Naumhyggja Richard Dawkins

Guðleysinginn Richard Dawkins og boðskapur hans hefur sett mark sitt á það þjóðfélag sem við búum við í dag. Með útgáfu bóka eins og "The God Delusion" hefur honum nánast tekist að sameina guðleysingja heims undir boðskap sinn, þar á meðal guðleysingjafélagið Vantrú hér á klakanum, sem virðast afskaplega hrifnir af Richard Dawkins og flestu því sem frá honum kemur.

Ég ætla því aðeins að fjalla um Dawkins og hans "boðskap", og mun reyna að fara ekki niður á hans plan, því hann kallar menn eins og mig ófögrum nöfnum.

Hugmyndafræði hans við afskrifa bókstaflega allt sem má gefa nafninu "andlegt" þykir mér persónulega einfeldningsháttur að verstu sort. Hvorki ég, né hann getum að fullu sannað tilvist Guðs, eina sem ég hef fyrir mér í því er eigin sannfæring og tilfinningar, en Dawkins afskrifar fólk eins og mig og kallar skoðun mína: "heimsku trúarnöttarans" eða eitthvað á þá leið.

Segir þetta ekki allt sem segja þarf?Skoðanir hans minna mig á fólk sem aðhyllist naumhyggju, eða minímalisma. Ég á þá við fólk sem er varla með húsgögn inni hjá sér og finnst ekkert annað fallegra. Kuldalegt yfirbragð slíkra heimila er ekki það sem ég myndi persónulega kalla heimili, en það er bara mín skoðun og ekki minn smekkur.

Með því að afskrifa ALLT sem gæti stutt tilvist Guðs, og setja öll slík viðhorf í vel læstan kassa, finnst mér vera naumhyggja Dawkins vera vottur um alvarlegan skort á víðtækri hugsun. Því hvorki ég né hann getum útilokað að annar okkar hafi rétt fyrir sér, en eftir lestur (sem mér loks tókst að klára) "The God Delusion" þá er auðséð að hann hafnar því alfarið að sá möguleiki sé fyrir hendi að hann sé sjálfur að fara með rangt mál. Hann er sannfærður um eigin getu um að gerast dómari og böðull yfir Guði hvað sem tautar og raular.

Dawkins notar rök gegn Guði sem einkennir marga guðleysingja, hann hamrar endalaust á því hvað Guð er "grimmur" og jafnvel kallar hann fjöldamorðingja. Sem er afspyrnu heimskulegt því eru það ekki mennirnir sjálfir sem framkvæma óhæfuverkin í nafni trúar? Í gegnum aldirnar hafa margir notað trúna sem hlífiskjöld við alls kyns viðbjóði, hvort sem það er Hitler, Saddam Hussein, George W. Bush eða jafnvel Guðmundur í Byrginu, þá er niðurstaðan alltaf sú að þessir aðilar voru menn, alveg eins og ég þú, og bera brennimerkta galla allra manna, sem er græðgin.

Dawkins segir að Guð hafi drepið hinn og þennan, en eins vel hann er að sér í guðfræði sem og sagnfræði, þá ætti hann að vita að það voru allt aðrar aðstæður fyrir hendi á þeim tíma sem þessi "morð" voru framinn.

Hverjar voru ástæðurnar? Til dæmis þá voru mannslíf ekki sérstaklega mikilvæg í huga bronsaldarmanna, og kom alltaf maður í manns stað í þeirra huga. Eins er vitnað um í GT um þær viðbjóðslegu athafnir sem mikið af því fólki sem var "myrt" framdi.

Sem voru sem dæmi:

  • Mannafórnir og þá sérstaklega barnafórnir
  • að rista á kvið þungaðra kvenna til fórnar goðs síns
  • sifjaspell
  • hofmeyjar og hofkarlar (eða á íslensku: hórur og hórkarlar)
  • kynlíf með dýrum
  • kynlíf með börnum
  • kynlíf með styttum á hátíðum

... og svona mætti lengi telja. Það því verið góðar gildar ástæður fyrir því að þessu fólki var útrýmt, því ekki myndir þú vilja svona lið fyrir nágranna þinn? Eða hvað? FootinMouth Ef svona tíðkaðist í dag, yrði þá ekki upplausn í samfálaginu? Væri þetta fólk ekki dregið fyrir rétt og jafnvel í sumum löndum drepið?

En rétt er að taka fram að Kristnir eru samt ekki alsaklausir, því krossfarir og nornabrennur er á höfði þeirra og er blóð á þeirra höndum sem það frömdu. Því neita ég ekki. En bendi á um leið að þarna voru menn á ferðinni, og af því mennsk hönd kom þarna við, þá má reikna með að spillingin og illskan sem fylgir manninum sé ávalt til staðar hvert sem hann fer. Svo einfalt er það.

Dawkins gerir heldur ekki ráð fyrir að Jesús er túlkunarlykillinn sem Kristnir menn nota, var það ekki hann sjálfur sem sagði:

Matteusarguðspjall 5:38-39
Þér hafið heyrt að sagt var: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. 39 En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn þá bjóð honum einnig hina.


Jesús afnam með þessum orðum þetta gamla hefndarlögmál og vinsaði úr boðskapinn sem mennirnir sjálfir bættu inní lögmálið með eigin höndum og orðum.

Sjálfur get ég ekki sett alla hluti í lítinn kassa með því að ofureinfalda hlutina eins Dawkins gerir og notar Guð sem blóraböggul fyrir öll heimsins vandamál, það er til eitthvað meira og stærra hvað sem hann segir, þess vegna trúi ég á Guð og skammast mín ekkert fyrir það!

Þegar öllu er á botninn hvolft er það boðskapur Krists sem skiptir máli, og eftir því reyni ég eftir bestu getu að lifa. Ég sé engan boðskap nema kuldalega höfnun hjá Dawkins og lærisveina hans, og spyr þá ykkur í fávisku minni: Hvað hefur boðskapur Dawkins fram yfir kærleiks boðskap Krists? Dæmið þið sjálf um það fyrir ykkur persónlega, en ég veit hvað ég vel. Wink 

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

hefur honum nánast tekist að sameina guðleysingja heims undir boðskap sinn, þar á meðal guðleysingjafélagið Vantrú hér á klakanum, sem virðast afskaplega hrifnir af Richard Dawkins og flestu því sem frá honum kemur.

Ég nennti ekki að lesa lengra í bili, er dálítið upptekinn.  Vil bara svara þessum eina punkti.

Fylgismenn Dawkins

Trúmenn eru mjög gjarnir á að kalla Richard Dawkins leiðtoga okkar. Sjálfan grunar mig að þeir viti að trúleysingjar vilji sjálfir ekki hafa neinn leiðtoga og því sé markmiðið í raun að fá okkur til að afneita Dawkins.

Matthías Ásgeirsson, 11.1.2009 kl. 15:18

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Matti, enda sagði ég:

hefur honum nánast tekist að sameina guðleysingja heims undir boðskap sinn, þar á meðal guðleysingjafélagið Vantrú

Þetta er ekki alhæfing um að þið dýrkið hann, heldur eru þið hrifnir af boðskap hans, því getur þú ekki neitað.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.1.2009 kl. 15:20

3 identicon

Það voru ekki menn sem að eyddu sódómu og gómorru. Hvað þá heldur frumburðum egyptalands.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 15:29

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rétt er það Jóhannes, en ég spyr þá á móti: hefðir þú vilja búa í þessum borgum? Var ekki einhver ástæða á bak við þetta allt saman? Sama má segja um frumburði Egyptalands.

Ekki ætla ég að reyna að skilja það, því það tekst mér aldrei því ekki hef ég heildarmyndina. Við fáum aðeins nokkur brot af stærra púsluspili sem mönnum er ómögulegt er að skilja. Allt mun þetta koma í ljós á hinum mikla degi og verðum við að bíða og sjá hver hefur rétt fyrir sér þangað til.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.1.2009 kl. 15:36

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðsteinn, þetta er afskaplega asnalegt hjá þér. Dawkins hafði ekkert með stofnun Vantrúar að gera.

Hugmyndafræði hans við afskrifa bókstaflega allt sem má gefa nafninu "andlegt" þykir mér persónulega einfeldningsháttur að verstu sort.

Með því að afskrifa ALLT sem gæti stutt tilvist Guðs, og setja öll slík viðhorf í vel læstan kassa, finnst mér vera naumhyggja Dawkins vera vottur um alvarlegan skort á víðtækri hugsun. 

Hvað áttu við með því að hann "afskrifi" þetta? Hann fjallar m.a. um rök fyrir tilvist guðs í bókinni sinni og ræðir hvers vegna hann telur þau vera afar slöpp.

Dawkins notar rök gegn Guði sem einkennir marga guðleysingja, hann hamrar endalaust á því hvað Guð er "grimmur" og jafnvel kallar hann fjöldamorðingja. Sem er afspyrnu heimskulegt því eru það ekki mennirnir sjálfir sem framkvæma óhæfuverkin í nafni trúar?

Dawkins kallar guð Gamla testamentisins fjöldamorðingja. Og eins og Jóhannes bendir á (og þú svarar ekki) þá er hann það. Svo má auðvitað bæta við Nóaflóðinu, skipunum guðs um að stunda þjóðarmorð á Amalekítum og innfæddum íbúum Kanaans (þar með talið börn og "brjóstmylkinga"). Hvað höfðu börnin gert af sér?

Varðandi til dæmis Amalekítana, þá er sagt að það eigi að myrða þá alla vegna þess sem forfeður þeirra gerðu fyrir mörg hundruð árum síðan. Lestu bara 1Sam 15.

Og voru frumburðir Egyptalands eitthvað að stunda mannfórnir eða barnaníð? Nei, þetta eru bara lélegar afsakanir hjá þér til þess að reyna að réttlæta þessi fjöldamorð.

Sjálfur get ég ekki sett alla hluti í lítinn kassa með því að ofureinfalda hlutina eins Dawkins gerir og notar Guð sem blóraböggul fyrir öll heimsins vandamál,...

Dawkins gerir það einmitt ekki og það ættirðu að vita ef þú hefðir lesið bókina vel.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.1.2009 kl. 15:49

6 Smámynd: Ólöf de Bont

Áhugaverð lesning þakka þér fyrir.  Sjálf hef ég valið að trúa því það er auðveldara.  Trú er val og það er eitthvað sem ég get ekki skilgreint sem hefur kveikt þennan neista sem gefur okkur líf.  Menn hafa farið illa með Guðs gjafir og myrt og pyntað í nafni trúar.  Ég veit ekki hver Guð er eða hans eini rétti spámaður.

Ólöf de Bont, 11.1.2009 kl. 15:50

7 Smámynd: Mofi

Fínt gagnrýni á boðskap Dawkins Haukur.

Varðandi Sódómu þá var illskan svo alls ráðandi að þegar Lot fékk gesti að þá komu menn borgarinnar og vildu fá að nauðga þeim. Samfélagið þarf að vera orðið verulega mikið spillt til þess að fólk hegði sér þannig. Guð er skapari og dómari og hlýtur að hafa rétt til að taka  þá gjöf sem Hann gaf þessu fólki sem var að misnota hana til illsku. 

Mofi, 11.1.2009 kl. 15:53

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hérna er 1Sam 15.2-3 svo að þú getir sjálfur lesið þetta:

 Svo segir Drottinn herskaranna: Ég vil refsa Amalekítum fyrir það sem þeir gerðu Ísrael: Þeir lokuðu leiðinni fyrir Ísrael þegar hann fór út úr Egyptalandi. Nú skaltu fara og sigra Amalek. Helgaðu þá banni og allt sem þeim tilheyrir. Hlífðu engum. Dreptu karla og konur, börn og brjóstmylkinga, naut og sauðfé, kameldýr og asna.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.1.2009 kl. 15:55

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hjalti:

Guðsteinn, þetta er afskaplega asnalegt hjá þér. Dawkins hafði ekkert með stofnun Vantrúar að gera. 

Hvar sagði ég það?  

Hjalti:
Hvað áttu við með því að hann "afskrifi" þetta? Hann fjallar m.a. um rök fyrir tilvist guðs í bókinni sinni og ræðir hvers vegna hann telur þau vera afar slöpp.

Lestu bara bókina betur Hjalti.

Hjalti:

Dawkins kallar guð Gamla testamentisins fjöldamorðingja. Og eins og Jóhannes bendir á (og þú svarar ekki) þá er hann það. Svo má auðvitað bæta við Nóaflóðinu, skipunum guðs um að stunda þjóðarmorð á Amalekítum og innfæddum íbúum Kanaans (þar með talið börn og "brjóstmylkinga"). Hvað höfðu börnin gert af sér?

Varðandi til dæmis Amalekítana, þá er sagt að það eigi að myrða þá alla vegna þess sem forfeður þeirra gerðu fyrir mörg hundruð árum síðan. Lestu bara 1Sam 15.

Og voru frumburðir Egyptalands eitthvað að stunda mannfórnir eða barnaníð? Nei, þetta eru bara lélegar afsakanir hjá þér til þess að reyna að réttlæta þessi fjöldamorð.

Þessu bara get ég ekki svarað, og vísa einnig í svar mitt til Jóhannesar og tek undir með Mofi. Voru þessir brjóstmylkingar þá betur sett að lifa í svo spilltu samfélagi? Myndir þú velja slíkt sjálfur fyrir börn þín?  En allt mun tíminn leiða þetta ljós og er ég bara með getgátur.

Hjalti:

Dawkins gerir það einmitt ekki og það ættirðu að vita ef þú hefðir lesið bókina vel.

Hann gerir það víst! En sennilega er það bara mín skoðun.

Ólöf - takk fyrir athugasemdina! 

Mofi - Amen!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.1.2009 kl. 16:01

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hjalti - þótt þú vísir í alla biblíuna þá gæti ég samt ekki svarað þessu, ég er ekki Guð og skil ekki allt sem hann gerir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.1.2009 kl. 16:03

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

... en bara eitt Hjalti, við þetta vers sem vísar í. Í undanfaranum er einmitt sagt frá þeim óhæfuverkum sem Amelekítar frömdu, og lestu nú samhengið áður þú dæmir svona einu sinni.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.1.2009 kl. 16:05

12 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hvar sagði ég það?  

Hérna:

Með útgáfu bóka eins og "The God Delusion" hefur honum nánast tekist að sameina guðleysingja heims undir boðskap sinn, þar á meðal guðleysingjafélagið Vantrú hér á klakanum,...

Lestu bara bókina betur Hjalti.

Guðsteinn, komdu með almennilegt svar. Eins og ég sagði, þá fjallar hann meðal annars um rök fyrir tilvist guðs. Hvað áttu við þegar þú segir að hann "afskrifi" þetta allt? 

Hann gerir það víst! En sennilega er það bara mín skoðun.

Og hvar gerir hann það?

... en bara eitt Hjalti, við þetta vers sem vísar í. Í undanfaranum er einmitt sagt frá þeim óhæfuverkum sem Amelekítar frömdu, og lestu nú samhengið áður þú dæmir svona einu sinni.

Hvaða vers ert þú að vísa í? Í versunum sem ég vísaði á er sagt hvers vegna þeir eiga að framkvæma þessi þjóðarmorð, vegna einhvers sem forfeður þeirra gerðu.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.1.2009 kl. 16:20

13 Smámynd: Mofi

Hjalti, þið talið mikið um Dawkins og bendið oft á hans rit og vefsíðu og fenguð manninn í heimsókn til Íslands eitt árið. Svo af hverju hafið þið eitthvað á móti því að einhverjum finnist þið sækja í hans hugmyndafræði? 

Ef maður prófar að láta google leita á Vantru.is eftir Dawkins þá kemur mjög langur listi af alls konar greinum. 

Mofi, 11.1.2009 kl. 16:35

14 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Svo af hverju hafið þið eitthvað á móti því að einhverjum finnist þið sækja í hans hugmyndafræði?

Af því að það er ekki rétt? Ég hafði til dæmis ekki lesið neitt eftir Dawkins fyrr en God Delusion kom út árið 2006. Það er bara afskaplega vitlaust hjá sumu fólki að reyna að gera okkur að einhverju fylgjendum Dawkins.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.1.2009 kl. 16:41

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hjalti - lestu svar mitt formanns þíns. Það ætti að nægja varðandi Vantrú sjálft. Hann afskrifar Guð og eða æðri mætti í allri bókinni Hjalti, og notar mennsk rök sér til haldreipis. Ég endurtek, lestu bókina betur.

Hjalti:

Hvaða vers ert þú að vísa í? Í versunum sem ég vísaði á er sagt hvers vegna þeir eiga að framkvæma þessi þjóðarmorð, vegna einhvers sem forfeður þeirra gerðu.

Lestu bara það sem á undan kemur í dómarabókinni sem og Mósebókunum, þar kemur þetta berlega fram.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.1.2009 kl. 16:42

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hjalti:

Þú virðist vera blindur fyrir þessu, en ég svaraði höfðingja þínum á þessa leið:

Matti, enda sagði ég:

hefur honum nánast tekist að sameina guðleysingja heims undir boðskap sinn, þar á meðal guðleysingjafélagið Vantrú

Þetta er ekki alhæfing um að þið dýrkið hann, heldur eru þið hrifnir af boðskap hans, því getur þú ekki neitað.

Ertu að skilja núna??

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.1.2009 kl. 16:44

17 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hann afskrifar Guð og eða æðri mætti í allri bókinni Hjalti, og notar mennsk rök sér til haldreipis.

Hvað áttu við með því að hann "afskrifi" þetta? Já, hann notar "mennsk rök", útskýrir hvers vegna honum finnst rök fyrir tilvist guðs vera afskaplega léleg.

Lestu bara það sem á undan kemur í dómarabókinni sem og Mósebókunum, þar kemur þetta berlega fram.

Ertu að segja að í Dómarabókinni og Mósebókunum sé útskýrt hvers vegna guðinn þinn skipar Sál að drepa Amalekítana í 1Sam?

Í versunum sem ég vísaði á er sagt hver ástæða þjóðarmorðanna eru: "Ég vil refsa Amalekítum fyrir það sem þeir gerðu Ísrael: Þeir lokuðu leiðinni fyrir Ísrael þegar hann fór út úr Egyptalandi."

Þetta er ástæðan, ekkert tal um barnafórnir eða "kynlíf með styttum á hátíðum". Þetta væri svipað því ef guðinn þinn myndi skipa okkur að myrða alla Dani vegna Kópavogsfundarins.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.1.2009 kl. 16:53

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hjalti:
Hvað áttu við með því að hann "afskrifi" þetta? Já, hann notar "mennsk rök", útskýrir hvers vegna honum finnst rök fyrir tilvist guðs vera afskaplega léleg.

Það fer eftir því hvernig á það er litið, hann talar lítið sem ekkert um fornleifafræðina sem hefur sannað eitt og annað sem gerðist á ritunartíma biblíunnar. Og auk þess gerir hann ekki ráð fyrir að maðurinn sé andlegur á nokkurn máta, allt slíkt er afskrifað vegna skorts á sönnunargögnum um að slíkt virki, og á ég þá við sérstaklega bænina í þessu tilfelli.

Hvorki ég né þú getum afskrifað slíkt á þeim rökum byggt að það sé ekki hægt að sanna að bænin virki, vegna þess að bænin er andleg.

Ég get bent á fullt af dæmum þar hún virkar, en þú myndir aðeins benda á sem þú telur "eðlilegar" ástæður og afskrifa bænina og andlega hlutanum. Ég nenni ekki í slíkan dans eins og er, en hafð þú þína skoðun á því, og mun ég hafa mína.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.1.2009 kl. 17:02

19 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nægir þetta fyrir þig Hjalti? Þetta nægir mér.

Fimmta bók Móse 12:30
þá gæt þín, að þú freistist ekki til þess að taka upp siðu þeirra, eftir að þeir eru eyddir burt frá þér, og að þú farir ekki að spyrjast fyrir um guði þeirra og segja: "Hvernig dýrkuðu þessar þjóðir guði sína, svo að ég geti og farið eins að?"

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.1.2009 kl. 17:14

20 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það fer eftir því hvernig á það er litið, hann talar lítið sem ekkert um fornleifafræðina sem hefur sannað eitt og annað sem gerðist á ritunartíma biblíunnar.

Guðsteinn, þetta byggir á einhverjum óvönduðum heimildum sem þú hefur aflað þér. Nú er almennt verið að pæla í því hvort konungdæmi Davíðs og Salómóns hafi verið stórt eða bara eitthvað smáríki. Landvinningar Ísraelsmanna á Kanaan og brottförin frá Egyptalandi eru úr myndinni nema hjá einhverjum bókstafstrúarmönnum.

 Og auk þess gerir hann ekki ráð fyrir að maðurinn sé andlegur á nokkurn máta, allt slíkt er afskrifað vegna skorts á sönnunargögnum um að slíkt virki, og á ég þá við sérstaklega bænina í þessu tilfelli.

Ertu að kvarta yfir því að Dawkins gerir ekki ráð fyrir því að fólk hafi sál eða eitthvað þannig? Viltu kannski líka að hann geri ráð fyrir tilvist guðs?

Nægir þetta fyrir þig Hjalti? Þetta nægir mér.

Ha? Hvernig tengist þetta því sem er sagt í 1Sam 15?

Ertu ekki sammála því að í 1Sam 15 er Sál skipað að fremja þjóðarmorð á Amalekítum vegna þess sem forfeður þeirra gerðu við Ísraelsmenn?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.1.2009 kl. 17:32

21 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Guðsteinn, þetta er ein besta trúvarnargrein sem ég hef lesið hérna á mogga-blogginu, þetta er til eftirbreytni. Áfram að markinu!

Magnús V. Skúlason, 11.1.2009 kl. 17:35

22 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hjalti - Óvönduðum heimildum? Hvað með súlu Sargons II sem segir frá Hesékía Konung Júdeu? Hvað með gröf páls sem fannst núna nýverið? Hvað með göngin vatnsveituna sem er í Jerúsalem? Svona má lengi telja.

Ertu að kvarta yfir því að Dawkins gerir ekki ráð fyrir því að fólk hafi sál eða eitthvað þannig? Viltu kannski líka að hann geri ráð fyrir tilvist guðs?

Já.

Ha? Hvernig tengist þetta því sem er sagt í 1Sam 15? 

Tengdu þessi vers saman, þá mun það opinberast fyrir þér.

Magnús Viðar - kærar þakkir!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.1.2009 kl. 17:54

23 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðsteinn, tilvist konunga á borð við Hesekía er ekkert umdeild og ekkert merkilegt að það sé minnst á hann. Gröf Páls hefur ekki fundist.

Tengdu þessi vers saman, þá mun það opinberast fyrir þér.

Jæja, þú vilt sem sagt ekki útskýra mál þitt.

En ertu búinn að lesa versin sem ég vísaði þér á? Ertu sammála eftirfarandi setningu eða ekki?

Í 1Sam 15 er Sál skipað að fremja þjóðarmorð á Amalekítum vegna þess sem forfeður þeirra gerðu við Ísraelsmenn.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.1.2009 kl. 18:22

24 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hjalti:

Guðsteinn, tilvist konunga á borð við Hesekía er ekkert umdeild og ekkert merkilegt að það sé minnst á hann. Gröf Páls hefur ekki fundist.

Nú? hvað þá um þessa frétt?

mbl.is Gröf Páls postula opnuð í Róm 

Hjalti:

Í 1Sam 15 er Sál skipað að fremja þjóðarmorð á Amalekítum vegna þess sem forfeður þeirra gerðu við Ísraelsmenn.

Jú, þetta er fyrirskipun um að hreinsa landið og vísa ég til þess sem ég hef skrifað hér ofar. Þetta er ekki flókið Hjalti, en þú virðist vilja að svo sé.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.1.2009 kl. 18:27

25 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Nú? hvað þá um þessa frétt?

Um gröf sem er frá amk 390, við vitum ekki hvort þetta sé gröf hans eða ekki.

Jú, þetta er fyrirskipun um að hreinsa landið og vísa ég til þess sem ég hef skrifað hér ofar. Þetta er ekki flókið Hjalti, en þú virðist vilja að svo sé.

Gott að þú samþykkir fullyrðinguna sem ég kom með. Þá kemur spurning um rétt og rangt: Er rétt að eyða þjóð vegna einhvers sem forfeður þeirra gerðu hundruðum árum áður?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.1.2009 kl. 18:34

26 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

 Hjalti:

Í fréttinni stendur:

Gröfin er frá árinu 390, ef ekki eldri, og fannst í hvelfingu undir dómkirkju í Róm []

Einnig stendur:

Í hana er greftrað: Paulo Apostolo Mart, sem er latneska og þýðir Páll postuli píslarvottur.

Það má vel vera að menn hafi gert endurbætur á gröfinni um 390 e.k.

Gott að þú samþykkir fullyrðinguna sem ég kom með. Þá kemur spurning um rétt og rangt: Er rétt að eyða þjóð vegna einhvers sem forfeður þeirra gerðu hundruðum árum áður?

Ég get ekki svarað þessu með vissu þar sem mig vantar forsendur sem hvurgi hafa komið fram. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.1.2009 kl. 19:06

27 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðsteinn, enda sagði ég að þessi gröf væri frá amk 390. En þetta segir okkur ekki hvort þetta sé raunveruleg gröf Páls eða hvort þetta sé bara síðari tíma tilbúningur (enda hafði kirkjan þarna hag af því að hafa gröf Páls postula á staðnum).

Ég get ekki svarað þessu með vissu þar sem mig vantar forsendur sem hvurgi hafa komið fram. 

Hvaða forsendur vantar þig? Er þetta eitthvað flókin spurning: Er rétt að eyða þjóð vegna einhvers sem forfeður þeirra gerðu hundruðum árum áður?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.1.2009 kl. 19:22

28 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hvað hefur boðskapur Dawkins fram yfir kærleiks boðskap Krists?

Var einhver búinn að svara þessari spurningu Guðsteins Hauks - sé það ekki í fljótu bragði.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.1.2009 kl. 21:24

29 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jóhanna, ef þú ert að tala um "Verið góð við hvort annað", þá tekur Dawkins örugglega undir það. Þar sem Dawkins og Jesús (eða Jesús eins og hann birtist í guðspjöllunum) greinir á eru hlutir eins og tilvist guðs og heimsendir.

Þar er boðskapur Dawkins betri af því að hann er réttur. Guð er ekki til og heimsendir varð ekki á 1. öld (eins og Jesús boðaði).

En finnst þér það fallegur boðskapur að stór hluti mannkyns eigi eftir að verða hent í eldsofninn við heimsendi? Og munu þar kveljast að eilífu samkvæmt kirkjunni þinni, væri það gott ef þetta væri satt?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.1.2009 kl. 21:39

30 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Sæll Guðsteinn

Það er áhugavert að lesa umfjöllun um The God Delusion eftir trúmann, sem þó ekki er heilaþveginn bókstafstrúarmaður. Það er nefnilega skondið að sjá hvernig gleraugu trúarinnar skæla hlutina.

Greinin þín er þó því miður ekki mjög heilsteypt og sumstaðar fellur þú beint niður á það plan sem þú sagðist ætla að forðast; það er t.d. ekki "afspyrnu heimskulegt" að kalla Jahve fjöldamorðingja, því það er hann svo sannarlega, eins og Hjalti og Proppé benda á og þið trúvarnarmenn hafið engin svör við. 

En burt séð frá því einblínir þú á mjög lítinn hluta þessarar bókar í grein þinni. Kaflarnir um tvöfalt siðgæði Biblíunnar eru hvorki áhugaverðustu né lengstu hlutar bókarinnar, en þú lætur eins og bókin standi og falli með þeim skrifum. Sjálfum þótti mér þeir kaflar sístir, enda ekkert nýtt þar fyrir fólk sem hefur eytt smá tíma í að gagnrýna kristni.

í bókinni eru hinsvegar líka raktar kenningar Dawkins um hvernig hugmyndir á borð við þá um hinn kristna guð þróast og hvaða afkomutengda mikilvægi þær hafa. Hvernig þær berast á milli manna og til hvers, og hvernig viðlíka hugmyndir verða til um allar trissur.

Dawkins tekur svo fyrir fine-tuning rökin og fleiri skemmtilegar pælingar og gerir þeim afar vel skil, ásamt því að vitna í Carl Sagan og fleiri fræðinga til að mála mynd af heiminum sem er án skapara og gengur upp eins og hvert annað jólapúsluspil.

Dawkins er ekki mikið fyrir að púðra hlutina með flórsykri, hann segist bara ekki hafa trú á neinum andapælingum. Sam Harris hinsvegar, sem gjarnan er flokkaður með Dawkins sem ný-trúleysingi, er þó mun tilbúnari til að tala um kosti íhugunar, hugleiðslu og andlegra vangavelta. En það að Dawkins geri ekki slíkt hið sama segir okkur þó lítið um það hvort hann sé, eða geti verið andlegur.

Það eru einungis trúargleraugun sem valda því að heimur mekanískrar heimsmyndar geti ekki verið fagurfræðilegur og hlýr heimur, og fullur af persónulegum munum, tilfinningu og ánægju. Það sem trúfólk virðist gjarnan gera er að gera trú sína að holdgervingi þess hluta síns tilfinningalífs, það þýðir þó ekki að slíkt sé ekki að finna utan trúar á guði.

Rétt er það þó að trúlausir þurfa að leita annað en í vísindalega heimsmynd sína að mannlegum gildum og siðferði. En það er ekkert vandamál því að okkur gefst kostur á hafsjó af rituðu efni um þau mál og sagan geymir siðgæðisfyrirmyndir af öllum regnsbogans litum til að líta upp til og virða. Margar bækur og fyrirmyndir eru auk þess ekki eins blóðugar og óljósar sem siðgæðisleiðarljós og Biblían er.

Mér sýnist löngun þín til að sjá viðhorf okkar hinna sem kuldalegt og innatþomt hafa byrgt þér sýn að miklu leyti við lestur þessarar bókar, því í henni er svo margt ágætt sem þú fjallar ekki um, en tekur nærri þér einföldustu kaflana sem auðveldast er að jagast í.

Ég verð því að viðurkenna að ég varð fyrir örlitlum vonbrigðum með greiningu þína á bókinni, sem ég þó er ekki að segja að sé neitt meistaraverk, en það sem þó kemur fram í henni sem er eftirminnilegt og sniðugt kom ekki fram í þinni umfjöllun, minn kæri trúmaður.

Ég sé ekkert að því fyrir einstakling að velja trú og ávextina sem hún hefur að bjóða, Guðsteinn, það er augljóst að trúin er mörgum hvatning og fyllir mörg brjóst sannfæringu og vilja. Þið trúmenn megið hinsvegar ekki vera svona sannfærðir um að ekkert annað standi til boða og allt annað sé "kuldalegt og tómt", eins og ykkur er svo tamt að segja. Það er í það minnsta barnalegt og vekur hjá mér tilfinningu fyri því að þið óttist trúeysi, að það verði á einhvern hátt að vera síðri tilvera en ykkar sannfæring veitir, til að ykkar afstaða sé einhvern veginn réttlætanlegri fyrir vikið. 

Fyrirgefðu mér þessa langloku, Gusteinn, væntingar mínar til þinna skrifa eru bara ölrítið meiri en þetta.

mbk,

ps. Boðskapur Dawkins er ekki í keppni við kristindóm um hvor lætur manni líða betur. Heldur um hvor sé líklegri til að vera sannleikurinn. ;)

Kristinn Theódórsson, 11.1.2009 kl. 21:41

31 identicon

Jóhanna, ég skal svara þessari spurningu.

Hvað mig varðar þá tel ég boðskap Dawkins hafa það forskot að boða ábyrgð einstaklingsins á sjálfum sér og umhverfi sínu. Það er enginn æðri máttur sem tekur af þér völdin eða ábyrgðina, þú átt þetta eina líf og allir sem í kringum þig eru. Þess vegna öðlast skoðanabræður Dawkins gjarnan aukna virðingu fyrir lífinu og heiminum öllum, og líta gjarnan í eigin barm í leit að lausnum í stað þess að bíða eftir að almætti bjargi þeim, eða það sem verra er...kenni almættinu um ófarir sínar og telji sig ófæra um að bæta úr.

Við þurfum ekki 2000 ára gamla skáldsögu til að halda okkur við efni siðgæðis, kannski þurfti hana til á þeim tíma, en eins og staðan er í dag kæmi mér ekki á óvart ef trúarrit og trúarboðskapur væri uppspretta meira ills en góðs.

Sæunn (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 21:42

32 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Svar Andrésar Björgvins hér að ofan er býsna gott.  

Sjálf hef ég ekki lesið Dawkins, en  hef mikið heyrt rætt um hann en verð augljóslega að lesa hann   - og eflaust kominn tími til. Sonur minn las þessa bók í haust og tilkynnti mér eftir það, og eftir aðrar pælingar að hann væri orðinn trúlaus. Ég veiktist síðan af krabbameini stuttu seinna og hann sagði; "mamma mín ég ætla að biðja fyrir þér, svona "just in case" ..

Þegar hann tilkynnti mér trúleysi sitt, virti ég þá lífsskoðun hans. En þegar hann sagði þetta "just in case" verð ég að viðurkenna að það gladdi mig að hann efaðist þó ekki nema örlítið....

Mér finnst nefnilega svolítið sorglegt að týna bæninni og grunar að margir sem eru þungir t.d. í dag yfir erfiðu ástandi eða bara myrkrinu eigi mun erfiðara ef þeir hafa ekki bænina til Guðs til að leita í.

Hvað býður Dawkins í staðinn fyrir bænina til dæmis?

Hjalti, kirkjan "mín" eins og þú kallar það boðar engar kvalir hvorki skammar né eilífar. Helvítisprédikanir eru algjörlega "out" og mér er alveg sama þó ég sé kölluð grænsápuprédikari eða eitthvað álíka, ég vel mér bara (vegna hins frjálsa vilji) það sem ég tel vera rétt og rangt.

 Auðvitað verðum við að velja og hafna eftir því sem skynsemi + tilfinningar segja okkur; skynsemi + tilfinningar sem gefnar eru af Guði.

Ég er ekki Biblíutrúar, þ.e.a.s. ég passa ekki inn í það mengi fólks sem lítur á Biblíuna sem "Orð Guðs" .. Ég er sammála því að Biblían flækist oft fyrir. Sérstaklega fyrir fólki sem ekki gerir sér grein fyrir tilurð hennar.  Ég skrifaði ritgerð um upphaf sögulegrar biblíugagnrýni á Íslandi í mínu guðfræðinámi.  Þar las ég hinar ýmsu "skemmtisögur" á þjóðdeild af fólki sem virkilega hélt það að Guð hefði setið við stórt skrifborð á himni og lesið skrifurum fyrir.

Auðvitað túlkuðu menn þrumur og eldingar sem reiði Guðs og rigningu og flóð sem hefnd og sögurnar urðu til. Slíkt er löngu, löngu afsannað og skil ég reyndar ekki að nokkur nútímamaður trúi því í dag, á 21.öldinni að Guð sé einhver reiður úrillur kall á himnum!

Þó ég trúi ekki "á" bókina, þá trúi ég á Jesú og það eru margar góðar frásagnir og dæmisögur sem segja það sem segja þarf. Þar sem fordómaleysi, umburðalyndi og víðsýni er boðað. Einnig eru heilagleikalögum gamla testamentisins umbylt þegar t.d. Jesús sýnir fram á að hvíldardagur er skapaður mannsins vegna en ekki maðurinn vegna hvíldardagsins. Rétt er að lækna á hvíldardegi vegna þess að mannslíf og manngildið er hærra en lög og reglur. Lög og reglur sem koma annars staðar fram í Biblíunni.

Jesús er með þessu að kenna fólki  (okkur) að manngildið er hærra en lög og reglur - m.a. reglur sem sumir álitu að Guð hefði sett. Hann er að kenna okkur hvernig vega og meta eigi hlutina, með kærleikann að leiðarljósi og kenna okkur að taka ábyrgð, eins og í frásögunni af miskunnsama Samverjanum.

Nú kynni einhver að segja, .. getum við ekki bara trúað á kærleikann, hvað þarf Jesús, Guð eða heilagur andi að vera að flækjast inn í þessu? Eða getum við ekki bara trúað á Dawkins sem boðar, að mér skilst svipaða hluti og Jesú, það að taka ábyrgð á gjörðum okkar?

  .. Ég kýs  Jesú Krist sem leiðtoga lífs míns, kjósi hinir það sem þeir óska sér. Við endum öll á góðum stað, hafið ekki áhyggjur, Guð passar upp á okkur öll.

Veit ekki hvort ég þori að koma hér aftur inn ... hehe..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.1.2009 kl. 01:03

33 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti, kirkjan "mín" eins og þú kallar það boðar engar kvalir hvorki skammar né eilífar. Helvítisprédikanir eru algjörlega "out" og mér er alveg sama þó ég sé kölluð grænsápuprédikari eða eitthvað álíka, ég vel mér bara (vegna hins frjálsa vilji) það sem ég tel vera rétt og rangt.

Jóhanna, þú ert í Þjóðkirkjunni, er það ekki? Samkvæmt játningum hennar munu þeir sem enda í helvíti kveljast að eilífu. Þetta er kenning kirkjunnar þinnar.

Svo má ekki gleyma tali Jesú um eilífan eld, eða tekurðu bara mark á orðum Jesú í guðspjöllunum þegar þér líkar vel við þau?

Þó ég trúi ekki "á" bókina, þá trúi ég á Jesú og það eru margar góðar frásagnir og dæmisögur sem segja það sem segja þarf. Þar sem fordómaleysi, umburðalyndi og víðsýni er boðað.

En hvað með frásagnirnar og dæmisögurnar sem ganga út á komandi heimsendi? Þú ert að búa til Jesús í þinni eigin mynd, þú vilt vera "fordómalaus, umburðarlynd og víðsýn" og þess vegna sérðu Jesú þannig.

Hvað með tal hans um að borgir sem tækju ekki við lærisveinunum hans myndu hafa það ansi slæmt við heimsendi? Hvað með öll illu nöfnin sem hann kallaði andstæðinga sína? Hvað með dæmisögurnar sem ganga út á hvað fólk sem er ekki sammála honum mun hafa það slæmt við heimsendi?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.1.2009 kl. 01:33

34 identicon

Með því að afskrifa allt sem styður við tilvist guðs.. HALLÓ það er ekkert sem styður við tilvist guðs.
Þið haldið í þennan meinta guð vegna eigin óskhyggju með endalaust líf, thats it.

P.S. Þarf ég nokkuð að segja að hvorki biblía, kóran né önnur trúarrit eru mjög svo ljótar bækur, væru bannaðar börnum ef þær fengu sömu meðferð og aðrar bækur

DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 07:29

35 identicon

Fólki er gefin frjáls vilji til þess að velja eitt, þetta eitt er biblían sem er gaga bók sem enginn vitiborinn maður getur tekið alvarlega...... ef menn velja ekki þetta eitt... well þá eru það pyntingar hahaha

DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 07:31

36 identicon

guðsteinn, leyfðu mér að útskýra fyrir þér dæmi

þú trúir á guð ekki satt? eða svo segirðu

 ég segi þér að sanna að hann sé til, þú getur það ekki

 þá segirðu mér til að baka að sanna að hann sé ekki til, ég get það ekki

þá segi ég þér að ég trúi á bleikan tebolla sem flýgur hringin í kringum jörðina, 

 þú segir mér að sanna það

 ég segist ekki geta það 

ég segi þér að sanna að það sé ekki fljúgandi bleikur tebolli að sprella hringin í kringum jörðina

hver er þá munurinn á bleika tebollanum og guði ?, 

í biblíunni segir að það sé guð, biblían er skrifuð af mönnum undir "hinum heilaga anda"

í tebolla biblíunni sem ég er að skrifa núna segir að það sé bleikur tebolli að fljúga hringin í kringum jörðina

vissulega geturðu sagt að það eigi enginn eftir að trúa á tebolla biblíuna mína, enn ef ég gæti farið aftur í tíman svona c.a 2000 ár með vitneskjuna sem ég hef í dag útfrá skólabókum og kristnifræði og ég er nokkuð öruggur með það að þið væruð öll að tilbiðja bleikan tebolla 1 sinni í viku

enn spáðu aðeins í þessu er til betri leið til að hafa hemil á fólki heldur enn ósýnileg vera sem dæmir þig ef þú hegðar þér ekki, vera sem refsar þér til endaloka ef þú stendur þig ekki sem manneskja

ég er allur fyrir boðskapin sem nýja testamentið boðar um frið og kærleik, enn það er bara svo mikil djöfuls hræsni að gleyma gamla testamentinu gleyma hvað það er ógeðslegt

kristnir ofsatrúar menn eru ekkert betri enn islam eða einhvers annars trúa, eina sem trú hefur fært mannkyninu er fjöldamorð pyntingar hungur(fátæki) og vellíðan sem stafar útfrá því að ef þú borgaðir páfanum/dómskirkjunni x mikið af peningnum þínum( er að tala um tíundan gamla t.d) þá færirðu til himnaríkis á meðan aðrir færu til helvítis

hvort sem þú ert ofsatrúar eða ekki skiptir engu máli, á meðan einhver trúir þá mun einhver ofsatrúa og þegar einhver ofsatrúir þá tapar fólk lífinu þannig ég ber svo undir að þú sért morðingi 

Halldór már kristmundsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 07:32

37 identicon

úps sendi óvart... Guðsteinn segir: hann afnam hefndarboðskapinn HALLÓ.. hvað með guðinn sjálfann, hann er í hefndargír og hótar öllum öllu illu að eilífu ef er ekki gert eins og hann segir.

Does not compute dude

DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 07:33

38 identicon

Ég fylgi ekki Dawkins... ég fylgi ekki Darwin eða öðrum mönnum.
Ein helsta hindrun í vegi trúfrjálsra er einmitt það að við erum ekki mikið fyrir að rotta okkur saman í hópa, þannig hefur það verið lengi.... kirkjur drápu okkur líka lengi vel.
Í dag er húmanismi og trúfrelsi það sem koma skal... innan 50 ára verður horft á alla í trúarbrögðum sem ruglukolla eða svikara.

Guðsteinn og flestir trúaðir eru fórnarlömb heilaþvotts... sem eru velkomnir í hóp mannkyns um leið og þeir átta sig á að það voru menn sem notuðu trúarrit og sjálfselsku fórnarlamba til þess að rugla þau í ríminu.

Þetta er eina lífið ykkar, ekki sóa því á gamalt stjórntæki manna.

DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 07:41

39 Smámynd: Rebekka

Ég tek undir með honum Kristni hvað varðar það að trúleysi er ekki það sama og tilfinningakuldi.  Ég hef því miður ekki lesið þessa bók hans Dawkins þannig að ég get lítið um hana sagt.

Það er vel hægt að halda sig frá öllu andlegu, en samt vera kærleiksrík manneskja.  Maður þarf ekki að biðja reglulega, stunda hugleiðingar, fara í jóga, heilun, árulestur, tarot, til miðils, í kirkju, bænahús, mosku eða nokkuð annað, til að geta haft samúð með öðrum, kunna að elska, og hafa vit á að virða lög og reglur samfélagsins.  Þetta getur allt heilbrigt fólk gert, burtséð frá trúarafstöðu.

Friður til allra!

Rebekka, 12.1.2009 kl. 08:15

40 identicon

Trúarbrögðin sem gengu yfir allt og alla með morðum og ógeði reyna hvað þau geta til þess að tengja kærleika við sig.
HVernig er sá kærleiki, á hverju byggir hann.. þvingunum og gulrót.... gerið eins og stendur í biblíu og þið fáið einbýlishús á himnum, if not.. .well torture 4ever.

Ef ég væri ástfanginn af stelpu sem elskaði mig ekki og beitti aðferafræði biblíu... jú ég myndi ræna stúlkunni og pynta hana vegna þess að hún elskar mig ekki <--- thats the message of the bible; Face it

DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 08:48

41 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Rödd skynseminnar;  ég er sammála þér en um leið segi ég að sama skapi að það er vel hægt að halda sig að öllu andlegu, en samt vera kærleiksrík manneskja.  ..

Punkturinn er: að sá veldur sem á heldur.

Sagan á bak við miskunnsama Samverjann er akkúrat sú að þeir sem telja sig heilagasta eru ekki endilega alltaf þeir bestu og kærleiksríkustu. Kristur er sjálfur að benda á þetta, að það er ekki nóg að tilheyra einhverjum söfnuði að nafninu til en láta sig náungann engu varða, eða vera of fínn fyrir náungann. Hann bendir líka á að lög og reglur eru ekki æðri manngildinu. Þar með talið lög og reglur Biblíu.

DoctoE, þú ert eins og versti bókstafstrúarmaður!!!..  Trúin verður að spretta fram af einlægni. Enginn getur sagt þér að finnast hafragrautur góður ef þér finnst hafragrautur vondur.

Auðvitað á ekki að troða neinu ofan í fólk sem ekki vill það. Og ekki heldur brenna fólk á báli fyrir t.d. að safna grösum til lækninga eins og áður var gert! ..

Ég er langt í frá sátt við allt það sem þjóðkirkjan stendur fyrir. Þá sérstaklega bruðl í veraldlega hluti og prjál. Samt sem áður er mjög mikið af fólki sem starfar innan þjóðkirkjunnar sem er að gera góða hluti sem miða að því að hjálpa og styrkja náungann. Ég tel kominn tíma á uppstokkun, en þar verður að stíga varlega til jarðar. Einkavæðing er því miður ekki alltaf til góðs og langt í frá.

Mér finnst dómharka trúlausra í garð trúaðra jafn slæm og dómharka trúaðra í garð trúlausra. Það þarf hver að gæta að sínum ranni. Á meðan við erum  ekki skaða hvert annað eigum við að sýna umburðarlyndi við lífsskoðunum og lífsgildum annarra.

DoctorE; Jesús kippir þér örugglega upp í einbýlishúsið á himnum, skil ekki að þú trúir á þessar torture sögur. Það geri ég ekki.

Kirkja (söfnuður) Jesú Krists er fólkið sem gengur í fótspor hans og iðkar kærleika. Líka manneskja eins og Rödd skynseminnar sem boðar frið til allra. Maður sem gengur um og pínir fólk eða hótar því öllu illu tilheyrir ekki kirkju Jesú Krists - jafnvel þó hann segi það sjálfur.

Þetta er mín skoðun, ... ég hef mínar efasemdir um kreddur og kenningar trúarbragða sem hafa komið fram síðastliðin 2000 ár. Ég hef líka mínar efasemdir um margt sem stendur í Biblíunni, enda eru mótsagnir margar og margt sem er útrunnið á tíma. Við myndum aldrei drekka mjólk sem væri útrunnin á tíma. 

Helvíti er helst til á jörðu, .. þeir sem bjuggu í suðrænum löndum sáu helvíti fyrir sér sem brennheitt víti. Þeir sem bjuggu á köldum hjara veraldar sá helvíti fyrir sér sem helkaldan stað.

Helvíti er  líka á Gasa svæðinu þar sem menn drepa menn og eru enn að lifa eftir "auga fyrir auga, tönn fyrir tönn" .. hefndin og græðgin er allsráðandi. 

Tek undir með Rödd skynseminnar og segi:

Friður til allra.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.1.2009 kl. 12:33

42 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Góðan dag Guðsteinn minn.
Takk fyrir síðast Guð blessi ykkur á nýju ári. Ég er mjög ánægð með umfjöllun þína á skrifum guðleysingjans Dawkins, afskaplega held ég að sá maður sé óhamingjusamur enda vantar hann að upplifa kærleika og endurlausn Jesú Krists inní lif sitt. Strákarnir í Vantrú hafa alldelis komist í feitt að svara skrifum þínum hér í dag. Verst hvað þeir eru alltaf neikvæðir og vannærðir andlega.

Sé að það er liflegt við stofuborðið þitt, en þú hefur betur Guðsteinn minn enda búinn að finna "Ljós Heimsins"

Guðs blessun til þín vinur minn, strákarnir í Vantrú fá hlýjar kveðjur frá mér.
Helena

Helena Leifsdóttir, 12.1.2009 kl. 12:45

43 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Líður þér betur núna Helena? Búin að koma á framfæri yfirlæti þínu og þörf fyrir að leiða líkur að því að þér líð miklu betur í trú þinni en öðru fólki.

Er Dawkins "afskaplega óhamingjusamur" maður og Vantrúarmenn "andlega vannærðir"?

Þvílíkir sleggjudómar og hroki. Það segir eitthvað um bjálka í augum og hógværð í lífsleiðarvísinum þínum, ég legg til að þú lesir hann betur.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 12.1.2009 kl. 13:29

44 identicon

Jóhanna mín, sú fígúra sem þú kallar guð þinn er kolbrjálaður fjöldamorðingi sem elskar mest að myrða börn.
Undir öllum normal kringumstæðum myndi fólk segja: Hey þetta er alger sjúklingur sem ætti að taka af lífi.... nema trúaðir þeir segja: Já hann myrti fullt af börnum.. hann myrti allan heiminn... en það er í lagi vegna þess að ég fæ verðlaun fyrir að gleyma þessum fjöldamorðum og viðbjóð... ef ég geri það ekki þá eru pyntingar það sem koma skal.
Þetta kallið þið guð... það er sick hahaha

DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 13:43

45 identicon

Disclaimer
Guð er ekki til... allir guðir eru tilbúningur manna... face it or look silly

DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 13:44

46 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ítreka það sem ég sagði hér á undan:  

"Mér finnst dómharka trúlausra í garð trúaðra jafn slæm og dómharka trúaðra í garð trúlausra. Það þarf hver að gæta að sínum ranni. Á meðan við erum  ekki skaða hvert annað eigum við að sýna umburðarlyndi við lífsskoðunum og lífsgildum annarra." Við þetta má bæta að við sjálf dæmum okkur ekki betri eða verri en náungann.

Gleymdi að svara Hjalta; ég tel dæmisögur þar sem verið er að tala um fordæmingu og kasta i eld o.s.frv. vera orðnar súrar. Allt fólk með heilbrigða bragðlauka og þefskyn getur fundið mismuninn á súru og fersku.

Við erum ekki (eigum ekki að vera) eins og Jim Carrey"Yes man" sem játum öllu umhugsunarlaust, bara til að segja já. Mæli með þeirri mynd sem dæmi þar sem blind  trú,  án sjálfstæðrar hugsunar eða hugleiðingar getur leitt fólk í blindgötur.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.1.2009 kl. 13:54

47 identicon

Hvað ætli margir kristnir fari algerlega eftir biblíu... það er svona hér um bil 0%.
Þeir sem kalla sig kristna eru á góðum degi kannski að fara efit 1% af því sem biblían segir að menn eigi að gera... þið bara veljið eitthvað sem ykkur finnst sætt og dissið allt hitt.

En no worries því samkvæmt biblíu er bara ein synd.. að trúa ekki á gudda.. spáið hvað þetta er rosalega djúpt NOT.

Ég skal segja ykkur það krakkar að ef það er einhver guð þarna úti þá er sá hinn sami líklega að bíða eftir að mannkyn hætti þessum fáránlegu trúarbrögðum... sem gera guðinn svo mikið smáseiði að það hálfa væri nóg

DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 14:10

48 Smámynd: Zaraþústra

innan 50 ára verður horft á alla í trúarbrögðum sem ruglukolla eða svikara.
Haha! DoctorE er orðinn eitthvað ruglaður.

Zaraþústra, 12.1.2009 kl. 14:21

49 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

DoktorE við erum sko ekkert að tala á sama borði  .. af hverju hangir þú alltaf í pilsfaldi hinnar reiðu guðsmyndar sem fram kemur í mýtum gamla testamentisins?

Ég skrifaði hér að ofan að meint fjöldamorð eru auðvitað ekkert einhver guðleg íhlutun, heldur er það túlkun þeirra tíma, þegar náttúruhamfarir áttu séð stað að þar væri um að ræða reiði Guðs! Fólk vissi ekki betur en þú ættir að vita betur í dag.

Trúir þú því virkilega eftir öll okkar samskipti á netinu að ég trúi á einhvern fjöldamorðingja? ..  Af hverju velur þú að innbyrða hið súra en sniðgengur hið góða í Biblíunni. Af hverju skyldum við ekki velja guðsmyndina t.d. af þessu,  "Eins og móðir huggar barn sitt, eins mun ég hugga yður.&#148; (Jes 66.13)... þarna er annars konar guðsmynd Biblíunnar, þarna fer varla fjöldamorðingi eða hvað? ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.1.2009 kl. 14:41

50 identicon

Check it eftir 50 ár Zaraþústra... þetta er næsta skref í þróun mannkyns.. að losa sig við ímyndað snuð

DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 14:42

51 identicon

Svo lengi sem biblían er þitt rit... þá trúir Þú á ímyndaðan fjöldamorðingja :)

Þú ert að segja að ef ég myndi drepa þig og gæfi svo  vini þínum súkkulaði og segði: In da name of love... að þá væri bara allt í lagi.

Ef Hitler kæmi og segði: Þið skuluð ekki drepa... væri hann þá bara svalur kærleiksgaur...... ef hann gæti gefið ykkur extra líf og segðist ekki pynta ykkur ef þið dýrkuðuð hann.

Sorry það er ekki hægt að ræða á vitrænan máta um biblíu, kóran blah

DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 14:47

52 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sorry það er ekki hægt að ræða á vitrænan máta við þig DoctorE

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.1.2009 kl. 15:19

53 identicon

Jóhanna, þú ert litlu skárri en drE þegar kemur að viðræðuhæfni. Kurteisari og betur skrifandi, jú, en þú þværð biblíuna í huga þínum af öllu sem þér líkar ekki. Þitt viðhorf er hinn póllinn, þveröfugur við drE.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 15:24

54 identicon

Settlumst á að guddi sé skitsó (Assuming he exists..)

Bottomlænið í þessu öllu saman er að ef einhver annar en meintur guð myndi gera það sem biblían segir að guddi hafi gert... þá myndu allir með tölu segja að guð sé geðveikt skrímsli.
Staðreynd

DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 15:39

55 identicon

Vá, maður, hvílík læti út af einhverjum bókum og kenningum.

Mig langar að spyrja alla hér ... Lifum við ekki öll í einhverri trú, annað hvort á einhverjar kenningar, boðskap, andlegan mátt, sjálf okkur eða einhverja aðra (eða eitthvað annað)?

(ég vil minna á að vantrú er líka trú)

Þið hljómið eins og börn sem eru að rífast um hvað sé best, epli, appelsína eða banani.

Hvaða máli skiptir það fyrir þann sem finnst epli best ef öðrum finnst annar ávöxtur betri?

Til hver að vera að deila um það?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 15:42

56 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Heldurðu að fólk sé ekki að þessu þrasi af því að það innst inni hefur gaman af því, Bergur.

Þú getur auk þess ekki fært rök fyrir því að vantrú sé trú, slíkt er bara hjal.

Brettu upp ermarnar ef þú ætlar að vera með drengur, farðu annars að horfa á fótbolta, eða eitthvað álíka óspennandi (imho).

mbk,

Kristinn Theódórsson, 12.1.2009 kl. 15:50

57 identicon

Vantrú er ekki trú... don&#39;t be silly Bergur.

Ef ég kæmi til ykkar með bók sem segði að það væri risafroskur á vatnajökli sem gæfi öllum extra líf sem dýrka hann... eða pynta alla sem trúa ekki á hann... hvað mynduð þið segja... jú þið mynduð segja að ég væri geðveikur...
Málið er bara að það er ekki nokkur munur á að trúa á þennan frosk eða guð... totally same thing

DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 16:10

58 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jóhannes H. Proppé takk fyrir hrósið. Auðvitað höfum við gaman að þessu. Hvað vilt þú gera við Biblíuna Jóhannes? .. Eigum við að hafa bókabrennur? Það er ekki nokkrum manni mögulegt að fylgja hverjum einasta staf biblíunnar, þar er of mikið af mótsögnum og þversögnum og boðum og bönnum sem eru úrelt.

Ég tel Biblíuna  heimild um uppruna kristindóms, gamla testamentið um grunninn sem kristnin sprettur upp úr og svo nýja testamentið um líf og starf Jesú auk þeirra sem vitnuðu um hann. Vissulega vitum við aldrei með vissu hvað er satt og hvað logið, það hafa sérfræðingar lagst í það að leita að "sönnum orðum Jesú Krists."

Mér sýnist þú vera með kokkahúfu þarna á myndinni, og ég trúi ekki öðru en þú notir hyggjuvitið þegar þú ert að setja saman uppskriftir eða elda. Sjálf elda ég mikið eftir tilfinningu og þyki elda alveg ágætis mat, þó ég segi sjálf frá.

Les stundum matreiðslubækur, en fer nánast aldrei beint eftir uppskriftum - heldur fæ frekar innblástur af uppskriftunum, nota þetta og sleppi hinu. Þannig tel ég líka að hægt sé að lesa Biblíuna, við höfum jú rétt til að velja og hafna. Sérstaklega með tilliti til þess sem áður sagði - að það eru margar mótsagnir og margt orðið barn síns tíma.

DoctorE -  í Biblíunni eru settar fram margar guðsmyndir, því Biblían er  m.a. þróunarsaga hvernig fólk leit á Guð. Guð er ekki geðklofa, eins og þú heldur, heldur sýnir þetta fram á að  hver og einn getur þróað með sér sína guðsmynd og að sjálfsögðu, ekki síst, við í dag.

Það er tilfinning hvers og eins hvort hann trúir á Guð, ég álít mig ekkert klikk eða pikk eða hvað sem þú vilt kalla það, þó ég þiggi hjálp Guðs í daglegum önnum.  Ég er ekkert betri en aðrir og ekkert verri, vonandi, þó ég þiggi þessa aðstoð og ég vil ekki troða henni upp á neinn. Ég treð ekki trú upp á neinn og trúleysi verður ekki troðið upp á mig. En við höfum öll gott af því að efast, á hvorn veginn sem er,  og horfa í kringum okkur.

Verður maður svo ekki að toppa þetta með knúsi?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.1.2009 kl. 16:21

59 Smámynd: Linda

Allir trúaðir eru ruglaðir, allir vantrúaðir eru ruglaðir, í milli tíðinni ætla ég bara að vera áfram rugluð og upplifa gleðina sem ég finn í Guði og þeirri blessun sem hann veitir mér.  Mér er nákvæmlega sama, hvað vantrú finnst um það.

bæjó.

Linda, 12.1.2009 kl. 16:28

60 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Rétt Linda; It´s a mad, mad world!  Gleði, gleði, gleði..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.1.2009 kl. 16:43

61 identicon

Þyggja guðs hjálp... krakkar þið eruð að þyggja einhverja hjálp frá engu... púra tilbúningur og snuð :)

En knús og megi skynsemin verða sjálfselskunni yfirsterkari :)

DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 16:57

62 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Jóhanna
Það er ekki nokkrum manni mögulegt að fylgja hverjum einasta staf biblíunnar, þar er of mikið af mótsögnum og þversögnum og boðum og bönnum sem eru úrelt.

Ha ha, segðu þetta við Mofa, JVJ, og jafnvel hugsanlega Guðstein, það eru margir tilbúnir að túlka af sér rasskinnarnar í tilraun til að sjá ekkert í Biblíunni sem mótsögn, þversögn eða úrelt :)

Kristinn Theódórsson, 12.1.2009 kl. 17:01

63 identicon

Hvað lærðu skríbentar kórans af þversögnum biblíu... jú ef þversagnir koma fram þá gildir nýrra vers.

P.S. Kóran er faktískt biblía v 3 ... margt er nákvæmlega eins eða keimlíkt.. sama sköpun og alles

DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 17:05

64 identicon

Guðsteinn:  "En bendi á um leið að þarna voru menn á ferðinni, og af því mennsk hönd kom þarna við, þá má reikna með að spillingin og illskan sem fylgir manninum sé ávalt til staðar hvert sem hann fer. Svo einfalt er það"

Hmm. Menn rituðu Biblíuna er það ekki? Hvernig getur þú  grundvallað þína trú á bók sem er skrifuð af mönnum og þar af leiðandi gjörspillt og menguð af mannsins anda????

Gauti Már Rúnarsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 17:11

65 identicon

Aðeins smá fyrir Guðstein.

Þú segir að menn myrði í nafni trúar... líkast til hafa flestir verið drepnir vegna kristni.
Sko ef menn standa hjá og stoppa ekki óhæfuverk, fjöldamorð.. ef menn standa hjá og gera ekkert.... þá er það glæpur.
Ef guð er almáttugur og bara situr á rassgatinu og gerir ekkert á meðan áhangendur hans murka lífið úr fólki.. þá er guð samsekur og sem slíkur er hann einskis virði.
Svo mátt þú ekki gleyma því Guðsteinn að samkvæmt biblíunni var guð einmitt gerandi í ótal tilvika... meira að segja myrti hann allan heiminn vegna þess að hans eigið sköpunarverk var svo lélegt.
Hvað gerði hann svo.. jú hann valdi eina famílíu til undaneldis.... til að stefna beint í glötun aftur með nákvæmlega sama misheppnaða sköpunarverk.
Alvöru hugsandi og alvitur guð hefði eytt mannkyni alveg og hannað V2... alls ekki að halda áfram með sömu hrákasmíðina og var.... doomed to fail

DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 17:26

66 Smámynd: MacGyver

Vá, þessi skilgreining á Atheism hlýtur að vera mesta fail í heiminum.

MacGyver, 12.1.2009 kl. 17:36

67 identicon

Then debunk it MacGyver, or look silly

DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 17:54

68 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vá, ég hef ekkert verið við tölvu í allan dag og þakka þeim fjölmörgu sem hafa gert athugasemdir hér. Sérstaklega þó Jóhönnu, Helenu og Lindu að koma mér til "bjargar" í fjarveru minni. Ég hef lesið allar athugasemdir og vísa til greinar minnar sem svar við öllum þeim spurningum sem hér hafa verið beindar til mín.

Guð blessi ykkur öll! Sérstaklega trúleysingjanna!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.1.2009 kl. 19:07

69 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

"FrÁ  jONASI  (WWW.JONAS.IS)

12.01.2009
Eins og gull af eiri
Var í brúðkaupi í gær að hætti Siðmenntar. Athafnarstjóri kom í prests stað. Athöfnin var sú langbezta, sem ég hef tekið þátt í af þessu tagi. Brúðhjónin sneru andliti fram, en ekki bakinu, eins og er í kirkjum. Athafnastjórinn fór með mun betra mál en ég hef heyrt prest gera. Auk þess var hann ekki með neinn áróður í leiðinni. Prestar verja hins vegar drjúgum tíma í biblíuna. Í gær snerist öll athöfnin um brúðhjónin og framtíð þeirra. Verulega falleg athöfn, tók lúterskunni fram á öllum sviðum. Áður hafði ég verið í fermingu Siðmenntar. Sú athöfn bar af lúterskum fermingum eins og gull af eiri."

...ÉG ER SAMMÁLA!


Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.1.2009 kl. 19:25

70 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Alltaf gott að vera ánægð/ur með sitt!  .. Það velur hver sem hæfir sér;  kirkju, siðmennt, borgardómara ..

Messur í lúterskum sið er nú ekki allar eins, sumar mjög hefðbundnar og aðrar óhefðbundnar og prestar með misjafnar ræður. Sjálf hef ég fengið þann heiður að flytja ræðu í kirkjubrúðkaupi fyrir vinkonu mína og gat hún varla verið persónulegri.

Ástæðan fyrir því að fólk snýr að altari er að það er að gifta sig fyrir augliti Guðs. 

Hvað kallað er áróður hér átta ég mig ekki á, en fólk hlýtur að koma í Guðshús m.a. til að hlusta á eitthvað fallegt úr Biblíunni (en ótrúlegt en satt - það er margt mjög fallegt þar) eins og t.d. Óðurinn til kærleikans sem algengt er að lesinn sé við brúðkaup.

Auðvitað snýst athöfnin um brúðhjónin, .. það sem mér finnst helst spilla fyrir í athöfnum eru of mikil "skemmtiatriði" frægra flytjenda þar sem athöfnin breytist oft í einhvers konar tónleika.

Aðalmálið er að brúðhjónin séu sjálf ánægð með brúðkaupið sitt.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.1.2009 kl. 21:08

71 identicon

Mér myndi líða eins og hundi ef ég væri húkkaður saman við kerlingu undir augliti the big boss in da sky, óneitanlega soldið þrælslegt ha

DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 21:16

72 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Fann mynd af þér og frúnni úr brúðkaupsferðinni DoctorE, þið eruð kjút! ...

DoctorE und Gertrude

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.1.2009 kl. 21:59

73 identicon

 Hvað vilt þú gera við Biblíuna Jóhannes?

Færa hana í skáldsöguflokkinn í bókabúðum

 Það er ekki nokkrum manni mögulegt að fylgja hverjum einasta staf biblíunnar, þar er of mikið af mótsögnum og þversögnum og boðum og bönnum sem eru úrelt.

Það er fullt af fólki sem reynir. Þessvegna sem kristnir eru margir andvígum réttinda samkynhneigðra, kvenna og annarra ómerkinga.

 Ég tel Biblíuna  heimild um uppruna kristindóms, gamla testamentið um grunninn sem kristnin sprettur upp úr og svo nýja testamentið um líf og starf Jesú auk þeirra sem vitnuðu um hann. Vissulega vitum við aldrei með vissu hvað er satt og hvað logið, það hafa sérfræðingar lagst í það að leita að "sönnum orðum Jesú Krists."

Segðu þetta við Mofa. Hann og aðrir bókstafstrúarmenn halda að þetta séu sögulegar heimildir, og vilja kenna saklausum börnum það.

[...]ég trúi ekki öðru en þú notir hyggjuvitið þegar þú ert að setja saman uppskriftir eða elda

Jú, en ég laga ekki stroganoff og kalla það gúllas.

Þannig tel ég líka að hægt sé að lesa Biblíuna, við höfum jú rétt til að velja og hafna.

Ég vísa aftur á bókstafstrúarmenn.

 Ég treð ekki trú upp á neinn og trúleysi verður ekki troðið upp á mig.

Fínt. Sama verður því miður ekki sagt um þjóðkirkjuna.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 22:33

74 identicon

voff voff :)

DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 22:38

75 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jóhanna, svona til að byrja með væri fínt ef þú myndir viðurkanna að kirkjan þín (ríkiskirkjan) trúir því að sumt fók muni kveljast að eilífu og því sé þessi fullyrðing þín röng: "Hjalti, kirkjan "mín" eins og þú kallar það boðar engar kvalir hvorki skammar né eilífar. " 

Gleymdi að svara Hjalta; ég tel dæmisögur þar sem verið er að tala um fordæmingu og kasta i eld o.s.frv. vera orðnar súrar. Allt fólk með heilbrigða bragðlauka og þefskyn getur fundið mismuninn á súru og fersku.

Bíddu hvað með tal þitt um að "[kjósa] Jesú Krist sem leiðtoga lífs þíns"? Þýðir það að Jesús hafi rétt fyrir sér, nema þegar hann er ósammála þér?

Það eina sem gefur til kynna að öll þessi ummæli hans (og hann talar miklu meira um heimsendi heldur en hluti eins og kærleika og umburðarlyndi) er smekkur þinn.

Eða hefurðu einhverjar málefnalegar ástæður fyrir því að taka ekki mark á helvítisboðskap Jesú?

Maður sem gengur um og pínir fólk eða hótar því öllu illu tilheyrir ekki kirkju Jesú Krists - jafnvel þó hann segi það sjálfur.

Nú hótaði Jesú guðspjallanna oft fólki öllu illu, tilheyrði hann ekki sjálfum sér? Eða voru hótanir Jesú bara bull sem þú tekur ekki mark á?

Helvíti er helst til á jörðu, .. þeir sem bjuggu í suðrænum löndum sáu helvíti fyrir sér sem brennheitt víti. Þeir sem bjuggu á köldum hjara veraldar sá helvíti fyrir sér sem helkaldan stað.

Í ummælum leiðtoga lífs þín í guðspjöllunum er helvíti klárlega staður þar sem fólk endar í að þessu lífi loknu, en hann er líklega bara að bulla þegar hann segir það. Súr ummæli er það ekki?

Trúir þú því virkilega eftir öll okkar samskipti á netinu að ég trúi á einhvern fjöldamorðingja?

Auðvitað trúirðu á fjöldamorðingja. Eða nærðu ekki að segja fyrstu línu trúarjátningarnnar þinnar? Ef einhver manneskja hefði skapað malaríu-sníkjudýrið, þá myndirðu auðvitað kalla þá manneskju fjöldamorðingja. Guðinn þinn á að hafa skapað sníkjudýrið, hann væri fjöldamorðingi ef hann væri til.

Strákarnir í Vantrú hafa alldelis komist í feitt að svara skrifum þínum hér í dag.

Helena, fyrir utan fyrstu athugasemdina við þessa grein frá Matta formanni, þá held ég að ég sé sá eini í Vantrú hérna.

....strákarnir í Vantrú fá hlýjar kveðjur frá mér.

Nei, eiginlega ekki. Þú kemur með fordóma á borð við það að trúlausir hljóti að vera óhamingjusamir og segir að ég sé alltaf "neikvæður" og "vannærður andlega".

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.1.2009 kl. 23:02

76 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

DoctorE fór hrós fyrir að hafa húmor fyrir sjálfum sér.

Hjalti, .. . Fatta ekki hvar fjöldamorðingi kemur fyrir í trúarjátningunni og nenni eiginlega ekki að svara með að endurtaka mig aftur og aftur. Ég þekki persónulega engan prest sem boðar helvítisboðskap. 

Jóhannes, ég held að það sé styttra á milli okkar skoðana en mín og Mofa. Ég hef staðið með mannréttindum samkynhneigðra og tilheyri þeim hópi guðfræðinga og fjölmargra presta sem styðja jafngilda hjónavígslu.

Við höfum ekki öll svörin, hvorki trúuð né trúlaus og síst af öllum ég. Í rauninni nægir mér að hafa mína trú og ég gæti með engu móti skýrt fyrir trúlausum, af hverju ég fylgi Jesú Kristi. Sumt er einkamál og eitthvað sem ég hef bara áhuga fyrir að deila með fólki sem hefur ekki fordóma gagnvart minni trú.

 ... löngu kominn háttatími fyrir ömmur!

Vertu nú yfir og allt um kring,
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring,
sænginni yfir þinni.

Takk fyrir að fá að spjalla á þinni síðu Guðsteinn Haukur, gangi þér vel í þínu. Held ég láti mínum hlut lokið hér.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.1.2009 kl. 00:14

77 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti, .. . Fatta ekki hvar fjöldamorðingi kemur fyrir í trúarjátningunni...

Jóhanna, í upphafi trúarjátningarinnar þinnar er talað um "almáttugan, skapara himins og jarðar". Ef einhver hefði skapað malaríu-sníkjudýrið, þá væri hann fjöldamorðingi.

Ég þekki persónulega engan prest sem boðar helvítisboðskap.

Allt í lagi. En samkvæmt trúarjátningum kirkjunnar (sem þeir heita að boða eftir við víglsu) munu menn eins og ég kveljast að eilífu. Einar Sigurbjörnsson, sem kenndi þér líklega trúfræði, kallar það "sígilda lútherska kenningu"

...fólki sem hefur ekki fordóma gagnvart minni trú.

Ef þú vilt halda því fram að ég eða einhver hérna sé með fordóma gegn kristinni trú þá skaltu segja það hreint út í staðinn fyrir að gefa það svona í skyn.

Mér finnst samt undarlegt að þú talir um að þú nennir ekki að endurtaka þig aftur og aftur. Það vantar öll svör hjá þér varðandi afstöðu þína til Jesú. Þú segir að Jesús sé "leiðtogi lífs þíns", en ef þú ert ósammála einhverju sem hann segir í guðspjöllunum, ef það passar ekki við smekkinn þinn, þá bara afskrifarðu það sem bull. Þetta er alveg ótrúlega mótsagnakennt.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.1.2009 kl. 01:56

78 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Varast skal að þykjast hafa öll svör,kirkjan viðurkennir alveg að hafa ekki öll svör og segist svo sem ekkert vera yfir gagnrýni hafin,En hún reynir að byðja okkur og boða okkur velferð hvers annars.

Og einmitt vegna Krists,auðvitað má vel reka ofaní í mig um tilvist krists og hvort hann hafi verið,en það sem hann og boðaði og kenndi er enn meir að virtum en nokkur annað maður hefur gert að mér vitandi.

Og auðvitað er það val hvers og eins hverju hann trúir eða trúir ekki,það er hinn frjálsi vilji sem guð okkur gaf.Ég veit ekki hvað virkar best á trúlausa,kannski íhugun slökun eða yoga allt þetta og bæn til þess er ég trúi á hjálpar mér.

Annars ætlaði ég mér ekkert að blanda mér í þessar umræður,Guðsteinn þú fyrirgefur ég bara varð að koma þessa af mér.

Bestu kveðjur.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 13.1.2009 kl. 05:52

79 identicon

Hæ :)

Ágæt grein. Var einmitt að pæla í svipuðum hlutum um daginn hérna.

Ég held að það eigi að varast að alhæfa um trúleysingja því þá lendir maður bara þeim sama forarpytti fordóma sem hrjáir suma þeirra sem stunda það að alhæfa um trúað fólk. Ég held þó að trúlausir geti að einhverju leyti skipst upp í hópa. Þeir sem ég verð mest var við eru þessir tveir: þeir sem segjast vera trúlausir og pæla ekkert mikið frekar í því eða eru ekki að deila mikið um trú og þeir sem andmæla trú á guði með miklum tilfinningahita. Þessir síðari virðast oft starfa svolítið í anda Dawkins og þess sem kallast víst "the new atheism" sem gengur út á það að trú sé skaðleg í eðli sínu og eigi ekki að umbera í "siðmenntuðu" samfélagi. Persónulega hefur mér fundist vantrú laða að miklu leyti að sér seinni gerðina.

kveðja,
kobbi

. (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 07:21

80 identicon

The evolution of religion.... kristni hefur þróast í að vera eitthvað sykurhúðað skrímsli.... og menn í dag forðast flestir að segja frá viðbjóðnum og fjöldamorðum hins meinta guðs.... menn tóku sig síðast til og breyttu biblíu hér á klakanum vegna þess að hún er hneyksli í nútímanum (Nema fyrir nötta eins og Gunnar á krossinum ofl)
Hvernig sem þið horfið á málið .þá er guð fjöldamorðingi samkvæmt biblíu... og Sússi sem sagði marga sæta hluti rústaði öllu fyrir sjálfum sér með því að segja að GT væri í fullu gildi og svo á hóta pyntingum fyrir að dýrka hann ekki.

Disclaimer
Sússi var ekki til... ekki sem messías, í besta falli var hann Benny Hinn týpa bronsaldar

DoctorE (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 10:32

81 identicon

Úlfar.. það er ekki hægt að segja að guð gefi frjálsan vilja þegar það er bara einn valkostur.
Kjósið xD eða þið verðið pyntuð... <-- er þetta frjáls vilji?

DoctorE (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 10:34

82 Smámynd: Mofi

DoctorE
Kjósið xD eða þið verðið pyntuð... <-- er þetta frjáls vilji?
Þetta er ekki það sem Biblían boðar. Það þarf enga trú til að átta sig á því að dauðinn er það sem bíður okkar allra. Kristur boðar að það er hægt að öðlast líf, að dauðinn hefur verið sigraður. Frjálsi viljinn felst í því hvort þú það líf sem Guð bíður eða ekki.  Annað líf er ekki í boði þar sem Guð er uppspretta lífs.

Mofi, 13.1.2009 kl. 11:01

83 identicon

Þetta er akkurat það sem biblían boðar Mofi

Annað hvort trúirðu og lifir syndlausu lífi og kemst til himnaríkis eða ekki og færð eilifðar kvöl í helviti fyrir það eitt að trúa ekki.


Ólafur Björgvin Sveinsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 11:38

84 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

þeir sem segjast vera trúlausir og pæla ekkert mikið frekar í því eða eru ekki að deila mikið um trú og þeir sem andmæla trú á guði með miklum tilfinningahita. Þessir síðari virðast oft starfa svolítið í anda Dawkins og þess sem kallast víst "the new atheism" sem gengur út á það að trú sé skaðleg í eðli sínu og eigi ekki að umbera í "siðmenntuðu" samfélagi. Persónulega hefur mér fundist vantrú laða að miklu leyti að sér seinni gerðina.

Þeir sem eru í fyrri hópnum (pæla ekkert mikið frekar í því) eru sinnuleysingjar.  Fólk hefur mismunandi áhugamál og ekkert út á það að setja.

Aftur á móti er hugtakið "the new atheism" merkingarlaust.  Hér er einungis um að ræða trúleysingja sem tjá skoðun sína opinberlega.  Það er enginn munur á Carl Sagan og Richard Dawkins eða Robert Ingersoll og Daniel Dennet þegar kemur að viðhorfi til kristinnar trúar.  Munurinn felst einungis í tíðarandanum.

Internetið gerði það að verkum að trúleysingjar gátu komið saman og unnið markvisst að sínum hagsmunamálum.

Það er ekkert "nýtt" við trúleysi þeirra.

Annars vil ég bara taka undir með gagnrýni Kristins og annarra á þennan "ritdóm" Guðsteins.  Hann er frekar slappur að mínu hógværa mati.

Matthías Ásgeirsson, 13.1.2009 kl. 12:07

85 identicon

Það er gríðarlegur munur á trúleysi "nýju trúleysingjanna" og svo hinna. Ekki allir sem tala opinberlega um trúleysi sitt falla undir Nýja trúleysið. Það sem greinir Nýju trúleysingjanna frá hinum er sú harka sem birtist í orðræðu þeirra. Þeir raunverulega vilja láta banna trú. Líttu bara á DoctorE, þó hann sé ekki eins rökvís, ef svo má kalla, og þessir aðalkallar þá má segja að hann falli greinilega undir þennan hóp sem myndi t.d. láta banna trú með lögum ef þeir gætu. Það má vel vera að menn falli misvel að þessum hópi en það er kannski hægt að segja að eitt það sem sameinar þá er sterk andúð á trú og ófeimni þeirra við að láta þessa andúð ljós með berorðum hætti. Mörgum trúleysingjum finnst kannski ekkert sérstaklega skynsamlegt að trúa á Guð en þeir hinsvegar bera ekki með sér sömu andúð og Nýju trúleysingjarnir og þar af leiðandi falla ekki undir þann hóp.

kobbi

. (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 12:23

86 Smámynd: Kommentarinn

Ég er sammála því að trú geti verið í eðli sýnu skaðleg. Það að trúa á framhaldslíf opnar fyrir þann möguleika að fólk taki ákvarðanir sem komi sér illa fyrir sig eða aðra í þessu lífi á þeim forsendum að það hjálpi þeim að öðlast betra framhaldslíf. Þetta er t.d. einkennandi hugsunarháttur þeirra sem fremja hriðjuverk. Maður sér einnig vott af þessu þegar stjórnendur ríkja eru mjög trúaðir þá er hugsanlegt að þeir taki svipaðar ákvarðanir.

Fráfarandi ríkisstjórn USA hafði innanborðs nokkra trúar nöttara sem halda því fram að dómsdagur sé rétt handan við hornið og því þýði lítið sem ekkert að vera að huga að umhverfisvernd... Ef ég byggi í landi þar sem ráðamenn væri slíkir hálfvitar þá myndi ég flytja...

Kommentarinn, 13.1.2009 kl. 12:27

87 identicon

Svona til að skýra enn frekar.

Einn besti vinur minn er trúlaus. Við tölum stundum um trú og segir hann m.a. ófeiminn frá því að honum finnist trú óskynsamleg og bíblían bara vera ævintýrabók. Stundum skýtur hann jafnvel á mig í gríni. Hann hefur hinsvegar aldrei gert lítið úr mér eða trú minni. Þegar hann talar um fólk úr hinum ýmsu trúarsöfnuðum talar hann um þá sem einstaklinga og metur þá út frá gerðum þeirra en er ekki að slengja alhæfingar yfir þá alla.

Nýju trúleysingjarnir haga sér, að því marki sem ég hef orðið var við, öfugt við þetta.

. (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 12:32

88 identicon

Annað hvort trúirðu og lifir syndlausu lífi og kemst til himnaríkis eða ekki og færð eilifðar kvöl í helviti fyrir það eitt að trúa ekki.

Jah, hvað er himnaríki og hvað er helvíti? Ég tel mig hafa upplifað slíkt helvíti á þessari jörð að enginn efnislegur eldur gæti komist í hálfkvisti þar við. Persónulega lít ég svo á að himnaríki er nánd við Guð meðan helvíti sé fjarlægð frá honum. Við nálgumst Guð með ýmsum hætti: með því að stunda dyggðugt líferni, með því að reyna stöðugt að bæta okkur, með bæn, með því að reyna kynnast Guði gegnum þær ritningar sem hann sendir okkur. Fólk hefur val milli þess að reyna að nálgast Guð eða ekki.

Eins og Mofi segir þá er Guð, að mati trúaðra að sjálfsögðu, uppspretta ljóss og lífs. Ef við kjósum að snúa okkur frá ljósinu er það þá Guði að kenna þegar við stöndum í myrkri?

. (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 12:50

89 identicon

Kommentarinn: Ég er sammála því að trú geti verið í eðli sýnu skaðleg.

Viltu skilgreina fyrir mér hvað trú er?

. (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 12:54

90 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Matti:

Annars vil ég bara taka undir með gagnrýni Kristins og annarra á þennan "ritdóm" Guðsteins.  Hann er frekar slappur að mínu hógværa mati.

Ert þú af öllum mönnum þá fær um að gera "hógværa" gagnrýni á Dawkins? Eða jafnvel Kristinn? Nei, það eru þið ekki frekar en ég. Gagnrýni mín er ekki hógvær né hlutlaus og finnst ykkur hún "léleg" af því að ég er ekki sammála ykkur, sem segir afskaplega mikið um ykkur báða, en það á ekki að koma neinum á óvart að ég geri ekki hlutlausa gagnrýni, heldur trúvörn, það segir sig sjálft.  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.1.2009 kl. 13:23

91 identicon

Meh... ég hef aldrei sagt að banna eigi trúarbrögð... ég hef sagt að trúarbrögð eigi ekki heima í skólum eða stjórnsýslu...

Ég viðurkenni fúslega að skipulögð trúarbrögð eiga að deyja, það er best fyrir trúfrjálsa jafnt og trúaða.

Trúarforkólfarnir liggja á ykkur eins og blóðsugur... þegar þið gangið í skipulögð trúarbrögð þá eruð þið að láta hafa ykkur að fíflum, skipulagið er að drepa trú ykkar... ekki ég

Trú er tækni til þess að fanga huga fólks, að stjórna því, að taka peninga og boða kjaftæði..

Enginn guð myndi skrifa bækur eins og biblíu og kóran ... ef ég væri guð þá myndi ég senda allar höfðingjasleykjur beint til helvítis... alvöru guð er ekki dusilmenni með tilbeiðlsuþarfir... hann myndi ekki hafa neina af þörfum guðs biblíu og kórans... .bækurnar eru SICK

DoctorE (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 13:24

92 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Guðsteinn Haukur, þú ert eitthvað að misskilja notkun mína á orðinu hógvær.

Jakob, þér tekst meira að segja að snúa út úr málstað DoctorE til að gera hann að fulltrúa hins Nýja trúleysis.  Níels Dungal var eflaust harðorðari en DoctorE.

Ég endurtek að þetta hugtak er tilgangslaust.  Uppfinning trúvarnarnamanna til að gera lítið úr trúleysingjum sem tjá sig um trú á trúarbrögð á gagnrýninn máta.

Matthías Ásgeirsson, 13.1.2009 kl. 13:31

93 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nei ég skildi þig vel Matti, ég viðurkenni að snéri viljandi útút orðum þínum, en útskýrðu betur af hverju hann er svona "slappur"?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.1.2009 kl. 13:55

94 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Guðsteinn
Gagnrýni mín er ekki hógvær né hlutlaus og finnst ykkur hún "léleg" af því að ég er ekki sammála ykkur, sem segir afskaplega mikið um ykkur báða, en það á ekki að koma neinum á óvart að ég geri ekki hlutlausa gagnrýni, heldur trúvörn, það segir sig sjálft.  

Greinin er ekki vond af því að ég er ósammála þér, hún er það af því að umfjöllun þín um bókina er ofsalega einhæf, byggð á fáum óspennandi punktum og þú alhæfir svo af þeim um meinta naumhyggju Dawkins.

Þú nefnir ekki Cargo trúarbrögðin á nafn, né neitt annað skemmtilegt sem Dawkins segir í bókinni, en hamrar þess í stað á klassískum ágreiningi um siðgæði biblúnnar sem er ræddur hér á Moggablogginu 365 daga á ári, er ekkert nýtt og er ekki aðal inntak bókarinnar, sem þú virðist varla hafa lesið af athygli, af skrifum þínum að dæma.

Ég fullyrði að ég gæti alveg verið sáttur við vandaða gagnrýni á þessa bók, þó að ég væri ósammála niðurstöðunni.

Annars kom ég inn á þetta í löngu máli að ofan og er frekar hissa á því að þú álítir gagnrýnina einungis felast í því að ég sé litaður, -þó það sé eflaust eitthvað til í því.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 13.1.2009 kl. 13:55

95 identicon

Meh... ég hef aldrei sagt að banna eigi trúarbrögð... ég hef sagt að trúarbrögð eigi ekki heima í skólum eða stjórnsýslu...

Ég viðurkenni fúslega að skipulögð trúarbrögð eiga að deyja, það er best fyrir trúfrjálsa jafnt og trúaða.

-

Jæja, ég biðst afsökunar á því að leggja þér orð í munn :/  

-

 Jakob, þér tekst meira að segja að snúa út úr málstað DoctorE til að gera hann að fulltrúa hins Nýja trúleysis.

-

Þú ert svo dramatískur Matti :) Ég var náttúrulega ekki að reyna að snúa út úr neinu. Ég dreg orð mín til baka um að DrE vilji banna trúarbrögð en bendi samt á síðasta komment hans til staðfestingar punktsins sem ég var að koma á framfæri. Með þessu er ég ekki að reyna að gera lítið úr DrE, einungis að benda á þau atriði í málflutningi hans sem falla undir þetta svokallaða nýja trúleysi.

Mér gæti ekki verið meira sama um það hvernig fólk talar um trú, trúað eða trúlaust, enda byggi ég ekki sjálf mitt á málflutningi annarra. Hef bara gaman af því að pæla í þessum málum.

Ég endurtek að þetta hugtak er tilgangslaust.  Uppfinning trúvarnarnamanna til að gera lítið úr trúleysingjum sem tjá sig um trú á trúarbrögð á gagnrýninn máta.

Gagn-rýni ... rýni til gagns. Pældu aðeins í þessu :)

. (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 14:00

96 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Kristinn:

sem þú virðist varla hafa lesið af athygli, af skrifum þínum að dæma.

Ég viðurkenni fúslega að mér finnst skemmtilegra að telja í mér nefhárin en að lesa Dawkins. Af hverju? Í gegnum 420 bls. fannst mér hann vera segja sama hlutinn í gegnum allt saman. Sama tuggan aftur og aftur bara með öðruvísi orðalagi, slíka sjálfskipaða pyntingu geri ég ekki aftur, því ég þurfti að hafa mig allan við að sofna ekki út frá lestri hennar.

Það er einmitt þetta sem ég er að meina, ég er ekki hlutlaus og mun aldrei verða. Þess vegna má ekki búast við miklu þegar trúmenn gagnrýna þessa bók, alveg eins og ykkur þykir svarbók Alisters McGraths vera þunnildi sem svarar engu, þá er það sama að segja um þessa grein mína, og fer alveg eftir hver les í þessu tilfelli.

Ég til dæmis tel gagnýni kærleiksmannsins Hjalta Rúnars á McGrath vera óttalegt þunnildi, alveg eins og ykkur finnst um mína grein.  Þess vegna er ekki alveg að marka okkur sem hlutdeild eiga í þessum málum, okkur væri nær að hlusta á hlutlausan aðila, þeas ef hann er til.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.1.2009 kl. 14:16

97 identicon

En biblían Guðsteinn, ekki er það merkileg lesning nema þegar menn eru í afneitun & óttast dauðann + sjálfstæði.
Dawkins er einn af frábærustu vísindamönnum heimsins.. og þú segir hann faktískt vera fífl... en þú tekur ímyndanir fornmanna sem voru tiltölulega nýbyrjaðir að geta formað leir, djúpur.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 14:37

98 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi, ég sagði hann aldrei vera fífl, hann er bara ekki að mínum smekk. Því er ekki að neita að hann er fær vísindamaður, fjarri fer því, hann ætti bara að halda sig við það mínu viti og láta trúnna eiga sig. En það er bara mín óhlutlausa skoðun.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.1.2009 kl. 14:50

99 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

fjarri fer því að hann sé fífl vildi ég sagt hafa.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.1.2009 kl. 14:52

100 identicon

Sannleikurinn er ekki smekksatriði.... ég gersamlega skil ekki að menn tali um að það sé kærleikur að segja: Submit or burn.. <-- Jesú sagði þetta samkvæmt bókinni.

Að vísindamenn séu komir í "stríð" við trúarbrögð er því að kenna að trúarbrögð segjast vera vísindi, menn eins og Mofi og aðrir creationistar eru þeir sem réðust að vísindum og þekkingu... og því eru allir öflugustu heilarnir í heiminum í dag farnir að sýna fram á vitleysuna í trúarbrögðum
You started the bs... we will end it :)

DoctorE (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 14:56

101 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - persónulega hef ég aldrei haldið fram að trúin sé beinhörð vísindi, þau eru vissulega hugvísindi (sem þú mættir kynna þér ) en þa nær ekki lengra en það.

Það eru öfgamenn eins og þú sem stofna til deilna, Vantrúarmenn jafnvel roðna við hliðinna á þér, enda hafa þeir verið afar málefnanlegir allir sem einn á þessum þræði. Öðru máli gegnir um þig karlinn minn!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.1.2009 kl. 15:10

102 Smámynd: Mofi

Ólafur Björgvin
Annað hvort trúirðu og lifir syndlausu lífi og kemst til himnaríkis eða ekki og færð eilifðar kvöl í helviti fyrir það eitt að trúa ekki.

Nei, sumir sem kalla sig kristna kenna þetta en þú finnur þetta ekki í Biblíunni, sjá:

Hvað gerist þegar maður deyr, hvað er helvíti?

Matthías
Internetið gerði það að verkum að trúleysingjar gátu komið saman og unnið markvisst að sínum hagsmunamálum.

Það er ekkert "nýtt" við trúleysi þeirra.

Jú, það sem er nýtt er þetta hatur á kristni.  Menn eins og Thomas Huxley sagði t.d. þetta um Biblíuna:

Thomas Huxley
The Bible has been the Magna Carta of the poor and
oppressed. The human race is not in a position to dispense with it.

Þið aftur á móti virðist fyrirlíta hana og notið hvert tækifæri til að rakka hana og kristni almennt niður.

Mofi, 13.1.2009 kl. 15:10

103 identicon

Guðsteinn.. öfgamenn eins og ég.... halló ég er með eitt blogg... þið eruð með sjónvarpsstöð.. þið takið 6000 milljónir árlega af almannafé fyrir að ljúga í fólk og halda uppi kuflum.

Er ég öfgamaður.... nei, allir öfgarnir eru á þinni hlið félagi :)

DoctorE (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 15:32

104 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi, ég geri stundum 20 færslur á dag um sama viðfangsefnið, og leita af trúmála umræðu eins og fluga leitar af skít. Ég er þá öfgamaðurinn. *andvarp*

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.1.2009 kl. 15:35

105 Smámynd: Mofi

Við tökum síðan ekki 6000 miljónir af almannafé, hvorki ég né Guðsteinn tilheyrum þjóðkirkjunni. Held að fæstir hérna á mogga blogginu sem fjöllum um trúmál tilheyra þjóðkirkjunni.

Mofi, 13.1.2009 kl. 15:38

106 identicon

Thomas Huxley
The Bible has been the Magna Carta of the poor and
oppressed. The human race is not in a position to dispense with it.

 Er þetta góð lína til varnar biblíunni? Að segja að ómerkilegra fólk þurfi á henni að halda? Magna Carta var Magna Carta hinna fátæku, það er lítið um réttlát réttarhöld í biblíunni.

Þið aftur á móti virðist fyrirlíta hana og notið hvert tækifæri til að rakka hana og kristni almennt niður.

Já! Ég lít niður á biblíuna, lélegur Stephen King thriller frá bronsöld sem upphefur þjóðarmorð í byrjun og endar á sýrutrippi opinberunarbókarinnar? Frekar vildi ég sjá fólk reyna að sigta sér siðferði úr snúði og snældu eða paddington bókunum!

Kristni skal ég hætta að rakka niður þegar fólk hættir að nota hana sem stall til að þykjast öðrum æðri,  og sérstakt tillit þarf að taka til kirkjunnar fram yfir önnur lífsskoðunarfélög.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 15:40

107 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mofi - einmitt góður punktur, þú ert aðventisti og ég er í Íslesnku Kristskirkjunni sem hvorugar fá eina krónu af fjárlögum og eru báðar sjálfbærar. En sammála get ég verið ykkur báðum að aðskilja þurfi ríki og kirkju, en það er önnur saga.

Jóhannes:

Kristni skal ég hætta að rakka niður þegar fólk hættir að nota hana sem stall til að þykjast öðrum æðri,  og sérstakt tillit þarf að taka til kirkjunnar fram yfir önnur lífsskoðunarfélög.

Voðlegt væl er þetta þér Jóhannes, eiga ekki allir sinn tilveru rétt eða hvað? Auðvitað "vælum" við þegar að okkur er vegið, rétt eins og þið! Horfðu í eigin barm áður en þú lætur svona frá þér fara.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.1.2009 kl. 15:47

108 Smámynd: Mofi

Jóhannes
Er þetta góð lína til varnar biblíunni? Að segja að ómerkilegra fólk þurfi á henni að halda? Magna Carta var Magna Carta hinna fátæku, það er lítið um réttlát réttarhöld í biblíunni.

Þetta er setning sem varpar ljósi á hvernig jafnvel hörðustu guðleysingjar litu á Biblíuna. Þeir höfðu ekki þetta hatur sem þú sýnir hérna.

Varðandi réttlát réttarhöld þá er Biblían full af lögum til að vernda hina saklausu og fátæku og ef einhver var sekur þá þjónaði musteris þjónustan þeim tilgangi að veita fólki fyrirgefningu og Guð var ávalt að hvetja fólkið til að fyrirgefa og sýna miskun.

Jóhannes
Kristni skal ég hætta að rakka niður þegar fólk hættir að nota hana sem stall til að þykjast öðrum æðri,  og sérstakt tillit þarf að taka til kirkjunnar fram yfir önnur lífsskoðunarfélög.

Sá sem gerist kristinn er í rauninni að viðurkenna að hann er sekur gagnvart Guði og mönnum og þarf á fyrirgefningu að halda. Sá sem notar kristni til að skríða upp á pall er að misnota hana. 

Mofi, 13.1.2009 kl. 15:57

109 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Jú, það sem er nýtt er þetta hatur á kristni. ... Þið aftur á móti virðist fyrirlíta hana og notið hvert tækifæri til að rakka hana og kristni almennt niður.

Orð eis og "hatur" og "fyrirlitning" eru gerð til að draga upp skrípamynd.  Ég hata ekki kristni, fyrirlít ekki Biblíuna.

Ingersoll, Níels Dungal, Bertrand Russell og Carl Sagan eru dæmi um trúleysingja sem voru með nákvæmlega sama málflutning og "nýju trúleysingjarnir".

Það er einfaldlega grín að tala um eitthvað nýtt trúleysi.  Það er bara trúleysi og fólk sem tjáir sig um það.

Þetta er sérstaklega fyndið í ljósi þessi að af og til kvarta trúmenn (t.d. McGrath) yfir því að "nýju trúleysingjarnir" séu ekki að segja neitt nýtt heldur bara að endurtaka gagnrýni sem fram hefur komið áður - og oft er það rétt, þessi gagnrýni hefur næstum öll komið fram áður.  Það þarf bara að halda henni á lofti.

Matthías Ásgeirsson, 13.1.2009 kl. 17:11

110 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég til dæmis tel gagnýni kærleiksmannsins Hjalta Rúnars á McGrath vera óttalegt þunnildi, alveg eins og ykkur finnst um mína grein.  Þess vegna er ekki alveg að marka okkur sem hlutdeild eiga í þessum málum, okkur væri nær að hlusta á hlutlausan aðila, þeas ef hann er til.

Sjáðu nú til Guðsteinn, þegar menn eins og t.d. ég eða Kristján segja að þessi bókadómur þinn sé slappur, þá rökstyðjum við þá gagnrýni okkar (t.d. þetta með það að guðinn þinn sé fjöldamorðingi). Ef þér finnst bókadómurinn minn slappur, þá mættirðu gjarnan reyna að rökstyðja það með því að hrekja t.d. eitthvað af rökunum mínum í þeirri grein.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.1.2009 kl. 17:41

111 Smámynd: Mofi

Matthías, þetta var ekki sagt til að draga upp skípa mynd heldur tilraun til að lýsa því sem ég sé. Andúðin sem þið virðist hafa á Biblíunni er mjög mikil og hún var að minnsta kosti miklu minni hérna áður fyrr. Þá á ég við fyrir mörgum áratugum síðan ef ekki hreinlega í kringum 1900.

Mofi, 13.1.2009 kl. 18:03

112 identicon

Þeir sem tjáðu skoðun sína á biblíunni og guði hennar fyrr á tímum voru myrtir, pyntaðir eða fangelsaðir.
Er til bók í heiminum sem hefur kostað mannkyn eins mikið og biblían, neibbs..... myndi einhver guð skrifa svona bók.. neibbs.

 Þið sem dýrkið biblíu og guð hennar.. eða kóran blah.. .eruð að gera það af nákvæmlega sömu ástæðu og fólk sem fellur fyrir nígeríusvindli... its the same process.. nema það að nígeríusvindlið hótar yfirleitt ekki pyntingum ef menn taka ekki þátt i ruglinu... bæði spila inn á sjálfið og gróða fyrir þann trúgjarna

DoctorE (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 18:09

113 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Andúðin sem þið virðist hafa á Biblíunni er mjög mikil og hún var að minnsta kosti miklu minni hérna áður fyrr.

Þú ættir að prófa að lesa bókina Blekking og þekking. eftir Níels Dungal.  Hún var gefin út árið 1948.  Ingersoll er nítjándu aldar maður sem hafði mikla "andúð" á Biblíunni.  Thomas Jefferson skrifaði eigin útgáfu af Biblíunni vegna þess að honum fannst svo mikið rugl í opinberu útgáfunni.

Það er m.ö.o. ekkert nýtt við það að fólk gagnrýni Biblíuna.  Einu sinni gátu menn átt á hættu að þeim væri refsað fyrir það, þannig að vitaskuld er ekki mikið til að gagnrýni frá þeim tíma.

Matthías Ásgeirsson, 13.1.2009 kl. 18:19

114 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég sé ekki betur en að grein mín, Vér fúndamentalistar, tengist þessari umræðu.

Matthías Ásgeirsson, 13.1.2009 kl. 18:51

115 identicon

Hér er mikið spjallað sé ég ! Áfram trúmenn krossmenn 

conwoy (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 20:18

116 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Jæja, senn fer þessi ágæti þráður að deyja *Drottni* sínum.

Það er þó alltaf hressandi að sjá alla í einum hnapp að óskapast, með eða á móti kristni.

Varðandi svar þitt, Guðsteinn:

Ég til dæmis tel gagnýni kærleiksmannsins Hjalta Rúnars á McGrath vera óttalegt þunnildi, alveg eins og ykkur finnst um mína grein.

...þá er grein Hjalta Rúnars einmitt ekki ritdómur heldur er hann að leika sér með eitt lítið afmarkað atriði í bók McGraths. Í pistli hans er þó að finna hlekk á aðra grein hans um bók eftir þann sama trúfugl:

 http://www.vantru.is/2008/10/08/11.00/

Ég skora á þig að kalla þá gagnrýni "þunnildi"

Þú hefur hinsvegar hvergi mótmælt því að þessa grein þína megi kalla ritdóm um The God Delusion, og því geri ég ráð fyrir að þú sért sáttur við þá skilgreiningu. Sem ritdómur er þetta slappur pistill og það er nú bara þannig, burt séð frá trúarskoðunum mínum eða annarra.

Sem umfjöllun um meinta naumhyggju Dawkins er þetta síðan sleggjudómur, eða í besta falli fremur grandalaus hugleiðing, en ágætur pistill að öðru leyti.

Ég hefði haft gaman af dálítið öflugri umfjöllun um allt hitt í þessari bók sem grefur undan trúarbrögðum, því þá hefðum við geta tekist dálítið á um þau mál, okkur öllum til ánægju og yndisauka.

Að kalla hugsun Dawkins ekki víðtæka finnst mér bara skemmtilegt. Karlinn er alveg þrælskarpur og tók til dæmis hann McGrath og tjargaði og fiðraði munnlega þegar þeir áttust við eitt sinn.

Trúfólk baðar sig svo ákaft í trúarljómanum og kreistir hjarta sitt svo mikið að í sýndarbjarma dópamínvímunnar, sem af hlýst, virðist allt sannara og réttara, séu trúarbrögð X í heiðri höfð og guð X elskaður.

Í slíku ástandi vill enginn heyra að trúarbrögð X séu gamlar þjóðsögur og guð X hafi aldrei verið til, að sjálfsögðu ekki.

Það bendir samt allt til þess að það sé svo, og þar liggur hundurinn grafinn. Trúin er tilfinningalegt ævintýri, en ekki rökleiðslusafarí. Því fyrr sem Mofi og fleiri átta sig á því, því betra.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 13.1.2009 kl. 20:59

117 Smámynd: Héðinn Björnsson

Dawkins talar af rökfestu og ég virði hann fyrir það en af meiri heift en virkar heilbrigt. Ég er þó ekki í neinni stöðu til að dæma enda hef ég verið blessunarlega laus við að fá trúarbrögðum troðið ofan í mig af vel meinandi rugludöllum.

Héðinn Björnsson, 14.1.2009 kl. 00:11

118 identicon

Mér finnst frábært að þér finnist fólk sem stundar kynlíf með styttum á hátíðum vera réttdræpt.

nafnlausa gungan (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 02:57

119 identicon

Mér finnst frábært að þér finnist fólk sem stundar kynlíf með styttum á hátíðum vera réttdræpt.

Mér er nú yfirleitt meinilla við það en ég held ég verði bara að segja lol :P

. (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 18:06

120 identicon

Guðleysingjar... hvaða orðskrípi er það eiginlega????
Trúfrjálsir menn eru manneskjur fyrst og fremst... ólíkt trúuðum sem eru fyrst og fremst þrælar tálsýnar um eilíft líf... but its not yours... þegar þið deyjið þá tekur EKKERT við... allt ykkar trúarlíf er sóun.. allir peningarnir sem fara í ruglið er púra sóun.
Biblía/Kóran eða whatever er púra guðlast, að draga guð niður á plan egótrippara og ógnarstjórnar.(Assuming god exists)

DoctorE (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 18:33

121 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Er ég ekki mannsekja?

Mitt æðsta siðferðilögmál er;

Ekki gera öðrum sem þu villt ekki láta gera þér!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.1.2009 kl. 23:49

122 identicon

Jú það skiptir öllu máli hvort maður er góður eða slæmur.... don&#39;t give me shit um að þetta skipti ekki máli hvernig maður hagar sér ef það er ekki extra líf.... hugsaðu um börnin og annað fólk drengur....

DoctorE (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 11:47

123 identicon

DoctorE er merkilegur maður.

Ef hann getur sannað þessa fullyrðingu sina "þegar þið deyjið þá tekur EKKERT við" með oyggjandi hætti þa ætti hann ekki að vera að basuna þvi i bloggcommentum heldur að halda blaðamannafund.

Þorður Ingi (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 15:08

124 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

nafnlausa gunga:

Mér finnst frábært að þér finnist fólk sem stundar kynlíf með styttum á hátíðum vera réttdræpt. 

Jamms, þér finnst það. Venjan var sú hjá sumum samfélögum að skvetta mannablóði á þær (fórnarblóðinu) og svo hafa samfarir við þær. Verði þér að góðu segi ég bara!

Kiddi og Hjalti - það er rétt hjá ykkur báðum að ég á eftir að gagnrýna umfjöllun Hjalta á McGrath og bera rök fyrir máli mínu. Það mun ég það gera við tækifæri næstu daga.

Ég tók mér smá frí í gær og biðst afsökunar á hversu seinn ég er að svara. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.1.2009 kl. 15:22

125 identicon

McGrath var eins og babling idiot... sjaldan séð það verra.
Ég tek fram að ég er alltaf að bíða eftir góðum rökum frá trúðum þegar þeir rökræða við td Hitchens ... það er ekki að gera sig.

Þórður, ekki bulla drengur.... ekki ímynda þér að þú sért það spes að einhver ímyndaður skapari alheimsins sé að spá í að fá þig til sín.. vegna þess að þú dýrkar hann svo rosalega...

DoctorE (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 15:32

126 identicon

Hehe, eg var nu ekki að segja að eg væri eitthvað spes eða að eg dyrkaði einhvern skapara, ættir kannski að lesa commentið mitt aftur i rolegheitum.

En eg var bara að benda a að fyrst þu veist fyrir vist hvað tekur við eftir dauðan ættirðu kannski að bruna með það i fjölmiðlana. Hef nefnilega ekki heyrt um að nokkrum manni hafi tekist að sanna hvað taki við fram til þessa.

Þorður Ingi (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 15:45

127 identicon

Jú... þú rotnar... verður brenndur, that&#39;s it.
Extra líf er tilbúningur frá a-ö... engar sannanir fyrir því eftir þúsundir ára... fólk kemur og segir: Já þegar ég dó þá sá ég ljós.. .walk into the light, walk into the light...
Þetta er heilinn í dauðaástandi, það er sannað mál.
Þú gætir lifað áfram í minningu fólks, af verkum þínum..
það er ekki neinn geimpabbi.. þú munt ekki púpast út á annað tilverustig, klárt mál

DoctorE (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 15:52

128 identicon

Reality bites eh... still it&#39;s real.

Hluti af heillri manneskju hlýtur að vera umhuga um afkomendur og líf á jörðinni í heild óháð því að fá ekki eilíft líf.

Eini möguleiki mannkyns til að útrýmast ekki er að komast af jörðinni.
Það koma engir fljúgandi guðir og bjarga öllu dæminu, það eru ævintýr mar...

DoctorE (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 21:07

129 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Andrés, í hvernig samfélagi villt þú lifa?

Er ég að skilja þig rétt, sérð þú enga ástæðu til að vera almennilegur við annað fólk ef þú færð ekki verðlaun fyrir það í næsta lífi?

Matthías Ásgeirsson, 15.1.2009 kl. 23:58

130 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þú hefur semsagt svarað spurningu þinni.

hvers vegna á ég að hugsa um börnin og annað fólk ef niðurstaðan er alltaf sú sama (að því gefnu að efnislegur dauði séu endalokin)

Þú átt að gera það svo samfélagið sem þú býrð í sé betra.  Þú átt að gera það svo líf þitt verði betra því þar hefur samfélagið úrslitaáhrif.

Af hverju ætti lífið að hafa einhvern "æðri tilgang"?  Hvað bendir til að svo sé?  Er ekki sennilegra að hugmyndir um slíkt séu óskhyggja dauðlegra manna sem eiga erfitt með að sætta sig við að lífið er stutt og dauðinn endanlegur?

Matthías Ásgeirsson, 16.1.2009 kl. 08:16

131 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Jú Andrés, ég las svarið.

Við hina sem er alveg sama um samfélagið og hugsa aðeins um eigin hag er marklaust að segja að þeir eigi að leggja sitt af mörkum til að bæta samfélagið.

Siðferði nær ekki utan um siðleysingja.  Flóknara er málið ekki.

Samfélagið hefur aftur á móti sínar aðferðir til að meðhöndla slíkt fólk.

Þú hefðir örugglega gagn (og gaman) af því að lesa þér til um þróun siðferðis út frá veraldlegum (þróunarlegum) forsendum.  Ég mæli t.d. með bókinni Science of good and evil eftir Michael Shermer.

Ég sé ekki að það bæti nokkru við að skálda upp einhver verðlaun (eða refsingu) að lífi loknu.  Það eina sem það gerir hugsanlega er að fá fólk til að sætta sig við hlutskipti sitt.  En það hefur einmitt verið einn helsti tilgangur trúarbragða í gegnum tíðina, að fá fólk til að sætta sig við hlutskipti sitt og réttlæta stöðu forréttindahópa.

Matthías Ásgeirsson, 17.1.2009 kl. 11:16

132 identicon

Guðsteinn:  "En bendi á um leið að þarna voru menn á ferðinni, og af því mennsk hönd kom þarna við, þá má reikna með að spillingin og illskan sem fylgir manninum sé ávalt til staðar hvert sem hann fer. Svo einfalt er það"

Hmm. Menn rituðu Biblíuna er það ekki? Hvernig getur þú  grundvallað þína trú á bók sem er skrifuð af mönnum og þar af leiðandi gjörspillt og menguð af mannsins anda????

Afsakaðu að ég endurtek spurningu mína en ég fann hvergi svar frá þér í þessum færslum.

Gauti Már Rúnarsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 588287

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband