Svona voru mótmælin (Myndir)!

Mikill hiti var í mönnum á Austurvelli í dag. Það byrjaði með að mótorhjólaþyrping lét reykjarmökk koma úr hjólum sínum sem var flott byrjun fannst mér, ég var ekki með myndavél með mér og eru þessar myndir birtar með góðfúslegu leyfi Lindu:

 

pb080139.jpg
 
Svo var hægt að krækja sér mótmælaskilti sem litu svona út:
pb080138.jpg
 
Rosalegast fannst mér þó, þegar einhver klifraði upp á alþingishúsið og flaggaði Bónusfánanum, sem er raunar doldil táknrænt.
 pb080159_722419.jpg
 
Svo er hér mynd af mér loksins gleraugnalausum og nýklipptur ... Pinch
pb080163.jpg

Þessi mynd segir sjálf, enda er hálfgerðir kjánar á þingi núna.
pb080166.jpg
 
Hér urðu svo átök á milli lögreglunnar og mótmælenda þar sem átti að handtaka fánamanninn:
pb080173.jpg
 
 

Ég verð að segja að þetta er rosalegasta upplifun sem ég man eftir, og hvet alla menn til þess að leggja sitt að mörkum að mótmæla því hróplega óréttlæti sem Íslendingar eru að upplifa af kjörnum fulltrúum þjóðarinnar.

Ég hitti einnig HeartkærleiksmanninHeart úr Vantrú, hann Hjalta Rúnar, og bauð hann mér að "leiðrétta" trúfélagsskráningu mína, og harðneitaði ég því, sem gefur að skilja.  LoL En hey, hann reyndi þó og gaman var að fá að hitta hann í eigin persónu loksins.

Ég tók samt skjáskot núna áðan af Vantrúarvefnum, og þar kemur fram að þeir hafi aðstoðað 666 manns að "leiðrétta" trúfélagsskráningu sína. Tilviljun ... ég veit það ekki? Shocking Whistling  Dæmi bara hver fyrir sig, en mér fannst þetta skondið og jafnvel viðeigandi að sjá þetta hjá þeim! Tounge (Smellið á myndina til þess að stækka hana, ég bætti sjálfur inn rauða strikinu)

vantru.jpg

Ég bið fyrir svona fuglum! Halo

Að lokum vil ég þakka Lindu innilega fyrir lánið á myndunum.


mbl.is Eggjum kastað í Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Takk fyrir síðast, þetta var hreint og beint magnað, ég held að fólk bara geri sér ekki grein fyrir því (nema að það mæti á svæðið) hvað fólk er samhuga og hversu mikilvægt það er að taka þátt í þessu.  Við getum ekki látið vaða yfir okkur.  Ég segi því ..

"NEI, NEI ÉG BORGA EKKI MEIR" NEI NEI ÉG BORGA EKKI MEIR".

OG HANANÚ.

Linda, 8.11.2008 kl. 19:29

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gunnar - já, ég lenti sjálfur í þvögu þarna og hafði miklar áhyggjur af reiði manna, því ekki má gleyma þeim mikla mun sem er á réttlátri reiði og hatri. En allt fór þetta vel, og skil ég vel pirring manna. Sjálfur missti ég vinnuna vegna alls þessa, og á því hagsmuna að gæta.

Linda - já þetta var alveg magnað! Ég hef sjaldan upplifað annað eins! Takk fyrir góðan dag og að fara með mér í þetta, og sammála er ég:

"NEI, NEI ÉG BORGA EKKI MEIR" NEI NEI ÉG BORGA EKKI MEIR".

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.11.2008 kl. 19:33

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gunnar - ég hef Guð með mér, því er ég handviss um að þetta fer vel.

Kreppukarl - mikið er ég sammála þér!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.11.2008 kl. 20:05

4 Smámynd: egvania

 Guðsteinn leitt finnst mér að lesa að þú ert ekki búinn að fá vinnu ég trúi samt að það rætist úr þessu hjá þér en margir eru eflaust um hvert starf núna.

 Svo eru það þessi mótmæli því að kasta eggjum í húsið ekki hefur það neitt til saka unnið

Góða helgi Ásgerður

egvania, 8.11.2008 kl. 22:57

5 Smámynd: Flower

Það hefði verið áhugavert að mæta þarna en ég er í öðrum landshluta þannig að það var ekki hægt. En hvað halda fjölmiðlar að þeir séu og hverja þeir séu að blekkja núna á tímum netsins?

Flower, 9.11.2008 kl. 11:29

6 identicon

Sá réttur að mótmæla, styð ég algerlega. Enn að grýta matvælum í alþingishúsið finnst mér þvílíkur fíflaskapur. Af hverju fór fólkið ekki frekar með matvælin til mæðrastyrksnefndar. Þetta magn af matvælum hefði getað mettað marga maga. Og annað með þessi mótmæli.  Þegar að byrjað er að sækjast að lögreglu, þá eru þau kominn í rugl. því það er fólk eins og þú og ég , sem eru bara að vinna sína vinnu.

Karl jónas (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 12:36

7 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Ég ætti kannski að athuga hjá Hagstofunni hvort ég sé ekki örugglega skráð í Þjóðkirkjunni og ef svo er ekki þarf ég að láta leiðrétta trúfélagaskráningu mína hið snarasta. Hjalti, sem þú segir frá, mundi örugglega geta leiðbeint mér um það enda ég fjarri góðu gamni og fúlustu alvöru og get ekki gert mikið meira við egg en að spæla þau. Ég styð heilshugar málefnaleg andmæli og það er allt í lagi þó það fari eitthvað fyrir þeim. 

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 9.11.2008 kl. 15:40

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ein og mér finnst gott að landsmenn séu farnir að mótmla af krafti var samt sitthvað sem mér fannst hálfsorglegt að sjá. T.d. að það vaf mótmælt við Alþingishúsið þegar miklu frekar hefði átt að mótmæla við einhvern bankann eða Fjármálaeftirlitið, enda er þeirra sök miklu mun meiri en þingmanna eftir því sem mér sýnst. Svo sýndist mér í sjónvarpinu mínu menn vera farnir að slást við lögguna og það er bæði heimskulegt og sorglegt. Ekki myndi ég vilja láta telja mig með svoleiðis skríl.

Svo finnst mér líka skrýtið þetta "við borgum ekki" bull - það versta sem er hægt að gera núna er einmitt að borga ekki skuldir. Þeir sem lánuðu hverjir öðrum á ákaflega undarlegum kjörum og afskrifuðu svo eiga að sjálfsögðu að fara fyrir rétt og þaðan í gapastokk, en ef fólk borgar ekki þá þarf það annaðhvort að borga seinna á svívirðilegum vöxtum eða missa íbúðina, bílinn eða hvorttveggja. Gaman fyrir þá að útskýra fyrir börnunum sínum að þau eigi ekki heima neinsstaðar lengur vegna þess að pabbi og mamma séu fávitar.

Ingvar Valgeirsson, 9.11.2008 kl. 16:14

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Fínar myndir af þér, Haukur, Lindu og Rósu.

Ríkistruntan RÚV, málgagn spilltra stjórnvalda og Stöð 2, málgagn fjárglæframannanna, hafa gert lítið úr mótmælunum, blásið upp það neikvæða, ekkert birt af öllum góðu ræðunum og logið til um fjölda mótmælenda.

Við því er aðeins eitt að gera:

Svelta þá út af markaðnum.

Segja upp áskrift að Stöð 2 og hætta að horfa á báðar stöðvarnar. Það er hægt að lesa fréttir á Eyjunni, sem er líklega eini óháði fjölmiðillinn á landinu í dag.

Það hlýtur að bitna á auglýsingatekjum sjónvarpsstöðvanna ef fólk sniðgengur þær í tugþúsundavís. Þá fjarar undan þeim.

Theódór Norðkvist, 9.11.2008 kl. 17:34

10 identicon

Tókstu eftir 6 6 6 táknunum á alþingishúsinu?  Þau eru þar fyrir allra augum, enda einn besti felustaðurinn "hidden in plain sight".

Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 17:35

11 Smámynd: Þorgeir Arason

Takk fyrir pistilinn. Það veitir ekki af að mótmæla ástandinu og hið besta mál að menn geri það á málefnalegan og friðsamlegan hátt. Persónulega finnst mér ekki sérlega skemmtilegt að sjá fram á húsnæðislánin mín hækka og íbúðaverðið lækka. Þetta snertir okkur öll, vissulega meira þá sem til að mynda missa vinnuna og mjög leitt að heyra.

En þeir sem kasta eggjum, skyri eða slást við lögregluna koma óorði á góðan málstað og dæma sjálfa sig úr umræðunni. Það er á hreinu.

Guð blessi okkur á erfiðum tímum.

Þorgeir Arason, 9.11.2008 kl. 19:00

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sammála er ég flestum hér, því ritað er:

"Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum"

Gullvagn -  nei ég tók ekki eftir þessu, og átt þú sjálfsagt við gamla danska skjaldarmerkið sem er einhverra hlutvegna ennþá þarna.

En ég þakka skemmtilegar umræður.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2008 kl. 19:30

13 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Theódór - ekki skil ég hvernig þú færð það út að Rúv sé ríkistrunta og hliðholl stjórnvöldum. Mér hefur einmitt sýnst í a.m.k. áratug sem Rúv séu alveg einstaklega hlutdrægir og þá á hinn veginn, bæði sjónvarp og útvarp. Ég veit m.a.s. dæmi um að menn hafi eytt heillöngum tíma í viðtöl við Rúv-fréttamenn til þess eins að heyra "þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í..." í fréttatímanum.

Eins hafa þeir verið leiknir við að finna hina ýmsu sérfræðinga og kunnáttumenn til að tjá sig um hin ýmsu mál, menn sem hafa við nánari athugun verið langt frá því að vera hlutlausir.

Hér er t.d. dæmi, eitt af mörgum:

http://www.andriki.is/default.asp?art=27032006

Ingvar Valgeirsson, 9.11.2008 kl. 21:24

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ingvar hefur þú ekki fylgst með fréttum af mótmælunum undanfarnar vikur? Hvað eftir annað hefur RÚV talað niður og beinlínis logið til um fjölda mótmælenda. Sagt þá 500 þegar þeir voru nokkur þúsund og um 1.000 þegar þeir voru mörg þúsund. Ekki sýnt brotabrot af ræðum Einars Más og fleiri góðra manna og kvenna. Síðan reyna þeir að blása upp nokkur eggjaköst á alþingishúsið sem voru þegar fundinum lauk.

Það er vitað að ríkisstjórnin kallaði helstu fjölmiðla á teppið til sín og lagði þeim línurnar um hvernig ætti að fjalla um atburðarásina. Það er kannski ekki skrýtið að ríkisstjórnin sé að sækja um lán hjá Kína. Líkur sækir líkan heim.

Theódór Norðkvist, 9.11.2008 kl. 23:36

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll litli bróðir.

Við erum flottust.

Bónus býður betur.

Guð blessi þig og varðveiti

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.11.2008 kl. 00:05

16 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

En þeir hafa samt sýnt frá mótmælunum og það sem meira er - sagt frá þeim fyrirfram og talað um að búist sé við fjölmenni, svona til að hvetja fólk enn meira. Svo er eggjakast í sjálfur sér býsna góð frétt og síst góð meðmæli út á við fyrir stjórnvöld að fólk sé að grýta eggjum í Alþingishúsið. Ímyndaðu þér hvað það segir fólki í útlöndum að sjá svoleiðis. Það er ekki að "blása upp" eggjaköst, þú ert að rugla þeim saman við Láru Ómars.

Ef Rúv væri í alvörunni bláskjár hefðu þeir aldrei sýnt eggjakastið eða lögguslagsmál. Og varðandi mætingartölur þá veit ég ekki hver segir satt, einhverjir viðstaddir hafa nú haldið því fram að aðrir fjölmiðlar hafi farið nokkuð frjálslega með mætingartölur og þá ekki dregið úr heldur hitt.

"Ekki sýnt brotabrot af ræðum Einars Más og fleiri..." - ég hef séð brot úr ræðum Harðar Torfa, Jóns Baldvins, Ómars Ragnarssonar (sem var farinn að syngja svona til að fullkomna athyglissýkina) og fleiri í fréttum Rúv - ætlastu í fullri alvöru til þess að þeir sýni alla þá sem taka til máls?

Svo er jú fullkomlega eðlilegt að stjórnvöld reyni að fá lán hjá Kína, við erum í gríðarlegum viðskiptum við þá og þeir eiga meiri peninga en við. Enda eru þeir fleiri.

Ingvar Valgeirsson, 10.11.2008 kl. 00:28

17 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Úpps, gleymdi alveg að stíla síðasta komment á Theódór, sko...

Ingvar Valgeirsson, 10.11.2008 kl. 00:28

18 identicon

Sæll Guðsteinn minn.

Ég hefði viljað sjá þau fjölmennari, kröftugri  og án allra skrílsláta.

Kærleikskveðjur og frið til allra.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 09:42

19 identicon

Flott mótmæli og verða eflaust enn flottari um næstu helgi.
Fólk verður að gera meira en að standa bara með skilti og láta Geir og Sollu hlæja að sér..

Ég hefði leiðrétt trúfélagsskráningu væri ég þú... ef guddi er til þá er augljóst að hann hatar ísland :)
Mikið af liði í ríkisstjórn er einmitt ramm kristið.. og því fer sem fer hajajha

DoctorE (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 14:19

20 Smámynd: molta

hér er hint:

1 (6) 8 (6) 8 (6) 1

og svo auðvitað

1+8 = 9,
8+1 = 9,
9+9 = 18,
1+8+8+1=18

bæði 9 og 18 innifela 666 -

það eru fleiri merki á og við alþingishúsinu, þannig að ég er ekki búinn að skemma alla skemmtun fyrir þér, ef þú nennir að sjá sjálfur.

molta, 12.11.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 588256

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband