Hvað eigum við þá að bíða lengi?

44-stop-violence-stop-sign.gifÉg verð að leiðrétta sjálfskapaðan misskilning úr seinustu grein minni, sem ég kom afskaplega klaufalega frá mér. Ég vil ekki að mótmælin hætti! Ég vil aðeins að ofbeldið hætti, það er það sem ég meinti og vildi sagt hafa, og biðst ég afsökunar á þessum rugli, en hey, ég er bara mannlegur.

Sem betur fer er ofbeldið sem fylgt hefur mótmælum undanfarið nánast hætt. Þess vegna get ég ekki sagt mikið í þeim efnum. Höldum áfram að mótmæla, þangað til höfundar kreppunnar eru farinn frá völdum!

Ég spyr þig Ingibjörg Sólrún og reyndar allt Samfylkingarfólk ... hve löng á biðlund okkar að vera? Og eftir hverju eigum við að bíða? Fleiri klúðrum? Því sannað er að Sjálfstæðismönnum er ekki treystandi, og ekki hlusta þeir á aðvaranir erlendra sérfræðinga né sína eigin þjóð í mótmælum!

Að lokum vil ég segja, burt með ofbeldið en lengi lifi mótmælin þangað til ríkisstjórnin fer frá!

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


mbl.is Meiri biðlund á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Og hvað á ný ríkisstjórn að gera?? losa okkur undan vandanum? það er hægara sagt en gert, við erum komin í þennan vanda til að vera næstu árin því miður, trúin er það eina sem fleytir okkur í gegnum þá erfiðleika sem framundan eru.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 22:36

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Næstum sammála Ásdís, við verðum að sýna alþjóð að við séum traustsins verð, og koma höfundum óförum okkar frá. Þá fer ég að birta til trúi ég, en sammála er ég þér að trúin er það sem á eftir að flytja okkur í gegnum þetta.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.1.2009 kl. 22:43

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Algjörlega minn kæri vin, nú er trúin það eina sem gildir. Við getum engum treyst nema okkur sjálfum og GUÐI .

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 22:45

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen Ásdís!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.1.2009 kl. 22:46

5 Smámynd: halkatla

Lifi Ísland og byltingin

halkatla, 25.1.2009 kl. 00:04

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nákvæmlega Anna mín, ég vona að þetta skýri afstöðu mína betur, því ég sá ekki sólina fyrir ofbeldinu ... æ .. þú veist hvernig ég er með slíka hluti ... á það til að vera full fljótfær.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.1.2009 kl. 00:06

7 identicon

Sæll Guðsteinn.

Tek undir hvert og eitt einasta  þitt orð.

Kveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 08:51

8 identicon

Ég segi nú bara eins og margir fleiri.

GUÐ BLESSI ÍSLAND.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 19:15

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dóra litla - Mistökin sem ég gerði var að setja samansem merki á milli mótmæla og ofbeldis. Eftir að þetta tvennt er aðskilið þá er ljóst að stór munur liggur þar á milli. Eins og þú segir, þá er þetta mjög skýrt í fyrri færslu, en ekki það sem ég átti við eftir smá umhugsun. Mín mistök og biðst ég forláts.

Kreppukarl - nei, ég er bara ruglaður!

Valgeir Mattías - Amen!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.1.2009 kl. 20:19

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þórarinn - takk fyrir það.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.1.2009 kl. 20:19

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er innilega sammála þér kæri vinur. En það er umhugsunarefni að mótmælin fóru þá fyrst að skila árangri þegar þau urðu aggressívari.

Við skulum vera hreinskilin Haukur.

Auðvitað óskum við öllu veiku fólki bata og það er engin undantekning þar. Ríkisstjórnin sem nú situr er líklega óvinsælasta ríkisstjórn á lýðveldistímanum og hún nýtur örugglega ekki þingmeirihluta ef menn létu ekki flokksagan ráða. Það er ekki rétt að framlengja líf stjórnarinnar vegna veikinda tveggja einstaklinga. 

Sigurður Þórðarson, 25.1.2009 kl. 21:19

12 Smámynd: egvania

Satt er að mikill munur er á milli mótmæla og ofbeldis, ég kalla það skríl sem þar voru að verki og ekki í mínu nafni.

En annars gakktu á Guðs vegum inn í nýja viku

kveðja Ásgerður

egvania, 25.1.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband