Laugardagur, 25. október 2008
Ég missti vinnuna í dag!
Ég er einn af þeim sem var sagt upp eftir tveggja ára starf hjá Kaupþing. Það er með miklum söknuði og trega sem ég kveð þennan góða vinnustað. Þeirra einstaklinga sem ég vann með kem ég til að sakna mikið og ber þeim öllum kveðju mína.
Ég er þá atvinnulaus frá og með deginum í dag, og leita til ykkar lesenda minna um ábendingar um vinnu. Ég er margmiðlunarfræðingur að mennt og alhliða tölvunörd og listamaður. Þið þurfið ekki að setja neitt í athugsemdakerfið heldur er einnig hægt að senda mér tölvupóst á: haukurba@gmail.com og sendi ég þá tilbaka upplýsingar sem til þarf, þ.e.a.s. ferilsskrá og annað sem er nauðsynlegt.
Ég sendi hér í gær bænarbréf til kristna bloggvina minna, viðbrögðin stóðu ekki á sér og var ég djúpt snortinn yfir yndisleik trúsystkina minna. Guð blessi ykkur fyrir það!
En ekki er þetta heimsendir og er ekkert öruggt í þessum heimi, ég lít á þetta sem nýtt tækifæri til nýrra og góðra verka.
Um 150 missa vinnuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:50 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 588365
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Sárt að heyra. Vonandi færðu frábæra vinnu sem allra fyrst.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.10.2008 kl. 13:23
Kæri vinur minn. Við höldum ótrauð áfram og verðum bjartsýn fyrir þína hönd. Mundu á hvaða kletti þú stendur.
knús
Linda, 25.10.2008 kl. 13:26
Jenný Anna - kærar þakkir!
Linda - þegar ég á vini sem þig og trúnna, þá er ekki margt sem maður þarf til þess að halda ótrauður áfram.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.10.2008 kl. 13:28
Æi, en ömurlegt. Guð blessi þig og styrki í þessu öllu
Flower, 25.10.2008 kl. 13:39
Leitt að heyra þetta, vona að þú finnir fljótt nýja vinnu.
Hrædd um að þessi hópur eigi eftir að stækka mikið
Kolbrún Baldursdóttir, 25.10.2008 kl. 13:41
Flower - takk!
Kolbrún - rétt er það, því tölurnar sem birtust í fjölmiðlum í gær voru alls ekki réttar. Við erum að horfa uppá mestu fjöldauppsögn Íslandssögunnar bara hjá Kaupþing.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.10.2008 kl. 14:13
Alltaf vont að missa vinnuna sína , vonandi færðu eitthvað ennþá betra gangi þér vel í leitinni!
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 25.10.2008 kl. 14:17
Takk innilega fyrir stuðninginn Bryndís!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.10.2008 kl. 14:25
Sendi þér kærleikshugsanir Guðsteinn minn, og vona að þú fáir vinnu fljótt og vel.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2008 kl. 14:35
Dyr lokast, gluggi opnast, nýtt útsýni, ný tækifæri, ný ævintýri.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.10.2008 kl. 14:37
Ég samhryggist þér Guðsteinn en þú átt eftir að fá góða vinnu enda ertu með rétta viðhorfið til "höfnunarinnar" ef svo má að orði komast.
Benedikt Halldórsson, 25.10.2008 kl. 14:40
Gangi þér vel kæri bloggvinur....
Guðni Már Henningsson, 25.10.2008 kl. 15:06
Guðsteinn!
Hef ykkur fjölskylduna í hjarta mínu
En mundu að Guð getur!
Hvíldu í Guði
Kærleiks kveðja
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 25.10.2008 kl. 15:07
Þetta eru erfiðir tímar og ég vona að þú finnir eitthvað nýtt við þitt hæfi.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.10.2008 kl. 15:09
Það er rosa sárt að upplifa sig allt í einu utan vinnustaðar án þess að hafa valið þá ákvörðun sjálfur - mig langar að gefa þér orð sem ég minni sjálfa mig á þegar mér finnst ég vera framlág:
Allt megna ég fyrir kraft Hans sem mig styrka gjörir - Guði er enginn hlutur um megn!!!
Guð blessi þig og fjölskyldu þína!!!
Ása (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 15:09
Sæll kæri Guðsteinn.
Þvílík vonbrigði. Innleggið hennar Helgu Guðrúnar vinkonu okkar er magnað.
"Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. Hvað geta mennirnir gjört mér?" Hebr. 13:6.
Er að fara á stjórnarfund. Vona að mér verði sagt upp ritarastarfinu.
Vertu Guði falinn.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.10.2008 kl. 15:24
Erfiður tími. Vonandi færðu vinnu fljótt aftur.
Bestu kveðjur.
Greta Björg Úlfsdóttir, 25.10.2008 kl. 15:35
"Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp?
Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar.
Hann mun eigi láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki.
Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, hann, vörður Ísraels.
Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar.
Um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér mein, né heldur tunglið um nætur.
Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína.
Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu."
"Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. hvað geta mennirnir gjört mér?" Heb. 13:6.
"Guð er þess megnugur að veita yður allar góðar gjafir ríkulega, til þess að þér í öllu og ávallt hafið allt sem þér þarfnist og getið sjálfir veitt ríkulega til sérhvers góðs verks." 2. Kor. 9:8.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.10.2008 kl. 15:39
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.10.2008 kl. 15:41
Leitt að heyra,en ég tek undir með fleirum vona svo sannarlega að þú fáir góða vinnu sem fyrst.
Rannveig H, 25.10.2008 kl. 16:12
Brynja skordal, 25.10.2008 kl. 16:27
Mikið er þetta erfitt bara stórt faðmlag.,
Vona að þú fáir betri vinnu.
Kristín Katla Árnadóttir, 25.10.2008 kl. 17:00
Vona innilega að þú fáir góða vinnu sem fyrst.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.10.2008 kl. 17:11
Vá! Þvílík viðbrögð! Maður er bara snortinn! Takk allir!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.10.2008 kl. 17:48
Sæll Guðsteinn minn.
Þetta er gífurleg lífsreynsla fyrir þig fyrir fjölskylduna og fyrir vinnufélaga þína. þú átt fulla samúð mína opg mér finnst ég þekki þig að verðleikum sem þú veist kannksi ekki sjálfur um og þú lumar á dugnaði sem er öðruvísi en sá sem við þekkjum. Og nú nýtist hann þér. Kærleikskveðjur til þín Guðstein minn og til fjöskyldu þinnar og allra hinna sem hafa mistt vinnuna sína um stundarsakir.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 18:09
Guðsteinn, þú ert aðeins eitt af mörgum fórnarlamba útrásarinnar sem hefur ekkert með hæfni þína eða persónuleika að gera.
Margmiðlunarfræðingur og tölvunörd gæti t.d. "farið út í sjálfstætt"; eitt fyrirtæki hefur etv ekki efni á föstum starfsmanni með þína kunnáttu en mörg fyrirtæki hugsanlega part af honum.
Gangi þér vel í hverju sem þú velur.
Kolbrún Hilmars, 25.10.2008 kl. 18:22
Þú munt rísa fljótt upp aftur. Vittu til!
Ég þakka fyrir þann tíma sem við unnum saman og óska þér alls hins besta. Þín verður saknað.
Þarfagreinir, 25.10.2008 kl. 18:31
Brostu
Svala Erlendsdóttir, 25.10.2008 kl. 18:33
Ég segi það enn og aftur, ég er ofboðslega hrærður yfir þessum viðbrögðum! En ég er ekki af baki dottinn, og horfi fram á veginn og lít á þetta sem nýtt tækifæri! Hver veit hvað gerist! En Guð veit hvað hann syngur og treysti ég honum fullkomlega fyrir framtíð minni!
TAKK!!! ... allir ... veit ekki hvað ég get sagt meir!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.10.2008 kl. 18:43
Gangi þér vel.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.10.2008 kl. 19:27
Guðsteinn, ég skrifaði nokkur hvatningarorð til samlanda minna í bloggið mitt áðan.
Greta Björg Úlfsdóttir, 25.10.2008 kl. 19:39
Guð blessi þig og þína.Ég er sannfærð um að Guð fer fyrir þér og þínum .
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 20:41
Vona að þetta sé bara upphaf að einhverju nýju og betra. Einhverju þar sem hæfileikar þínir nýtast betur. Örvæntu ekki. Ef þú finnur ekki vinnu strax, þá gætirðu til dæmis haldið námskeið í að gera teikniseríur. Það hafa margir krakkar áhuga á slíku og það myndi vafalaust gleðja þau líka. Nú eða þú getur nýtt tölvukunnáttu þína á sama máta. Margir þurfa líka að brúa bilið á milli atvinnuleysis og nýrrar vinnu, svo það er verðugt að halda andanum á lofti með að læra eitthvað nýtt. Þannig gætir þú veitt hjálp í leiðinni.
Ertu sæmilegur í einhverju 3d forriti? Það eru margir sem hafa áhuga á því. Ég finn það með Sketchup vinnunni minni að mörgum langar að læra það, en ég hef bara ekki tíma til að sinna því af því að ég er að berjast við að smíða teikningarnar mínar líka í snjóstorminum hér á Sigló.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.10.2008 kl. 21:59
Þegar einar dyr lokast þá opnast yfirleitt aðrar. Þú þarft bara að vera með augun og vitin hjá þér opin til að grípa tækifærið þegar það gefst.
Í kreppu eins og nú er, sem ekki er hungur kreppa heldur "veraldsgæðakreppa", þá myndast tækifæri. Nú er bara að fara í hugmyndabankann og rifja upp gamla drauma. Ef þú villt stofna t.d. fyrirtæki þá er núna tíminn. Ég skal stofna fyrirtæki með þér ef hugmyndin er góð.
Gangi þér Haukur og ef ég heyri eða veit að einhverju læt ég þig vita.
Halla Rut , 25.10.2008 kl. 22:23
Mig langar að benda þér og öðrum á http://ssf.is/breyttar-adstaedur/
Oddur Þorkelsson (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 22:39
Leitt að heyra þetta Haukur.
Theódór Norðkvist, 25.10.2008 kl. 23:30
Ég sting upp á að við sem trúum á Jesú Krist sem frelsara okkar stofnum sérstakan sjóð til að mæta áföllum eins og Haukur hefur nú orðið fyrir.
Hver og einn leggi í sjóðinn eftir efnum og ástæðum, t.d. nokkur prósent af launum sínum. Síðan fengju þeir sem verða fyrir fjárhagslegum áföllum úthlutað úr sjóðnum.
Við vitum hvað lærisveinarnir gerðu í frumkristni, þeir höfðu sameiginlegan sjóð. Ég er til ef þið hin eruð til.
Hver veit hver verður næstur að missa vinnuna? Setjum peningana okkar þar sem lyklaborðið okkar er!
Theódór Norðkvist, 25.10.2008 kl. 23:53
Þú færð mikklu betra þess í stað, þess bið ég í Jesú nafni.Amen.
'Eg virkilega trúi því.
Aida., 26.10.2008 kl. 00:24
Það er ömurlegt að vera atvinnulaus. Það er líka hvetjandi fyrir þá sem þegar eru búnir að missa sína vinnu að heyra os sjá hvernig þú tekur þessu mótlæti á jákvæðan hátt. Þú átt örugglega eftir að fá vinnu einhversstaðar. Það er jákvætt að þú ert trúaðyr, þeir standa betur saman ein þeir sem eru það ekki, það er ég alla vega búin að læra. Eins og einhver sagði hér að ofan, það lokast á einar dyr og það opnast aðrar. Það er hægt að líta á þetta sem spennandi breytingu, þá óþægileg sé...besti báráttu kveðjur!
Óskar Arnórsson, 26.10.2008 kl. 01:10
Stundum er minna nóg - en það breytir ekki því að það er vont að missa. Þú átt samúð mína alla.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 01:29
Guð sér um sína Guðsteinn þú getur treyst því, en samt þurfum við stundum að fara í gegnum þrengingar.
Ég bað fyrir þér
Árni þór, 26.10.2008 kl. 01:45
Kærar kveðjur til þín félagi með allar góðar óskir vonar og trúar.
Ég trúi þvi að þú munir fljótt fá aðra vinnu.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 26.10.2008 kl. 02:01
Heill og sæll; Guðsteinn minn !
Tek undir; kveðjur þessa ágæta fólks, hér að ofan. Hleri ég eftir; hér eystra, um starf, sem þér kynni að henta, léti ég þig vita.
Með baráttukveðjum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 02:07
Þú ert ungur og þú ert hæfileikaríkur. Seinna meir verða þessir erfiðleikar styrkur þinn. Berðu höfuðið hátt. Vertu áfram óhræddur. Gangi þér allt í haginn. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 26.10.2008 kl. 10:07
Ég veit ekki hvað skal segja, nú er bara að skella sér dýpra í tölvurnar, læra læra og læra á meðan enga vinnu er að fá.
Ég held minni vinnu en maður veit ekkert hvað kemur til með að verða í nánustu framtíð...
Ég mun náttlega ekki biðja fyrir þér en bið þig bara um að leggjast ekki í kör eða leita yfirnáttúrulegra lausna, vera skapandi... hannaðu flottasta bloggkerfi í heimi eða eitthvað.
Lifa í mómentinu
DoctorE (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 10:33
Vona að Þú fáir góða vinnu fljótlega.
Gangi þér allt í haginn.
Kveðja Rafn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 10:39
Jú, Doksi, ég held að þú sért nú pínkulítið að stelast til að biðja fyrir honum Gunnsteini...
Fyrirgefðu Gunnsteinn, ég bara mátti til að stríða honum Doksa aðeins.
Gangi þér allt í haginn. Hafðu bjartsýni að leiðarljósi.
Ég veit að trúin mun styrkja þig þessa dagana. Hvenær ætti maður að biðja um hjálp frá Guði ef ekki við þessar aðstæður? Þú finnur svörin í hjartanu þegar þú biðst fyrir. Tæmir hugann og biður í þögn.
Greta Björg Úlfsdóttir, 26.10.2008 kl. 10:47
Gangi þér vel
Á meðan þú treystir Guði, ertu í góðum málum
Ásgerður , 26.10.2008 kl. 12:06
Takk allir, ég er búinn að svara með þessari grein, það eru svo margar athugasemdir að ég kæmist alrei yfir það að svara hverjum og einum eins og ég er vanur!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.10.2008 kl. 13:21
Gangi þér vel, minn kæri... góðir vættir verndi þig og þína.
Sigríður Inga Ingimarsdóttir, 26.10.2008 kl. 14:39
Guðsteinn. Ég samhryggist þér. Veit á eigin skinni og huga, hve erfitt er að missa vinnuna. Þó á ólíkan hátt hafi verið. Þá bað ég ekki heldur um það. Það bara gerðist.
Veit að þú hafir þig uppúr þessu, því lífið býður ekki uppá uppgjöf.
Megi gæfan brosa til þín aftur og kannski breiðar en var.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 15:05
Ég votta þér stuðning minn og jafnframt öllum sem eiga um sárt að binda á Íslandi, á þessum erfiðu tímum. Vona að þú fáir vinnu við hæfi sem allra fyrst.
Jacky Lynn
Jacky Lynn, 26.10.2008 kl. 18:01
Sigrún og Jacky - mikið eruð þið báðar indælar! Takk!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.10.2008 kl. 18:30
Kæri Haukur
Þetta er sárara en tárum tekur, en mundu það að það er ekki eins og þú hafir misst náttúruna...
Mínar bestu kveðjur og von um breyttar aðstæður
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 26.10.2008 kl. 18:40
Guðsteinn leitt er að lesa það að þú ert einn af þeim fjölda sem missa vinnuna það er ekki gott að vera atvinnulaus og með fjölskyldu.
Vonandi rætist úr þessu og ég er vissum að þú færð vinnu þú hefur svo góða menntun.
Kærleiks kveðja Ásgerður
egvania, 26.10.2008 kl. 18:43
Skjalda - takk fyrir hrósið.
Eiki - nei, ég hef ekki misst náttúruna sem betur fer. En ég veit að þetta fer allt vel.
Egvania / Ásgerður - ég ætla vera óstjórnlega bjartsýnn og segja að það rætist úr þessu!
Takk allir!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.10.2008 kl. 19:16
Við segjum : þetta reddast alltaf. Trúðu mér þú færð vinnu áður en langt um líður.
Kærleiks kveðja Ásgerður
egvania, 26.10.2008 kl. 19:22
Ég á mér eitt lífsmottó Guðsteinn, og það er svona "Það sem ekki drepur mig, styrkir mig" ég skil nákvæmlega hvernig þér líður. Mér var sagt upp í endaðan Apríl á þessu ári og það tók mig 2 mán að átta mig á því og þá helltist yfir mig reiði og vanmáttarkennd, en ég á góða vini svo maður þarf bara að raula "Don´t worry, be happy"
— ICELAND'S MOST WANTED —
Sævar Einarsson, 26.10.2008 kl. 19:23
Var að sjá þetta fyrst nú áðan og finnst þetta afar leitt Guðsteinn en fagna að þú glímir við þetta með jákvæðum hætti og sendir þarmeð jákvætt fordæmi til hinna. Þetta blessast allt saman en óþægilegt samt um einhvern tíma.
Ég er svo "heppinn" að vera sjálfstæður atvinnurekandi og maður berst nánast allan sólarhringinn við að mæta breyttum aðstæðum og búa reksturinn undir áföll þau sem smásöluverslun í landinu stendur frammi fyrir. Þúsundir eiga eftir að missa vinnuna og maður er þakklátur ef dagurinn nægir fyrir föstum kostnaði.
Netnördar eiga þó meiri möguleika en margir aðrir því vettvangur þeirra er í raun alþjóðlegur og hugsunin verður má ekki festast í litla íslandskassanum. Menn eins og þú sem búa að bæði sköpunareiginleika og tölvunördahætti eiga því því eins mikla möguleika eins og internetið nær.
Megi þér bera gæfa til að vinna úr þessum starfslega viðsnúning með jákvæðum hætti.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 19:36
Ásgerður - sammála, en síðast liðinn sólarhring hafa mér borist nokkur atvinnutilboð, og passaði ég mig einmitt á að nota ekki "Þetta reddast alltaf" frasan hættulega.
Sævar - "Það sem ekki drepur mig, styrkir mig." ég tek undir þau orð!
Sáli - ég tek undir hvert orð hjá þér, og er ég að vinna úr nokkrum atvinnutækifærum sem mér hafa borist.
Dóra - Rock on!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.10.2008 kl. 22:46
Gangi þér vel
Hólmdís Hjartardóttir, 26.10.2008 kl. 23:20
Gangi þér vel kæri bloggvinur!
Himmalingur, 26.10.2008 kl. 23:29
Hólmdís og Hilmar - Guð blessi ykkur bæði fyrir góðar kveðjur.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.10.2008 kl. 23:42
góðu fólki vegnar alltaf vel á endanum Guðsteinn.
sandkassi (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 23:45
Gunnar - kærar þakkir, en ég tek fram að ég er bersyndugur eins og hver annar.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.10.2008 kl. 23:53
Gangi þér vel
Einar Bragi Bragason., 27.10.2008 kl. 00:49
Nú loks var ég að leyfa mér að fá þessar fréttir, og mig tekur það sárt, kæri Haukur. Þú veizt um mín viðbrögð og ég get endurtekið orð mín: biðja skal ég fyrir þér, en þú ert samt ungur maður með hæfileika til margs og átt vel gefna, sannkristna konu og börn – það er ekki allt fengið með einu starfi, þú færð brátt annað, og ég er viss um að margir munu vilja hjálpa ykkur. Guð blessi þig á öllum vegum þínum og í hugrenningum þínum og lífinu með fjölskyldu þinni. Stundum leiðir hann okkur aðrar götur en við hefðum hugsað að væru þær réttu – jafnvel núverandi kreppa getur verið leið hans til að tyfta, aga og blessa þessa þjóð eða marga í henni. Þú átt margar blessanir, starfið er ekki sú dýrmætasta, heldur líf og andi ykkar Bryndísar og barnanna og annarra ástvina. Þú ert líka ríkur að vinum, og vittu það: þeir munu verða hluti gæfu þinnar áfram. Gangi þér allt til heilla, bróðir.
Jón Valur Jensson, 27.10.2008 kl. 00:52
Einar -takk. :)
Jón Valur - þakka þér innilega fyrir góð orð og góðan stuðning í gegnum allt þetta vesen.
Og kæru lesendur, þarna sannast hver Jón Valur er, hann er kærleiksríkur og góður vinur!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.10.2008 kl. 01:28
Yea rite Guðsteinn... það sem JVJ er að segja er að guddi er að hegna þér og íslandi á réttlátan máta.... það er það eina sem ég sé í .þessu hjá JVJ
Svo má spyrja.. er það JVJ sem leiðir þessa ógæfu yfir ísland... er það businessvæðing trúarbragða sem æsir vin hans JVJ... eru það barnaníðingar kaþólsku kirkjunnar.
hehehe
DoctorE (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 08:27
Gangi þér vel Guðsteinn Haukur .. myndi bjóða þér starf á mínum vinnustað sem tölvukennara ef sú staða væri laus!...
DoctorE; mikið getur þú verið taktlaus .. Guðsteinn Haukur þarf ekki á svona leiðindum frá þér að halda...né nokkur annar, hugsa aðeins.. Í staðinn fyrir að halda áfram að rífa niður, reyndu að fara að leggja eitthvað fallegt og gott til málanna almennt.
Af hverju skrifar þú ekki um lífsgildi þín, Doctor, kærleika og fegurð lífsins. Dásemdina í börnum þínum o.s.frv. í staðinn fyrir að vera með þessa þráhyggju?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.10.2008 kl. 09:47
Takk Jóhanna! Þú ert frábær ! Og tókst Dokksa í bakaríið og þarf ég þá ekki að skamma hann fyrir algjört smekkleysi! Sem ég ætlaði að gera.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.10.2008 kl. 10:53
Þú ert heill heilsu, þú átt góða að, svo átt þú það sem maga skortir, vissuna um, að bygrðar þína eru borna með þér.
Það er einni gmín vissa.
Vonandi færð þú vinnu sem allra fyrst.
miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 27.10.2008 kl. 15:05
Þakka þér, Guðsteinn Haukur. Gullin setning hjá Bjarna; "vissan um að byrðarnar séu bornar með okkur" hún er ómetanleg.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.10.2008 kl. 15:42
Guðsteinn minn, ég hef verið lokuð á síðu Jóns Vals lengi og er það vel...en nú erum við sammála! Viltu vera svo vænn að senda honum þetta komment mitt?
Jón Valur minn, við erum ekki oft 100% sammála, en núna erum við það
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.10.2008 kl. 16:34
gangi þér sem allra best
Brjánn Guðjónsson, 27.10.2008 kl. 16:57
Bjarni - nákvæmlega.
Jóhanna - sammála.
Anna B - Það er komið til skila, því Jón les síðuna mína.
Brjánn - takk.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.10.2008 kl. 17:39
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.10.2008 kl. 20:06
Leitt að sjá þetta kæri vinur, en öll veður styttir upp um síður. Sjálfur hef ég á langri ævi séð tímana tvenna, en alltaf hafa hlutirnir nú lagast til betri vegar.
Mitt mottó hefur alltaf verið þetta þrefalda orð: þrauka, þrauka og þrauka á hverju sem gengur, þá sigrar maður að lokum. Koma tímar og koma ráð.
Bestu kveðjur og ég óska þér alls góðs. Við munum fljótlega hittast vegna sameiginlegs verkefnis.
Bestu kveðjur,
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 21:12
Uhhh mér fannst þetta fullkomlega eðlilegt hjá mér sko....
DoctorE (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 07:30
Núna kom ég bara inn vegna DoktorE og JVJ. DoktorE segir satt og JVJ lygur. Og báðir vita hvað er rétt og hvað er rangt. Flestir eru með þetta kerfi innbuggt, að það hafu vaxið það eða þroskast. Eiginlega er mér alveg sam hvað þetta fyrir bæri er kallað ef fólk skilur það.
Lesiði pistilinn hans Þórarins um lygi og segið mér hvort hann er að tala út bláinn.
Ég held bara að DokrorE og JVJ ættu að vera vinir. Góðir vinir eru ekki sífellt að tala eingöngu um hluti sem þeireru ósammála þeim.
Óskar Arnórsson, 28.10.2008 kl. 08:00
Það á öll umræða sinn stað og sína stund. Umræða um barnaníðinga kaþólsku kirkjunnar á EKKI heima í þessari færslu þar sem verið er að ræða atvinnumissi Guðsteins Hauks, .. DoktorE - hvað ertu gamall?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.10.2008 kl. 10:13
p.s. Ég veit að Haukurinn getur svarað fyrir sig sjálfur, en stundum þyrmir yfir mig vegna tilfinningagreindarleysis fólks.
Annars virðist aldur ekkert hafa með þetta að gera; Óskar, það er ekki fallegt að kalla fólk lygara þó þú sért ekki sammála því eða hafir ólíkar skoðanir.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.10.2008 kl. 10:21
Þegar einar dyr lokast.... og allt það. Það er allavega það sem ég endurtók í huganum aftur og aftur í síðustu viku þegar stóðu yfir uppsagnir í vinnunni hjá mér. Ég var heppin og slapp, en hversu lengi það verður veit ég ekki.
Ég vona svo sannarlega að þér opnist nýjar og spennandi dyr í framhaldinu, Guðsteinn. Gangi þér allt í haginn.
Jóna Á. Gísladóttir, 28.10.2008 kl. 11:08
Hvað er ég gamall... well duh... ég hugsa að ég sé eldri en þú... ég er það gamall að ég á enga ímyndaða vini.
Ég veit að ég stend og fell með sjálfum mér og kannski góðum ALVÖRU vinum.
DoctorE (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 11:16
Guð blessi þig og þína á þessum erfiðu tímum.
Ég veit hvernig þetta er, ég missti allt mitt með hruni bankana.
þú ert ekki einn.
Stöndum saman.
Johann Trast Palmason, 28.10.2008 kl. 12:28
Takk fyrir samstarfið Haukur! Hafðu það sem allra best. Nú verður enginn í mötuneytinu sem sem segir "I like your melons!"
Róbert Badí Baldursson, 28.10.2008 kl. 13:48
Hlustaðu á lagið "In the Arms of an Angel" ..
persóna, 28.10.2008 kl. 16:35
Takk allir, Blaðakona - ég kíki á lagið.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.10.2008 kl. 17:52
Guðsteinn það er svo ótrúlega erfitt að missa vinnuna, það getur brotið sálina og gert okkur svo vanmáttug að stundum vitum við ekki í hvorn fótinn við eigum að stíga.
Ég veit og trúi að þú fáir vinnu ef ekki núna þá fljótlega, það er erfitt að fá vinnu það veit ég og margir sem hafa núna á stuttum tíma misst vinnuna.
Þú hefur svo góða menntun og hef ég þá trú á þér (eftir að vera búin að lesa bloggið þitt lengi) að þú verðir til í allt.
Fyrir einu og hálfu ári missti ég mína vinnu vegna veikinda, vinnu sem að ég var búin að stunda hátt í þrjátíu ár.
Kveðjan frá minni síðastu yfirmanneskju var sú að ég hafi ekki staðið mig í vinnu, ég var mikið veik þá en það ekki tekið með vegna fordóma í garð geðveikinnar.
Kærleiks kveðja Ásgerður.
egvania, 28.10.2008 kl. 21:32
Ég er hér að tárast yfir þessum skrifum en þú misstir vinnuna! skrítið... en þessi pistill og næstu eru afar dúllulegir þrátt fyrir það og þú verður bara að afsaka -
halkatla, 28.10.2008 kl. 23:00
þú værir flottur í pólitík (en átt samt alls ekki heima þar sko)
halkatla, 28.10.2008 kl. 23:01
Hertu upp hugann félagi, lífið gengur sinn vanagang, Dabbi or no Dabbi.
Mér er títt hugsað heim, en ég lagðist í útlegð 84, kom heim 90 of fór eins fljótt og ég gat aftur árið 2000
En nú er öldin önnur, tími uppgjörs og ef Þjóðin heldur sínum dampi þá krefst þjóðin endurúthlutunar þjóðarkvótans sem var að sjáfsögðu grunnurinn að byggðum Íslands.
Ég reyndi á sínum tíma að malda í móinn, en menn vildu ekki hlusta, Jón Baldvin, Davið og Jón Sigurðsson voru staðfastir, Alþýðuflokkurinn klofnaði og við gengum út á Sögu og svo framvegis.
Nú er tækifærið, standið föst
Lifið heil
Njáll Harðarson, 29.10.2008 kl. 00:20
Drottinn er þinn (minn/okkar) hirðir, þig (mig/okkur) mun ekkert bresta !!! Guð blessi þig
Ragnar Kristján Gestsson, 29.10.2008 kl. 07:44
Þetta reddast eins og við segjum á Íslandi. En það er rétt, erfiðleikarnir eru "stepping stones" sem við förum létt með ef við horfum á heildina, mannkynssöguna eða okkar eigin sögu. Þér á eftir að ganga vel.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 29.10.2008 kl. 10:23
VIÐ EIGUM GUÐ AÐ , HANN SÉR UM SÍNA
Jóhann Hauksson, 29.10.2008 kl. 13:31
Svona svona, Guðsteinn Haukur verður eflaust kominn í nýja vinnu á meðan þessi þráður er enn lifandi! .. hann var víst kominn með nokkur tilboð fyrir nokkrum dögum.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.10.2008 kl. 16:07
Jú Jóhanna, ég hef fengið nokkur tilboð sem ég er skoða.
Anna Karen - ég veit ekki með pólitíkina, ég er orðinn hálf þreyttur á henni þar sem þetta er uppskeran. Annars var ljúft að lesa þitt innlegg og Guð blessi þig!
Öðrum þakka ég innilega hlý orð!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.10.2008 kl. 17:24
ég hef ekkert verið inná blogginu þannig að ég var fyrst núna að lesa þessa færslu. Mikið er leitt að heyra það að þú hafir misst vinnuna þína, ég vona bara að úr rætist fyrir þig sem allra fyrst.
Guðrún Sæmundsdóttir, 30.10.2008 kl. 20:36
Þakka þér fyrir Guðrún, mér þykir vænt um að lesa þessi orð frá þér.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.10.2008 kl. 21:57
Guðsteinn fær vinnu eins og skot úr ótrúlegustu átt gæti ég ímyndað mér. Hann klárar sig!
Jóhanna Magnúsar! Má ég hafa mínar skoðanir þó þær séu EKKI fallegar í þínum augum. Þær eru þó alla vega mínar. Ég segi aldrei neitt að ástæðulausu. JVJ var fyrsti maðurinn sem varaði mig við DoktorE þegar ég byrjaði að blogga.
Þegar þú kemur ein inn á nýjan stað og og það rýkur að þér ókunnug manneskja, og varar þig við annari manneskju sem þú þekkir heldur ekki neitt. Svo kom það í ljós seinna að allt var lýgi sem hann sagði.
'eg var ekki að segja þetta tl að móðga þig, mér líkar vel við jákvæðni þína og æðruleysi.
Er bara ekki búin að læra það sjálfur. Er of mikill stríðsmaður í svoleiðis...enn þú sjálf ert alveg yndisleg..
Óskar Arnórsson, 31.10.2008 kl. 14:23
Doksi er góður gæi, þó hann sé haldinn þráhyggju gagnvart trúarbrögðum. Ég tók hann af bloggvinalista hjá mér einu sinni þegar hann gekk fram af mér, en nú er hann aftur orðinn bloggvinur minn.
JVJ henti mér reyndar út af bloggvinalista sínum í vetur, af því ég var ekki nógu trúuð. Á ekki vona á að hann æski eftir mér aftur sem vini.
Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2008 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.