Verður Davíð Oddsson nýr formaður Frjálslyndaflokksins?

davidoddssonSeðlabankastjóri kann því illa að hann sé gerður að blóraböggli, sérstaklega vegna  þess að hann var margbúinn að aðvara ríkisstjórnina um að ekki væri allt með felldu hjá bönkunum. Án þess að hún brygðist  við. Á fundi hjá viðskiptanefnd í morgun hæddi hann ríkisstjórnina með því að skjóta sér á bak við bankaleynd en það var einmitt í skjóli bankaleyndar sem fjárglæframennirnir féflettu landslýð.

Davíð Oddsson seðlabankastjóri, hefur gefið ríkisstjórninni gula spjaldið og skilaboðin eru skýr: Hann ætlar ekki að hætta sjálfviljugur ef hann verður látinn hætta mun hann hella sér út í pólitík aftur.

Á sama tíma hefur það spurst að Davíð hafi áttað sig á að orsaka efnahagsvandans megi rekja til kvótakerfisins, enda skuldar sjávarútvegurinn ca. 400% af ársveltu sinni.
Hver hefur svo bariist gegn kvótakerfinu öll þessi ár? Frjálslyndiflokkurinn. Þess vegna ætti Davíð kannski heima þar, en þetta eru bara mínar pælingar.


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flower

Er enginn notalegur staður til fyrir Davíð þar sem hann getur dútlað sér við eitthvað svo að hann þurfi nú ekki í stjórnmál aftur?

Flower, 4.12.2008 kl. 13:20

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ó mæ god, held ekki. 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.12.2008 kl. 13:38

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég hef sagt það áður og segi aftur, að boltinn er hjá ríkisstjórninni. Geir H. og félagar eiga að taka af skarið og reka Davíð ef hann hefur gjörst sekur um afglöp í starfi.

Reyndar liggur rót vandans í gerspilltu og stöðnuðu embættismannakerfi, en það er nánast ekki hægt að reka embættismenn (seðlabankastjóra, presta, ráðuneytisstjóra o.þ.h.)

Það þarf mjög mikið að ganga á til þess og sú leið sem oft hefur verið farin er að leggja embætti niður, eða færa menn til, samanber sýslumanninn á Akranesi, sem átti að senda til Hólmavíkur á sínum tíma.

Líklega hefur ríkisstjórnin ætlað að leika þann leik með áætlunum um að sameina FME og Seðlabankann.

Theódór Norðkvist, 4.12.2008 kl. 14:25

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehehehe ... ég tek fram að þessi færsla er grín, og enginn alvara á bak við þetta neitt ...   tíhí ..

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.12.2008 kl. 14:46

5 identicon

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 15:28

6 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 20:51

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn.

Þessi færsla er mögnuð.   Sé þá í Frjálslyndaflokknum vilja fá  Dadda kóng  með sér í lið. Það væri nú bara sama og að jarða Frjálslyndaflokkinn.

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.12.2008 kl. 22:53

8 identicon

Leggja niður embætti segirðu, gerði DO ekki einmitt það þegar hann lagði Þjóðhagsstofnun niður þegar honum hugnaðist ekki málflutningurinn þaðan?

Jónína (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 23:25

9 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Það þarf að setja þetta í samhengi hlutanna.

Hann talaði í dag og gengið styrktist um 8% Þetta er vald sem telur

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 4.12.2008 kl. 23:43

10 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Það er ljóst að boltinn er hjá meintri ríkisstjórn landsins. Hún verður að taka af skarið og víkja Davíð frá. Hann nýtur ekki trúverðugleika lengur, hvorki hjá ríkisstjórn eður þjóðinni.

Nú er bara taka rögg á sig og drífa í þessu. Sagði ekki Bismarck einusinni um Ítali: Græðgin er söm við sig, þótt ljónið sé gamalt og illa tennt?

 Það væri akkur af því fyrir ríkisstjórn GHH ef hún tæki af skarið núna.  Hröð handtök nú. 

Baldur Gautur Baldursson, 5.12.2008 kl. 10:59

11 identicon

Ég er orðin frekar þreyttur á því það allt ruglið sé skrifað á Dabba... Samfylking er rosalega dugleg í að beina athygli frá sjálfri sér.

Ríkisstjórnin er fyrst og fremst ábyrg, núverandi sem og fyrrverandi... Dabbi er ekki einn sekur.. en hann er samt sekur

DoctorE (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 12:46

12 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Æ, æ.. æ dónt þínk só!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.12.2008 kl. 19:21

13 Smámynd: Villi Asgeirsson

Eiríkur, evran kostar 300 kall hér í Hollandi. Gengið á Íslandi er pólitískt.

Villi Asgeirsson, 6.12.2008 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband