Fyrir hvern er boðskapur Krists?

Þetta er spurning sem ég hef mikið verið að velta fyrir mér, hvar og hvenær og við hverja á að boða trú?

Ritað er sem er stundum kallað kristinboðsskipuninn:

Matteusarguðspjall 28:18-20
18 Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. 19 Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, 20 og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.


Þessa skipun gaf Jesús rétt áður en hann steig upp til himna, og var honum fullalvara þegar hann sagði þetta. Kristnir menn í dag, eru sumir hverjir, ekki allir, svolítið einangraðir innan þægilegra kirkjuveggja og er ég sjálfur þar á meðal. Þessari einangrun verður að ljúka og verðum við sem höfum kærleiksboðskapinn að leiðarljósi að rísa upp úr kirkjusætunum og láta í okkur heyra.

Hvað skal þá gera?

evangelism.jpgTil eru margar leiðir til þessara verka, og eru margir miðlar sem má nýta í okkar tæknivædda samfélagi, karlinn á kassanum er ekki lengur í huga fólks, og er margar aðrar leiðir sem nýta má til þess að boða trú okkar, eins og til dæmis netið, útvarp, sjónvarp og prentmiðlar eins og dagblöð, bækur og tímarit. Ég kalla eftir vakningu meðal kristinna manna að nýta sér þá miðla sem ég taldi upp, því uppskeran er mikil og eru verkamenn fáir.

Það er einnig óþarfi að flækja okkur í kenningarfræði sem er oft erfitt að svara, og getum leyft ritningunni sjálfri að tala sínu máli, því ekki er algilt að fólk eigi biblíu til afnota.

Eins vitum við ekki alltaf hvar á að byrja að lesa í þessu stóra og merka riti, sem dæmi hef ég sjálfur lent á einhverjum ægilegum ættartölu upptalningum sem ég varla botnaði sjálfur í, og kemur það kærleiksboðskap Jesú lítið við. Þess vegna er mikilvægt að byrja á að lesa nýja testamentið áður en er lagt í gamla testamentisfræðin, þá verður skilningur manns meiri þegar byrjað er að lesa GT.

En svo er einnig spurningin hvort að trúboð sé viðeigandi á hverjum stað fyrir sig, það verður hver og einn að meta eftir sínu hjarta, því ritað er.

Matteusarguðspjall 9:13
Farið og nemið hvað þetta merkir: Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir. Ég er ekki kominn til að kalla réttláta heldur syndara.“

Þessu megum við aldrei gleyma, það gagnast lítið að boða trú okkar meðal trúsystkyna okkar, og verðum við stundum að leita syndina/syndaranna uppi til þess koma boðskap okkar á framfæri. Við verðum að rísa upp úr hægindastólunum og boða Krist, það kostar stundum "álitshnekki" hjá sumu einföldu fólki, en það er tilgangurinn sem helgar meðalið.

Ég tek fram að hér eru aðeins um eigin vangaveltur að ræða og eru orð mín aðallega beind að systkini mínum í Kristi, sem ég veit og vona að taka áminningu minni vel, því ekki er ég sjálfur saklaus í gleyma þessum atriðum sem ég nefni.

Niðurstaðan er, að boðskapur Jesú Krists er til ALLRA, sama hver við erum eða hvað við heitum.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Amen.

Vona að helgin verði fjölskyldunni faðmandi.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.12.2008 kl. 19:15

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir það Helga Guðrún og sömuleiðis! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.12.2008 kl. 19:43

3 Smámynd: Mofi

Fínar pælingar Haukur og bara... amen :)    Að vísu þá á kirkjan og meðlimir hennar að vera að vaxa í þekkingu en það er langt á eftir í mikilvægi og það að ná til þeirra sem eru fyrir utan kristna trú.

Mofi, 5.12.2008 kl. 20:36

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Amen

Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 21:06

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Enn allir ólæsir eða skrifandi í þessum heimi? Kirkjan á eftir að hrinja og hrein trú á eftir að standa eftir.

Eru þeir ekki hólpnir nema sem eru kristnir? Er einhver svo mikill fábjáni til í veröldinni að hann / hún trúi því? Já, þá þekkiði jésú illa!!

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 21:11

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mofi - sammála.

Ásdís - takk.

Óskar - ég skil ekki hvað þú ert að meina.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.12.2008 kl. 21:49

7 Smámynd: egvania

Takk Guðsteinn.

Óskar ?

Kveðja Ásgerður

egvania, 5.12.2008 kl. 22:05

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er bara fólk sem kann að lesa sem gætu fengið áhuga fyrir Biblíunni. Það sem ég meina að fólk getur veriuð kristið í hjarta sínu þótt það hafi ALDREI heyrst minnst á guð eða Jesú krist.

Kann ekki að skíra þetta betur út..

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 22:10

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ásgerður - takk sömuleiðis.

Óskar -  þú átt við fólk sem er með "lögmálið skrifað í hjarta sínu", samkvæmt ritningunni er það fólk hólpið.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.12.2008 kl. 22:19

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, ég á við það fók. Það er fullt af svona fólkinum allan heim..

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 22:23

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Flottar pælíngar Haukur, ég naut þezza pistils þíns, & er honum sammála.

Steingrímur Helgason, 5.12.2008 kl. 22:39

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Óskar - það fólk er hólpið og þurfum við ekki að hafa áhyggjur af þeim.

Zteingrímur - hafðu kærar þakkir fyrir það, og erum við jafn hrifnir af Z góðu, gleymdu ekki að ég er með Zeriaph sem "nikk".  Auk þess, hef ég alltaf notið að lesa þín skrif, enda ertu lúmskasti húmoristi sem ég hef nokkurn tíma lesið!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.12.2008 kl. 22:44

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég hélt að ég væri einn um þessa afstöðu mína til kristni sem reyndar svoldið glæný.

Enn ég þykist skilja það sem er meininginn með kristni og verð að láta það nægja.

Svéri bara trúnni við. Ég veit ekkert hvað Guð er, enn samt er ég alveg með á hreinu hvað Hann myndi vilja að ég gerði! Svo með að svindla ekki of mikið, hafa þessar pælingar um Jésú gefið mér smá "kick" og ég er allur í því. Helst upp á líf og dauða. 'ahættufíkill með mitt eigið líf, enn nýt lífsins á meðan.. 

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 22:53

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Farðu bara varlega Óskar minn, og farðu vel með þig.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.12.2008 kl. 23:16

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn.

Símtalið í dag er mér mjög minnisstætt og er ég búin að hlæja oft í dag af þessum misstökum. Hugga mig við að fall er fararheill.

Fólk sem ekki getur lesið, hefur í dag tækifæri að horfa t.d. á sjónvarp og þar eru miklir möguleikar til að boða fagnaðarerindið. Hef heyrt að víða í Afríku sé eina húsgagnið sjónvarp.

Þetta var mjög góður pistill.

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.12.2008 kl. 00:05

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rósa mín, þessu símtali gleymi ég seint! Enda er óstjórnlega gaman af litlu 'systur' oft á tíðum!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.12.2008 kl. 00:12

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Eruð þið systkini, Rósa og Guðsteinn?

Óskar Arnórsson, 6.12.2008 kl. 00:18

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Óskar minn.

Við erum trúsystkini og við höfum átt skemmtilegar samverustundir saman með fjölskyldu Guðsteins og vinum hans.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.12.2008 kl. 00:23

19 identicon

Amen ,koma svo allir í bænagöngu

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 00:26

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já svoleiðis. Annars hefði ég ekkert orðið hissa. Þið eru lík í hugsun alla vega...og þetta á að vera hól til ykkar beggja!

Man núna eftur "trúbróðir" og trúsystir". Aldrei fattað hvað fólk meinar með þessu..

Óskar Arnórsson, 6.12.2008 kl. 00:39

21 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Óskar minn.

Það er svo mikið ríkidæmi að vera frelsingi Jesú Krists. Þegar við tökum á móti Jesú Kristi í hjartað þá eignumst við stóra fjölskyldu um allan heim, trúsystur og trúbræður.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.12.2008 kl. 00:44

22 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, Rósa. Ég trúi því og skil. Bara mér finnst ég vera bara áhorfandi að þessu og engin þáttakandi..

Óskar Arnórsson, 6.12.2008 kl. 01:00

23 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Skemmtilegur pistill hjá þér Guðsteinn Haukur. Ég man eftir hljómsveit sem ætlaði að koma fyrir mörgum árum og halda kristilega tónleika. Það var haldið stutt námskeið til að undirbúa okkur kristna fyrir þá. Þar var líkingin um mannaveiðar tekin fyrir. Mannaveiðar í dag snúast allt of oft um að kirkjan ætlar að breiða netin út í fjörunni og auglýsa: "Kæru fiskar, komið hingað í messu (netið), þetta er svo gott fyrir ykkur." Ætli margir fiskar stökkvi upp í fjöru þó þeir heyri svona auglýsingu að það sé net þarna?

Boðskapurinn var sem sagt að við þurfum að fara út í sjóinn, þangað sem fiskarnir eru, við þurfum að ná sambandi. Við getum ekki ætlast til að þeir skríði upp í fjöruna til okkar.

Við þurfum að nota nútímalegar aðferðir og við þurfum líka að tala þannig við fólk að það veki tiltrú. Ókristnir ímynda sér oft að við séum í fílabeinsturni og viljum tala niður til þeirra.

Alfa-námskeið eru eitthvert frábærasta trúboðstæki sem ég veit um. Það er ekki ógnandi að bjóða einhverjum á námskeið sem maður hefur verið á og er að mæla með.

Einar Sigurbergur Arason, 6.12.2008 kl. 01:20

24 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Birna - jú allir í gönguna!

Rósa og Óskar - þá er það upplýst að við Rósa erum systkini í Kristi.

Einar - vel orðað og hverju orði sannara! Alfa námskeiðin eru einmitt tól sem við getum fært okkur í nyt, eins og þú segir, við erum búinn að vera of lengi í sjálfgerðum fílabeinsturni. Takk fyrir mjög góða athugasemd sem og bloggvináttu!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.12.2008 kl. 01:39

25 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Fyrir hvern er boðskapur Krists?

SVAR; MIg og þig (með eða án "kirkju")

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.12.2008 kl. 01:43

26 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt Anna B - það er undir hverjum og einum komið.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.12.2008 kl. 01:51

27 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ég tel að boðskapur Krists sé fyrir alla. Allt líf. Við erum öll sköpun Guðs og þegar á reynir þá áköllum við hann. En við eigum líka að biðja til Guðs þegar okkur líður vel. Að vera eða vera ekki í þjóðkirkju skiptir engu máli, við höfum alltaf aðgang að Guði það þarf enga kirkju til þess. Fólk getur endalaust rifist um gildi Biblíunnar og þá sérstaklega varðandi gamla testamentið sem er í raun sagnaheimildir  þess tíma . Fólk á frekar að einblína á fagnaðarboðskaðinn sem er í Nýja Testamentinu.  

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 6.12.2008 kl. 02:14

28 identicon

Sæll Guðsteinn minn.

Ég þakka þér pistilinn og er hann orð í tíma töluð,eins og þú segir réttilega "Það er undir hverjum og einum komið". Amen.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 02:20

29 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Guðsteinn...þú ert hér algerlega kominn að KJARNANUM!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.12.2008 kl. 02:21

30 Smámynd: Óskar Arnórsson

Einar Sigurbergur kemur inn á mikilvægan þátt! Það er alltaf verið að segja hvað ég sé mikill besserwissi og viti allt, enn málið er að ég veit ekkert um trúmál sem heitið getur. Þaðan af síður skil ég lógikina í þeim. Enn að þau virki, hef ég upplifað stundum. Sérstaklega bænir. Nokkrar bænir virkuðu Of sterkt á mig svo ég hætti. Sumar virkuðu ekki neitt.

Það er eitthvað inn í manni sem leysist úr læðingi og mér finnst ég ekki tilbúin í það. Þannig að þetta er undir hverjum og einum komið.

Óskar Arnórsson, 6.12.2008 kl. 02:38

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, góð er grein þín, Haukur, vel skrifuð og rétt íhugun, og gott er innlegg Einars Sigurbergs Arasonar (tek fram, að ég hef ekki lesið öll innleggin). Og sannarlega er ekki aðeins boðskapur, heldur frelsunarverk Krists fyrir alla.

En þegar þú segist í Biblíulestri þínum hafa "lent á einhverjum ægilegum ættartölu upptalningum sem [þú] varla botnaði[r] sjálfur í, og kemur það kærleiksboðskap Jesú lítið við," þá hefði séra Friðrik Friðriksson ekki skrifað upp á þau orð. Ég var kannski svolítið sammála þér um þetta í eina tíð, sá svo orð hans um þetta, þar sem hann segir þetta birta Guðs orð eins og annað það, sem Biblían boðar, og eftir því sem ég hef kynnzt þessu betur, sé ég, hve þetta er rétt hjá honum og segir um leið sína vitnisburðarsögu. Í ættartölu Jesú eru ekki aðeins trúarhetjur og konungar, heldur líka fallnir syndarar og fólk af öðrum kynþáttum en Ísraelsmanna, og þetta þjónar ákveðnum tilgangi. Hugleiðum það betur síðar.

Með kærri kveðju, 

Jón Valur Jensson, 6.12.2008 kl. 05:07

32 Smámynd: Linda

Hæ Haukur minn, með þínu bestu greinum ef ekki sú albest. Alveg sammála henni.  Trúin er fyrir alla, Jesú er fyrir alla, einfalt mál.

bk. 

 Linda

ps.  bænagangan verður að engu hjá mér, er að leggjast í pest og ég skal yfirvinna það, sem gengur ekki ef ég þramma niður í bæ í þessum kulda.  Bið að heilsa trúsistkynum og öðrum sem ku verða á vegi þínum.  

Knús.

Linda, 6.12.2008 kl. 11:34

33 Smámynd: Óli Jón

Í mínum huga er boðskapur trúar, kristinnar sem annarrar, fyrir þá sem eftir honum leita. Boðskapur trúar getur hentað fjölmörgum og er það vel. Hins vegar skil ég ekki þessa þörf trúaðra til þess að sjanghæja Pétur og Pál inn í raðir sínar með öllum ráðum.

Ég styð þó fyllilega þann rétt trúaðra að mega segja frá sinni upplifun, hvort sem er á Netinu, í útvarpi og sjónvarpi eða prentmiðlun og meðan verið er að herja á fullveðja fólk. Sú starfsemi á þó ekki að fara fram í opinberum fjölmiðlum, enda hafa sumir trúaðir fundið sér ágætar útrásarleiðir sbr. Varðturninn, Omega og Lindina.

Að því sögðu vil ég árétta þá eðlilegu tilhögun að ekki verði sáð meðal fólks sem ekki hefur náð sjálfræðisaldri, þ.e. barna, og því eigi öll slík vinna að vera eins fjarri opinberum leik- og grunnskólum og hægt er. Foreldrar geta eftir sem áður reynt að hafa áhrif á sín eigin börn, enda þeirra réttur (en ekki endilega skylda!). Greinarhöfundur veltir þessu fyrir sér í eftirfarandi setningu:

En svo er einnig spurningin hvort að trúboð sé viðeigandi á hverjum stað fyrir sig, það verður hver og einn að meta eftir sínu hjarta, ...

og í mínum huga er þetta svarið við þeim vangaveltum.

Þetta er sá sáttmáli sem trúaðir annars vegar og vantrúaðir og trúleysingjar hins vegar ættu að sameinst um í jólamánuði og alla aðra mánuði ársins.

Guð ykkar blessi ykkur (eða ekki).

Óli Jón, 6.12.2008 kl. 13:08

34 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sólveig Þóra - ég er að mestu leyti sammála þér, en ég segi fyrir mitt leyti að ég gæti lítið gert án þess að fá styrk frá mínum söfnuði. En það er bara ég.

Þórarinn - Amen! Og gaman að sjá þig í göngunni.

Óskar - nákvæmlega.

Jón Valur - hárrétt hjá þér, enda var ég aðeins að lýsa minum fyrstu kynnum af ritningunni. Í dag eins og þú er sannfærður um gildi ættartalanna, og eru þær flétta sem byrjar á Adam og endar á Jesú, og um leið undirstrika mikilvægi samfléttunnar ættanna í gegnum mismunandi bækur ritninganna. Og takk fyrir góða athugasemd Jón minn.

Linda - ég þakka gott hrós, og var þín saknað í bænagöngunni.

Óli Jón - opinberar stofnannir eru ekki staðir fyrir trúboð, því get ég samsinnað. En hræðsla fyrir venjulegri trúarbragða/kristinfræði kennslu er ekki af hinu góða, samtök eins og vantrú sem gera athugasemdir við þulurnar í sjónvarpi vegna þess eins að bera kross á hálsinum tel ég öfgar sem eiga ekki heima í nútíma samfélagi, ég er nokkuð viss um að við getum verið sammála því.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.12.2008 kl. 14:27

35 Smámynd: Óli Jón

Haukur: Við erum 100% sammála í þessu, sýnist mér.

Óli Jón, 6.12.2008 kl. 14:38

36 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Glæsilegt Óli Jón, það er ekki hverjum degi sem ég er 100% sammála guðleysingja.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.12.2008 kl. 14:49

37 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Þar getur þú einnig samsinnt þig öðrum trúleysingja, þó ég eigi erfitt með að skilja hvers vegna athugasemd við þulukross teljist öfgar. Væri hún með slæðu, túrban eða rauðan blett á miðju enninu væri þetta mikið vandamál í augum sumra (og ekki koma með "Ísland er kristið land" gervirökin).

Annars bið ég ykkur vel að lifa.

Kristján Hrannar Pálsson, 6.12.2008 kl. 15:23

38 Smámynd: Óli Jón

Haukur: Ég er langoftast 100% sammála trúuðum. Okkur greinir bara á örfáum atriðum :)

Óli Jón, 6.12.2008 kl. 15:27

39 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ætli það sé nokkuð til sem heitir Guðleysingi. Dalai Lama sat við hliðina á Göran Person, þ.v. forsætisráðherra Svíja og sagði m.a.:

"Ef ég ætti að velja mér trú í dag, myndi ég velja þá fallegustu." Kristni! Enn nú er ég búin að ferðast um alla Evrópu og ekki hitt einnn einasta mann sem er kristinn! Svo ég yrði bara einmana.

Þess vegna ætla ég að halda mig við Búddismann. Hvernig getur maður vitað hvort maður er trúaður eða ekki? Og ef ég væri trúaður, þarf ég að segja nokkrum manni frá því?

Óskar Arnórsson, 6.12.2008 kl. 15:50

40 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Gaman aðsjá áhugann á trúmálum hér að ofan. Meiri bloggviðbrögð en við pólitík dagsins!

Gísli Ingvarsson, 6.12.2008 kl. 16:11

41 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Kristján Hrannar - það er bara mín skoðun, ef hún hefði verið búddatákn, ásatákn eða eitthvað annað, þá hefði mér verið nákvæmlega sama. Þetta er hennar ákvörðun, ekki félags útí bæ sem vill stýra úr aftursætinu. En það er bara mín skoðun.

Óli Jón - gott að heyra!

Óskar - það er alveg undir þér komið, en leitt er að heyra hvað þú velur, ég get nú ekki sagt annað.  

Gísli - já, það er frábært finnst mér!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.12.2008 kl. 17:12

42 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þú misskilur mig Guðsteinn! Dalai Lama sagðist ætla að halda sig við Búddismann, ekki ég! Ég er ekki búin að velja neitt. Dalai Lama vildi meina að hann heði ekki hitt meinn sannkristinn mann í allru Evrpu á ferðalögum sínum.  

Ég var bara að velta því fyrir mér hvernig sé hægt að vita hvort maður sé trúaður eða ekki?

Er einmittað lesa bókina aftur "Dýrmætara enn Gull" eftir M.Basilea af því hún er léttlesin. Síðan er ég að reyna að lesa hana án þess að krítisera hana.  Bara önnur aðferð við lesturinn.

Hitt var bara minning úr sænska sjónvarpinu og fannst mér það vogað að segja svona opinberlega að Hann hefði ekki hitt neinn sannkristinn mann á ferðum sín um Evrópu!

Óskar Arnórsson, 6.12.2008 kl. 21:51

43 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Ég þakka fyrir mjög trúarhvetjandi grein, sem minnir okkur á, hvert hlutverk okkar er sem fylgjendur Krists. Ég sá þig í bænagöngunni í dag ásamt fleirum trúsystkinum, það var góð stund. Hefði gjarnan vilja sjá fleiri. En Drottinn heyrir einnig bænir hinna fáu. Ég er innilega sammála þér, að við þurfum að vera lifandi vitni með þann boðskap sem Frelsari okkar hvatti, (skipaði) fyrir.

Farið út um allan heiminn og..(Matt.28:18-20)..

Það er eðlilega ekki auðvelt fyrir okkur að fara út um allan heim, en nú hefur tæknin komið okkur til hjálpar og getum við notað fjölmiðlana. Hér á Íslandi höfum við Lindina og Boðunarkirkjuna, kristilegar útvarpstöðvar og svo Sjónvarpstöðina Omega sem núna nær á “netinu” út um allan heim með Fagnaðarboðskapinn.

Ég trúi þvi einnig að við eigum að vera salt og ljós hvar sem veið erum, í daglegu lífi. Persónulegt líf okkar á að bera vitni á því sem við trúum.

Daglegt líf okkar er sennilega mesta trúboðið til þeirra sem ekki þekkja Veginn.

Guðsteinn Haukur, það er hefur í langan tíma hryggt mig, þegar ég les “komment” frá nokkrum lesendum. Það er, hversu neikvæðan skilning þeir hafa á þeim hluta Biblíunnar sem er nefnt Gamla Testamentið. Ég nota yfirleitt alltaf orðið Ritningarnar og á ég við bæði við eldri og nýrri hluta þeirra 66 bóka sem er Biblían. Stundum les ég frá bloggvinum setningar eins og, Guð gamla testamentisins eða, GT er bók gyðinga en NT hinna kristnu. GT er aðeins sagnfræðilegar heimildir og annað þessu líkt. Mér líður ekki vel þegar ég les slíkt eftir “lifandi kristna” bræður og systur. Við verðum að muna það, að hinir fyrstu kristnu þekktu ekkert Nýja-Testamenti. Þó barst boðskapurinn víða og margir tóku trú. Nýja-Testamentið sem í heild varð ekki almennt til lesningar fyrr en fleiri hundruð árum síðar.

Ritningarnar (GT), voru Biblía Jesú og lærisveina hans. Jesús sagði sjálfur: Ef þið trúið ekki Ritningunum, skuluð þér ekki trúa mér, því það eru þær sem vitna um mig. Páll skrifar í bréfi til Tímóteusar,(2.16). Sérhver ritning er innblásinn af Guði og nytsöm til fræðslu, til umvöndunar leiðréttingar, til menntunar i réttlæti. Þetta er skrifað um GT. Nýja Testamentið var ekki til þegar þetta var skrifað.

Guðsteinn, ég veit að það er margt torskilið í GT. Það er að einnig í því nýja. Hvernig ættum við að skilja orð eins og Syndafórn, Guðs lamb, Friðþæging fyrir blóðið... og margt fleira sem við lesum í NT, ef við ekki þekkjum merkingu þessara orða úr Ritningunum (GT).

Ég bið þig að fyrirgefa hve löng þessi athugasemd er, en að endingu langar mig til að segja frá reynslu eða upplifun sem ég hef haft í Ísrael. Ég þekki þar marga gyðinga (fjölskyldur) sem hafa tekið á móti Yeshua = Jesú sem persónulega frelsara sýnum, áður en þeir (þaug) höfðu nokkurn tíma séð Nýja-Testamentið (Það er víða erfitt að fá það í Ísrael). Fagnaðarboðskapurinn um komu Frelsarans, er í allri Biblíunni, bæði GT og NT....

Ég vil aftur þakka þér fyrir þessa grein þína og einnig þær mörgu sem ég hef lesið frá þér. Þær hafa orðið mér og mörgum öðrum til mikillar blessunar

Haltu áfram að boða Guðs orð í Jesú nafni. 

Þú og fjölskylda þín hefur marga fyrirbiðjendur.
(Fyrirgefðu þetta langa bréf).

Shalom kveðjaolijoe    

Ólafur Jóhannsson, 6.12.2008 kl. 23:11

44 Smámynd: egvania

Hér er alltaf jafn fróðlegt og skemmtilegt að líta inn.

Kveðja Ásgerður

egvania, 6.12.2008 kl. 23:36

45 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Guðsteinn! Eg bið afsökunar á tæknilegu vandamáli sem kom í grein minni hér á undan. Ég vona að efnið hafi skilað sér.

Einnig vantaði  orðið EKKI í lýsingu um þá gyðinga sem tekið höfðu trú á Yeshua = Jesús.

Þaug höfðu EKKI nokkurn tíma séð Nýja-Testamentið (Þannig átti þetta að vera).

Einnig nokkrar stafavillur....sorry!  

Óska þér og þínum blessaða, ný-byrjaða viku.

Shalom kveðja
olijoe 

Ólafur Jóhannsson, 7.12.2008 kl. 18:39

46 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Óskar - ...

Ásgerður - takk!  

Ólafur - takk innilega fyrir þitt fróðlega og góða innlegg, Guð geymi þig kæri vinur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.12.2008 kl. 19:40

47 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

...eins og vantrú sem gera athugasemdir við þulurnar í sjónvarpi vegna þess eins að bera kross á hálsinum tel ég öfgar sem eiga ekki heima í nútíma samfélagi,
Guðsteinn Haukur, þú veist betur.   Vantrú hefur ekki gert athugasemdir við nokkuð skart sem nokkur þula hefur borið.

Matthías Ásgeirsson, 7.12.2008 kl. 21:39

48 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.12.2008 kl. 21:59

49 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Og hvað Matti ert þú ekki formaður Vantrúar? Umrætt viðtal titlar þig sem slíkt, og berð þú þar af leiðandi ábyrgð á orðum þínum sem slíkur.

Bein tilvitnun í umrætt viðtal:

"[]Mattías Ásgeirsson, formaður Vantrúar ,,Ég ætla alls ekki að taka þann rétt af þessari blessuðu konu að skreyta sig með krossi, en hún mætti alveg hugsa um það með hverju hún skreytir sig með í útsendingu."[] 

Letubreytingar mínar.

Mín upplifun af seinastu setningunni er meira í skipannatóni en nokkuð annað, og er þetta viðtal greinilega tekið með þig sem formanni Vantrúar, ekki sem óháðum einstaklingi. Þú sem formaður þessa í viðtali við fjölmiðla í nafni þessa félags verður að vera ábyrgur orða þinna. Nema þú sért að firra þér þá ábyrgð sem þú hefur, eða hvað.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.12.2008 kl. 08:33

50 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Kvitta fyrir innlit og þakka góða grein!  :)

Baldur Gautur Baldursson, 8.12.2008 kl. 08:56

51 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir það Baldur.  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.12.2008 kl. 09:12

52 Smámynd: Óskar Arnórsson

..getur maður ekki verið vantrúarmaður, verður maður að vera í einhverjum söfnuði líka? Má maður rokka á milli þess að vera trúaður og vantrúaður? Er það vitleysa?

Óskar Arnórsson, 8.12.2008 kl. 09:15

53 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Guðsteinn Haukur, nú ertu óheiðarlegur.  Lestu það sem ég vísaði á, því í grein DV er einnig haft eftir mér að þetta trufli mig ekkert sérstaklega en að mér finnist gott að fólk hugsi um þetta. 

Segðu mér svo endilega hvað er athugavert við þetta:

en hún mætti alveg hugsa um það með hverju hún skreytir sig með í útsendingu.

Ert þú á móti því almennt að fólk hugsi eða bara þegar hugsunin tengist trúarbrögðum?

 Kjarni málsins er þessi.  Blaðamaður DV hringdi í mig og spurði um álit á þulukrossi.  Ég sagði honum að ég væri ekkert að kippa mér upp við þetta en benti einnig á að mér þætti ágætt að fólk velti þessu fyrir sér.   Svo ræddum við málið í víðara samhengi.

Þú sýnir að þú átt heima á blekpennum með tilraunum þínum til að finna öfga í þessu viðtali

Matthías Ásgeirsson, 8.12.2008 kl. 09:26

54 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þulukross! Heyrð'u þú Mattías Von Óheiðarlegur! 

Geturðu skýrt út þulukross á venjulegri islensku? Og i Guðana bænum farðu ekki i "víðara samhengi" með það.

Skýrðu þettu bara út einfalt... 

Óskar Arnórsson, 8.12.2008 kl. 09:39

55 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Æ góði Matti, ég vísaði beint í viðtalið, hvernig fór það framhjá þér? Þetta eru þín orð sem þú berð ábyrgð á, og skammast ég mín ekki fyrir veita öfgafullum rasista (Johnny Rebal) andsvörum á blekpennum, svona fyrst þú velur skítkast fram yfir málefnin sem koma þessu nákvæmlega ekkert við.

Það sem þú segir núna:

Kjarni málsins er þessi.  Blaðamaður DV hringdi í mig og spurði um álit á þulukrossi.  Ég sagði honum að ég væri ekkert að kippa mér upp við þetta en benti einnig á að mér þætti ágætt að fólk velti þessu fyrir sér.   Svo ræddum við málið í víðara samhengi.

Þessar upplýsingar koma ekki fram í þessu viðtali, hvernig á þá að skilja þetta öðruvísi? Leiðréttu þá þetta við DV ef þú varst að meina allt annað en í viðtalinu kemur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.12.2008 kl. 09:41

56 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Óskar - þetta var einfaldlega þula sem var með hálsfesti með kross. Ekki flóknara en það.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.12.2008 kl. 09:47

57 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég þarf ekkert að leiðrétta því viðtalinu stendur skýrum stöfum að þetta trufli mig ekkert.  Þú vitnar í viðtalið en gleymir að minnast á þetta sem þó skiptir öllu máli ef þú ætlar að gera úr mér öfgamann sem agnúast út í krossinn sem þulan ber.

Óskar, slepptu því að tjá þig.  Þú höndlar það illa.

Matthías Ásgeirsson, 8.12.2008 kl. 09:53

58 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Í DV kemur einnig fram að ég var "inntur eftir" skoðun minni á skartinu.

Matthías Ásgeirsson, 8.12.2008 kl. 09:55

59 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er bara mín skoðun á þér Matti, alveg eins og þú telur mig "trúarnöttara" og "öfgatrúmann", sem mér finnst reyndar bara ágætt að vera talinn slíkur frá manni eins og þér, því fátt er fjarri sannleikanum. 

En það sem ég meina er að gera athugasemdir við svona smáatriði finnst mér vera mistökin, og fyrst þú varst "inntur eftir" skoðun, þá hefði ég ekki svarað þessu yfirhöfuð, því þetta er algjörlega í klassískum æsifréttastíl og furða ég mig á að þú hafir ekki séð í gegnum það. DV hefur ekki alltaf verið þekkt fyrir vandaðann fréttaflutning, því miður.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.12.2008 kl. 10:05

60 Smámynd: Óskar Arnórsson

..hefur þér nokkurn tíma dottið í hug að það væri eitthvað að þér MATTÍAS? þULUKROSS!

Jæja, ég kann ekkert á þetta. Enn kross er heilagt tákn. Það hefur aldrei fylgt því nein þula....ég er trúaður heiðingi...hvað ert þú?

Óskar Arnórsson, 8.12.2008 kl. 10:15

61 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Óskar - þula = sú sem kynnir dagskrárefnið á rúv. Hún var með kross um hálsinn, það er það sem við erum að ræða.

Fáðu þér nú kaffi Óskar minn!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.12.2008 kl. 10:22

62 Smámynd: Óskar Arnórsson

Er það þula? Sú sem segir fréttir? Og var hún með kross um hálsinn? Er það móðgun við múslima eða hvað er málið? 

Já, það er time fyrir kaffisopa. Ég skil ekki íslensku lengur..

Óskar Arnórsson, 8.12.2008 kl. 10:34

63 Smámynd: Óskar Arnórsson

...ég hafði ekki hugmynd um að þessi Mattías væri múslimi..sry..

Óskar Arnórsson, 8.12.2008 kl. 10:37

64 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Óskar:

  1. Matti er enginn múslimi, heldur trúleysingi.
  2. Þula er sá/sú sem kynnir dagskrárefni sjónvarpsins áður en það byrjar og hefur ekkert með fréttaflutning að gera.
  3. Hafðu kaffið vel sterkt! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.12.2008 kl. 10:40

65 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mattías! reyndu aldrei að skipa mér fyrir..

Óskar Arnórsson, 8.12.2008 kl. 10:40

66 Smámynd: Óskar Arnórsson

..ég fæ mér kaffi og koníak og pönnukökur.. Það er eitthvað að þessum Mattíasi trúleysingja...ég meina eitthvað annað enn trúleysi...

Óskar Arnórsson, 8.12.2008 kl. 10:44

67 identicon

Mattías er ekki trúleysingi ef hann tilheyrir Vantrú.

Sá félagsskapur er að mínum dómi með öflugri trúfélögum á landinu.

Sama hvort þú trúir á guð, allah, búdda, þór eða ekki neitt að þá er trú þín á eitthvað, jafnvel á ekki neitt.

Einnig get ég ekki skilgreint félagsskap sem telur sig hafa uppgvötað sannleikan, berst fyrir því að halda þeim sannleika að skólabörnum, heimtar peningana þína (félagsgjöld) og virðist vera kominn í trúarstríð (í baráttu gegn hindurvitnum, öðruvísi en trúfélag.

Góðar stundir.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 10:57

68 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þórður - Þetta er vel umhugsunarvert. Takk fyrir það.

Óskar - elskum bara friðinn!  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.12.2008 kl. 11:01

69 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Einnig get ég ekki skilgreint félagsskap sem telur sig hafa uppgvötað sannleikan,
Hvað sannleik?  Þann að hindurvitni eru til?
berst fyrir því að halda þeim sannleika að skólabörnum,

Þetta er lygi.

heimtar peningana þína (félagsgjöld)

Hið rétta er að félagsgjöld hafa ekki verið innheimt í Vantrú í a.m.k. tvö ár.  Einnig er ekki skylda að greiða félagsgjöld í félaginu, þeir greiða sem geta.

og virðist vera kominn í trúarstríð (í baráttu gegn hindurvitnum, öðruvísi en trúfélag.

Tja, er krabbameinsfélagið trúfélag?   Hvað með kvenfélagið í Garðabæ eða félag ungra Framsóknarmanna?

Nei, þetta er bara heimskulegt þvaður.

Óskar, leitaðu aðstoðar.

Matthías Ásgeirsson, 8.12.2008 kl. 11:15

70 identicon

Matthías, ég er bara að lýsa því hvernig Vantrú birtist mér sem almennum borgara í þessu landi. Það að afgreiða það sem heimskulegt þvaður er bara enn ein lýsing á trúfélagi, ekki efast um boðskapinn.

Og hvað meinarðu með að þetta með skólabörnin sé lygi? Eru fréttamenn að ljúga því ansi oft sé ég fréttir sem fjalla um Vantrúarmenn sem fara mikinn gegn trúarbragðafræðslu í grunnskólum. Veit svosem að þið segist ekkert hafa á móti trúarbragðafræðslu og berjist gegn trúboði en skilgreiningin á trúboði virðist aaansi loðin.

Og skil ég það rétt að þið séuð komin í baráttu gegn krabbameinsfélaginu, framsóknarmönnum og kvenfélögum? Ja boðskapnum skal breitt út víða virðist vera.

Bestu kveðjur.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 11:29

71 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Matthías, ég er bara að lýsa því hvernig Vantrú birtist mér sem almennum borgara í þessu landi. Það að afgreiða það sem heimskulegt þvaður er bara enn ein lýsing á trúfélagi, ekki efast um boðskapinn.

Þetta eru heppilegar skilgreiningar hjá þér.   Ef einhver andmælir ruglinu í þér er það bara staðfesting á því að þú hafir rétt fyrir þér.  

Og hvað meinarðu með að þetta með skólabörnin sé lygi?

 Þú sagðir:

berst fyrir því að halda þeim sannleika að skólabörnum

Hið rétta er að við erum á móti trúboði í leik- og grunnskólum.  Við erum ekki að berjast fyrir því að koma nokkru að skólabörnum.  Vantrú hefur aldrei og mun aldrei fara með sinn málflutning í leik- og grunnskóla.  Þetta er ekki einu sinni flókið.

 en skilgreiningin á trúboði virðist aaansi loðin.

Hún er það ekki, kynntu þér skrif okkar um skólamál.

 Og skil ég það rétt að þið séuð komin í baráttu gegn krabbameinsfélaginu, framsóknarmönnum og kvenfélögum?

Nei, þú skilur greinilega ekki mikið.  Ég er að benda á að samkvæmt þinni skilgreiningu eru öll þessi félög trúfélög.

Matthías Ásgeirsson, 8.12.2008 kl. 11:43

72 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jamm! 'eg er mjög vantrúaður á þennan Mattías..hann er með skilti "Vantrú" og svo er ekkert innihald...

Óskar Arnórsson, 8.12.2008 kl. 12:06

73 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Matti - Þórður segir:

Matthías, ég er bara að lýsa því hvernig Vantrú birtist mér sem almennum borgara í þessu landi.

Ég verð að taka undir þetta, Vantrú verður fyrir álitshnekkjum þegar svona ber að garði, sama hvernig á það er litið.

Teitur félagi þinn, sakaði mig um slíkt hið sama fyrir það skrifa á blekpennum.com, fyrir það mun ég aldrei skammast mín! Það er einn maður með rasistaskrif á þeim vef, og tók ég skýrt fram ástæður mínar fyrir mínum skrifum á því vefsvæði, svona ef þú hefðir haft fyrir því að kynna þér málin. 

Þessi grein er óbeint svar til Teits, við eigum að fara inn mitt á meðal "syndara" og tala við þá um villuna sem þeir boða. Eftir því fer ég, auk þess er gott fólk inná blekpennum sem mér finnst að vinur Teitur þinn Teitur ætti að biðja afsökunar, þú getur ekki dæmt heilan hóp manna út frá skrifum örfárra, það er bara rangt og veist þú vel!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.12.2008 kl. 12:30

74 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég verð að taka undir þetta, Vantrú verður fyrir álitshnekkjum þegar svona ber að garði, sama hvernig á það er litið.

Vantrú verður fyrir álitshnekkjum þegar fólk segir ósatt um málflutning okkar.  Það er ekkert sem við getum gert við því annað en að leiðrétta rangfærslur.

Þess vegna er það undarlegt að þú endurtakir hér fullyrðingar sem þegar hafa verið leiðréttar.

Málið með blekpenna er einfalt.  Á þeirri síðu er bullandi rasismi.  Ég tæki ekki þátt í að halda slíkri síðu gangandi.

Óskar, ertu drukkinn?

Matthías Ásgeirsson, 8.12.2008 kl. 13:40

75 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jæja, það er þín skoðun Matti, ég hef mínar ástæður og þú þínar. En takk fyrir hressilegar umræður!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.12.2008 kl. 14:27

76 identicon

Ég vil endilega benda fólki á predikun Tom Rawls sem flutt var í Krossinum í gær.  Hún var mjög góð og skemmtileg og fjallaði um þessi mál.  Ég held allir kristnir hafi gott af að hlusta á þetta.

 Hér er hún

(Bendi þó á að ekki er hægt að hlusta á þetta í Firefox vafranum)

Andri (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 14:38

77 identicon

Matti, gott og vel, fyrst að þið eruð ekki komnir í stríð við þessi félög áttu væntanlega við skilgreininguna á trúfélagi sem ég notaðist við í fyrri athugasemd.

En megin munurinn á ykkur og þeim félögum sem þú nefndir er að þið starfið á trúarlega sviðinu, fyrst og fremst. Ef þið mynduð bjóða fram til alþingis félluð þið undir sama hatt og framsóknarmenn, ef þið færuð að rannsaka sjúkdóma væruð þið í flokki með krabbameinsfélaginu o.s.frv.

Og ekki gera mér upp heimskulegt þvaður eða að ég skilji ekki mikið, það er ekki marktækur málflutningur.

Það sem stuðar mig fyrst og fremst við vantrú og önnur heittrúarfélög er skortur á umburðarlyndi gagnvart öðrum trúfélögum. Fyrir utan mikla fjölmiðlaathygli sem þið dragið að ykkur (hvers vegna heldurðu að DV hafi haft samband við þig?) þá segið þið skýrt á heimasíðu ykkar að þið séuð í baráttu gegn "hindurvitnum" væntanlega guði og öðru sem fólk leggur trú sína á. Og bjóðist í leiðinni til að "leiðrétta trúfélagaskráningu" þeirra sem koma á síðuna til ykkar. Þetta orðalag að leiðrétta segir mér það að þið standið fastir á því að þið hafið fundið sannleikann og þeir sem hafa ekki meðtekið þann sannleika séu á einhvern hátt villtir, svona rétt eins og Gunnar í krossinum sýnir þeim samúð sem ekki hafa meðtekið Jesú Krist.

Það er í raun þessi hroki gagnvart öðrum trúarbrögðum, sem birtist hjá mörgum trúfélögum, meðal annars ykkur, sem stuðar mig fyrst og fremst við nútíma trúarbrögð.

Okkur skortir umburðarlyndi og virðingu í þetta samfélag, ég ber botnlausa virðingu fyrir trúarbrögðum annarra, þangað til að þeir setja sig á háan hest gagnvart mér af því að ég er annarrar skoðunnar.

Bestu kveðjur.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 16:01

78 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Og ekki gera mér upp heimskulegt þvaður eða að ég skilji ekki mikið, það er ekki marktækur málflutningur.

 Hættu þá að setja fram rangar og kjánalegar staðhæfingar um Vantrú.

Það sem stuðar mig fyrst og fremst við vantrú og önnur heittrúarfélög er skortur á umburðarlyndi gagnvart öðrum trúfélögum. 

Ég og þú höfum ekki sama skilning á hugtakinu umburðarlyndi.

Þórður Ingi, þú leggur þig fram við að snúa út úr.

"Og bjóðist í leiðinni til að "leiðrétta trúfélagaskráningu" þeirra sem koma á síðuna til ykkar. Þetta orðalag að leiðrétta segir mér það að þið standið fastir á því að þið hafið fundið sannleikann og þeir sem hafa ekki meðtekið þann sannleika séu á einhvern hátt villtir, svona rétt eins og Gunnar í krossinum sýnir þeim samúð sem ekki hafa meðtekið Jesú Krist."

Orðalagið "leiðrétta" þýðir að eitthvað hafi verið rangt.  Í þessu tilviki er það trúfélagsskráning einstaklinga sem er röng.  Fólk er skráð í trúfélag sem það á ekki erindi í.  Sumir eru skráðir í ríkiskirkjuna þó þeir séu trúlausir, aðrir eru skráðir í sömu kirkju en telja sig frekar eiga heima í öðru trúfélagi.  Vantrú skiptir sér ekkert að því hvernig fólk breytir skráningu sinni og við höfum skráð fólk í Fríkirkjuna í Reykjavík, Fríkkirkjuna í Hafnafirði, Kaþólski kirkjuna og Félag Múslima á Íslandi.  Við styðjum ekkert af þessum félögum.

Meðan þú leggur þig fram við að misskilja og mistúlka er ósköp lítið gagn í því að ræða við þig.  Hjal þitt um hroka og skort á umburðarlyndi er að mínu mati einskis virði meðan þú rökstyður það ekki betur.

Við virðum ekki skoðanir fólks en við virðum fólk.  Ein leið til að sýna fólki að þú virðir það er einmitt fólgin í þvi að gagnrýna skoðanir þess.

Okkur skortir umburðarlyndi og virðingu í þetta samfélag, ég ber botnlausa virðingu fyrir trúarbrögðum annarra, þangað til að þeir setja sig á háan hest gagnvart mér af því að ég er annarrar skoðunnar.

Segðu mér nú endilega frá því trúfélagi landsins sem ekki boðar það að þeirra trú sé rétt og þar með óbeint að allir aðrir hafi rangt fyrir sér?  Segðu mér hvað af baráttumálum Vantrúar  það eru sem fara svona óskaplega í þig.  Er það sú stefna okkar að veita mógvægi við boðun hindurvitna?  Má þá enginn gagnrýna það sem hindurvitnaliðið setur fram?  Er það barátta okkar gegn trúboði í leik- og grunnskólum?  Er það barátta okkar fyrir jafnrétti landsmanna þegar kemur að lífsskoðunum?

Hvað er það nákvæmlega sem gerir það að verkum að við erum hrokafull og skortir umburðarlyndi en ekki t.d. ríkiskirkjan eða önnur kristin trúfélög hér á landi.

Matthías Ásgeirsson, 8.12.2008 kl. 16:57

79 identicon

"Orðalagið "leiðrétta" þýðir að eitthvað hafi verið rangt.  Í þessu tilviki er það trúfélagsskráning einstaklinga sem er röng." Af hverju er það ykkar að ákveða að trúfélagaskráning einstaklinga er röng? Eruð þið þá ekki að gera það sama og þið gagnrýnið þjóðkirkjuna fyrir? Ákveðið ef til vill ekki hvaða trúfélag er rétt en virðist vera með það á hreinu hvað er rangt.

"Er það sú stefna okkar að veita mógvægi við boðun hindurvitna?" Þið segist vera í baráttu gegn hindurvitnum, ég legg annan skilning í orðið baráttu heldur en mótvægi. Annað felur í sér stríð og ásókn í sigur gegn andstæðingi, hitt gagnrýna umræðu.

Ég hélt því aldrei nokkurn tímann fram að til væri það trúfélag sem ekki segist hafa fundið sannleikann, ég hélt því fram að þið væruð trúfélag, haltu þig við efnið.

T.d. það að þið eruð í baráttu, viljið leiðrétta það sem að ykkar mati er rangt og að þið virðið fólk en ekki skoðanir þess gerir það að verkum að ég skynja hroka.

Bestu kveðjur.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 17:21

80 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Af hverju er það ykkar að ákveða að trúfélagaskráning einstaklinga er röng
Við ákveðum það ekki Þórður.  Þetta er glórulaust samtal.  Við í Vantrú bjóðum fólki aðstoð við að leiðrétta trúfélagaskráningu sína.  Ef það telur sig ekki þurfa að leiðrétta neitt, þá leiðréttir það ekki neitt.  Ef það telur sig þurfa að skrá sig í ríkiskirkjuna, þá gerir það það (við höfum ekki enn lent í slíku tilviki).
Ákveðið ef til vill ekki hvaða trúfélag er rétt en virðist vera með það á hreinu hvað er rangt.

Við vitum að 1. des 2007 voru 80.6% þjóðarinnar skráð í ríkiskirkjuna.  Við vitum að árið 2004 sögðust rétt rúmlega 50% þjóðarinnar vera játa kristna trú.  Í sömu könnuna sögðust 43% trúa því að Jesús væri sonur Gvuðs.  Þetta eru einfaldlega staðreyndir.  Við vitum semsagt að trúfélagaskráning gefur ekki rétta mynd af viðhorfum þjóðarinnar enda langflestir íslendingar skráðir í trúfélag við fæðingu og hafa aldrei spáð í þessu. Við vitum að ef allir íslendingar yrðu skráðir úr trúfélögum og fólk þyrfti svo að hafa fyrir því að skrá sig í trúfélag (koma eyðublaði til Þjóðskrár) myndi eflaust innan við helmingur þjóðarinnar skrá sig í trúfélag.

ég legg annan skilning í orðið baráttu heldur en mótvægi. Annað felur í sér stríð og ásókn í sigur gegn andstæðingi, hitt gagnrýna umræðu.

Hvað er Vantrú að gera annað en að stunda gagnrýna umræðu?  Það er nákvæmlega það sem starf félagsins gengur út á.

 Ég hélt því aldrei nokkurn tímann fram að til væri það trúfélag sem ekki segist hafa fundið sannleikann, ég hélt því fram að þið væruð trúfélag, haltu þig við efnið.

 Haltu þig sjálfur við efnið.  Þú talar um hroka og skort á umburðarlyndi.  Þetta hlýtur þá að eiga við meðlimi allra annarra trúfélaga líka þar sem þú tekur undir að öll trúfélög telji sig hafa fundið sannleikann.

Að sjálfsögðu er Vantrú ekki trúfélag.  Það er enginn átrúnaður í Vantrú.

T.d. það að þið eruð í baráttu, viljið leiðrétta það sem að ykkar mati er rangt og að þið virðið fólk en ekki skoðanir þess gerir það að verkum að ég skynja hroka

Þú hefur m.ö.o. ekkert fyrir þér í þessu annað en fordóma þína.  Gott og vel, þú hefur fullan rétt á því.

Matthías Ásgeirsson, 8.12.2008 kl. 17:57

81 identicon

Nei Matti minn nú ertu farinn að tala í hringi. Þú sagðir í einu commenti "Orðalagið "leiðrétta" þýðir að eitthvað hafi verið rangt.  Í þessu tilviki er það trúfélagsskráning einstaklinga sem er röng." en í því næsta segirðu "Við ákveðum það ekki Þórður.  Þetta er glórulaust samtal.  Við í Vantrú bjóðum fólki aðstoð við að leiðrétta trúfélagaskráningu sína.  Ef það telur sig ekki þurfa að leiðrétta neitt, þá leiðréttir það ekki neitt." Já þetta er glórulaust samtal.

"Hvað er Vantrú að gera annað en að stunda gagnrýna umræðu?  Það er nákvæmlega það sem starf félagsins gengur út á."

Af hverju segist þið þá vera í baráttu? Enn og aftur ég varpa bara fram skynjun minni sem borgari þessa lands á vantrú. Og reyndar skynjun fólks í kringum mig ef út í það er farið en það er annað mál.

"Þetta hlýtur þá að eiga við meðlimi allra annarra trúfélaga líka þar sem þú tekur undir að öll trúfélög telji sig hafa fundið sannleikann."

Ekki meðlimina sjálfa heldur trúfélagið, og, trúfélög eru misöflug í að koma sínum boðskap á framfæri. Mín skynjun (þú mátt kalla það fordóma ef þú vilt, greinilega hrifinn af því) er að þið séuð ansi öflug í að koma ykkar boðskap á framfæri.

Og svo kemurðu loksins að því sem ég setti upprunalega fram.

"Að sjálfsögðu er Vantrú ekki trúfélag.  Það er enginn átrúnaður í Vantrú. "

Enginn átrúnaður eða átrúnaður á ekkert? Þetta var vangaveltan sem ég kom með í upphafi og kom þessu glórulausa samtali á flug. Hvort sem þú trúir á búdda, guð, alla, þór, sesar eða ekkert að þá ertu kominn með trúarafstöðu. Félagsskapur sem heldur sinni trúarafstöðu fram, er í baráttu gegn öðrum trúarafstöðum og rukkar pening fyrir að fá að vera með (hvort sem þið hættuð því fyrir 2 árum eða ekki, þetta stendur á síðunni ykkar) að þá hlýtur sá félagsskapur að vera trúfélag engu að síður eða hvað?

Það út í hvað þetta samtal hefur leiðst stafar af því hvað Vantrúar menn virðast oft á tíðum óskaplega hörundssárir gagnvart gagnrýni á eigin starfsemi, er það ekki einkenni trúfélags einnig?

Bestu kveðjur.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:08

82 Smámynd: Óskar Arnórsson

Er það nú rök. "Ertu drukkinn?" Nei ég er ekki drukkinn og ætla ekki að spyrja þig hvað sé að hjá þér.

Eftir að hafa lesið "Stefnuskrá" Vantrúar félagssins, veit ég bara að ég er engu nær. "Hjálpa fólki að leiðrétta skráningu í trúfélag?"

Þér að segja er ég lélegur í íslensku. Kann ekki öll orð. Hef ekki búið á Íslandi síðan 1988.

Ísland séð frá útlöndum og spurningarnar sem maður fær um hvað sé að ske, eru eins og allt þjóðfélagið sé "drukkið", svo mikið rugl er á þessu landi.

Er það vitlaust af mér að álíta að orðið Vantrú, þýði Anti-trú? Það gerði það þegar ég lærði íslensku. Enn það er kanski ekki eina orðið sem er búið að skipta um meiningu gjörsamlega.

Mattías! Ég hef engan áhuga á þessum félagsskap þínum, enn gæti álpast inn í hann ef ég væri drukkinn.

Annars líkar mér við ruddaskapinn í þér. Það er alla vega merki um að þú sért lifandi.

Þú segir Vantrú sé ekki neitt trúfélag. Enn aðrir segja að þið séuð næstum öfgafullt trúfélag.

Hvað hefur fengið fólk til að halda að þið séuð Trúfélag? Er það bara að giska á eða ljúga upp á félagsskapinn?

Ég sjálfur er ekki trúaður, væri til í að tyrúa á eitthvað, enn finn ekkert sem mér finnst vit í.

Þú ert alla vega búin að fæla marga frá Vantrú félaginu með hvernig þú rökræðir.

Hroki og yfirlætislegur tónn fylgir mjög oft heittrúuðu fólki. Má ég hafa þessa skoðun á Vantrú og þér? Er það heimilt?

Áttarðu þig á að þú ert að gefa fólki leyfi fyrir hinu og þessu? Það er eins mikill hroki og hægt er að hugsa sér...

Annars er ekkert vit í að ræða við fólk eins og þig nema augliti til auglitis. Bara til að sjá hvort þú sért ekta eða ekki..

Óskar Arnórsson, 8.12.2008 kl. 18:36

83 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Af hverju segist þið þá vera í baráttu? Enn og aftur ég varpa bara fram skynjun minni sem borgari þessa lands á vantrú. Og reyndar skynjun fólks í kringum mig ef út í það er farið en það er annað mál.

Við segjumst vera í baráttu gegn hindurvitnum.  Hvernig berjumst við gegn hindurvitnum?  Jú, með því að veita mótvægi gegn boðun hindurvitna.  Með því að stunda gagnrýna umræðu.  Það er það sem Vantrú gengur út á. 

Enginn átrúnaður eða átrúnaður á ekkert? 

 Hvort skrifaði ég "enginn átrúnaður" eða "átrúnaður á ekkert"?  Jú, hið fyrra.  Hver er þá tilgangur spurningarninnar annar en tilraun til útúrsnúnings?  Hvernig er svo hægt að hafa átrúnað á ekkert?

Félagsskapur sem heldur sinni trúarafstöðu fram, er í baráttu gegn öðrum trúarafstöðum og rukkar pening fyrir að fá að vera með (hvort sem þið hættuð því fyrir 2 árum eða ekki, þetta stendur á síðunni ykkar) að þá hlýtur sá félagsskapur að vera trúfélag engu að síður eða hvað?

 Þú verður að gera greinarmun á hugtökum.  Vantrú hefur enga trúarafstöðu.

Þetta snýst ekki á nokkurn hátt um að ég sé hörundssár Þórður Ingi.  Þetta snýst um að samtalið er glórulaust þar sem þú leggur þig fram um að snúa út úr.  Það eina sem ég get gert hér er að leiðrétta þig trekk í trekk - en það er eins og þú sættir þig ekki við min skilning á félaginu.  Þetta tuð um félagsgjöld er út í hött, næstum öll félög rukka félagsgjald, þannig fjármagna þau sig.  Það gerir félag ekki að trúfélagi.

Matthías Ásgeirsson, 8.12.2008 kl. 18:40

84 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Óskar, ég biðst velvirðingar á ruddaskap.  Ég skyldi einfaldlega ekki athugasemdir þínar - þótti þær afskaplega undarlegar.

Er það vitlaust af mér að álíta að orðið Vantrú, þýði Anti-trú?

Vantrú þýðir skortur á trú, trúleysi.

 Hvað hefur fengið fólk til að halda að þið séuð Trúfélag? Er það bara að giska á eða ljúga upp á félagsskapinn?

Þetta er ósköp einfaldlega kjánaleg klysja sem fólk endurtekur án þess að velta fyrir sér.

Áttarðu þig á að þú ert að gefa fólki leyfi fyrir hinu og þessu? 

Hvað áttu við - hvar geri ég það?

Annars er ekkert vit í að ræða við fólk eins og þig nema augliti til auglitis. Bara til að sjá hvort þú sért ekta eða ekki..

Það er ekki flókið að finna nánari upplýsingar um mig til að staðfesta hvort ég er ekta eða ekki.

Matthías Ásgeirsson, 8.12.2008 kl. 18:45

85 identicon

Ég er ekki að leggja mig fram við að snúa út úr. Var að velta upp spurningu um skilgreiningu og hvort hægt væri að skilgreina Vantrú sem trúfélag og benti á nokkra punkta því til stuðnings.

Tilgangur spurningarinnar "enginn átrúnaður eða átrúnaður á ekkert?" var einmitt sá sem ég nefndi. Ef þú ert búinn að taka afstöðu að trúa á ekkert ertu þá ekki trúaður að einhverju leiti? En átrúnaður á ekkert er góður og gildur, í fínu lagi.

En það sem ég á við þegar ég segi að þú virðist er hörundsár er það hvernig þú talar til mín af því að ég velti upp þessari spurningu. Þú segir að ég sé með heimskulegt þvaður, skilji ekki, berjist við að snúa út úr þegar ég velti upp spurningum og gagnrýni ákveðna hluti.

Ég tek þessu sem hroka gagnvart mér, segir að ég sé fordómafullur og fleira í þeim dúr.

Ég nefndi félagsgjöldin af því að trúfélög eru oft sögð gráðug, ég ætla ekki að gera vantrú upp peningagræðgi og ég veit vel að félög fjármagna sig með félagsgjöldum, þetta var bara eitt af því sem vantrú á sameiginlegt með trúfélögum, og félögum almennt. Vettvangur Vantrúar gerir hann að trúfélagi. Hvernig í ósköpunum þú lest "tuð" út úr því að ég hafi nefnt þetta tvisvar veit ég ekki.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:57

86 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mattías! Þegar ég meina "ekta" þá á ég við að þú sért algjörlega sannfærður um þína skoðun á trúmálum. Sannfæring og trú er það sama í mínum huga.

Leyfi er gefið og er kurteishjal á íSlandi, eins og t.d. "Þú mátt alveg hafa þessa skoðun"!! ('eg gef þér leyfi til að hafa þína skoðun!)

Þarf einhver hér að spyrja þig um leyfi til að hafa aðra skoðun enn þú.

Hér lengra upp á síðunni sagði ég" Mattías, reyndu aldrei að gefa mér skipanir!" eeða eitthvað svoleiðis.

Veisti nokkuð af hverju ég sagði það? Ég sagði það ekki bara út í bláinn!

Mér líkaði illa við þig strax við fyrstu komment. Núna er mér farið að líka vel við þig. Ekki spyrja mig hvers vegna.

Segi þetta bara svo þú getir verið viss um að ég get sett fram spurningar sem eru ósköp kjánalegar í þínum augum.

Enn þar sem ég er lítið inn í flestum málum á Íslandi, og sérílagi trúarbrögðum, finnst mér að þú ættir að sætta þig við "heimskulegar spurningar"..ég get ekki vitað allt sem þú veist, og öfugt...

"No hard feelings". 

Óskar Arnórsson, 8.12.2008 kl. 19:20

87 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hafi leikið minnsti vafi á því að Matti væri auli þá er hann hér búinn að staðfesta það með undirskrift sinni. Öðrum eins heilalausum hrokagikk minnist ég ekki að hafa mætt um dagana. Og svo er bráðfyndið að sjá að þegar þessum Vantrúði er einhvers staðar andmælt eða godforbid þegar honum er hallmælt þá koma litlu baby-Vantrúðarnir eins og halinn á Myrkrahöfðingjanum með.  Alveg kostuleg lítil hirð!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.12.2008 kl. 19:20

88 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvað áttu við Helga Guðrún? Útskýrðu þetta nánar. Það eru langar í mér leiðslurnar stundum, og ég kann ekkert lengur í íslenskum gátum...

Óskar Arnórsson, 8.12.2008 kl. 19:26

89 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég tek þessu sem hroka gagnvart mér, segir að ég sé fordómafullur og fleira í þeim dúr.

 Þórður Ingi, þú byrjaðir hér á því að saka mig um hroka og skort á umburðarlyndi.  Þú verður að sætta þig við að ég svari þér í svipuðum tón.

 Tilgangur spurningarinnar "enginn átrúnaður eða átrúnaður á ekkert?" var einmitt sá sem ég nefndi. Ef þú ert búinn að taka afstöðu að trúa á ekkert ertu þá ekki trúaður að einhverju leiti? En átrúnaður á ekkert er góður og gildur, í fínu lagi.

Það er glórulaust að tala um átrúna á ekki neitt.  Menn gett ekki "trúað" á "ekki neitt".   Menn geta aftur á móti verið "ekki trúaðir".  Við í Vantrú erum "ekki trúuð".

Ég nefndi félagsgjöldin ... þetta var bara eitt af því sem vantrú á sameiginlegt með trúfélögum, og félögum almennt.

Það sem ég feitletraði er kjarni málsins, þarna hittir þú naglann á höfuðið.  Vantrú er nefnilega félag, alveg eins og trúfélög eru félög.  En Vantrú er ekki trúfélag, ekki frekar en Krabbameinsfélagið eða Þjóðdansafélag Reykjavíkur.

Vettvangur Vantrúar gerir hann að trúfélagi. Hvernig í ósköpunum þú lest "tuð" út úr því að ég hafi nefnt þetta tvisvar veit ég ekki. 

Nei, þetta er glórulaust.  Félag verður ekki að trúfélagi þó félagið fjalli um trú og önnur hindurvitni.

Óskar:

Þarf einhver hér að spyrja þig um leyfi til að hafa aðra skoðun enn þú.

Nei, alls ekki.

Helga Guðrún:

Öðrum eins heilalausum hrokagikk minnist ég ekki að hafa mætt um dagana.

Flott, ég bæti þessu á listann.

Og svo er bráðfyndið að sjá að þegar þessum Vantrúði er einhvers staðar andmælt eða godforbid þegar honum er hallmælt þá koma litlu baby-Vantrúðarnir eins og halinn á Myrkrahöfðingjanum með

Hvað ertu að tala um?  Ég er eini meðlimur Vantrúar sem hef tjáð mig í þessari umræðu.  Ertu nokkuð farin að sjá sýnir?

Matthías Ásgeirsson, 8.12.2008 kl. 19:58

90 Smámynd: Óskar Arnórsson

HeLGA gUÐRÚN! éG VEIT AÐ ÞÚ ERT EKKERT BILUÐ, EN ÚTSKÝRÐU ORÐ ÞÍN BETUR!

Óskar Arnórsson, 8.12.2008 kl. 20:13

91 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Matthías, þú setur þig ekki úr færi að ráðast á kristna og miðað við magnið sem frá þér kemur þá mætti halda að þú værir í fullu starfi við þetta. Og þar sem þú varst kominn í alger rökþrot með bullið í þér hér að ofan, þá var bara tímaspursmál hvenær "litlu púkaskottin" þín mættu á svæðið. -Hvað er klukkan núna..?

Óskar, Vantrúðnum féll það fremur þungt þegar ég útnefndi hann (annan tveggja) Aula vikunnar á www.blekpennar.com um daginn. Hann fékk þá haturshópinn sinn til að hrinda af stað ófrægingarherferð, ekki bara gegn mér persónulega heldur öllu vefsetrinu eins og það lagði sig. Hún gerði það sem þessháttar búmerangsendingar gera gjarnan; backfired.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.12.2008 kl. 23:36

92 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Og þar sem þú varst kominn í alger rökþrot með bullið í þér hér að ofan, þá var bara tímaspursmál hvenær "litlu púkaskottin" þín mættu á svæðið. -Hvað er klukkan núna..?

Hvar er ég kominn í rökþrot? (Hvar hef ég sett fram fullyrðingu sem ég hef ekki geta rökstutt?)

Hann fékk þá haturshópinn sinn til að hrinda af stað ófrægingarherferð

Það sem Helga Guðrún á væntanlega við er að ég vísaði fólki á skrif henna. Í kjölfarið skrifuðu fleiri um það sorp sem á þeirri síðu eru, þ.m.t. vantrúarsinni.

Hvernig "backfired" þetta mál?

ps.  reikning muntu fá ;)

Matthías Ásgeirsson, 8.12.2008 kl. 23:41

93 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Já, Óskar, ég gleymdi því að hann vill að ég borgi sér pening fyrir að birta mynd af honum með greininni.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.12.2008 kl. 00:20

94 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Nei, ekki fyrir að birta mynd af mér.  Fyrir að birta mynd frá mér.

Spurðu Guðstein Hauk hvernig þetta virkar.  Hann bað mig nefnilega um leyfi til að fá að birta mynd af sér.  Sem hann fékk að sjálfsögðu.

Matthías Ásgeirsson, 9.12.2008 kl. 00:46

95 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég veit að þú myndir elska að fá að ráða hvaða myndir ég birti en það er ekki á döfinni. Og ég stór efast um að Haukur hafi beðið þig leyfis að birta mynd af sér. Enda kemur þér það ekki við. Þú ert bara lítill kall sem eyðir æfinni í að reyna að láta öðrum líða jafn skítlega og þér líður augljóslega sjálfum.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.12.2008 kl. 08:48

96 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Og ég stór efast um að Haukur hafi beðið þig leyfis að birta mynd af sér.
Þú ert yndisleg!  Í bloggfærslu um bænagöngu skrifar Guðsteinn Haukur:
Svo er mynd sem formaður Vantrúar tók af mér í fyrra, þ.e.a.s. hann Mattías Ásgeirsson, hann var fyrir löngu síðan búin að veita mér góðfúslegt leyfi til þess að birta hana.
Þú heldur ennþá að höfundarréttur sé bara eitthvað bull!

Þú ert bara lítill kall sem eyðir æfinni í að reyna að láta öðrum líða jafn skítlega og þér líður augljóslega sjálfum.
Heldur þú að fólk sé ekki farið að sjá í gegnum þetta Helga Guðrún.  Hvort okkar er sífellt að ausa svívirðingum yfir hitt?  Hvort okkar er þá "lítið" og líður "skítlega"?  Skítkast þitt lendir nefnilega allt á sjálfri þér.
 

Matthías Ásgeirsson, 9.12.2008 kl. 09:28

97 identicon

Jesú er tilbuinn karakter, uppskáldaður að kirkjunni til þess að tæla auðtrúa til þess að lúta henni.

DoctorE (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 17:55

98 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

DoctorE: Ef Jesús er tilbúinn karakter, af hverju eru þá ekki kristnir einstaklingar á fyrstu 20-50 árunum eftir hans tíma að nefna hann á nafn?

Einar Sigurbergur Arason, 10.12.2008 kl. 02:53

99 Smámynd: Óskar Arnórsson

Varstu að rukka fyrir einhverja mynd Mattías? Var þetta einhvert listaverk?

Nú skil ég ekki neitt... Er Guðrún að segja satt?

Óskar Arnórsson, 10.12.2008 kl. 12:50

100 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

DoctorE: Fyrirgefðu, síðasta færsla er villandi orðuð. Hún á að vera svona:

Ef Jesús er tilbúinn karakter, af hverju eru þá vantrúaðir einstaklingar á fyrstu 20-50 árunum eftir hans tíma að nefna hann á nafn? Fólk sem hefur engan áhuga á að skipa sér í flokk fylgjenda hans eða yfirhöfuð að fylgjendum hans fjölgi neitt.

Einar Sigurbergur Arason, 11.12.2008 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband