Hið sanna eðli Geirs (Skopmynd)

Bæn mín er sú að enginn hafi meiðst í þessum mótmælum, hvorki lögregla né almenningur.

Bæn mín er sú að fólkið sem stjórnar þessu landi fari að ná áttum, og sjá sóma sinn að bera þá ábyrgð sem þeim ber að bera.  

Bæn mín er sú að fólk átti sig loksins á eðli Sjálfstæðisflokksins, og þó sérstaklega formannsins sem er sjálfsagt séður svona með augum útlendinga, eins og kom berlega fram á borgarafundinum seinasta í máli Bretans sem þar talaði.

Svona sé ég Geir hin Harða þessa daganna og varð að gera skopmynd af þessum manni:

 

Geir sem Jókerinn ...
 
Þið verðið að fyrirgefa, en ég styð þessi mótmæli. Því það er greinilega enginn önnur leið til þess að ná athygli ráðamanna nema með róttækum aðgerðum sem þessum!
 
Því eins og ég segi, ég bið þess að enginn hafi meiðst í öllum þessum hamagangi. Og mun ég áfram biðja fyrir ríkisstjórninni, en ég sé mig engan veginn knúinn til þess að styðja hana. Það er tvennt ólíkt.
 
Góðar stundir.

mbl.is Allt á suðupunkti við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ og takk fyrir síðast. Það var gaman að hittast á A.Hansen.  Hafðu það sem allra best og maður vonar svo sannarlega að fólk slasist ekki.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 16:22

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sömuleiðis Ásdís mín! Það var gaman að sjá þig. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.1.2009 kl. 16:26

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það er sorglegt að sjá lögregluna misnotaða sem einkavarðhunda spillingarinnar.....

Haraldur Davíðsson, 20.1.2009 kl. 16:47

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er einmitt málið Halli, borga þeir ekki sömu reikninga og við? Ekki er lögreglan fræg fyrir að vera á ofurlaunum, svo mikið er víst. Í raun ættu þeir að standa með okkur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.1.2009 kl. 16:53

5 Smámynd: arnar valgeirsson

sé nú ekki alveg að ég sé sammála með lögguna þarna. fólkið þar hefur hingað til beitt sér sem minnst, enda alveg satt að þar í hóp eru allir í sama skítnum og við hin. eiga ekki fyrir salt í graut.

nema að eitthvað hafi gerst sem ég veit ekki enn um þarna í dag....

skil ekki hversvegna þú biður fyrir þessari stjórn, haukur, þar sem þú vilt hana burt. eins og ég reyndar og við erum sko ekki tveir um það.

spillingin magnast dag frá degi, það kemur eitthvað í ljós hvern einasta dag.  bankaliðið hefur hagað sér eins og mafíósar og ætti að vera tilbúið að taka því að þá eru þeir dílaðir eins og mafíósar. búnir að setja landið margfalt á hausinn en passa að topparnir, plús sérstakir viðskiptavinir, ríku vinir þeirra semsagt, komi sínu undan.

milljarðir, þúsundir milljóna semsagt, fóru úr landi í gegnum bankana og þá sérstaklega kaupþing þegar allt var að hrynja. og það hjálpaði ekki til að halda skútunni á floti.

og því sem þeir gátu ekki reddað í burtu fyrir sig sjálfa, semsagt skuldunum, létu þeir bara afskrifa. og við greiðum þetta bara. það barn sem fæðist í dag skuldar 6,7 milljónir og er þó örugglega ekki allt komið í ljós.

haukur: fjölskyldan þín skuldar semsagt 25 millur ofan á það sem þú vissir um. og þetta gerðist vegna gjörsamlega óhæfrar ríkisstjórnar sem fílar einkavæðingu og einkaframtakið.

biddu fyrir einhverjum öðrum.

arnar valgeirsson, 20.1.2009 kl. 17:21

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nei Arnar, ég mun biðja fyrir þeim sama hvað á dynur. Þetta er fólk eins og ég þú og stendur jafnfætis okkur í þeim efnum, aldrei mun ég gera greinarmun á slíku og ekki veitir þeim af að það sé beðið fyrir þeim.

Ég vildi bara að þeir fyndu sér ný störf.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.1.2009 kl. 17:24

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hárrétt Andrés, en annað eins hefur gerst að lögregla sem og her hefur snúist gegn yfirvöldum og hjálpað til við valdarán. Ég er ekki að hvetja til slíks, aðeins að benda á staðreyndir. Því jú vissulega eru þeir aðeins að sinna sínum störfum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.1.2009 kl. 17:27

8 identicon

Guðsteinn mér líst svo vel á bænirnar þínar að ég er hálft í hvoru að spá í að biðja með þér, sérstaklega hvað varðar þá bæn að fólk fari að átta sig á skítlegu eðli Sjálfstæðisfloksins.

Kveðja, Valsól

Valsól (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 17:28

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hahahahahaha! Þessi var góður Valsól, miðað við hvað á ég að segja, aldur okkar og fyrri störf! Ég held þú skiljir hvað ég á við.

Rock on!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.1.2009 kl. 17:32

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Ég var niðri á Austurvelli í dag og er heil á húfi.

Það verður að veita ráðamönnum aðhald.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.1.2009 kl. 21:33

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tek undir bæn þína heilshugar!

Líka stuðningin við réttlæti!

Takk

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.1.2009 kl. 22:28

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rósa - ég hafði samt áhyggjur af þér þarna í þessum látum!

Anna B - takk.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.1.2009 kl. 22:45

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll og takk fyrir síðast, þetta var frábært framtak hjá henni Rósu okkar.  Mótmælin já.  Áfram Ísland

Sigurður Þórðarson, 20.1.2009 kl. 23:27

14 Smámynd: Flower

Ég hefði nú líklegast mætt með blokkflautu ætti ég kost á að mæta, en hættan yrði kannski að ég yrði lamin af öðrum mótmælendum þar sem margir þola ekki blokkflautur

Annars er þetta gott framtak og það mætti sko henda fötum yfir hausinn á þessu spillingapakki og berja á þær. 

Flower, 20.1.2009 kl. 23:32

15 identicon

Gott að þú ætlar að gera ekkert fyrir ríkisstjórnina félagi :)

Ef ekkert gerist með að þessi ríkisstjórn fari frá þá er það bara bylting sem dugar...
Banna svo alla gamla stjórnmálamenn sem og unga sem hafa fokkað hlutum upp... banna alla gamla stjórnmálaflokka því þar eru eingöngu vitleysingar

DoctorE (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 10:22

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Siggi - sammála og Áfram Ísland !

Flower -sammála með föturnar!

Helga Valdimars - takk sömuleiðis, það var gaman að hitta þig. En hvað er annað hægt að gera þegar er búið að reyna allt til þrautar? Ég er sammála þér að ofbeldi er enginn lausn, en eitthvað verður að gera.

Dokksi - ég er að gera heilmikið fyrir hana.  Annars er ég mikið til sammála þér.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.1.2009 kl. 11:18

17 identicon

Halli og Guðsteinn, það er alger misskilningur að lögreglan skuli vera einhverjir varðhundar fyrir spillingar liðið.

Lögreglumennirnir eru einfaldlega að sinna sýnu starfi.  Og það er alveg með ólíkindum hvað mótmælendur eru búnir að vera duglegir við það að líta á lögreglumenn sem vondukallana sem eru þarna bara til þess eins að gera þeim lífið leitt.  Svo væla þeir og skæla í öllum fréttamönnum sem vilja horfa á umhvað þeir eiga mikið bágt og hvað lögreglan skuli vera vond ?

Lögreglan hefur ekki aðhafst neitt nema við aðgerðarsinna og aðra úr röðum anarkista.  Það sem þeir eru að reyna að gera er starfi þeirra samkvæmt að passa að það verði ekki óeyrðir og óþarfa eignarspjöll.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 18:20

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sammála Arnar, sem reyndar hefur komið fram í máli mínu hér ofar. Að lögreglan er aðeins að sinna sínu starfi, það eru sennilega starfshættir þeirra sem eru umdeilanlegir.

En hverju sem því líður hef ég dregið aðeins í land með stuðning minn í þessum aðgerðum. Ef það kostar ofbeldi og skemmdarverk þá legg ég ekki blessun mína yfir það.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.1.2009 kl. 18:50

19 identicon

Guðsteinn, þykir þér það skrítið að lögregla beiti piparúða þegar fólk hlýðir ekki fyrirmælum og gengur þvert áfram ???  Þykir þér það skrýtið að lögregla úði piparúða á mótmælendur sem riðjast inná lögreglustöðina ???

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 20:02

20 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Arnar - hvar í orðum mínum lestu að ég sé ekki sammála því að sumt er algjör nauðsyn, en það hefur samt komið á daginn að sumt er óþarfi. Eins og t.d. sá sem handleggsbrotnaði sem og ljósmyndarinn sem var handtekinn fyrir taka myndir af vettvangi og fékk vélina sína tilbaka "straujaða".

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.1.2009 kl. 21:35

21 identicon

Guðsteinn, það vill nú svo til að ég þekki þennan ljósmyndara mjög vel.  Ég á bágt með að trúa því að hann hafi ekki á einhvern hátt ögrað lögregluni.  Hvort sem það var með einhverjum ummælum, ekki að hlýða tilskipunum eða hvað.  Það eru 2 hliðar á öllum sögum.  Maðurinn sem að handleggsbrotnaði er leiðinlegt tilvik og ömurlegt að hann skuli vera þarna.  Þetta er samt það sem að menn sem að mótmæla yfir réttmætum línum þurfa að vera reiðubúnir að takast á við.

Lögreglan er og hefur verið 100% sanngjörn, ef eitthvað er þá hún hrós skilið fyrir að hafa verið mjög róleg og haldið sig til hlés.  Þeir hafa greinilega lært af reynsluni eftir GAS, GAS , GAS í sumar á olísplaninu.

Hvernig ætlastu annars til þess að lögregluþjónarnir komist annars í gegnum mannþröng þar sem er beinlínis hlaupið fyrir þá til þess að stöðva og hrinda störf þeirra ? 

Ég verð samt bara að segja eins og er að ég finn ekkert til með þessum manni.  Bein gróa og hann getur sjálfum sér um kennt og engum öðrum. 

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 23:22

22 Smámynd: Linda

Sammála Arnari.  Lögreglan þarf á bænum okkar að halda, þeir eru á skítalaunum, alltaf verið að gera minna úr starfinu þeirra, og ætlast til þess að þeir vinni meira fyrir minna.  Þetta eru hetjur og ekkert annað, og eiga hrós skilið fyrir að standa vörð og sinna sínu starfi af hugrekki, sem ég efast um að allir hér sem hér skrifa geta státað af.

Hvar sem við stöndum varðandi þessi mótmæli, þá eru óþarfi að persónugera lögregluna, þeir eru eflaust langflestir sammála mótmælendum varðandi þetta þjóðarbrask, og það væri gott fyrir fólk að hafa það í huga.

bk.

Linda

Linda, 22.1.2009 kl. 01:07

23 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Arnar - við erum meira sammála en ósammála, og þurfum ekki að kíta þetta.

Linda - nákvæmlega.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.1.2009 kl. 10:06

24 identicon

Það er líklegast rétt hjá þér Guðsteinn.  Það sem að ég var samt að pæla í var þegar þú skrifaðir að starfshættir þeirra væru umdeilanlegir ég var ekki alveg að ná því.

Það getur samt svo sem verið að þú hafir meint að öðrum þyki þeir umdeilanlegir :)

Hafðu það gott í dag vinur 

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 588367

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband