Sjónvarpsþáttur sem þið viljið ekki missa af, viðtal við mig og Skúla Skúlason

Ég og bloggarinn útlægi hann Skúli Skúlason verðum í viðtali hjá presti mínum Friðrik Schram um Íslam á sjónvarpsstöðinni Omega. Þátturinn er tekinn upp og framleiddur af Íslensku Kristskirkjunni, eða söfnuðinum sem ég tilheyri.

Hann verður sýndur í kvöld (föstudagskvöld) klukkan 19:30  og svo klukkan 13:00 á sunnudaginn kemur. Ekki missa af þessu! Smile

Fyrir ykkur sem eruð ekki á útsendingarsvæðum Omega, þá eru hér gagnlegar upplýsingar um hvernig megi horfa á þáttinn.

Satt að segja hef ég sjaldan verið jafn harðorður og einmitt í þessum þætti, og eigið þið eftir að sjá nýja hlið á mér þar sem ég segi allan hug minn um Íslam og þá hættu sem öfgamenn boða. Ég ítreka fyrir pólitískt rétthugsunarfólk að í þessum þætti er fjallað um ÖFGA arm Íslams þann pólitíska, ekki hin venjulega friðsama múslima sem vilja lifa lífi sínu í friði. Langt í frá, en ég verð að taka svona fram einmitt vegna þess að sumir viljandi eða eru einfaldlega ekki nógu vel gefnir til þess að skilja þann mikla mun sem er á þessu.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

þá veit ég hvað ég geri í kvöld kl 19:30,

Linda, 24.10.2008 kl. 10:27

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Glæsilegt Linda.   En nú kemur í ljós hvað ég er í raun og veru ljótur og horaður, ég vona að ég sleppi við gagngrýni vegna þess

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.10.2008 kl. 10:30

3 Smámynd: Mofi

Maður missir ekki af þessu!

Mofi, 24.10.2008 kl. 10:44

4 Smámynd: Mofi

Rugludallur, fyrir kristinn einstakling þá að minnsta kosti er erfitt að finnast æðislegt við trú sem segir að allir lærisveinarnir lugu um krossfestningu og að Jesú borgaði aldrei gjaldið fyrir syndir heimsins.

Mofi, 24.10.2008 kl. 10:46

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rugludallur - ég segi ekki æðislegt, ég er kristinn og tel þá vera á breiða veginum.

Dóri/Mofi - rock on!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.10.2008 kl. 10:48

6 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Guðsteinn, ég lenti í nokkrum rimmum við Skúla hér um árið, mér fannst hann taka allt of djúpt í árinni.

Síðan hef ég kynnt mér íslam betur og ég held að við höfum báðir haft nokkuð til síns máls. Þetta er verra en ég hélt en ekki eins slæmt og Skúli hélt fram.

Hitt er svo annað mál, að það eina sem forðaði okkur frá sömu örlögum, þ.e. að lenda í helgreipum ofsatrúarmanna, er að kristnin felur í sér eigin undanþáguklausu ("Gjaldið keisaranum ...") sem síðan var geirnegld í grunngerð samfélagsins eftir 30 ára stríðið, í Westfalia samningunum.

Kristni var gerð að jaðarfyrirbæri á vesturlöndum. Hinn Íslamski heimur varð aldrei sambærilegrar frelsunar aðnjótandi og því þjáist hann í dag og er ógn við okkar húmaníska samfélag.

Brynjólfur Þorvarðsson, 24.10.2008 kl. 10:58

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Brynjólfur - sammála er ég að Skúli tekur djúpt í árina, en það sem hefur misskilist með hans skrif er að hann er þýðandi og birtir þau eins og þau koma fyrir, beint frá Múslimum. Ég get ekki kallað það öfgaar, en rétt er að taka fram, sem ég reyndar geri í þessum þætti, að öfgar eru beggja megin borðs, bæði hjá Kristnum sem og Íslamistum. Hið pólitíska Íslam stjórnar með kúgun og ótta, það er það sem er fjallað um í þættinum.

En takk fyrir athyglisverða athugasemd Brynjólfur.  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.10.2008 kl. 11:04

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn Haukur my brother.

Næst þegar ég heimsæki höfuðborgina kem ég í heimsókn og sé þáttinn og býð mér í mat í leiðinni. Ég er svo klók.  

Guð veri með ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.10.2008 kl. 12:25

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er í góðu lagi Rósa, en spurningin er hvort ég eigi nokkuð efni á að bjóða nokkrum í mat á næstunni, miðað við núverandi ástand. Við lifum á því ódýrasta sem við finnum í augnablikinu, og erum búinn að herða sultarólina eins og allir Íslendingar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.10.2008 kl. 13:22

10 identicon

Nú verð ég stimplaður geðveikur á mínu heimili... þegar ég skipti af Simpsons yfir á Omega

DoctorE (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 14:48

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

HAHAHAhaha .. the truth hurts, hmmm .. Dokksi

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.10.2008 kl. 15:05

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

"En nú kemur í ljós hvað ég er í raun og veru ljótur og horaður...."

Hvers konar sjálfsmynd er þetta eiginlega Guðsteinn Haukur! Skamm, skamm að setja svona út á Guðs góðu sköpun.  .. og ertu að segja að konan þín sé með slæman smekk?

Ég myndi taka þetta aftur ef ég væri í þínum sporum!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.10.2008 kl. 15:09

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jóhanna - ég þakka falleg orð. En varðandi sjálfsmyndina, þá er hún ekki uppá marga fiska eins og er. Ég mun útsýra það síðar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.10.2008 kl. 17:13

14 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég horfi takk fyrir að láta vita.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.10.2008 kl. 17:30

15 identicon

Gullfallegur, flottur. og einu orði sagt æðislegur.  Enn nóg um mig. ég tel mig góðann vin hanns hauks ( þó hann telji mig kvikindislegann vin)  enn samt skal ég viðurkenna að hann er eins og tannstöngull í laginu, vantar nokkur kíló. Enn það er í lagi. því persónan skiptir máli. og þar er hann gull

karl jónas (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 17:57

16 identicon

Jóhanna . jafnvel guð getur gert mistök í sköpunn, og ekki átti hann góðann dag þegar Guðsteinn haukur varð til

karl jónas (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 18:05

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Katla - frábært!

Kalli:

Þú segir: því persónan skiptir máli." Og erþað hárrétt hjá þér, og þakka ég þér fyrir orð þín.

Svo heldur þú áfram:

"jafnvel guð getur gert mistök í sköpunn, og ekki átti hann góðann dag þegar Guðsteinn haukur varð til"

Og þar með staðfestir að Jóhanna hefur rétt fyrir sér varðandi sköpun Guðs og dreg ég þessi orð mín hér með tilbaka.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.10.2008 kl. 18:11

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn.

Þá kem ég bara með mat með mér. Ekki vandamál og svo komið þið bara í sumarfrí til mín og við förum út fyrir höfnina og veiðum í soðið.


"Ungur var ég og gamall er ég orðinn, en aldrei sá ég réttlátan mann yfirgefinn né niðja hans biðja sér matar." Sálmur 37.25

Frábær Sálmur og þar stendur líka: "Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá." Sálmur 37:5

"Ef Guð er með oss hver er þá á móti oss?" Róm 8:31.b.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.10.2008 kl. 18:23

19 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Já talandi um veiðar. Nú sér maður verulega eftir skútunni hans stjúppabba. Það var bæði gaman að fara með honum á veiðar og auk þess mikil búbót ef vel veiddist. 

Rósa ég er til. Vil gjarnan veiða mér fisk í matinn. Svo bara förum við næsta sumar út í náttúruna og týnum ber. Hvað er betra en nýveidd ýsa með bláberjum... Ha,ha!

Nei, án gríns, þá elska ég bæði og hlakka til að kíkja til þín líka.

Bryndís Böðvarsdóttir, 24.10.2008 kl. 19:32

20 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mig langar að sjá þig... er hægt að sjá þáttinn eftirá?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.10.2008 kl. 19:57

21 identicon

Góður þáttur, ég var samt ekki sammála öllu sem kom þarna fram. Enn svona er lífið, haukur, þú hefðir mátt slaka aðeins meira af. alltof stífur

Karl jónas (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 20:10

22 identicon

sæl öll.

ég rakst á þetta blogg og þess vegna kíkti ég á omega sem er stöð sem ég lít aldrei á. Ég hef lengi verið í námi erlendis og kynnst fullt af fólki sem stundar önnur trúarbrögð en almennt heima á íslandi, þetta fólk er allt alveg frábært og hefur fært mér mikla gleði og hamingju. Ég verð hins vegar alltaf sár þegar ég sé að einhverjir eru að boða trú.

Hverjir eruð þið, mennirnir að boða trú,  ef okkur dettur ekki í hug að leita að henni? Sjálfir á okkar forsendum? Er þetta bara sölumennska?

Af hverju er önnur trú betri en annara?

Persónulega virði ég fólk mun meira ef það kynnir aldrei sína trú og reynir aldrei að ræða við um hana við mig. 

Guðsteinn:

Ég kenndi þér einu sinni eitthvað, þess vegna tók ég eftir þessu bloggi...

... Ég sá svo lítið af þessum þætti að ég sá þig varla segja orð, en mín orð í þessa umræðu eru þessi...

Umræddur skúli er maður sem ég ætla aldrei að hlusta á og Omega er stöð sem ég ætla aldrei að eyða tíma mínum í.

Bloggið þitt...

...ég mun aldrei líta á það aftur.

ég (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 20:17

23 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gunnar - þátturinn verður endursýndur á sunnudaginn klukkan eitt. Þar sem þú býrð í Svíaveldi þá eru hér leiðbeiningar um hvernig megi horfa á hann.

Bryndís - jú ég sakna skútunnar.

Kalli - ja hver sagði að við yrðum alltaf að vera sammála?

Rósa - vonandi skýrist allt þetta á næstu dögum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.10.2008 kl. 20:36

24 identicon

Jæja Guðsteinn minn.

Já,ég verð að segja það að allt sem lítur að lífi hér á Íslandi er á  LJÓSHRAÐA. Ég gleymdi þættinum ,náði þó restinni en verð á vaktinni á sunnudaginn kl 1300.

Algóður Guð styrki þig og þína fjölskyldu og svo auðvitað alla hina. Kærleikskveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 03:13

25 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég missti af þessu á föstudaginn en er búinn að taka frá tíma á morgun.

Sigurður Þórðarson, 25.10.2008 kl. 09:41

26 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þú sem kallar þig: "Ég", ég bjóst við svona athugasemd frá einhverjum, og er það miður því vorum við að gagnrýna pólitíska arm Íslam, sem greinilega ekki má nú á dögum. Ef fleiri væru eins og þú, þá værum við illa stödd. Auk þess er ég Kristinn og væri ég bregðast hlutverki mínu ef ég væri ekki með smá trúboð. Auk þess er ég ekki neinni vinsældarkeppni og hef aldrei verið, þannig þitt er valið.

Þórarinn og Siggi - endilega fylgist þið með!  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.10.2008 kl. 10:38

27 Smámynd: Mama G

Geturðu ekki skellt viðtalinu á YouTube? Þeir hjá Omega geta varla verið á móti smá auglýsingu...

Mama G, 25.10.2008 kl. 11:24

28 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mama G - það er satt að segja í vinnslu, ég er að vinna ásamt öðrum að nýrri heimasíðu fyrir kirkju mína, og er stefnan sú að setja allt efni þangað inn til þess að það sé hægt að horfa á það á netinu.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.10.2008 kl. 11:53

29 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Takk fyrir bloggvináttuna. Ég ætla að horfa á þetta á morgun kl 3 hjá mér

Kristín Gunnarsdóttir, 25.10.2008 kl. 13:07

30 identicon

Kæri Guðsteinn - ég er að sjá þetta fyrst núna - hef svo lítið verið í tölvunni síðustu daga - horfði ekki á Omega í gærkvöldi - erum samt oft með það opið hjónin - svo ég á örugglega eftir að sjá ykkur - þó það verði endursýning.

Ása (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 15:01

31 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Kæri Guðsteinn minn.

Afskaplega finnst mér þetta dapurlegar fréttir að kirkjan þín hafi valið þessa nálgun um Islam. Ég tel að þetta sé ekki rétta leiðin til að ná til fólks,né að vinna múslima f. Krist- Hugsanlega er verið að loka dyrum fyrir fagnaðarerindið inní raðir þeirra hér á Islandi.

Farið varlega bræður !

Helena Leifsdóttir, 25.10.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 588281

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband