Til hamingju kæru Íslendingar!

Spillingarbákninu hefur verið bolað frá! Nú verður forvitnilegt að sjá hvað gerist á næstu klukkutímum!

Þeir ábyrgu eru loksins farnir frá, nú vona ég að okkur verðið boðið uppá skárri kosti en hafa verið hingað til. Persónulega er ég ekki viss lengur hverja eiga að styðja.

Til hamingju kæru íslendingar, með háværum búsáhöldum hafa spilltum stjórnvöldum verið vikið frá! Cool


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flower

Þetta er náttúrulega hneyksli að stjórnarflokkarnir hafi verið að bítast um völd á þessum erfiðu tímum. Rífast um forsetisráðuneytið eins og krakkar um dót. Það verður bara að vona að það sem taki við muni þá vinna fyrir fólkið en ekki flokkana.

Flower, 26.1.2009 kl. 16:19

2 identicon

Það er enginn úr spillingarliðinu farinn frá.  Jú það er búið að reka mann úr FME en það er bara sýndarmennska svona rétt til að friða líðinn.

Ingibjörg er bæði mikil og góð vinkona baugsfeðga og maður á alveg eftir að sjá hvað hún ætlar að gera til að vinna úr spillingu.

Ég á reyndar alveg eftir að sjá hvað og hvort hún geri til að koma heimilunum og fyrirtækjunum til bjargar.  Allt sem hún hefur sagst ekki ætla að láta lenda á  þeim verst stöddu hefur ekki lennt á neinum öðrum. 

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 16:33

3 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Er ekki Framsókna að komast til einnhvera valda og ættla VG að vera undir þeirra náð komnir. Framsókn er spiltasti flokkur landsins. Hvar var Steingrímur J. þegar eftirlaunafrumvarpið var samþykt???

Haukur Gunnarsson, 26.1.2009 kl. 16:36

4 identicon

Eins og er þá er ekkert vitrænt í stöðunni... við þurfum þjóðstjórn til að vinna að breytingum, alvöru breytingum... .svo getum við kosið EN EKKI FLOKKA... að kjósa þessa flokka er að láta þá rassinn á sér fokka AFTUR
Nýtt ísland getur ekki skapast með í gamla kerfinu

DoctorE (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 17:55

5 identicon

Það er naumast. Helduru að spilling sé ekki til í öllum flokkum? Helduru að hún sé eitthvað meiri í flokki þar sem minni miðstýring og minni ríkisafskipti er álitið vera gott; en í flokki þar sem hvatt er til meiri miðstýringar og ríkisafskipta?

Miðstýringin býður upp á meiri spillingu því það er auðveldara að fela hana þegar ríkisbáknið blæs út. Að vísu eru markaðsbrestirnir meiri þegar hægristjórn er við völd, en hvort viljum við- meira af? Ósýnilegum pólitískum brestum eða meira af sýnilegum markaðsbrestum?

Þessi stjórn á ekkert eftir að verða minna spilltari, enda mannfólk hér á ferð- rétt eins og í Sjálfstæðisflokknum.

Gulli (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 18:01

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þetta á eftir að koma í ljós allt saman, en ljóst er að það þarf gagngera endurnýjun á ÖLLU kerfinu. Eins og staðan er núna þá sé ég engan sem ég hef hug á að kjósa. Og veit ekkert hvað ég geri í þeim efnum. Við sjáum til hvað setur, enda er kosningarbarráttan ekki hafin og fleiri eiga eftir að kveða sér hljóðs varðandi ný framboð og annað slíkt.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.1.2009 kl. 18:02

7 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Til hamingju!

Baldur Gautur Baldursson, 26.1.2009 kl. 18:04

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 26.1.2009 kl. 18:07

9 identicon

Nú tekur við stjórn VG og XS, það er bara frábært. Til hamingju ísland.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 22:25

10 identicon

Púff !

VG og XS ... ROFL ekki ég ekki ég...

NÚNA byrjar fyrst kreppan..... !

Sjáiði bara til....

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 23:58

11 identicon

Til hamingju með hvað? ég bara spyr, er ekki annar flokkurinn úr gömlu ríkisstjórninni að fara að mynda nýja ríkisstjórn. Samfylkingin getur reynt að kenna Sjálfstæðisflokknum um allt, en hver einasti viturborni maður veit að það voru 2 flokkar í ríkisstjórn ekki bara 1 eins og þeir vilja halda fram. Hvað var Samfylkingin að spá ef þeir voru að bíða allan þennan tíma? það er komin ný ríkisstjórn en stór partur af gamla fólkinu verður þar við völd.

Hvað á svo að gerast annað en að reka Davíð úr Seðlabankanum? Ekki má gleyma að skila láninu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og jarðfræðingurinn hann Steingrímur J. ætlar að redda málunum en hvernig??

Haukur Þór (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 00:22

12 identicon

Sæll Guðsteinn.

Já,þetta er undarlegt fólkið í pólitíkinni eins og Fowlwer segir. Eru ekki miklu alvarlegir hlutir sem þarf að leysa strax. Ég man fyrsta nótmæladaginn. þá var á dagskrá hjá Alþingi,hvort ætti að leyfa bjór til sölu í verslunum og þar fram eftri götunum. Fólk er ekki með öllum mjalla.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 00:23

13 identicon

Nú er gaman, VG hefur haldið því fram að vel menntaðir hagfræðingar þurfi að koma að málum, hvað gerist nú, setja þeir flugfreyju í djobið?

einaras (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 10:26

14 Smámynd: Helena Leifsdóttir

- Hamingju með hvað ...ég bara spyr ?

  • Nú verður ekki friður fyrir fyndnum og kaldhæðnum bloggurum. Þessir sömu og hafa talað látlaust um að fjármálaráðherra sé dýralæknir geta nú aldeilis skemmt sér þegar nýja ríkisstjórnin tekur við. Ætli jarðfræðingurinn Steingrímur, flugfreyjan Jóhanna eða leikkonan Kolbrún fái ekki örugglega sömu hrokafullu meðferðina?
    www.andriki.is
     

Helena Leifsdóttir, 27.1.2009 kl. 12:37

15 identicon

Ég tek undir með síðasta ræðumanni, þar fyrir utan þá er það hjartans mál hjá Ingibjörgu að koma okkur inní ESB.  Hluti af ástæðuni fyrir því að ekki var farið í mál gegn bretum.  Til þess að styggja ekki menn innan ESB.

Svo nottla vissu menn alveg örugglega uppá sig sökina og þegar betur var að gáð þá kannski var þessi beiting breta á hryðjuverkalögunum réttmæt og við ættum kannski að prófa að þakka bretunum fyrir að hafa reynt að stöðva þessu skæruliða í að koma undan peningum.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 12:38

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ein spurning til allra: gerir enginn sér grein fyrir að sigur er unninn? Höfundar ógæfu okkar eru farnir frá? Ég hef ekki sagt eitt orð um núverandi stjórnarmyndun og tel stórhættulegt að vinstri grænir segi upp samningum við alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.1.2009 kl. 13:39

17 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæll Guðsteinn, ég sé nú ekki neina hamingju framundan í pólitík.

Mannlegt eðli er nú einu sinni allt eins, þannig að ef spillingin er farin frá, erum við þá ekki bara að bíða eftir þeirri næstu ? Mér þykir eiginlega verst að Castró er orðin heilsulaus og gamall, annars hefði hann kannski bjargað þessu fyrir okkur.

En hverning ganga þín atvinnumál ?

Kristinn Ásgrímsson, 27.1.2009 kl. 16:30

18 Smámynd: Linda

við megum ekki gleyma að þingmenn sitja enn sem voru hluti af þessari ógæfu, en, það má með sönnu segja að að það eru spennandi dagar og vikur framundan, með vinstri stjórn á toppnum.  Ég vil að við skilum alþjóðagjaldeyrissjóðnum láninu, þeir eru með kröfur um hækkun stýrivaxta sem veldur verðbólgu m.a og hækkun lána.  Ég sé fyrir mér að betri kostur væri að þjóðnýta kvótann og nota hann til þess að greiða upp það sem okkur þóknast og erum ábyrg fyrir sem þjóð.  Sem ég tel vera enga nema fyrir réttlætissakir, mín skoðun, ekki skrifuð í stein.   Ég vil sjálfstæðið okkar aftur, og vera bundin lögum og reglum IMF, fellur mér engan vegin í geð, enda er það mér líkt það segir mér engin að gera neitt sem mig langar ekki til að gera, og ég er ekki sólgin í að tilheyra hinum og þessum hópum til þess að vera kewl hehe.  Nú því ætti að ekki að koma neinum á óvart að ég er ekki flokksbundin.

bk.

Linda, 27.1.2009 kl. 16:38

19 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Kiddi - já kannski hefði Kastró reddað málunum! Hver veit! En ég er sammála þér að spillingin leynist allsstaðar, og ekki verður hjá henni komist.

En aðalatriðið er það að loks getum við byggt upp mannorð okkar sem íslendingar þegar þeir ábyrgu eru farnir frá. Erlendir miðlar hafa hlegið af okkur að hafa sömu menn og leiddu okkur í þetta við völd. Það er nú málið. Þess vegna fagna ég, ég fagna ekki endilega því sem tekur við.

Linda - sammála að mestu leyti, nema við þurfum á IMF að helda til þess að fá lán einhversstaðar. En búsáhaldabyltingin hefur greinilega borgað sig að koma risaeðlunni frá! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.1.2009 kl. 16:49

20 identicon

Kæri Guðsteinn.

Takk fyrir skemmtilega síðu. Ég er ein af þeim sem er mjög hugsi yfir stjórnarskiptunum. Ég spyr mig, og það er gaman að velta þessu upp hér... úr því ríkisstjórn Samfylkingar og Sjallanna sem kosin var fyrir 1,5 ári með 65% fylgi, var orðin umboðslaus, hvaða umboð hefur þá ríkisstjórn Samfylkingar og VG? Einhverntíma í menntaskóla lærði ég um "skrílræði", er þetta það? Þ.e. þegar fólk sem hefur mjög hátt, og lemur búsáhöld, kemur réttkjörinni ríkisstjórn frá völdum, og að kjötkötlunum kemur ríkisstjórn sem hafði miklu minna fylgi í síðustu kosningum sem nú fór frá? Ættum við ekki að vera að fara að kjósa strax eftir 45 daga eða hvað sem lágmarkið er nú aftur, frá því þing er rofið og hægt er að kjósa á ný? Hvaða umboð hefur þessi stjórn til að "reka mann og annan", allt eftir eigin hentugleika, og hreinsa til, úr því réttkjörin ríkisstjórn með 65% fylgi hafði ekki umboð til að gera sem henni fannst réttast?

Annað sem ég vil líka nefna hér... að í hreinskilni sagt er ég er hrædd við fólk sem gengur um götur með spjöld sem á standa nöfn örfárra einstaklinga, þ.ám. nafn Davíðs Oddssonar (svo ég taki dæmi), einstaklinga sem háværu búsáhaldaberjendurnir vilja koma í burtu.  Formaður stjórnar, hvort sem það er í Seðlabanka, eða öðrum stjórnum hefur orð fyrir stjórninni, en hann talar fyrir hönd allrar stjórnarinnar, samt er sett snara um háls eins manns af byltingarsinnunum. Það er enginn sem minnist heldur á það að í Seðlabankanum er bankaráð, skipað 7 mönnum (og 7 til vara), en bankaráð hefur eftirlit með starfsemi Seðlabankans. Bankastjórn hefur náið samráð við bankaráð um stefnumörkun og ákvarðanir í mikilvægum málum. Í bankaráði situr m.a. Ragnar Arnalds, gamall Alþýðubandalagsmaður, og Jón Sigurðsson varaformaður bankaráðs (þar til fyrir nokkrum dögum að ég held) og Valgerður Bjarnadóttir. 

Ofsóknir á hendur örfáum mönnum, vekja með mér óhug, ég veit ekki með þig eða ykkur lesendur. Þetta er fólk eins og ég og þú. Og flestir að reyna að gera sitt besta, flestir sem hafa helgað ævina að vinna í okkar þágu. Og hver eru svo laun heimsins?

Þetta er orðið svolítið lengra en ég ætlaði mér... en þetta lá bara svo á mér!

Bestu kveðjur, J

Jónína (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 16:37

21 identicon

Æi, svo ég bæti nú við... mér finnst smá óviðeigandi að tala alltaf um Jóhönnu sem flugfreyjuna... þótt hún hafi unnið sem slík í nokkur ár áður en hún hóf sinn feril í stjórnmálum, hún er með verslunarpróf (tveggja ára nám í Versló), og verður nú ráðherra efnahagsmála Íslendinga (sem forsætisráðherra).

Jónína (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 16:46

22 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir þetta stórgóða innlegg Jónína. Þetta var afar fræðandi.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.1.2009 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 588345

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband