Mánudagur, 8. desember 2008
Opið bréf til Páls Magnússonar! Vegna bænagöngunnar!
Ég vil byrja á því að hrósa mbl.is fyrir sína umfjöllun, því ég get ekki betur séð en þetta sé eina umfjöllunin sem gangan fékk í fjölmiðlum þessa lands.
Svona fór ekki framhjá morgunblaðinu, hvernig fór þetta svona framhjá ykkur? Ég er ekki að biðja um nema að taka frá að minnsta kosti 10 sek. af fréttatíma þegar svona gerist. Er það svona hrikalegt?
Hér kemur svo bréfið sem ég hef sent til Páls Magnússonar útvarpsstjóra:
Kæri Páll Magnússon,
Af hverju erum við að horfa uppá þá staðreynd í dag að sumar fréttir rata hreinlega ekki inná ykkar borð. Núna síðast liðinn laugardag voru 7 - 800 manns sem komu saman og báðu fyrir landi og þjóð, ég hefði haldið á krepputímum að jákvæðar fréttir eins og þetta væru af hinu góða. En nei, á erfiðum tímum eins og þessum veljið þið fremur að sleppa því, morgunblaðið hafði þó sóma sinn að gera smá grein um þetta því þeir sendu ljósmyndara á staðinn ólíkt ykkur.
Þetta er ekki fyrsta skipti sem þetta gerist, í fyrra var haldinn mun fjölmennari ganga af kristnum mönnum, og fengum við sömu "fordóma" þá og núna í ár. Ég segi fordóma því það sú upplifun sem fæ af þessum vanflutningi ykkar. Erum við of áhættusöm í fréttum? Erum við annars flokks þegnar eða eitthvað því umlíkt? Hvað er málið?
Bænagangan er þverkirkjulegt átak meðal flest allra kristinna safnaða í landinu, og lofsvert framtak að hálfu þeirra sem standa að henni. En enginn egg eða málning var kastað, var það kannski það sem vantaði? Ekki nógu æsilegt fyrir stofnun ykkar? Hverju sem því líður þá hefði varla verið erfitt að minnast á þetta í nokkrum orðum, meira þurfum við ekki, því aðeins vildum við vekja athygli á að kristnu fólki stendur ekki á sama um land okkar, og viljum við því vel.
Mbk,
Guðsteinn Haukur
Enn og aftur brugðust fjölmiðlar (að frátöldu mbl.is ) og er greinilega verið að leita eftir ofbeldi og reiði til myndbirtingar, fremur en friðarboðskap Jesú Krists hjá Ríkissjónvarpinu, ég vona að ég hafi samt rangt fyrir mér í þeim efnum.
Jæja, sjáum til hvort ég fæ svar frá þessum ágæta manni, ég læt vita ef mér berst það.
Báðu fyrir landi og þjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Heyr, heyr!!!!
Ágúst Böðvarsson, 8.12.2008 kl. 09:23
Takk fyrir stuðninginn Gústi minn.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.12.2008 kl. 09:24
Sæll Guðsteinn.
Endilega að krefjast svars,allir eiga rétt á umfjöllun ekki bara sumir og sumir aftur og aftur.
Ég kalla þetta einfaldlega Ritskoðun eins eða fleiri aðila hjá RUV.
Sjálfur er ég með umræðu um þetta á Blogginu síðan í gær.
Gangi þér og þinni fjölskyldu sem allra best .
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 09:25
Takk fyrir þetta Þórarinn, ég var ekki búinn að sjá þín megin, en ég kíki.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.12.2008 kl. 09:45
Allir fjölmiðlar, þ.m.t. Ríkissjónvarpið, fjölluðu í gær ítarlega um nýja kirkju í Grafarholti.
Kenning þin stenst því miður ekki.
Sendu aðstandendur göngunnar tilkynningu til fjölmiðla áður en gangan fór fram? Það fór afar lítið fyrir henni í ár, enda varð tapið af göngunni í fyrra verulegt.
Matthías Ásgeirsson, 8.12.2008 kl. 09:51
Frábært hjá þér Guðsteinn, ég hef einmitt verið að furða mig á því að ekkert hefur verið talað um bænagönguna, var reyndar farin að halda að þetta hefði bara alveg farið framm hjá mér, ég vildi ekki trúa því að einginn umfjöllunn hafi verið.
Spurning hvort að fleiri kristnir pennar ættu ekki að skrifa honum Páli.
Unnur Arna Sigurðardóttir, 8.12.2008 kl. 09:54
Matti - ég get bara ekki svarað því 100% hvort að tilkynning hafi verið send, en eftir mínum heimildum var það gert alveg eins og í fyrra sem skýrir nærveru morgunblaðs ljósmyndaranns. En ég er að tala um á laugardaginn sem þetta for fram, ekki í gær á sunnudegi sem Grafarholtskirkja var vígð, og virðist vera að þjóðkirkjan hljóti meiri náð ein og sér en í bland við frjálsu söfnuðina í fréttaflutningi þeirra RÚV manna, enda bæði ríkisrekinn.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.12.2008 kl. 09:59
Unnur - góð hugmynd! Fleiri Kristnir pennar mættu kvarta.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.12.2008 kl. 09:59
Fánabrennur, eggjakast og almennt skítkast kallast víst fréttnæmt, en ekki hlýleiki, kærleikur og ást. Gott hjá þér að skrifa Páli
Ásdís Sigurðardóttir, 8.12.2008 kl. 10:07
Takk Ásdís mín.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.12.2008 kl. 10:11
Flott hjá þér Guðsteinn.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.12.2008 kl. 10:20
Takk Gunnar.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.12.2008 kl. 10:24
Sæll Guðsteinn hetjan mín.
Þú ert flottastur í dag að mínu mati.
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.12.2008 kl. 11:12
Sæll Haukur minn, í svari til Matta, þá var þetta auglýst, á S1 m.a, í öllu söfnuðum, sem og á facebook og hér á blogginu. Málið snýst hinsvegar ekki um auglýsingu heldur umræðu og jákvæðan fréttaflutning, Palla Magg er greinilega ekki mikið fyrir slíkt,nema að það tengist Mússum,(vona að þetta orð móðgi ekki Múslíma, við erum jú kölluð krissar) sem já eru jú að kasta steini í Líkneski að af Satan, sem þeir verða að heimsækja einu sinni á sinni lífstíð, þetta þótti víst fréttnæmt á Rúv í gær, heimsóknin til Mecca, þar sem árlega þúsundir manna drepast vegna troðnings og það fólk verður undir, er Palli Magg kannski orðiðnn laumu Múslími..hmmm Það væri svo sem allt í lagi fyrir hann að koma út úr skápnum hér ríkir víst trúfrelsi, tja svo næstum því, ekki ef kristnir fara í bænagöngu, þá er slíkt tabú í fjölllanum (nema mbl.is)
Tata
sjáum hvað skeður í vor.
Linda.
Linda, 8.12.2008 kl. 11:14
En af hverju báðuð þið ekki einfaldlega til Gvuðs um að Ríkissjónvarpið myndi fjalla á jákvæðan hátt um uppákomuna?
Matthías Ásgeirsson, 8.12.2008 kl. 11:17
Ágæti Matti, Ríkisfjölmiðlum ber að sýna jafnrétti í fréttaflutningi. Hversu torskilið er þetta þér Matti. það hlakkar auðvitað bara í þér við þetta allt saman, hefur þú semsagt ekkert á móti fréttflutningi um Múslíma í gær og hvernig þeir eru að kasta grjóti í Satan og þúsundir manna deyja fyrir vikið, er það eitthvað sem þér þykir betra að birta en að sjá friðsæla bænagöngu Kristinna manna, ja hérna hér, ég átti nú von á betra frá þér, þó að ég hafi þurft að grafa djúpt eftir þeirri von.
bk.
Linda.
Linda, 8.12.2008 kl. 11:27
Matti:
Hver hefur talað um skyldu? Þegar rúmlega 7 - 800 manns koma saman á austurvelli, er það ekki fréttnæmt?
Af því við erum ekki þeir "hræsnarar" sem þú sakar okkur um að vera.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.12.2008 kl. 11:28
Alls ekki torskilið. Það hallar alls ekki á kristna þegar kemur að efnistökum Ríkissjónvarps. Mín reynsla er að það sé happa eða glappa hvort fjölmiðlar fjalla um það sem sumum þykir fréttnæmt.
Ég saka ykkur ekki um að vera hræsnara nema tilgangurinn hafi verið sá að komast í sjónvarpið. Það er gott að það var ekki tilgangurinn. Ég skil því ekki enn af hverju þú ert að kvarta.
Ég veit það ekki, hugsanlega.
Matthías Ásgeirsson, 8.12.2008 kl. 11:39
Ég er alveg sammála þér Guðsteinn og frábært að skrifa Palla bréf.
Ég var svo undrandi í fyrra með stóru bænargönguna hvað fór lítið fyrir henni í fjölmiðlum, er þetta hræðsla eða fordómar?
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 8.12.2008 kl. 11:42
Matti, er það virkilega ekki fréttnæmt að 7-800 mans komi saman og biðji fyrir land og þjóð, og þetta er í annað skipti sem gangan hefur verið og í annað skipti sem fjölmiðlar hundsa hana (ex. mbl.is) og slíkt hefur ekkert með happ eða glapp að gera. Þetta var og er hrein og bein ákvörðun um að birta ekki jákvæða kristna frétt.
bk
Linda.
Linda, 8.12.2008 kl. 11:43
Rósa - takk!
Matti - Linda er búinn að svara því sem ég ætlaði að segja.
Linda - takk fyrir góðan stuðning!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.12.2008 kl. 11:44
Bryndís - já, ég hreint skil ekki hvað vakir fyrir þeim á Rúv.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.12.2008 kl. 11:45
Tja, var þetta örugglega jákvæð kristin frétt? Í fyrra var göngunni meðal annars beint gegn Gay pride og forsvarsmaður hennar dæmdur morðingi. Kannski var ykkur greiði gerður að ekki væri meira fjallað um gönguna í það skipti.
Því miður komst ég ekki í bæinn í ár, var upptekinn við eldamennsku, þannig að ég veit ekki hvernig hún fór fram í þetta skipti.
Matthías Ásgeirsson, 8.12.2008 kl. 11:54
Matti, þú ættir að skammast þín, þú hefur forhert hjartað þitt, gegn manni sem hefur afplánað sinn dóm og snúið lífi sínu við, ég vona svo sannarlega að þú verður ekki dæmdur af samfélaginu eins hörkulega og þér dirfist að gera hér. Þér væri nær að líta á þetta sem jákvætt framferði trúaðra, að biðja fyrir landinu þínu, þjóð þinni, sem það gerði í fyrra og í ár af fullri einlægni og kærleika. Sá sem þú ræður um hér verður að fá að verja sína afstöðu við þig beint Matti, annað er ekki sanngjarnt, en miðað við þessa síðustu athugasemd þína, þá virðist þér vanta sanngirni og fyrirgefningu í hjartað þitt, og afstaða þín er þér ekki til sóma, óháð trúleysi þínu.
Ég bið að þér verði miskunnað og sýnt réttlæti og fyrirgefning ef þú þarft á því að halda í nánustu framtíð.
bk.
Linda.
Linda, 8.12.2008 kl. 12:14
Ég tók þátt í umræðunni um bænagönguna á vantru.is. Það stakk mig nefnilega svolítið þegar ég las umfjöllunina á mbl.is að vantrúarmenn sökuðu þá sem tóku þátt í göngunni um hræsni. En nú er ég ekki viss lengur. Höfðu þeir kannski rétt fyrir sér? Af hverju er svona mikilvægt að komast í fjölmiðlana? Ef tilgangurinn er að safna saman kristnu fólki til að standa saman, ganga um göturnar og biðja fyrir þjóðinni. Er þá ekki aðalmálið að Guð mæti á staðinn og að hann heyri bænirnar en ekki Páll Magnússon?
Eða var tilgangurinn bara sá að vekja athygli á kristinni trú? Ef það var málið á ekki að kalla þetta bænagöngu.
Heiðrún (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 12:51
Heiðrún - Ég tel það ekki hræsni að fara fram á réttláta umfjöllun, Vantrú segir að megum ekki "biðja á torgum úti" og vitna í:
Þetta vers á við athyglissjúklinga sem voru Faríseannarnir á tímum Jesú. Menn sem vildu sýnast á torgum úti um hvað þeir væru duglegir við að biðja fyrir lýðnum, slíkt á ekki við í dag. Og var þetta ekki gert í bænagöngunni og mun ekki gerast hjá nokkrum kristnum manni, því jú vissulega kallast slíkt hræsni.
Það sem særir okkur er umfjöllunarleysið af hálfu fjölmiðla, því þetta er annað sinn sem okkur er ekki veitt athygli þegar mörg hundruð manns koma saman til þess að gera góða hluti, og er okkar vilji að vekja athygli á hinu jákvæða líka, sem má fjalla meira um hjá fréttastofunum öllum.
Guð heyrði bænirnar, það er alveg á hreinu, en ég sé ekkert að því að vekja athygli á málsstað eins og biðja fyrir landi og þjóð og fara um leið fram á örfáar sek. umfjöllun hjá sjónvarpinu, ef það er hræsni þá er ég bara hræsnari af verstu sort og skammast mín EKKERT fyrir það.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.12.2008 kl. 13:03
Sæl Heiðrún, þú virðist ekki alveg skilja út á hvað málið gengur. Við sækjumst ekki eftir fréttaflutningi, heldur erum við að furða okkur á því að þegar hópur fólks kemur saman tvö ár í röð er ekki minnst á það einu orði í fjölmiðlum (ex. mbl.is) Rúv hefur lagt það í vana sinn að segja frá góðum fréttum, eru það ekki góðar fréttir að 6-700 manns koma sama og biðja fyrir landi og þjóð, engin er með læti, heldur er farið með bænir, og lofsöng Guði til Dýrðar ekki fólkinu í gönguinni, landinu til blessunar það er það eina sem er á bak við þessa umræðu.
Finnst þér í lagi að að birta frétt frá Mecca þar sem Múslímar eru að grýta stein sem á að tákna Satan (líkneski) þar sem þúsundir deyja, vegna þess að það fólk verður undir í átroðningi, hvers vegna skiptir Mecca meira máli en bænarganga fyrir Íslandi ? þetta er það sem við skiljum ekki. En við erum ekki að þessu okkur sjálfum til upphafningar slíkt væri rangt, þetta er og verður alltaf Guði til dýrðar og þjóðinni til blessunar, svo framarlega sem við gefum ekkert eftir í bæninni fyrir landi og þjóð.
bk.
Linda.
Linda, 8.12.2008 kl. 13:10
Linda, sem mótvægi við fréttina frá Mecca var sýnt frá alveg jafn furðulegri uppákomu í Grafarholti þar sem ný kirkja var blessuð.
Matthías Ásgeirsson, 8.12.2008 kl. 13:30
Matti:
Hvernig dettur þér í hug að koma blessun á kirkju sem "mótvægi" við hreinu og kláru ofbeldi? Ég sé ekki tenginguna þarna, nema að hatur þitt á kirkjum sé virkilega svona suddalegt. Útsýrðu þetta betur Matti!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.12.2008 kl. 13:43
Guðsteinn minn.
Sendi þér baráttukveðjur. Sé að Matti "einkavinur minn" er mættur.
Baráttuorð fyrir þig: "Ver þú hughraustur og öruggur! Lát eigi hugfallast og óttast eigi, því að Drottinn Guð þinn er með þér í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur." Jós.1:9.
Guð blessi þig og Matta "einkavin" minn.
Dýrð sé Guði - Shalom.
Baráttukveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.12.2008 kl. 14:05
Matti, hvað er þetta annað en dómur "forsvarsmaður hennar dæmdur morðingi". Samkvæmt þessu þá dæmir þú hann ennþá, samt hefur hann afplánað sinn dóm, og er því ekki lengur sakhæfur fyrir þann dóm. Hvað þá að slíkt sé notað gegn honum. Hann hefur gert vel fyrir samfélagið, síðan hann frelsaðist, breytt gjörsamlega um lífstíl og er lifandi og gefandi maður, hver ert þú að sitja í dómi yfir hans fortíð, er þín svo hrein að það sé hægt að skoða hana undir smásjá Matti?
Að grýta Satan (líkneski) í Mecca og víga Íslenska kirkju er ekki sambærileg samlíking Matti, jafnvel þú ættir að gera þér grein fyrir því, eða fór eitthvað fram hjá mér í fréttum í gær, tróðust margir undir og drápust í trúarhita í Guðríðarkirkju? Mér er spurn.
Bænargangan var farin af kærleika fyrir land og þjóð, ekki neins var krafist nema að fólkið bæði fyrir landi og þjóð, engin gaf upp andann svo ég viti til frekar en í Guðríðararkirkjur.
Hvað situr þá eftir í þessari umræðu: Bænargangan á laugardag, var réttlát og farin af kærleika, gengið með Guði og beðið um náð hans og miskun. Þvílíkur skandall eða þannig.
bk.
Linda.
Linda, 8.12.2008 kl. 14:08
Guðsteinn: Ég tel það ekki hræsni að biðja opinberlega þó að Jesús bendi réttilega á að hræsnarar sækist eftir því að aðrir sjái þá biðja. Þeir vilja að aðrir sjái hvað þeir eru andlegir og duglegir að biðja. Jesús bendir á að við eigum að eiga okkar bænalíf í leynum og að aðalmálið fyrir okkur sé að Guð heyri okkur biðja en ekki aðrir menn. Jesús var samt ekki á móti opinberum bænum og að fólk hittist til að biðja saman en það er hægt að sjá á öðru sem frá honum kom.
Ég held að meirihluti þeirra sem fóru í bænagönguna hafi ekki verið hræsnarar heldur einlægt fólk sem vildi biðja saman fyrir þjóð sinni.
Það er alveg rétt hjá þér að fjölmiðlar hefðu alveg mátt fjalla um það þegar nokkur hundruð manns koma saman í miðbænum og biðja. Það er frétt.
En fókusinn þinn og ykkar á alls ekki að vera á það hvort einhverjir fjölmiðlar taki myndir af því "góða sem þið eruð að gera með bæn ykkar". Og að þið fáið nokkrar sekúndur af umfjöllun. Þá hafið þið misst sjónar af tilgangi bænarinnar sem var að ákalla Guð og ná athygli hans og biðja hann að hjálpa þjóðinni.
Heiðrún (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 14:13
Takk fyrir heiðarlegt og gott svar Heiðrún, það er aðeins eitt sem ég geri athugasemd við:
Nei, það gerðum við ekki, bænin virkar! Það atriði hefur ekki misfarist, en rétt skal vera rétt.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.12.2008 kl. 14:26
Tróðust margir undir og drápust í Mecca í gær?
Það sem ég er að benda á að auk fréttar um múslima í Mecca var frétt um krysslinga í Grafarholti.
Að sjálfsögðu er svo alveg jafn kjánalegt að blessa og biðja fyrir kirkju og það er að kasta grjóti í djöfulinn.
Matthías Ásgeirsson, 8.12.2008 kl. 15:10
Fínt bréf frá þér Haukur. Og hverju svarar nú útvarpsstjórinn?
Sigurður Þórðarson, 8.12.2008 kl. 15:44
Flottur Guðsteinn,
Það er ekki borin von að fá neitt málefnalegt uppur vantrúarmönnum. Enda eru þeir ein mestu hræsni sem um getur. Það stendur í trú okkar að við eigum að fara og kenna öðrum að taka upp kristna siði. Og þeir gagngrýna okkur heiftarlega fyrir að vera alltaf að "troða" trú okkar á aðra.
Þótt ég verði að vera sammála þeim í því að margir kristnir menn taka mjög leiðinlega nálgun á þetta og dæma allt og alla í kringum sig og hreinlega troða trú sinni á aðra.
Þá er það staðreynd að þeir troða sinna vantrú á annað fólk. Það er ekkert umræðu efni sem er þeim jafn mikilvægt. Þeir eru einfaldlega vantrú boðar.
Heilbrigðir menn myndu bara leyfa hinum sem þeir telja vera vitlausa að hafa sína skoðun í friði.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 17:11
Hvernig gerum við það?
Matthías Ásgeirsson, 8.12.2008 kl. 17:47
Hippókrates, ég er þér alveg sammála í því að bænirnar þurfa enga hjálp frá fjölmiðlum til að komast til skila og skiptir það litlu sem engu máli. Hinsvegar er það starf RÚV að koma fréttum af því sem er að gerast í landinu til skila og það er vel við hæfi að gagngrýna þau vinnubrögð sem eru höfð í hávega þar.
Matthías, ég hef ekki orðið þess var að þú persónulega standir í vantrúboði en félagi þinn DoctorE gerir ekkert annað en að skrifa bloggfærslur um það hvað trúin er kjánaleg og þær færslur sem ég hef lesið frá ykkar mönnum einkennast allar af fordómum gagnhvart trúnni og því hvað við erum miklir vitleysingar.
Ef eins og þið segðuð það væri ykkar eina markmið þá væri til málefnaleg og eðlileg aðferð til þess og ég sé ekkert að því að það verði bannað.
Hinsvegar fynnst mér fordómarnir og skrifin ykkar um okkur nánast ekki vera svara verð þótt ég viðurkenni að ég hafi svona að einhverju takmarki reynt að blanda mér í þær viðræður ykkar.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:00
Góð grein hjá þér, Haukur, og eðlilegt að þú veltir fyrir þér fréttamati fjölmiðla í þessu dæmi. Sem blaðamaður þá fullyrði ég að 7-800 manns saman komnir á Austurvelli eru frétt, alveg óháð því hvað þeir eru að funda um.
Ég hlakka til að sjá hverju Páll svarar bréfinu. Ég vænti þess að hann hafi sínar ástæður fyrir því að senda ekki fréttateymi á staðinn. Það væri bara forvitnilegt að heyra hverjar þær eru.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.12.2008 kl. 18:28
Kærar þakkir Guðsteinn Haukur fyrir þetta innlegg, það var gaman að hitta þig í göngunni
Árni þór, 8.12.2008 kl. 21:02
Galdrar lestu allar færslunar. Ef þú lest síðustu athugasemdina mína þá ættiruðu að sjá eitthvað sem þér þætti gaman að lesa.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 21:55
Mér þykir það miður hvernig sumir, jafnvel hún Linda, sem almennt virðist halda ró sinni umfram flest trúfólk, hleypur upp til handa og fóta þegar Matti birtist og bendir á frekar einfaldar staðreyndir.
Sú eina skoðun sem hann setur fram í þessu máli er sú, að ef gangan var haldin til að draga athygli að göngumönnum, þá væri hún hræsnaraleg. Annað voru efnislegar staðreyndir.
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 02:18
Góð viðleitni hjá þér, Haukur, að skrifa þetta bréf til útvarpsstjóra. Hefðir mátt senda það líka til Stöðvar 2. Margir þarfnast þess nú að vera minntir á það sem gott er og styrkir okkur sem einstaklinga og samfélag. Sjónvarpsstöðvarnar hafa mikið fjallað um úti- og innifundi um efnahagsástandið, og ekki kvarta ég yfir því, enda er mikið horft á það efni, og það geri ég sjálfur; en það mætti líka ganga til móts við margt það fólk, sem heima situr og kynni að meta fréttir af þessari bænagöngu – og jafnvel vera minnt á hana fyrir fram og taka þá þátt í henni. – Guð veri með ykkur, bræður og systur.
Jón Valur Jensson, 9.12.2008 kl. 03:26
Já, þetta eru ansi "fjörugar og skrautlegar" umræður um þesa bænagöngu, sem ég t.d. hafði nú bara ekki heyrt um ... enda hefði ég ekki mætt svo sem, en það er önnur saga. Mér finnst alltaf athyglisvert hversu illskeytt fólk verður þegar umræðan snýst um trúmál og þá eru það þeir sem telja sig og segjast "trúa á Guð" sem alltaf verða svo reiðir og orðljótir. Mér finnst það eiginlega í algjöru ósamræmi við það sem þið segist standa fyrir. En hvað um það ... Matthías Ásgeirsson skrifar hér að mínu mati afskaplega vel og ég er sammála honum auk Heiðrúnar sem líka skrifar hér. Síðan koma aðrir eins og " Linda" og fleiri og skrifa svo ómálefnalega að það missir marks, hljómar bara svona eins og trúarofstæki.
Ég er hlynnt því að fréttir snúist um það jákvæða sem gerist og gert er auk þess að sýna líka það sem miður fer. Það er svo margt sem virkilega illa fer í nafni trúarinnar þannig að það væri kannski sanngjarnt að sýna svona "trúargöngu" ef hún fer friðsamlega fram, en það er nú samt engin skylda
Katrín Linda Óskarsdóttir, 9.12.2008 kl. 07:04
Og þú ert nú eflaust ofurhlutlaus dómari, Katrín, eða hvað? Talarðu sjálf um "krysslinga" þegar þú ræðir um kristna menn?
Jón Valur Jensson, 9.12.2008 kl. 09:24
Nei Jón Valur, ég er ekki hlutlaus, ekki dómari og veit ekki hvað "krysslingur" er ..... ég segi bara mínar skoðanir líkt og þú og aðrir. Gott mál bara þegar fólk getur skrifað án þess að etja auri yfir aðra. Þú hefur ekki gert það hér ( ekki það sem ég veit eða hef lesið), ég geri það ekki heldur. Fólk er bara ekki alltaf sammála, þannig er þetta bara. Mér finnst reyndar oft sem kristinni trú sé svona "neytt" inná fólk ..... bara mín skoðun
Katrín Linda Óskarsdóttir, 9.12.2008 kl. 10:18
Ég hef góða reynslu af því að benda RUV á slíka hluti. Þetta gerði ég fyrir rúmu ári síðan, þegar þeir virtust ekki telja til frétta sem vert væri að birta, þegar múslímskir öfgatrúarmenn brenndu kristið fólk inni. Þetta birtu þó aðrir fjölmiðlar, eins og BBC. Eftir þetta fannst mér þeir hafa tekið sig á og hafa staðið sig nokkuð vel. En ég er sammála því að þverkirkjuleg bænaganga hlýtur að teljast fréttaefni, ekki síður en eggjakast nokkurra ungmenna.
Böðvar Björgvinsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 13:22
ég veit ekki hvað ég á að segja í sambandi við þetta mál þarsem það fór næstum alveg framhjá mér, en ég las samt allan þennan þráð og finnst þeir sem eru á öndverðri skoðun við Hauk og félaga vera að reyna að búa til vesen... það er einsog þið getið ekki séð neitt í friði sem tengist hugleiðingum krissanna jafnvel þótt það komi ykkur ekkert við og sé bara tímasóun fyrir ykkur að taka það svona hryllilega inná ykkur einsog þið gerið. Ekki öll, en mörg. Og alltof oft.
Katrín Linda, það neyðir enginn trú inná fólk. En trúarhugmyndir geta blekkt og eyðilagt, það efast enginn um það. Boðskapur Jesú er með því einfaldasta og besta sem þú getur komið inní heilann á nokkrum manni, skárri en öll pólitík og flest mannleg samskipti sem þú hefur lært. En trúirðu því? Þar er sko munurinn á milli þín og þeirra sem trúa á Guð, hin óyfirstíganlega gjá sem veldur varanlegu skilningsleysi þínu og t.d Matthíasar.
Vonandi fá jákvæðir viðburðir einsog þessi öfluga bænaganga meiri umfjöllun í fjölmiðlum í framtíðinni - því þjóðin þarf að eignast trú og von um að réttlætið komi einhverntímann (það gerist ekki fyrir tilstuðlan fólks, aðeins Guðs, og gæti tekið tíma - ég vona samt ekki )
halkatla, 9.12.2008 kl. 13:24
Kæri Jóhannes P. Ég vona að þú lesir aftur það sem ég hef skrifað, ég er ekki æst eða reið, ég er furðu lostin yfir viðbrögðum Matta, ég er fullkomnlega róleg yfir þesari umræðu enda er ég sein til reiði, fyrir þá sem mig þekkja, ég veit að þú ert ekki að reyna setja mig í vörn, ég vildi bara koma þessu á framfæri til þín. bk.
Katrín Linda, ég bið þig vinsamlega að koma með tilvísun í orð mín þar sem þér þykir ég vera ómálefnaleg. Ég legg mikin metnað í það að svara fyrir mig, vissulega get ég verið kaldhæðinn, neita því ekki, en ómálefnaleg eða orðljót er ekki minn stíll. Hvergi blóta ég, hvergi geri ég lítið úr einstaklingum, hvergi kalla ég Matta ljótum nöfnum, eða tala illa um samfélagið sem hann tilheyrir. Þú fyrirgefur vonandi, en hvað varstu að lesa (dæmi um kaldhæðni).
bk.
Linda.
Linda, 9.12.2008 kl. 14:48
Tja, sjáum nú til - ég myndi auðvitað aldrei hafa mætt í svona göngu, enda algjör púki - en svona í alvöru talað er málið hins vegar það að ég vissi ekki af henni - og fyrst ég heyri ekki af henni þykir mér sennilegt að það sama gildi um marga aðra utanaðkomandi.
Þannig að áður en fólk fer að kvarta yfir áhugaleysi fjölmiðla ætti fyrst að athuga hvort kynningarmálin séu í lagi.
Púkinn, 9.12.2008 kl. 15:49
Svolítið til í því (lokasetningu púkans). En þeim mun betur sést, að kristnir menn geta vel komið af stað stórum útifundum og göngum. Gerum þetta að reglulegum viðburði, bæði á vorin og seint á hausti eða fyrir jól.
Jón Valur Jensson, 9.12.2008 kl. 17:19
Ef þetta væri það sem verst færi í fréttaflutningi sl. mánaða væri ég reyndar býsna hamingjusamur maður.
Það virðist hinsvegar sem svo að ef fólk gerir eitthvað af góðum hug er áhugi fréttamanna ákaflega lítill. Til dæmis var eitt sinn sagt að ef menn væru að gera eitthvað sem fréttamenn mættu ekki komast að væri ráð að segja að þeir væru með söfnun fyrir fatlaða eða eitthvað álíka - þá væri alveg gratínerað að enginn sýndi því áhuga.
Ingvar Valgeirsson, 9.12.2008 kl. 17:35
Mér finnst það fréttamatur að hópur fólks komi saman til þess að gera akkúrat ekki neitt... ég bara veit að það er tilgangslaust að fara með bænir, vísindalega sannað og alles.
Ef bænir virkuðu þá værum við ekki að horfa upp á allar þær hörnumgar sem yfir fólk ganga.
Hver sá sem segir að bænir virki er um leið að segja að guð sinn sé að mismuna fólki og það alveg rosalega.. hann læknar sjálfgerðar fyllibyttur en dissar milljónir í leiðinni.... já þið eruð að segja að þið einstaka persónur séuð sér á báti, að þið séuð sérstakari en börn sem svelta í hel... að þið séuð meira spes en milljónir fjölskyldna sem svelta og kveljast um allan heim.
Er þetta ekki næs ha
DoctorE (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 17:40
Með Óleyfi þínu, Guðsteinn minn.
Sæl Katrín Linda.
Vonandi ertu komin á fætur og allt svoleiðis.......nefnilega þú dast óvart inná bloggið mitt og ég er búinn að svara þér þar,því þetta var svo einlæg innkoma hjá þér að leitandi er að annarri eins fegurð.
Ef ég man rétt þá segist þú hafa verið svo slepjulega morgunfúl að mér hálf brá.
ÉG HEF ALDREI SÉÐ ÞIG INN Á MÍNU BLOGGI NEMA TVISVAR . UM DAGINN KOMSTU Í LOFTKÖSTUM OG LENTIR ILLA.
ÉG BLOGGA UM ÓTRÚLEGUSTU HLUTI NáNAST ALLT SEM MÉR DETTUR Í HUG EN ÞÚ SÆKIR GAGNGERT Í ÞAÐ SEM HEITIR AÐ BLOGGA UM TRÚ OG FINNUR ÞVÍ ALLT TIL FORÁTTU.
Að vísu var ég að Blogga um Örykja, ef þú manst.
Þér er velkomið að kíkja yfir. þar eru skilaboð til þín.
En farðu varlega ,mér líður ekki vel yfir því að fólk sé að slasa sig á Blogginu mínu.
Megi algóður Guð vera með þér dag og nótt (í einlægni talað).
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 20:23
Katrín Linda - þér finnst þá að málefnanlegt að vera kallaður: fífl, heimskingi, og fleira af hendi þeim sem þú ert sammála (í þessari umræðu og fleirum sem ég get bent á). Fallegt af þér, virkilega fallegt. Enginn af trúuðum hafa gripið til þess ráðs að fara í sandkassaleik, það hafa aðrir gert og ber þeim skömm af.
Jón Valur og Púkinn, tek ég undir að þetta var illa auglýst, ég reyndi sjálfur að koma þessu á framfæri en allt varð fyrir ekki. Auglýsingar voru á SkjáEinum, Omega og sjónvarpsstöðinni ÍNN, og tók ég ekki eftir meiru. Engir prentmiðlar voru nýttir að ég viti.
En ég fer samt ekki ofan af því eins Guðrún Helga tekur undir hér ofar, þá er 6-700 manna samkoma á AUsturvelli fréttnæm sama hvernig á það er litið. Eins er ég sammála Jóni Val að halda mætti svona oftar, og fyrr á árinu, því margir vilja ekki mæta í svona kuldatíð.
Öllum öðrum þakka ég fyrir innlitið og athugasemdir.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.12.2008 kl. 21:46
P.s. Páll Magnússon hefur ekki séð sér fært að svara mér ennþá. En ég bíð og vona.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.12.2008 kl. 21:47
Matthías Ásgeirsson, 9.12.2008 kl. 22:04
Lastu þetta ekki Matti?
Þú veist alveg uppá þig sökina með að kalla mig fífl, það er ekki þessari umræðu en þú hefur samt gert það, kannski var það ekki rétt að tengja það við þessa umræðu, ég viðurkenni það, þar sem þú hefur verið miklu málefnalegri en oft áður, samt sem áður tel ég best er sannleikurinn komi fram.
Í umræðunni hér á undan segir þú:
Hvernig dettur þér í hug að segja slíkt? Ekki finnst mér svona lagað málefnalegt. En jæja fólk getur dæmt um það sjálft.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.12.2008 kl. 00:06
Trú er í eðli sínu tilfinningamál. Það er því að mínu viti nánast ógjörningur að ræða "málefnalega" um trú eins og sumir krefjast. Það ætti að vera nýtt hugtak um svona umræðu. ég sting uppá:
Tilfinningamálefnaleg umræða
vs.
Málefnaleg umræða
Páll Geir Bjarnason, 10.12.2008 kl. 01:01
Ég hef ekkert á móti trú per se... ég hef á móti því að menn setji skipulag á dæmið og fari að þrýsta á að allir dansi í kringum þessa guði.
Haldið þessum guðum með sjálfum ykkur.... ef þið gerið það ekki þá drepa skipulögð trúarbrögð trú ykkar.
Þetta er algerlega klárt mál, þetta er byrjað að gerast um allan heim.
DoctorE (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 14:07
Ekkert svar komið frá Páli, Guðsteinn min hrædd er ég um að þú fáir ekki svarið á þessu ári og ekki því næsta.
Er ég óþarflega svartsýn Guðsteinn ?
Kveðja og þakka þér fyrir skrifin þín.
Ásgerður
egvania, 12.12.2008 kl. 21:24
Ásgerður - neibb, það er greinilegt að Palli er einn í heiminum. *andvarp* ég held að mér endist ekki ævin að bíða eftir svari frá honum, það er alveg greinilegt.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.12.2008 kl. 13:57
Þessi kvartar líka undan lítilli umfjöllun fjölmiðla.
Vantrú, 14.12.2008 kl. 01:21
Jáhá! Ég er búinn að svara þér á vantrúarvefnum Matti.
Þið eruð alveg hrikalegir aular stundum! hehehehe....
Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.12.2008 kl. 02:59
Hvert að leita eftir réttlæti í spilltri þjóð.? Ekki til fjölmiðla sem eru í eigu þeirra manna sem ryksuguðu alla okkar peninga út úr bönkunum.
En eitt veit ég að þar sem kærleikurinn er lætur Guð rósina spretta og það veit ég líka að þeir menn sem eiga slæma samvisku verða að eiga það við sjálfan sig.
Velkomin sem bloggvinur.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 14.12.2008 kl. 15:30
Hafðu það sem best Guðsteinn minn... Gangi þér vel.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.