Réttum út hjálparhönd

Ég tek ofan fyrir óeigingjörnu og ómetanlegu starfi Ásgerði Jónu Flosadóttur sem hún rekur í mynd Fjölskylduhjálparinnar. Það er sagt frá því í viðtengdri grein:

Hægt er að leggja inn á reikning Fjölskylduhjálpar: 101-26-66090, kt. 660903-2590. Einnig er hægt að koma með matargjafir á staðinn, Eskihlíð 2-4. Einnig er tekið við fötum, bæði notuðum og nýjum.

Ég hvet alla sem vettlingi geta haldið að gefa af alsnægtum sínum í þetta starf hennar Ásgerðar

Ritað er:

Síðara Korintubréf 8:2-3
2 Þrátt fyrir þær miklu þrengingar, sem þeir hafa orðið að reyna, hefur ríkdómur gleði þeirra og hin djúpa fátækt leitt í ljós gnægð örlætis hjá þeim.

3 Ég get vottað það, hversu þeir hafa gefið eftir megni, já, um megn fram. Af eigin hvötum.

Á þessum erfiðu tímum þá verðum við að standa saman um þjóð okkar, og hugsa um alla þegna landsins til jafns. Er ekki ritað:

Matteusarguðspjall 7:12
12 Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Því að þetta er lögmálið og spámennirnir. 

Ásdís bloggvinkona tók af skarið og sýndi rétt fordæmi skoraði á okkur að fylgja því. Reynum að lifa eftir ofangreindu versi og elskum náunga okkar eins hann/hún værum við sjálf. Heart

 


mbl.is Fólk grætur fyrir framan okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju þurfa kristnir alltaf að grípa í einhver fargin vers úr biblíu... Ég get ekki að því gert en mér finnst bara eins og að fólk sem grípur endalaust í þessi trúarrit séu ekki raunverulega að sýna góðvild... frekar að það sé að segja eitthvað vegna þess að "The master" á að hafa sagt eitthvað... og að gera eins og "The master" segi, reddi hinum trúaða flugmiða...

Be a man... say what you think, think what you say.

En já endilega gefið... gefið vegna þess að ykkur langar að gefa, ekki vegna þess að einhver bók sagði eitthvað.

Peace.

DoctorE (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 15:44

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þú ert inná síðu trúaðs manns Dokksi, af hverju kemur þér þá á óvart að ég vitni í biblíuna? Þú ferð ekki í bakarí til þess að kaupa þér varadekk er það? Nei, sama gildir um þetta og furða ég mig á athugasemd þinni.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.12.2008 kl. 16:27

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sástu færsluna mína. ???

Ásdís Sigurðardóttir, 16.12.2008 kl. 16:29

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Neibb, ég kíki Ásdís.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.12.2008 kl. 16:44

5 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Biblían er handbók hinns kristna manns, því er einfaldlega mjög eðlilegt

fyrir okkur að vísa til hennar í öllum okkar kringustæðum, góðum sem

slæmum.

Guðsteinn það er svo sannarlega gott til þess að vita að við búum í

þjóðfélagi þar sem fólki er umhugað um hvert annað og er tilbúið að sýna

það í verki.

En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt. En þeirra er kærleikurinn

mestur. 1 Kor. 13:13

Unnur Arna Sigurðardóttir, 16.12.2008 kl. 20:10

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vel mælt kæra Unnur Takk fyrir þetta.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.12.2008 kl. 20:26

7 Smámynd: Linda

Frábært framtak.

Linda, 16.12.2008 kl. 23:15

8 identicon

Bara sorry.... mér finnst þetta eins og að nota hjálpardekk þegar maður kanna að hjóla :)

En endilega, allir að hjálpa sem geta!

DoctorE (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 12:49

9 identicon

Það er ekki gott að einhver sé hjálpar þurfi og sár sveltur vegna þess að hann hefur ekki efni á því að kaupa sér mat. Það er ekki gott. Og alltaf skal vera til fólk hérna í þessu þjóðfélagi sem talar niður til okkar, fólksins sem hvað sýst má við því að um það sé talað í háðungslegum tón. Þetta er ömurlegt. Maður er eiginlega bara kjaft stopp.

Það eru svo margir sem eiga bágt um jóiln. Ég er þar engin undantekning. Ég var á sjúkrahúsi megnið af síðustu jólum og þá leið mér ekki neitt sérstaklega vel. Þess vegna kvíður mig mjög mikið fyrir jólunum í ár.

En alltaf skal vera til óforskammað fólk sem talar niður til okkar bæði aldraðra og öryrkja. Þetta er ömurlegt. Þetta fólk ætti að kynnast því hvernig það er að svelta í hel. Ég segi nú ekki annað.

Hafðu það sem best Guðsteinn minn að endingu.

Kv. Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 16:12

10 Smámynd: egvania

egvania, 17.12.2008 kl. 21:34

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir frábæra athugasemd Valgeir Mattías, og er ég þér sammála.

Egvania - á móti!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.12.2008 kl. 10:11

12 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Það mætti leggja niður forsætisembættið  og láta þá peninga renna til góðgerðamála.! 

Var það ekki forsetinn þinn sem veitti útrásarvíkingum orðu þeir sömu og settu þessa þjóð í þrot ????

Anna Ragna Alexandersdóttir, 18.12.2008 kl. 11:45

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Forsetinn minn? Hvað áttu við Anna mín?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.12.2008 kl. 14:59

14 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Ekki veit ég betur en að Ólafur Ragnar hafi veitt þessum útrásarvíkingum orðu ekki alls fyrir löngu Þessir sömu menn sem settu bankana í þrot.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 19.12.2008 kl. 00:00

15 Smámynd: egvania

Guðsteinn Gleðileg Jól !

Kærleiks kveðja Ásgerður

egvania, 21.12.2008 kl. 08:33

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður kæri Guðsteinn.

Alveg rétt hjá þér að hvetja alla sem geta að hjálpa þeim sem minna mega sín.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.12.2008 kl. 09:40

17 identicon

Sælir Guðsteinn.

Langaði bara að senda þér jólakveðju svona í tilefni jólanna. Þetta er nú ekki í síðasta skiptið sem ég sendi þér comment fyrir jól. En allavega, langaði að pósta hér inná hjá þér.

Hafðu það rosalega gott vinur og gangi þér vel.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 17:27

18 Smámynd: www.zordis.com

Með von um gleðileg jól til þín og þinna sem og allra á þessari jörðu!

Það er sárt að eiga ekki fyrir mat, þúsundir manneskja deyja úr hugri í heiminum vegna sárrar fátæktar. Með von um kraftaverk öllum til handa sem þurfa.

www.zordis.com, 22.12.2008 kl. 20:02

19 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna - jamms.

Ásgerður - Guð veri með þér yfir hátíðarnar.

Rósa - nákvæmlega!

Valgeir Mattías - hafðu þakkir, það er alltaf jafn indælt að fá öðling sem þig heimsókn á síðuna mína!  :)

Zordís - sammála!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.12.2008 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband