Guð blessi Geir Hilmar Haarde

Mér var óneitanlega brugðið eins og öllum landsmönnum við tíðindin sem komu frá Geir Haarde í hádeginu. Ég vona bara að veikindi hans sem og Ingibjargar Sólrúnar, verði ekki svæsin, og bið ég Guð um að blessa Geir Hilmar Haarde í veikindum sínum, sem og Ingibjörgu Sólrúnu.

Ég fagna samt þessari niðurstöðu að kosið verði þann 9.maí næst komandi, og finnst þetta sjálfum viðunandi og sé ekki lengur ástæðu til þess að mótmæla. En það er bara ég.

Það verður fróðlegt að fylgjast með hver tekur svo við af honum, landsfundur Sjálfstæðismanna lýkur á afmælisdeginum mínum 29. mars næst komandi, og vonandi fæ ég þá góðan formann í afmælisgjöf frá Sjálfstæðismönnum.  Wink 

Megi almáttugur Guð lækna þau mein sem Geir Hilmar Haarde hefur, og bið ég einnig fyrir fjölskyldu hans og aðstandendum að styrkja þau í þessum erfileikum.


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Svo þú átt afmæli 29.mars. Við hjónin líka. Við erum 13. ára, þú eitthvað eldri, er það ekki?

Er líka með þau í bænum mínum.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 23.1.2009 kl. 16:59

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek undir með þér minn kæri.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2009 kl. 17:02

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Til hvers ertu að biðja Gvuð að blessa Geir?

Matthías Ásgeirsson, 23.1.2009 kl. 17:09

4 Smámynd: Skarfurinn

Spyr sömu spurningar og Matthías ?

Skarfurinn, 23.1.2009 kl. 17:15

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna Guðný - ég verð 33 ára, þann 29. mars næst komandi.

Ásdís - takk.

Matti og Skarfurinn - af því ég trúi á Guð. Skrítið, ekki satt?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.1.2009 kl. 17:31

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sammála Andrés, enginn hefur borið ábyrgð á stöðunni sem er upp er kominn.

P.s. kannski að við ættum að hjálpa Matta að stafsetja Guð. Ertu game?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.1.2009 kl. 22:09

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég óska Geir góðs bata...

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.1.2009 kl. 22:54

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

það er nokkuð vitað að mikið álag er á stjórn ógæfumanna...en er Guð = náttúran?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.1.2009 kl. 23:04

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...og ef Guð er Náttúran er þa ekki eðlilegt að ástand stjórnarflokkanna sé svona?

Guðsteinn, þú átt kannski einfalda "kristilega" leið út úr þessu?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.1.2009 kl. 23:08

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég held ég taki undir með þessari grein sjálfstæðismanns í Kópavoginum sem má lesa á eftirfarandi slóð : http://baldur.xd.is/

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.1.2009 kl. 23:12

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

http://www.youtube.com/watch?v=HygPl9QYJ2E&annotation_id=annotation_511921&feature=iv

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.1.2009 kl. 23:18

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna B - ég kann því miður ekki svör við þessu, því ég er ekki alveg að skilja spurninguna. En ég skal kíkja á myndbandið.

Predikari -  aldrei þessu vant tek ég undir með þér, þessi grein sem þú vísar til er ágæt. Sko, þar kom að því að við yrðum sammála!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.1.2009 kl. 23:24

13 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.1.2009 kl. 23:31

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ætli þetta loforð um kosningar sé ekki bara reykbomba

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.1.2009 kl. 23:47

15 Smámynd: arnar valgeirsson

mér hinsvegar, haukur, finnst þetta ekki viðunandi og það á að hleypa öðrum að.

það er sorglegt að þau ingibjörg og geir skuli vera með æxli en veikindi þeirra og nú sérstaklega geirs, sem hann kom að í dag og mér fannst fremur ósmekklegt, þ.e.a.s. að boða til fjölmiðlafundar vegna ástandsins og byrja á þessum fréttum, eru ekki aðalmálið í stjórnmálunum. það er stjórn landsins sem er glötuð og aðrir eiga að taka við.

nú má búast við að mótmælin koðni niður en ég vona að þau geri það ekki. geir veit það manna best að það er til einkalíf og það er til stjórnmálalíf og þarna tókst honum að blanda þessu saman á einkar áhugaverðum tímapunkti.

vonandi verður mótmælt sem aldrei fyrr og burt með liðið.

arnar valgeirsson, 24.1.2009 kl. 00:33

16 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Mattías og skarfur þið eruð ömurlegir afturúr kreistingar þið eigið bágt.

Ragnar Gunnlaugsson, 24.1.2009 kl. 02:49

17 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ps. Allir að biðja um kosningar ég er að fara að halda að loksins fáum við hreinan meiri hluta Sjálfstæðisflokks eftir næstu kosningar, eftir málflutningi annara.

Ragnar Gunnlaugsson, 24.1.2009 kl. 02:52

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Arnar - ég er bara búinn að fá nóg af ofbeldi, en það er bara ég. Ég skil samt hvað þú ert að fara og virði það sjónarmið fullkomlega.

Ragnar - vinsamlegast sýndu lágmarks kurteisi! Og Guð forði okkur frá því að fá hreinan meirihluta sjálfgræðisflokks!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.1.2009 kl. 12:15

19 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jakobína - nei ég held að þeim sé alvara.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.1.2009 kl. 12:16

20 Smámynd: Linda

engin breyting hjá mér, ríkistjórnin og starfsmenn hennar eru áfram í bænum mínum óháð heilsu eða veikindum.  Samt vil ég fá nýjar kosningar í vor. 

Ps. Hví notar þú Hilmar, það fer alveg í mína síðustu er H´ð ekki nóg eins og hjá fjölmiðlum almennt ;).

Annars vona ég að þessi veikinda hrina ráðamanna fari að hætta, næstu ráðherraefni, þurfa að fara í læknisskoðun takk fyrir.  

ps. Krefst þess að Jóhanna Sig verði áfram í sínum ráðherrastól.

kv.

Linda.

Linda, 24.1.2009 kl. 13:23

21 identicon

Arnar: "og þarna tókst honum að blanda þessu saman".  Hvað þýðir það?  Maður verður bara veikur þegar hann verður veikur, hvort sem það er Geir eða aðrir.

EE (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 14:43

22 identicon

Geir bað guð að blessa íslandi....  og hér erum við í miðri blessuninni.... sem fær mig til þess að spá hvaða óskir fólk hefur um heilsu Geirs.
Mér persónulega er meira umhugað um heilsu þjóðarinnar og þá sérstaklega barna okkar..... þó vona ég að Geir nái sér

DoctorE (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 15:34

23 Smámynd: halkatla

þetta er færslan sem ég er búin að bíða eftir að sjá um þessi mál og ég er sammála öllu - takk Guðsteinn Haukur fyrir að bregðast ekki

halkatla, 24.1.2009 kl. 16:56

24 Smámynd: halkatla

nei ég er kannski ekki sammála alveg öllu, því það þarf að mótmæla áfram, það er engin spurning

halkatla, 24.1.2009 kl. 16:58

25 Smámynd: Stefán Þór Helgason

Geir las upp ræðu eftir annan sem fór eftir formúlu sem allir pólitíkusaráðgjafaanusar nota. Djöfsi sjálfur getur lesið "Guð blessi þig, hann og alla aðra" og tekið þig, hann og alla aðra þurrt rassgatið.

Og hvað með það þó hann sé veikur, þó ég óski engum veikindi þá þekki ég hann ekki neitt þó ég sjái hann TV-inu annað slagið.

Lítum á aldraða, fatlaða, öryrkja, langveikt fólk á öllum sviðum hvort það er fíklar, geðsjúklingar eða fólk með bresti sem fær enga hjálp út af því aðþví bara!!!!!?

Þessi maður hefur lagt álögur alla sem minna mega sín, hvað eru margir sem veikjast og deyja á hverjum degi og fá ekki almennilega hjálp aðþví að þau eiga ekki peninga, eru ekki þekkt eða nógu ýtið og kræft við segja hjálp, það er eitthvað að.

Of margir hafa dáið, hvort það ofneysla eða sjálfsmorð vegna þess að það kemst ekki í meðferð. Það er allt fullt inná Vogi vegna þess að börn og aðrir heldri menn komast alltaf inn til að taka sér pásu meðan aðrir þurfa að bíða í marga mánuði eða fá þvert nei.

Þessi maður og hans líkar eru bestir að verja hvorn annan og réttlæta gjörðir sínar og líta svo undan meðan sótsvartur almúginn grætur.

Ekki gleyma upprunanum og hvað við höfum í dag. Allt sem við eigum hvort það er kaup, kjör eða öll þau réttindi sem við eigum í dag hefur sjálfstæðisflokkurinn unnið á mót, s-flokkurinn hefur aldrei komið með neitt til að bæta kjör fólksins í landinu. Ekki ætlast til þess að við étum skítinn sem er búin að drulla yfir okkur þó við höfum baðað okkur í honum til að halda okkur hita.

Stefán Þór Helgason, 24.1.2009 kl. 20:21

26 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Á þessari stundu er fjöldi Íslendinga ekki aðeins að berjast við banvæna sjúkdóma heldur beinlínis að deyja úr þeim. Og þeir munu deyja hvað sem bænum líður. Það vita allir. Þú líka.  Til hvers þá að biðja?

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.1.2009 kl. 20:31

27 identicon

Geir fær líka miklu betri þjónustu en maðurinn á götunni... endilega ekki biðja fyrir manninum á götunni, Geir bað guð að blessa ísland and here we are in even bigger trouble.

Ég finn mun meira til með fólki sem hefur vart efni á heilsugæslu en einhverjum persónum sem þurfa ekki að óttast að eiga ekki fyrir útgjöldum vegna veikinda sinna.

Svo verða þeir sem eru að biðja að átta sig á að í leiðinni eru þið að lýsa vanþóknun ykkar á planinu hans gudda

Peace

DoctorE (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 20:37

28 Smámynd: Stefán Þór Helgason

Ég veit ekki hvort það er rétt en mér var sagt að hvítflibbinn sé með sína eigin hæð á Landakoti svo þau fengu nú að vera í friði fyrir okkur hinum.

Stefán Þór Helgason, 24.1.2009 kl. 20:44

29 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hmmm ... ég sé að ég hef verið afar óskýr í máli og gætir misskilnings sem er mér sjálfum að kenna. Ég leiðrétti það með nýrri grein, og öllum þakka ég athugasemdirnar, sem allar voru góðar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.1.2009 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband