjarga mannslífum hjá þessari ríku þjóð.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.1.2009 kl. 00:17

7 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Þetta framtak er auðvitað bara sjálfsagt og mjög þarft,enda metum við ekki líf til fjárs sama hvað Brown og Darling gerðu okkur með hryðjuverkalögum sínum á Bankana.

Alheimskreppan skall á þjóð okkar fyrst og við fengum allann skellinn strax vegna smæðar okkar,nú fyrir vikið höfum við betri og mjög sennilega betri möguleika á að snúa blaðinu við hraðar en flestar aðrar Evrópuþjóðir.

Ég vona bara að við munum okkar eigin elli og örorkulífeyrisþega,þegar kemur að þeirra afkomu að líf verði ekki metið í peningum og niðurskurði á velferð þeirra sem minna mega sín.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 28.1.2009 kl. 00:26

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn

Frábært framtak.

Gefið, og yður mun gefið verða. Góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur mun lagður í skaut yðar. Því með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða." Lúk. 6:38.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.1.2009 kl. 01:01

9 identicon

Þetta er einfaldlega frábært

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 04:34

10 identicon

Þetta var flott, svo var líka smá kaldhæðni í þessu.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 08:57

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ aftur.

Mikið rétt, smá kaldhæðni og stríðni gagnvart ráðamönnum en vonandi gátum við í leiðinni hjálpað fullt af fólki sem skjálfa af kulda hjá þessum hryðjuverkamönnum sem eru ráðamenn Bretlands.

Guð blessi þig kæri Guðsteinn

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.1.2009 kl. 18:43

12 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þeir sögðu á Bylgjunni að tylft manna frysi í hel á hverjum klukkutíma þarna í Bretaveldi. Vonandi hefur það bara verið um stuttan tíma, svona meðan aðalfrostkaflinn gekk yfir.

En ef ríkisstjórn lætur það viðgangast að tæplega þrjúhundruð manns frjósi í hel í landinu á hverjum degi - á þessi ríkisstjórn þá ekki heima á ek. hryðjuverkalista?

Ég spila mikið á túristapöbb hér í Reykjavíkurþorpi og hitti þar allnokkur kíló af Bretum í viku hverri. Þeir eru allir sem einn ákalfega undrandi á hegðan forsætisráðherra síns í okkar garð og kalla hann ýmsum ónefnum sem ég vil ekki hafa eftir - en sjaldan hafa jafnógeðfelld orð glatt mig jafn mikið...

Ingvar Valgeirsson, 28.1.2009 kl. 19:09

13 identicon

Sæll Guðsteinn minn.

Ég er hjartanlega sammála þér Guðsteinn minn. Þetta er gott framtak.

Ég get ekki skrifað langt núna.

Hafðu það rosalega gott Guðsteinn minn.

Kv. Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 19:16

14 Smámynd: Kristín Ketilsdóttir

Manni hlýnar um hjartarætur við svona kærleiksverk

Kristín Ketilsdóttir, 29.1.2009 kl. 13:45

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk allir og Guð blessi ykkur öll!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.1.2009 kl. 17:48

16 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Fallegt framtak!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.1.2009 kl. 20:55

17 Smámynd: egvania

Eftir þetta eru Bretar mát, ég tel að við höfum unnið þarna skákina.

egvania, 30.1.2009 kl. 12:31

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll kæri Guðsteinn.

Drífum svo í að veiða hval og gefum vinum okkar Gordon Brown og Darling að éta.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.1.2009 kl. 14:20

19 identicon

Bestu kveðjur og knús minn kæri.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 17:25

20 Smámynd: halkatla

þetta er ekki bara góðverk, heldur líka kúl

halkatla, 3.2.2009 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 588277

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband