Skopmynd af Geira að redda þjóðinni ...

 

geir-i-lit.jpg

 


(Smellið 2x á myndina til þess að fá hana stærri)

Hér er skopmynd sem ég gerði í morgun af Geira okkar að taka "skynsamlega" á fjármálakrísu okkar. Hann tekur lán eftir lán eftir lán ... hver á svo að borga? Barna - barna - barna - börnin okkar?

Bretar kúga okkur til samninga vegna Icesave reikninganna, ég er hissa á að þeir hafi ekki beitt valdi sínu innan ESB til þess að koma á okkur hryðjuverkalögum og þvinga okkur til þess að semja ofan á okkur þessa upphæð sem örfáir auðmenn söfnuðu til. Af hverju eigum við að borga slíkar skuldir? Mótmælum svona rugli, og mætum í FRIÐSÖM mótmæli á laugardaginn kemur!


mbl.is Fáum ekki lán nema Icesave deila leysist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það hefur nú ekkert lán verið tekið enn, þó svo við höfum vilyrði frá einhverjum. Svo er jú augljóst að það þarf að taka lán svo hjólin fari að snúast á ný og atvinnulífið komist í lag.

Ingvar Valgeirsson, 10.11.2008 kl. 15:24

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rétt er það Ingvar, því er ekki að neita að við þurfum lán ... en alveg rólegir, höfum við ekki lært neitt af reynslunni?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.11.2008 kl. 15:26

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Góð mynd Haukur. Eigum við ekki bara loka landinu, fara í lopapeysurnar og föðurlandið og lifa á skyri það sem eftir er? Við erum soddan hraustmenni.

Theódór Norðkvist, 10.11.2008 kl. 15:45

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er spurningin Teddi

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.11.2008 kl. 15:57

5 Smámynd: Flower

Af hverju bera allar skopmyndir sem þú gerir svip af þér? Þú ættir kannski að hætta að teikna sjálfan þig í einhvern tíma og vita hvort þetta lagast ekki

Góð mynd annars

Flower, 10.11.2008 kl. 16:01

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ruglið í þér Flower, ég get ekki með nokkru móti séð að þessi sé lík mér á nokkurn hátt.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.11.2008 kl. 16:22

7 identicon

Jólamaturinn í ár: Það sem úti frýs með hor og slefi í boði Geirs og Sollu :)

DoctorE (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 16:27

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hér er svo samanburður Flower, þetta er tvennt ólíkt. En það sem þú átt sjálfsagt við er stíllinn, hann er allsstaðar eins.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.11.2008 kl. 16:28

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - jú eða teiknaðar kartöflur og burtfloginn hænsni ...

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.11.2008 kl. 16:29

10 identicon

Litla trú hef ég á því að nokkuð lán komi frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, enda hans ráð og lánafyrirgreiðsla hrein ólán.

En Bretar og Hollendingar bjarga sennilega málinu og koma í veg fyrir þessa bjarnagreiða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Stundum felst lán í óláni.

En það er dálítið merkilegt þegar bankaræningjar geta gert eigin ríkisstjórnir ábyrgar fyrir þjófnaði sínu.

 Megum við búast við því að ef breskir eða hollenskir bankaræningjar kæmu og hreinsuðu út sjóði Landsbankans Nýja að við getum sent honum Brown og Hollendingum reikningin. Mér sýnist vera komin alveg ný hagfræði þarna í socialiceringu stórþjófnaða.

Nei, vinir mínir, gerum viðeigandi ráðstafanir og látum þjófana borga eigin reikninga hvar sem þeir finnast.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 17:18

11 identicon

Við þurfum að taka lán til að auka gjaldeyrisforðan og koma atvinnulífinu af stað.

Hinsvegar eigum við ekki að láta kúga okkur til að borga þessar innistæður í IceSave reikningum.

Við eigum heldur ekki að þurfa að taka nein lán til að standa við einhverjar skuldbindingar sem að bankarnir gömlu höfðu.   Erlendar lánastofnanir hljóta að hafa tekið veð í einhverjum af fasteignum bankana og þeir geta bara pikkað í það og þrota búin.  Þau koma okkur bara ekki við.

Svo þarf að fara að skoða það hvaða lán er búið að afskrifa og hvaða lán það eru sem við fólkið í landinu erum að borga af.

Mér þykir það miður ef að ríkisbankarnir fái peningana okkar á silfurfati. Það kemur aldrei til með að skila sér.

Það er hinsvegar spurning hvort að við ættum að fá lánin feld niður að fullu en það væri ráð að láta afborganirnar renna í sjóð sem að fær eitthvað hlutverk hvað sem það er því að það er staðreynd að þjóðin á fulla aðild að þessu fyrir alla lánagræðgina sem stóð lengi vel yfir.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 17:32

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Skúli - ég er ekki sammála þér, ég held að við fáum lán hjá IMF.

Arnar - þú kemur eins og ferskur andblær, mikið er ég sammála þér!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.11.2008 kl. 18:39

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn Haukur litli bróðir minn

Er í nágrenni við þig. Gettu hvar?

Æðisleg mynd af Geir Haarde og hans reddingum.

Hann er svo mikið krútt.

Guð veri með þér og þínum

L + P + S biðja að heilsa.

Bæ og aftur bæ.

Rósa hin síunga.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.11.2008 kl. 19:17

14 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það sem er í gangi er að Íslendingar skrifuðu undir EES samninginn. Með honum fengum við sömu aðstöðu og ESBlöndin að mestu leyti. Það vissu stjórnmálamenn´og þeir sem notuðu þann samning. (ÞEIR ÁTTU AÐ VITA ÞAÐ, ENDA NOTAÐI “ÚTRÁSIN” ÞAÐ).

Með undirskriftinni gengust íslendingar undir það að íslendingum (...og íslenskum bönkum) væri ekki mismunað ( VEGNA ÞJÓÐERNIS).

Nú vilja ÍSLENSK STJÓRNVÖLD MISMUNA ÍSLENSKUM OG ERLENDUM SPARISJÓÐSEIGENDUM HJÁ SAMA FYRIRTÆKI!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.11.2008 kl. 20:01

15 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Kære modtager,

Jeg er en Islanding. Jeg har været kunde i Roskilde bank i mange aar, naar jeg
boede i Danmark. Nu er jeg flyttet tilbage til Island og har boet her siden
2004.

Jeg vil gærne spörge om jeg kan igen have en konto i DK, hos jer?

Situasjonen her í Island er forfærdelig med denne værdilöse krone som vi har!

Et halvt aar siden var ein Dkr 11 isl.kroner, nu er den næsten 23!

Ingen her vil længere have denne toiletpapir for en valuta, saa jeg haaber jeg
kan have en konto hos jer?

Kærlig hilsen,
Anna Benkovic Mikaelsdóttir

PS; Mit CPR-numer i DK er 181163-2364

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.11.2008 kl. 20:05

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flott 

Ásdís Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 20:16

17 Smámynd: Linda

Icesafe, Bretar, Hollendinga og IMF geta farið norður og niður fyrir mér.  Slítum stjórnmála sambandi við Breta og Hollendinga, því við erum frjáls og ætlum að vera það áfram og við neitum að borga punktur, og sérstaklega þegar hugsað er út í framkomu Breta við okkur sem og Hollendinga.  Það er komin tími til að segja sig úr Nató, SÞ og Shengen (hvað sem það heitir) og byrja upp á nýtt.  Nota orkuna okkar til að koma á laggirnar risa gróðurhúsum sem munu sjá okkur fyrir, korni,ávöxtum,grænmeti jafnvel hrísgrjónum, við getum, ætlum og skulum hætta að láta vaða yfir okkur á slímugum skónum. 

Kannski er þetta ekki beint Kristilegt að vera svona foy, en vá maður er bara búin að fá nóg.

bk.

Linda.

Linda, 10.11.2008 kl. 21:18

18 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Linda...ertu í VantrÚ?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.11.2008 kl. 22:40

19 Smámynd: Hörður Finnbogason

Everything shall be shaken, everything shall be broken..

Fóruð þið ekki í samfélagið Kærleikann á föstudaginn eða hvað?

Nú er góður jarðvegur til þess að það sem þarf að brotna innra með okkur verði mölbrotið af Guði.  Við þurfum að detta á Hyrningarsteininn.

shalom kveðja,

Hörður Finnbogason, 10.11.2008 kl. 22:51

20 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hef heyrt að heitasti rétturinn í dag sé Núllur.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2008 kl. 22:52

21 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Haltu áfram að teikna, gaman að þessum kalli! Skemmtilegri að vísu teiknaður en alvöru!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.11.2008 kl. 23:21

22 Smámynd: Theódór Norðkvist

Linda ég er sammála þér að við segjum okkur úr NATÓ, en ekki úr SÞ. Auk þess tel ég að það sé margfalt hagkvæmara að nota orkuna eins og þú leggur til en að gefa hana til spilltra auðhringa með tengsl við hergagnaiðnaðinn.

Hvað eru núllur? Ég veit hvað núðlur er, ágætis ódýr matur eins og pasta, hrísgrjón o.þ.h.

Theódór Norðkvist, 10.11.2008 kl. 23:41

23 Smámynd: Linda

Anna mín, nei ég er ekki í vantrú, hehe, er heittrúuð og líka með skap sem kemur mér stundum í klandur

Hörður Shalom, ég er þér vitanlega bara sammála, ég er bara svo til í að við förum að gera eitthvað, láta í okkur heyra og bara byrja upp á nýtt.  BTW fór í kærleikann í gær, vá maður, ég sat frekar aftarlega og var bara á bæn, og jemin eini gólfið gekk í  bylgjum hehe, það var svo mikið fjör, á eftir að kíkja aftur og fá kraftinn í æð.

Hæ Teddi, einmitt, það er bara um að gera að ræða þessa hluti og koma með hugmyndir til að gera betur.  Sjáumst kannski næsta Laug.

Hvað eru Núllur..

Linda, 11.11.2008 kl. 00:41

24 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Eru núllur ekki núðlur ?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.11.2008 kl. 01:09

25 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þú verður að spyrja Jón Steinar að því. Hann segir að þær séu heitasti rétturinn í dag, en mér finnst núðlur líka ágætar kaldar.

Theódór Norðkvist, 11.11.2008 kl. 01:40

26 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Svo er fólk að furða sig á því að ekki sé tekið mark á Íslendingum. Sjá hér. Þetta er bara grín hvort eð er.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.11.2008 kl. 05:50

27 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Núllur samanstanda af engu með dálitlu af ekki nokkrum hlut og dassi af tómi.  Ágætt að drekka uppgufað vatn með og setja þögn á fóninn.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 07:45

28 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Fyrirgefðu, Haukur, ég gleymdi alveg að hrósa þér fyrir myndina, hún er ágæt.

Ingvar Valgeirsson, 11.11.2008 kl. 10:43

29 identicon

Teiknaðar kartöflur og burtflogin hænsni eru líka vinsæll matur í dag!

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:50

30 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já, nú skil ég Jón. Haukur, má ég hannesa myndina þína og sýna vinnufélögum?

Theódór Norðkvist, 11.11.2008 kl. 11:11

31 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Teddi - jú þér er velkomið að hannesa (án gæsalappa) myndina. Ég mun birta fleiri myndir ef svona lagað vekur fólk til umhugsunar.

Svanur Gísli - Hárrétt, hvernig getur fólk hugsað sér að kjósa þetta lið yfir aftur, ég bara næ því ekki.

Jón Steinar - takk fyrir útskýringu þína á þessu núðlutali þínu, þú varst alveg búinn að rugla mig! En ég skal senda þér nokkrar sultukrukkur, eins og við töluðum um hérí denn. 

Arnar - mikið rétt!

Hörður - jú ég var í Kærleikanum á föstudaginn, og fannst barasta gaman þótt úrvinda væri.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.11.2008 kl. 11:35

32 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Svona sparkar IMF og Evrópubandalagið í okkur liggjandi.  Þetta, Evrópusamband er einmitt það fjölþjóðasamakrull sem nú meirihluti þjóðarinnar vill að við göngum í.  Meir að segja fyrrum vinir okkar og ættingjar Norðurlandaþjóðirnar hafa snúið við okkur baki. Setja fyrirvara fyrir kæreika sinn.

Bara Færeyingar. Bara þeir hafa verið okkur vinir!   Allir aðrir vilja sparka í okkur liggjandi og sýna okkur ódrengilegheit.

Baldur Gautur Baldursson, 11.11.2008 kl. 12:01

33 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já ætlaði ég ekki að senda þér hraðsuðuketil eða var það brauðrist? Man ekki hvað veðmálið var. Held það hafi verið endurkoman.

Eru þetta Nostradamusarsultur? Hann var mikill sultugerðarmaður og gaf út bók um þetta, sem finna má á netinu. Það er náttúr lega betra að líða sult með u á eftir.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 12:27

34 identicon

Verð að hrósa þér fyrir frábæra mynd og hugmyndafræðina á bakvið...hehe.....bara snilld!!!!

Og takk fyrir síðast - alveg frábært að kynnast þér í eigin persónu.

Ása (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 13:21

35 Smámynd: Mofi

Snilldar mynd Haukur :)

Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvernig meiri lán geta verið einhver snilldarlausn á okkar vandamálum.

Mofi, 11.11.2008 kl. 13:41

36 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Baldur Gauti - sammála.

Jón Steinar - ekki gleyma lyfjunum þínum ... 

Ása Gréta - sömuleiðis!

Moffi - rock on. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.11.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband