Förum með aðgát.

Er þetta nýja Ísland?   :(Taumlaus reiði getur aldrei leitt neitt gott af sér nema ofbeldi. Förum með aðgát í þessum mótmælum, sýnum náunga okkar þá virðingu sem hann á skilið. Aðsúgur gegn Geir Haarde skilar voðalega litlu, ekki nema samúð á hans málsstað. Og spyr ég mótmælendur hvort það sé þeirra vilji?

Til hvers svo að kasta eggjum og málningu í dauða hluti? Hverju skilar það? Annað en tvær mín. í æsifrétta dálka fjölmiðlanna? Jæja, annars hefur það svo sem tekist. Ef marka má þessa frétt:



Ég bendi fólki á Kjósa.is, þar er með lýðræðislegum hætti hægt að knýja fram kosningar, en það þarf fleiri undirskriftir til þess að svo sé hægt.

Viljum við virkilega sjá svona fréttir hér Íslandi? Ofan á alla þá sem hafa lent í piparúða lögreglunnar?


Við getum miklu betur en þetta, við getum byggt hið nýja Ísland sem fyrirmynd á friðsömum mótmælum. Er það ekki? Cool


mbl.is Mótmælendur umkringdu Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Já innilega sammála!  Berjum potta og pönnur, en beitum aldrei ofbeldi!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.1.2009 kl. 18:21

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ekkert ofbeldi takk.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.1.2009 kl. 20:20

3 identicon

Ég vil að mótmælendur sýni stillingu og að það verði ekki svona rosa læti eins og eru búin að vera hér á þessu landi okkar undanfarna daga. Það þarf samt einhver breyting að verða hér í þessu þjóðfélagi okkar svo að það geti orðið friður hérna held ég. Það er allavega mín skoðun.

Hafðu það sem best vinur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 21:46

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna B - Ásdís og Valgeir Mattías, ég er sammála ykkur öllum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.1.2009 kl. 21:59

5 Smámynd: Benedikt Bjarnason

Guðsteinn: Ég fór að hugsa um þetta í kvöld. Mótmælin eru í lagi svo lengi sem þau séu friðsamleg. En það sem ég hef ég hef séð í fréttum er fyrir neðan alla virðingu hjá siðuðu fólki.

Á einhverju augnabliki snúast svona aðgerðir upp í andhverfu sína og fólk fer að taka málstað þess sem mótmælin beinast gegn.

Fólki ofbíður. Mótmælin ná ekki tilgangi sínum. 

Benedikt Bjarnason, 22.1.2009 kl. 00:16

6 Smámynd: Benedikt Bjarnason

Guðsteinn: Ég fór að hugsa um þetta í kvöld. Mótmælin eru í lagi svo lengi sem þau séu friðsamleg. En það sem ég hef séð í fréttum, er fyrir neðan alla virðingu hjá siðuðu fólki.

Á einhverju augnabliki snúast svona aðgerðir upp í andhverfu sína og fólk fer að taka málstað þess sem mótmælin beinast gegn.

Fólki ofbíður. Mótmælin ná ekki tilgangi sínum. 

Benedikt Bjarnason, 22.1.2009 kl. 00:18

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.1.2009 kl. 00:24

8 Smámynd: egvania

Ekkert leiðir gott af sér knúið fram með ofbeldi.

Guðsteinn ég sendi þér ljós kærleiks og friðar.

egvania, 22.1.2009 kl. 00:59

9 identicon

Sæll Guðsteinn.

Sammála.

Við skulum berja Potta og pönnur en ekki fólk.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 05:08

10 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Var það "skríll" sem hætti í miðjum mótmælum af virðingu við útför í Dómkirkjunni ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 05:21

11 identicon

Ábyrgð er öll hjá ríkisstjórn, krafan er einföld; ríkisstjórn fari frá.
Reiði fólks er algerlega 100% skiljanleg, að Geir og ISG fari ekki er algerlega ískiljanlegt með öllu.
Jæja þetta gerist líklega í dag, vonandi.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 07:37

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Benedikt - sammála!

Jakobína á móti.

Ásgerður - nákvæmlega.

Þórarinn - einmitt.

Hildur Helga - enginn hefur notað orðið "skríll" nema þú. Lesa greinina takk, áður en þú gagnrýnir með slíkri rökleysu.

Andrés - góður punktur.

Dokksi - ég vona að þú verðir sannspár.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.1.2009 kl. 10:05

13 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Já mikið er ég sammála, það er sárt að vita til þess að lögreglunni hafi verið sýnd svo mikil óvirðing, ég vona bara að þeir nái sér mennirnir sem urðu fyrir múrsteinum, þetta er háalvarlegt. Múrsteinar geta drepið menn.

Góð kona tók svo til orða í gær. Guð hefur gefið okkur matinn til að borða hann ekki kasta honum. Tek undir með henni.

Mótmælendur ættu líka að vita að hávaðinn sem að var gerður fyrir utan alþingishúsið hafði nógu mikil áhrif, og voru þar margir duglegir sem að héldu áfram að slá og blása þrátt fyrir kulda og svengd, ættum að virða það í stað þess að eyðinleggja með ofbeldi

Unnur Arna Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 10:31

14 Smámynd: Flower

Þetta er þannig ástand að stutt er í öfgarnar. Það eru annars vegar friðsamir mótmælendur sem mótmæla í réttlátri reiði, friðsömu löggurnar sem fylgjast bara með og annars vegar þeir sem eru að leita að vandræðum og þær löggur sem eru tilbúnar að veita þau, bæði í minnihluta. Mótmæli draga því miður slíkt að og það er erfitt að eiga við það, en það þarf að halda áfram að mótmæla.

Það er hart að heilli þjóð skuli vera haldið í gíslingu eins stjórnmálaflokks sem virðist ekkert geta gert nema að bera það undir einn skitinn landsfund sem virðist vera sjálfstætt náttúruafl sem þarf að taka tilit til. Eru þetta spennandi tímarnir sem Þorgerður Katrín var svo spennt yfir fyrir áramót

Flower, 22.1.2009 kl. 13:33

15 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll , ég er sammála þér Guðsteinn Haukur.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.1.2009 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 588281

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband