Sigmar er þjóðhetja!

Sigmar Guðmundsson - fréttamaðurLoksins kom fréttamaður sem hafði kjark og hugreki til þess að krefja æðsta ráðamann þjóðarinnar svara, Geir sem formaður Sjálfstæðisflokksins, sem er höfundur þeirra efnahagslegu hörmunga sem þjóðin stendur frammi fyrir vegna hræðslu við lagasetningar sem hefðu haldið "stuttbuxna drengjunum" í skefjum. Þessi ótti þeirra við óvinsælar aðgerðir hefur valdið þeim vandamálum sem nú steðja að okkur.

Sigmar talaði fyrir hjörtu okkar allra og tek ég ofan fyrir honum, og lýsi hann þjóðarhetju fyrir vikið, en er það bara mín einfalda skoðun. Guð blessi þennan dreng!

Geiri að ná sér í brúnku ...Ég er alveg sannfærður um að best sé að boða til kosninga sem fyrst eftir það versta er yfirstaðið. Því það voru ekki einungis fjármálamennirnir sem brugðust, heldur einnig stjórnmálamennirnir.

Landið okkar hið litla Íslandi, er þekkt núorðið fyrir að vera uppfullt af hryðjuverkamönnum og fengið á sig fordóma samkvæmt því.

Eins og Sigmar bendir réttilega á í þessum Kastljós þætti, þá væri besta leiðin til þess að endurvekja traust annarra ríkja, er skófla þessum mönnum út og endurnýja mannsskapinn frá grunni.

Ég á við alla sem sitja á hið háa Alþingi, sem og Seðlabankastjórnina, því samábyrgðin er þeirra!

Vonandi horfum við framá betri tíma eftir að við erum kominn í gegnum þennan öldudal, því ritað er:

Sálmur 23:4
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.

V
ið þurfum því ekki að óttast ef við setjum traust okkar á Drottinn, ef hann er með okkur, hver er þá á móti okkur. Wink


G
uð blessi ykkur og þakka ég lesturinn.


mbl.is Við munum ekki láta kúga okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Gleymum ekki því að ef fjölmiðlafrumvarpið hefði orðið að lögum þá væri ástandið ekki svona núna. Það er mín skoðun. Ef við hefðum nú bara átt frjálsa óháða fjölmiðla með það hlutverk að vera gagnrýnir á þjóðfélagið í heild sinni. En hvað gerðu menn, sjálfstæðisflokkurinn lagði frumvarpið fram ÓRG neitaði að skrifa undir. Útrásaraðilarnir (af öllum mönnum) eignuðust  fjölmiðlana og eiga enn. Annars fannst mér Geir standa sig vel í viðtalinu og ég treysti honum best af þessum mönnum þarna innanborðs til að koma okkur út úr þessari krísu.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 22.10.2008 kl. 23:00

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég tek undir með þér Guðsteinn Haukur.

Sigurjón Þórðarson, 22.10.2008 kl. 23:10

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Sigmar stóð sig vel en Geir var mjög duglegur að koma sér unda að svara.

Vona að það komi betri tíð með blóm í haga.

Megi almáttugur Guð varðveita alla Íslendinga og gefa þeim sem stjórna visku og vísdóm.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.10.2008 kl. 23:21

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sólveig - fjölmiðlafrumvarpið var of gallað til þess að geta haft tilætluð áhrif, enda fór Davíð í fýlu þegar frumvarpinu var hafnað, og hefði þurft að ræða það betur en taka það alfarið af dagskrá.

Sigurjón - takk fyrir það, nú er bara að koma þér inná þing! Og það sem fyrst!

Rósa - tek undir hvert orð.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.10.2008 kl. 23:31

5 identicon

Sigmar stóð sig frábærlega vel.  Og loksins varð Geir að svara hreinskilningslega, sem hann reynir sem oftast að gera ekki.  Eg ber ekkert traust til hans,hann ætti  að vera búinn  að segja  af sér, fyrir löngu.  Með sínum vinum. Þetta er mín skoðun.    Haltu svona áfram Sigmar.kveðja Sólveig

Sólveig Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 23:36

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála þessu það er auðvitað rétt og nauðsynlegt að boða til kosninga svo fljótt sem verða má. Auðvitað átti Geir sinn þátt í þessu.

En ég vil líka gefa Geir "brake" ég trúi því að hann vilji gera það besta í stöðunni. Ég hef sjálfur hagsmuni af því að opna fyrir milliríkjaviðskipti en hinir hagsmunirnir eru miklu stærri að sökkva ekki komandi kynslóðum í skuldafen. Þá borðum við frekar þverskorna ýsu í öll mál.

Sigurður Þórðarson, 22.10.2008 kl. 23:36

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég held að við getum þakkað Guði fyrir að hafa svona góða menn í brúnni eins og Geir og Davíð þegar brotsjór alþjóðlegrar fjármálakreppu ríður yfir landið okkar. Geir er einn best menntaði maðurinn og sá með mestu þjálfunina  sem hægt er að hugsa sér í verkið með tvöfalda hagfræðigráðu og starfsreynslu úr Seðlabanka fjármálaráðuneyti og svo í forsætinu.

Davíð situr sem einn þriggja manna sem mynda bankastjórn Seðlabankans og er með nærri tveggja áratuga reynslu sem ráðherra efnahagsmála sem og borgarstjóri og þar á undan framkvæmdastjóri í heilbrigðisgeirnum. Hinir tveir bankastjórarnir með honum eru annars vegar hagfræðingur og hins vegar viðskiptafræðingur og má með sanni segja að saman myndi þeir einhverja sterkustu bankastjórn sem hægt er með mikla breidd og óhemju reynslu. Meðstjórar Davíðs hafa þar að auki starfsreynslu og námskeiðareynslu hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og eru þaulreyndir Seðlabankamenn til langs tíma.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.10.2008 kl. 01:04

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Vel á minnst, Sigmar var nokkuð góður í Kastljósinu en það var Geir einnig en Sigmar gaf ráðherranum ekki alltaf nægilegt svigrúm til svara og greip of oft fram í fyrir Geir sem varð oft að stöðva svör sín í miðjum klíðum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.10.2008 kl. 01:05

9 Smámynd: Björn Birgisson

23.10.2008 | 00:22

Endalok Sjálfstæðisflokksins?

Sigmar var flottur í kvöld, Geir Haarde reyndi sitt besta, verjandi vondan málstað. Hvað stendur eftir? Kolbrunninn Sjálfstæðisflokkur kapitalismans, rúinn trausti, enda ábyrgur fyrir nánast öllu klúðrinu undanfarin ár. Það að halda hlífiskildi yfir stjórn Seðlabankans er síðasti naglinn í kistu Sjálfstæðisflokksins hvað varðar stjórn þessa lands. Þrælslund þess flokks við Davíð Oddsson er aumkunarverð. Burt með ykkur frjálshyggjupostular, þið eruð hreinn og klár viðbjóður á Íslenskri grundu.


Björn Birgisson, 23.10.2008 kl. 02:26

10 identicon

Sæll Guðsteinn minn.

Já,drengurinn stóð sig vel í kvöld..........ætli það sé búið að segja honum upp ?

Kærleikskveðjur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 03:07

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Tek undir allt sem Guðsteinn Haukur segir. Á sama hátt fordæmi ég svona enddemis þvlu sem predikarinn kemur með hérna! Hann hefur greinilega fengið vel borgað fyrir að skrifa þessa vitleysu.

Út með alla stjórnmálamenn og fyrsta af öllum "sæerfræðinga" Seðlabankans. Þeir hafa ekkert traust erlendis og er bara það nóg ástæða. Hörmulegt að það skuli vera til Íslendingar sem eru svona þenkjandi...

Óskar Arnórsson, 23.10.2008 kl. 07:24

12 Smámynd: Yngvi Högnason

Ekki er þjóðarhetjuþröskuldurinn hár á þessum bænum.

Yngvi Högnason, 23.10.2008 kl. 08:36

13 identicon

Geir var enn á sömu buxunum, vegna aðstæðna úti í heimi kom þetta upp.. við erum saklausir....
Ég segi að við vorum heppnir að þetta gerðist fyrr en seinna... spáið ef bankarnir hefðu náð að vinda upp á sig í 1-2 ár tilviðbótar... Geir og Solla hefðu bara setið í fílabeinsturninum sínum og farið á snobbfundi..
Auðvitað á á kjósa... það eru apaheilar sem sitja við stýrið eftir að hafa keyrt ofan í skurð.
Allar manneskjur sem fokka svona svakalega upp yrðu reknar með skömm og skaðabótaskyldu.
Við getum vart stigið fyrsta skrefið í átt að bata nema að losa okkur við apaheilana sem þykjast vera að stýra.

DoctorE (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 09:05

14 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

 Sammála Guðsteinn, en sorry prédikari , mér er sama hvaða menntun og reynslu menn hafa ef þetta er svo útkoman, aðeins of seint í rassinn gripið, allir þessir menn eru búnir að vera í eigin heimi, og hafa ekki haft hjarta fyrir hinum almenna borgara, tala nú ekki um öryrkja, en nú á að gera sitt besta og hvað?

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 23.10.2008 kl. 10:02

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég verð að taka undir orð allra hér, nema Predikarans ... raunveruleikaflótti er ekki af hinu góða kæri Predikari, sérstaklega þegar allar staðreyndir blasa við.

Öðrum þakka ég góðar athugasemdir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.10.2008 kl. 10:44

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

Rugludallur! Má ekki DoktorE tjá sig um annað enn Guð? Ég vona að þú sért ekki alvöru rugludallur, eins og t.d, predikarinn hér.

'etta með það sem DoktorE segir um Ríkisstjórnina er satt. 'eg myndi kannski orða það öðruvísi. Geir er er búin að fá skipun frá Davíð að hann ætli ekki að hætta. Samma hvað allir norðurlandaseðlabamkar segja.

Geior er skræfa og þarf að hætta. Inggibjörg Sólrúm þarf að hætta. Davíð, Hannes og allt gengið í Seðlabankanum þarf að hæta.

Kjaftæðið um að það sé sbvo mikil krís að þeir geti ekki "skorast undar ábyrgð á neyðarstundu" er alveg sprenghlægileg. Besti djók sem Geir hefur sagt í langan tíma.

Vandamálið er bara að fyrir honum er þetta ekki djók. Hann trúir þessu sjálfur, dáleiddur af Davíð.

Ísland er með glæpahyski við völd og þeir þurfa að fara að gera það upp við sig hvort þeir vilji bíða til næstu kosninga...eru þeir kannski ekki búnir að gera nóg af sér? 

Óskar Arnórsson, 23.10.2008 kl. 12:59

17 identicon

HVAR ER SPARIFÉ EVRÓPUBÚA Í DAG?

Var Geir Haarde spurður að því hvar Icesavepeningarnir eru sem 400 þúsund Evrópubúar lögðu inn í reiðufé á netbanka Landsbankamanna ? Ef ekki þá er hann hérmeð spurður að því. Nánar:


1. HVAR nákvæmlega er þetta REIÐUFÉ nú niðurkomið sem tæp hálf miljón einstaklinga í Evrópu reiddu fram í gegnum þessa þessa netsíðu sem Icesave er ?

2. Hvað hafa samningamenn ríkisins, sem núna eru að reyna að semja við bretana / hollendingana fyrir hönd ríkisins um þessa skuld; gert nú þegar til þess að ENDURHEIMTA þetta reiðufé og hvað ætla þeir að gera ?

Með bestu kveðju.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 15:37

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

það er nóg reiðufé í Lansbankanum til að greiða út alla sem óska þess. Nógir peningar. Þeir stálu bankanum með ólöglegum aðgerðum. Ekkert annað. 

Mr. Brown notaðu nokkura klukkutíma bið eftir að lausafé yrði sent bankanum, og er það eiginlega hugsað sem stjórnmálatrix frá honum séð, hugsað til að afla atkvæða, enn snérist í höndunum á honum, Mr. Brown í óhag. 

Hann fær færri atkvæði út á svona fíflagang.

Það lýsir þessum karakter að stimpla Íslendinag við hryðjuverk um allan heim! Til hvers? England er gamalt heimsveldi og og þeir tapa öllum stríðum. Mr. Brown er algjört djók, enn hann er búin að valda skaða sem eingömgu skaðabætur og opinber asökun verður tekin gild.

Enn ég held að Mr. Brown sé einfaldlega of heimsur til að skilja eðli islendinga og vona ég að það sé byrjað að reikna tjónið sem varð af þessari fádæma heimskutali sem líka er eins í þokkabót bætt á alheimslista yfir terrorista eins og ég minntist á hér fyrir ofan. 'erg bý erlendis af einu af nágrannaríkjum okkar og það gjörbreyttist allt "attitjút" á móti íslendingum. Slíta sambandi við NATI og  leigja Rússum herflugvöllin í Keflavík.

 Ég vona bara að skræfurnar fara ekki að gera upp málin "bakvið tjöldinn" eins og tíðkast um mörg mál. þetta er mál sem kemur allri þjóðinni við...Enn vitiði til, það verður reynt að þaga þetta mál í hel.. 

Óskar Arnórsson, 30.10.2008 kl. 05:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband