Geir kúgar þjóðina inn að merg!

 

geir.jpg

 

Myndin hér að ofan er áróðurs plakat Sjálfgræðismanna frá síðustu kosningum ... þarf að segja meira? Angry Pfff ... ,,traust efnahagsstjórn" sögðu þeir, samt kýs þorri landsmanna þetta pakk alltaf yfir sig! Sem vonandi breytist núna, en það er nú meiri skellurinn sem þurfti til þess að menn áttuðu sig!

Ég bendi fólki á vefsíðuna kjósa.is þar sem hægt er að skrá nafn sitt í undirskriftarsöfnun í þeirri von að knýja fram kosningar.

Mótmælum öll þessum spilltu ráðamönnum, á FRIÐSAMAN hátt, hjarta mitt brast þegar ég sá hamaganginn við lögreglustöðina. Ef á að taka mark á þessum mótmælum þá verðum við að koma fram eins og siðmenntað fólk, mætum öll í FRIÐSÖM mótmæli á laugardaginn kemur!


mbl.is Íslendingar láti ekki kúga sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk fyrir að draga þetta plakat fram...þvílíkur sannleikur!!! Já ég hvet einnig alla til að fara inn á kjosa.is, það hef ég gert..

Guðni Már Henningsson, 23.11.2008 kl. 03:03

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú hefur öllu verið á boninn hvolft og þá þarf bara að hypja sig og hleypa traustri efnahagsstjórn að.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2008 kl. 11:05

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skuldleysi ríkisjóðs fólst í þrennu Eggert:

1. Rekstrarkostnaður og skuldir vegna hans voru flutt á sveitarfélögin, sem eru skuldug upp fyrir haus.

2. Sala ríkiseigna, sem gerði það að verkum að nú á ríkissjóður ekkert til að bregðast við hallanum. Öryggisnetið sem fóls í þessum veðum var klippt burt.

3. Framkvæmdir á vegum ríkisjóðs voru boðnar út til einkaaðila, sem skuldsettu sig fyrir þeim.  Skuldirnar fyrir þjóðarbúið jukust því en voru faldar í ótengdum rekstrareiningum, sem er hluti af einkavæðingartrikkinu.  Skuldir jukust en sáust ekki á ársreikningi ríkissjóðs.

Skuldleysi ríkissjóðs var því blekkingaleikur einn. Þær voru fluttar til og ríkið gert eignalaust. Þeir geta ekki borið við traustri efnahagstjórn með slíkum bókhaldstrikkum.  Við höfum aldrei staðið verr.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2008 kl. 11:13

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Semsagt skuldbindingar ríkissjóðs margfölduðust, en skuldir voru faldar hjá verktökum og sveitafélögum.

Eignir ríkisjóðs minnkuðu niður í nánast ekkert og rekstrakostnaður var falinn í einkavæddum einingum, sem ríkið greiddi mestan rekstrarkostnað af. (t.d. einkareknar heilbrigðisstofnanir, sem fá greitt fyrir hvern sjúkling)

Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2008 kl. 11:20

5 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég tek undir með Jóni Steinar,nú undanfarið hafa sveitafélög líka verið að fara þessa leið að selja eignarhalds og fjárfestingafélögum flestar eignir sínar.

Síðan er gerður leigusamningur að sömu eignum og seldar hafa verið til 20-30 ára sem hljóðar uppá 2x verð þess er selt var en jú kemur til borgunnar á þessum x árum,þannig er hægt að leysa út fé til rekstrar og annarra nota.En auðvitað er þetta ömurleg hagfræði,það eina sem mitt sveitafélag á eftir er blessuð hitaveitan sem reyndar er líka mjög skuldsett.

Það verður bara að viðurkennast að þessir 12.000 milljarðar í erlendum lánum sem bankarnir tóku voru auðvitað lánaðar til sveitafélaga og félaga hingað og þangað,og ekki oft góðar lánveitingar enda voru bankar mikið að lána eða eigendur bankanna sjálfum sér í félögum sem sem þeir áttu hlut í sjálfir.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 23.11.2008 kl. 11:44

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón Steinar - þar kom að því, ég hef ekki sagt þetta áður við þig, en ég er 100% sammála þér! Takk fyrir góð rök!

Hippókrates, Guðna Má og Úlfari vil ég einnig þakka.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.11.2008 kl. 12:10

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jón Steinar hittir naglann á höfuðið. Ég vil síðan bæta við að skýringuna má líka finna í auknum álögum á heimilin og einstaklingana í formi hækkaðra þjónustugjalda og frystingu persónuafsláttar.

Ráðstöfunartekjur fólks voru þannig stórskertar með dulinni skattheimtu. Það gerði það að verkum að fólk var neytt til að skuldsetja heimili sín nánast í botn og borga hundruðir þúsunda og stundum milljónir í vaxtagjöld á hverju ári. Ríkissjóður bólgnaði síðan út af fjármagnstekjuskattinum af okurvöxtum á heimilin og fólkið í landinu.

Theódór Norðkvist, 23.11.2008 kl. 23:18

8 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Hættið nú að argast og sýna stjórnvöldunum mótstöðu. Slíkt er bara alls ekki kristilegt: 

Róm 13:1-2: Hver maður hlýði þeim yfirvöldum sem eru yfir hann sett. Því engin væru yfirvöld ef Guð gæfi þau ekki. Þau sem eru til hefur Guð skipað. Sá sem veitir yfirvöldum mótstöðu veitir skipan Guðs mótstöðu og hlýtur að fá sinn dóm.

Sindri Guðjónsson, 30.11.2008 kl. 05:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband