Nýtt og jákvætt klukk komið í gang ...

Linda!Nýtt klukk er komið í gang, og að þessu sinni er það með öðru sniði. Lindu vinkonu datt þetta í hug, og finnst mér þetta frábært hjá henni. Hún segir á bloggi sínu:

Ég veit að í allri þessari neikvæðni á þessum ögurtímum landsins okkar þá er stundum erfitt að sjá það góða í okkar umhverfi.  Svo ég ákvað að skella inn 10 blessunum í mínu lífi og þakka fyrir þær í leiðinni.


Tökum þetta á léttu nótunum eins og hún segir og þökkum fyrir það sem við getum verið þakklát fyrir og hér koma þær tíu blessanir sem ég er þakklátur fyrir í mínu lífi:  

  1. Yndisleg eiginkona mín, sem ég gæti ekki lifað án.
  2. Börnin mín, það er auður sem eigi er hægt að telja og ríkidómur sem enginn getur skákað.
  3. Trúin er mér stoð og stytta, og er ævinlega þakklátur Guði fyrir að hugsa um mig.
  4. Foreldrar mínir eru hreint frábær, sérstaklega á þessum erfiðu tímum.
  5. Vinir mínir sem og bloggvinir eru yndislegir og ég er svo þakklátur fyrir þá.
  6. Lífið sjálft sem Guð gaf mér, og er það mitt að gera það besta sem ég get með það líf.
  7. Að eiga á milli hnífs og skeiðar í hverjum mánuði.
  8. Systur mína, hún hefur alltaf alið mig upp og ég hana.
  9. Hvert einasta bros sem ég sé á förnum vegi gleður ætíð litla hjarta mitt.
  10. Þá sem nenna að leggja leið sína á þetta blogg mitt og lesa vælið í mér, sem mér að öllu óskiljanlegt!

Nóg um það, ég klukka:
Öddu í Laugatúni, Andrés Björgvin Böðvarsson, Ágúst Böðvarsson, Sigurð Þórðarson, Jóhönnu Magnúsar og Völudóttur, Svan Gísla Þorkelsson, Hippókrates, Valgeir Mattías Pálsson, Theódór Norðkvist og Svavar Alfreð Jónsson.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn! 

Guð blessi ykkur öll!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

æðsilega að lesa þessar yndislegu blessanir sem þú átti kæri vinur.

knús.

Linda, 23.10.2008 kl. 11:25

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Linda, ég á samt ekki heiðurinn að þessu heldur þú! Enda frábær hugmynd hjá þér. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.10.2008 kl. 11:27

3 Smámynd: egvania

Fallegt er þetta hjá þér Guðsteinn, ég sá þetta á blogginu hans Valgeirs vinar míns.

Þakka þér fyrir að byðja fyrir honum með mér.

Kveðja Ásgerður

egvania, 23.10.2008 kl. 18:52

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir klukkið, er að vinna í þessu! .. Það verður óhjákvæmilega keimlíkt þínu... þó framsett á annan máta.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.10.2008 kl. 20:46

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ásgerður - ekkert mál.

Jóhanna - glæsilegt!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.10.2008 kl. 09:45

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er t.d. góður vinur Hippókrates, ég lít á þig sem blessun! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.10.2008 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband