Mánudagur, 20. október 2008
Við getum breytt þessu ástandi til hins betra!
Íslenska fjármálakerfið er að fara í gegnum mikla endurnýjun, allt það sem undan hefur gengið hefur meira og minna mistekist. En er öll von úti, erum við kominn á heljarþröm? Nei.
Þrátt fyrir þessi gífurlegu lán sem næstu kynslóðir eiga eftir að borga af, fyrir tilstuðlan óábyrgrar efnahagsstjórnar undanfarna ára og nokkurra stuttbuxnadrengja. Þá höfum við enn tækifæri og þau eigum við að nýta.
Hvernig gerum við það? Hér eru nokkrar hugmyndir sem ég spann upp úr eigin höfði:
Verum öðrum fyrirmynd
Í heiftugum milliríkjadeilum eins og um daginn, þar sem við vorum sett í sama hóp og hryðjuverkamenn, þá opnast tækifæri fyrir okkur að sýna heiminum að við erum þeim betri. Hefnd er aldrei svarið. Og bið ég fólk að leggjast niður á sama plan og tjallarnir, því ef við sýnum þá fyrirmynd að beita ekki ofríki þeim sem eru af öðru þjóðerni. Ég er ekki að segja að við eigum að láta vaða yfir okkur, en mér ofbýður alveg þegar ég les um það í fréttum að íslendingum er mismunað vegna þjóðernis. Og spyr ég þá á móti, þurfum við virkilega að svara í sömu mynt?
Fjölskyldan hefur gleymst
Það verður að segjast eins og er að við höfum ekki verið sérstaklega góð fyrirmynd undanfarinn ár. Við höfum alveg gleymt okkur í lífgæðakapphlaupinu og gleymt að hlúa að þeim sem eiga eftir að hugsa um okkur í framtíðinni. Allir hafa keppst við að eignast einhverskonar stöðutákn, í formi húsbíla, jeppa, flatsjáa eða jafnvel GSM síma. Allt hefur snúist um veraldlega hluti og eiga nóg af þeim.
Í öllu þessu hefur fólk verið of þreytt og sest fremur niður fyrir framan 40" flatskjáinn sinn og leigir sér mynd í gegnum ADSL tengingu sína eða horfir á fréttir í gegnum gervihnattardiskinn. Ef börnin eru ódæl og til ama þá hefur þeim verið plantað fyrir framan þessi sömu tæki og Playstationið eða Cartoon Network sett í gang. Allir eru hættir að talast við, og enginn hittir einu sinni nánustu fjölskyldumeðlimi lengur nema að dauðsfall beri að garði. Þessum getum við breytt og þarf ég ekki að tíunda upp hvernig!!
Veljum íslenskt
Þessi vísa er mjög oft kveðinn, enda er hún góð. Því þetta er alfarið á ábyrgð neytenda sem við getum lagað ástandið. Með því að velja íslenskt þá erum við ekki háð gjaldeyrisviðskiptum og sköpum störf hér innanlands sem og aflar hann gjaldeyris ef við flytjum vörurnar út. Með því að auka viðskipti með innlenda vörur getum við komið undir okkur stoðum sem hægt er að byggja á.
Söfnum fyrir hlutunum
Fáar þjóðir í heiminum lifa eins mikið á kredit reikningum eins og íslendingar. Reynum að spara og safna fyrir hlutunum til tilbreytingar! Þetta segir sig soldið sjálft ekki satt?
Endurnýjum hugarfarið og endurskoðum siðgæðismat okkar
Ísland hefur verið byggt og mótað eftir hugmyndum kristindómsins í gegnum aldirnar. Við íslendingar höfum alltaf reynt að fara eftir boðskap biblíunnar: "elskaðu náungann eins sjálfan þig" eins og hægt er. En undanfarna áratugi hefur sá grunnur sem landið byggðist á verið kipptur undan okkur. Í dag er kalt lögmál Darwins orðið allsráðandi eða "sá hæfasti lifir af", og er bergmálað út af annað hvort trúleysingjum eða öðrum trúarbrögðum.
Þessir hópar hafa gagnrýnt kristni niður í kjölinn og telja sig hafa fundið fullkominn sannleika með því aðeins að stóla á sjálft sig. Í mínum bókum heitir það hroki, því enginn kemst hrakfallalaust í gegnum lífið án einhverrar aðstoðar. Trúin er ein af grunnþörfum mannsins, hvort sem þú trúir því að Guð sé til eða ekki. Því þarf mikla trú á báða vegu, þ.e.a.s. að afneita Guði eða fagna honum í líf sitt. Þá vel fremur seinni kostinn, því ófullkominn er ég, en reyni hvað ég get til þess að verða betri, það geri ég með því að leita náðar hjá fullkomleikanum, þ.e.a.s. Guði.
Við höfum nú tækifæri til þess að breyta þessu tilbaka eins og við vorum. Í stað kuldalegs hroka sem hefur einkennt landann undanfarinn ár, þá getum við snúið þessu uppí kærleika. Því kærleikurinn er sterkasta vopnið og er ekkert annað vopn sem er jafnvel brýnt og smýgur inní vitund allra sem verða á vegi þess. Ein lítil bæn getur breytt öllu.
Sýnum heiminum hvað í okkur býr, snúumst á veg kærleikans á ný, sinnum þeim fátæku og þeim sem eiga um sárt að binda. Við byrjum á okkur sjálfum og látum svo jákvætt hugarfar okkar smitast til annarra þjóða sem eiga eftir að taka okkur sem fyrirmynd.
Öll von er ekki úti þótt erfitt sé, elskum hvort annað - stundum þarf ekki meira til.
Guð blessi ykkur öll og þakka ég fyrir lesturinn.
Óska eftir 6 milljörðum dala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Vinir og fjölskylda, Trúmál og siðferði, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:28 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 588281
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Eins og þessi pistill þinn byrjar vel verð ég að segja að seinni hluti hans veldur mér vonbrigðum. Mikið óskaplega ertu í raun fordómafullur.
Matthías Ásgeirsson, 20.10.2008 kl. 23:53
Sæll Guðsteinn minn.
Þetta er mjög gott innlegg í það ástand sem við erum í sem með tímanum, verður ekki alslæmt. Eins og þú segir kveðjum MAMMON,hlúum að fjölskyldunni,aukum við okkur trú á almáttugan Guð skapara Himins og Jarðar og þá mun að lokum allt fara vel.
Kærleikskveðjur.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 00:39
Allur er þessi pistill góður & sannur hjá þér Guðsteinn.
Ósómi er hinum vantrúaða að finna í sér hvöt illa til að gagnrýna hann & kalla þig af öllum fordómafullann.
Takk.
Steingrímur Helgason, 21.10.2008 kl. 00:43
Hérna ég er kannski ekki háskólamenntaður, en ég hef verið að velta fyrir mér þessu "blessaða" láni frá IMF sem engin virðist kæra sig um að blessa. Mér finnst þetta soldið ruglingslegt og þar sem ég virði þínar skoðanir mikið, þá langar mig að leggja fyrir þig nokkrar hugleiðingar í von um að þú getir frætt mig örlítið.
1. Það er verið að tala um lán sem ekki er búið að staðfesta hvað er hátt, þó er talað um 660 milljarða ísk. (6B dollara)
2. Voru bankarnir ekki örugglega þjóðnýttir? Ég meina þeir voru alveg örugglega teknir af eigendum sínum og við (ríkið) sitjum uppi með skuldir þeirra? Ekki satt?
3. Afhverju erum við þá að tala við IMF?
4. Actavis er metið á 800-900 milljarða, samkvæmt nýlegum fréttum, það hlýtur hverjum manni að vera það ljóst að þessir Icesave reikningar eru stóri bitinn í matnum sem við getum ekki kyngt hjálparlaust, eða hvað?
5. Aðrar eignir þeirra sem áttu og stjórnuðu bönkunum hljóta að vera á bilinu
300-1.000 milljarðar? (ég geri mér grein fyrir að ég hef ekki hugmynd um hverjar eru nákvæmlegar eignir þeirra eins og þú hlýtur að sjá).
6. Ef ríkið getur þjóðnýtt eign manns af því að hún er stórskulduð, getur ríkið þá ekki þjóðnýtt aðrar eignir sama manns? Eins og ég sagði í byrjun, ég hef ekki hundsvit á þessu og kannski er ég bara að reyna vera litli strákurinn sem sá að keisarinn var ekki í neinum fötum. En samt afhverju getur ríkið ekki þjóðnýtt aðrar eignir þeirra?
7. Eignir þeirra sem áttu og stjórnuðu bönkunum gætu verið á bilinu 1.300-2.000 milljarðar c.a. 11.7-18.1 milljarða dollara? Það er tæplega þrefalt lán frá IMF
8. Ég endurtek, afhverju erum við að tala við IMF?
Óskar Steinn (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 03:37
Matti -
Það erum við báðir.
Þórarinn - kærar þakkir.
Steingrímur - ég er öllu vanur, og hafðu sömuleiðis þakkir.
Óskar Steinn
Ég ætla að reyna að svara þessu:
1. Rétt hjá þér.
2. Passar eins og staðan er núna.
3. Það er mér hulinn ráðgáta, ég hefði kosið aðrar leiðir, en þessi virðist vera sú eina færa eins og er.
4. Hárrétt.
5. Ég hef ekki slíkar tölur heldur.
6. Ríkið mun þjóðnýta aðrar eignir þeirra eins og selja allt sem þeir eiga erlendis til þess að eiga fyrir þessum skuldum.
7. Afar góður punktur!
8. Ég segi bara eitt, góð rök Óskar Steinn!!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.10.2008 kl. 08:40
Góð grein Guðsteinn minn Ég vind mér beint í málið!
Mama G, 21.10.2008 kl. 09:13
Frábært Mama G!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.10.2008 kl. 09:26
Góð grein Haukur. Ég er hræddur um að hugmyndafræðin að hinn hæfasti lifi af er líklegra til að verða meira áberandi í alvarlegri kreppu en þegar allt gengur vel. Vonandi munum við aldrei sjá íslenskt samfélag þannig að sumir eru einskis virði vegna fötlunar eða aldurs heldur að muna að allir menn eru börn Guðs og við eigum að passa upp á hvert annað.
Mofi, 21.10.2008 kl. 09:51
Finndu greinina þar sem ég reyni að halda því fram að núverandi ástand sé afleiðing kristinnar trúar og annarra hindurvitna?
Er það "ósómi" og "illar hvatir" að gagnrýna eitthvað? Vá hvað fólk getur verið klikkað.
Matthías Ásgeirsson, 21.10.2008 kl. 09:53
Svo vil ég ítrekað að þessi setning þín:
Er ekki bara vitlaus, hún er stórkostlega vitlaus. Lestu þér til um sögu þjóðarinnar Guðsteinn, þessi kristilegi kærleikur þinn kemur afar seint til sögunnar.
Tal um að hinn hæfasti lifi af er þvaður. Hverjir hafa þessa hugmyndafræði? Bentu á einhvern einn.
Matthías Ásgeirsson, 21.10.2008 kl. 09:54
Matti - ég þarf ekkert að finna slíka grein, allur þinn málflutningur vitnar um þínar skoðanir og getur fólk dæmt fyrir sig í þeim efnum. Og hvar hef ég kennt þér persónulega um þetta ástand? ég er að tala um guðleysi almennt, ekki vantrú eða þig sérstaklega.
Mofi - sammála!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.10.2008 kl. 09:58
Ja hérna Matti, þú segir:
Jamms, ef þú pikkar út þar sem aðeins fjallað um slæma hluti er það ekkert mál að vera þinni skoðun, en þú hefur auðsæilega ekki lesið það jákvæða.
Það er almenn vitneskja Matti, sérstaklega þar sem íhaldið hefur stjórnað landinu öll þessi ár með sinn einstaklingshyggju boðskap.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.10.2008 kl. 10:02
Þetta var fínn pistill hjá þér Haukur, fyrir utan þetta:
Mér finnst þetta vera skot neðan beltis í átt að trúleysingjum (og "ekki kristnum"), og verið að ýja að því að ekki sé hægt að vera kærleiksrík manneskja án kristinnar trúar. Það er hreinlega ekki rétt. Þróunarkenning Darwins hefur lítið með það að gera hversu kærleiksrík manneskja er.
Kveðja,
Rebekka, 21.10.2008 kl. 10:23
Sæll Haukur og takk fyrir tölvuhjálpina í gær. Því miður held ég að ekki sé hægt að segja að Íslendingar hafi farið eftir kærleiksboði Krists fremur en aðrar þjóðir. Hinsvegar er rétt að fráhvarf frá kristilegum gildum hefur aukist undanfarna áratugi.
Ég tek undir annað í pistli þínum. Við þurfum að standa hvort með öðru, velja íslenskt og hlúa að börnunum.
Það er alltaf best að svara árásum í kristilegum anda, en yfirvöld verða að draga fjárglæframennina til ábyrgðar. Afturhvarf til kristilegra gilda er vísasta leiðin út úr vandræðunum.
Theódór Norðkvist, 21.10.2008 kl. 10:27
Röddin - ég efast ekki um að guðleysingjar séu uppfullir af kærleika, enda þekki ég nokkra slíka. En það sem ég á við er megin "þemað" sé kippt undan, því ekki hef ég orðið var við neitt sem kemur í staðinn frá guðleysingjum. Ef þú afnemur svona lögmál, þá verður að koma eitthvað í staðinn, og hvað kom í staðinn? Einstaklingshyggja og trú á sjálfan sig, sem mér finnst ekki nóg.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.10.2008 kl. 10:27
Teddi - tóskt þér þetta með DVDið? Annars þakka ég athugasemdina og er ég þér sammála.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.10.2008 kl. 10:28
Á nú að kenna Darwin um ... sorry thats stupid x infinity.
Sagði Darwin einhverjum að drepa... nei.. biblían afturámóti er alltaf að segja fólki að drepa.
Darwin kom með þróunarkennigun og náttúruval.... sem er staðreynd... ekki hef ég löngun í að drepa einn né neinn... eða að traðka á minnimáttar.... þvert á móti ber ég meiri virðingu fyrir lífinu því ég veit að þetta er eina lífið sem við eigum... og við eigum það öll saman.
Auðvitað verður fólk að trúa á sjálft sig.... heldur þú að eitthvað gangi betur með því að væla í ímynduðum súperkörlum??
Mundu svo að samkvæmt biblíu er guð mesti fjöldamorðingi heimsins... og þú dýrkar hann vegna þess að þú býst við að guddi gefi þér verðlaun fyrir að sjá ekki ógeð biblíunnar..
DoctorE (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 10:52
Hver er þessi kristilegu gildi og hvenær náðu þau hámarki hér á landi (fyrstu þau hafa dalað síðustu árin)?
Matthías Ásgeirsson, 21.10.2008 kl. 10:55
Ég fann ekki kóðann fyrir þennan spilara, sennilega það gamall (þetta var DVD-drif í tölvu, ekki frístandandi spilari.)
Ég get notað þetta forrit sem ég fann, það spilar bæði kerfin og breytir ekki stillingunni. Þegar kreppan er búin fæ ég mér almennilegt DVD-tæki.
Theódór Norðkvist, 21.10.2008 kl. 10:57
Kristilegt siðgæði er bara 1 & annað boðorð.
DoctorE (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 11:07
Teddi - nú jæja ... en gott að þú fannst þetta forrit.
Matti - Það var nú bara áður en íslendingar urðu svona kuldalegir eins og þeir eru í dag. Áður en efnishyggjan náði völdum og fólk heimsótti hvort annað og hékk ekki fyrir framan imbann og myglað. Talaðu bara við eldra fólk, það veit hvað ég er að tala um. Þá var nú meira um kærleika en er í dag.
Dokksi - ég svara þér seinna.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.10.2008 kl. 11:28
Það var ekkert meira um kærleika í den... fólk var myglað út í horni með bingóspil eða legg og skel.
Ég tel að flest fólk í dag beri einmitt meiri umhyggju fyrr samferðamönnum sínum en áður
DoctorE (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 11:45
Sæll Guðsteinn minn.
Góður pistill hjá þér litli bróðir.
Ég kíkti á síðuna þína í gærkvöldi og þá var uppáhaldsvinur minn búinn að kvitta og enginn annar.
Það sem er að í íslensku þjóðfélagi er það sem Teddi vinur okkar lýsir svo ágætlega hér. Íslendingar hafa ekkert verið að fara eftir lögum Guðs - Biblíunni sem Guð gaf okkur til leiðbeiningar. Kristin gildi hafa vikið til hliðar fyrir dýrkun á Mammon.
"En sá, sem uppfræðist í orðinu, veiti þeim, sem uppfræðir, hlutdeild með sér í öllum gæðum.
Villist ekki! Guð lætur ekki að sér hæða. Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera.
Sá sem sáir í hold sjálfs sín, mun af holdinu uppskera glötun, en sá sem sáir í andann, mun af andanum uppskera eilíft líf." Gal. 6: 6.-8.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.10.2008 kl. 12:35
Takk fyrir þetta Rósa mín.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.10.2008 kl. 12:44
Já Rósa.. eigum við að grýta samkynhneigða til bana... eigum við að myrða óþekka unglinga... eigum við að myrða dömur sem blæðir ekki á brúðkaupsnótt.
Mér finnst að kristnir ættu að vera rosalega glaðir núna því biblían segir að menn eigi að losa sig við allar eigur og peninga... hún segir líka að fólk eigi ekkert að plana líf sitt eða hugsa um líkama sinn.
Þetta er það sem Rósa og fleiri neita að horfa á.... fer Rósa kannski og drepur fugl og dýfir spítu í blóðið og skvettir því 7 sinnum um íbúðina ef veikindi koma upp í fjölskyldunni ha.... hahahaha
Bara sorry en það er sjúr leið að enn meiri þjáningum að fara eftir biblíunni... biblían elskar þjáningar... þjáningar eru guðlegar.. munið það krissar.. fagnið kreppunni.. gefið allt sem þið eigið og skríðið í ræsinu þá elskar hinn ímyndaði súpergeimgaldrakarl ykkur
Sheesh... read da bible before bullshitting
DoctorE (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 12:55
Dokksi - þarf ég að áminna þig! Sýndu lágmarks kurteisi!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.10.2008 kl. 13:13
Sorry nothing hurts like the truth :)
DoctorE (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 13:24
Æ góði Dokksi, hvernig á ég að bera nokkra virðingu fyrir þér þegar þú talar eins og illa uppalinn smákrakki? Vertu úti ef þú ætlar að haga þér svona!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.10.2008 kl. 13:27
Guðsteinn ég var að vitna í biblíu... :)
DoctorE (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 13:37
halkatla, 21.10.2008 kl. 13:44
Takk Anna mín.
Dokksi - ég læt þessa ógeðslegu athugasemd þína standa til þess eins að sýna strárökin þín og leyfa fólki um að dæma um þetta sjálft.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.10.2008 kl. 13:53
Þetta er tálsýn.
Íslendingar hafa alltaf verið kuldalegir. Efnishyggjan náði ekki völdum vegna þess að Ísland var fátækt land. Fólk fór ekki að hanga fyrir framan imbann vegna þess að enginn imbi var til, en fólk gerði ýmislegt annað - sumt jákvætt, annað neikvætt.
Fordómar gagnvart þeim sem voru öðruvísi voru t.d. miklu meiri hér á landi fyrir nokkrum áratugum, hvort sem um var að ræða fólk af öðrum kynþáttum eða trúarbrögðum. Saknarðu þess? Umburðarlyndi hefur aukist gríðarlegt, lífsskilyrði hafa aukist gríðarlega, menntun hefur aukist gríðarlega.
Kærleikur er ekki kristilegt fyrirbæri. Af hverju eigið þið svona erfitt með að sjá það?
Matthías Ásgeirsson, 21.10.2008 kl. 13:54
Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.10.2008 kl. 14:04
Að elska náungann eins og sjálfan sig.. það er hreinlega vitleysa, þetta er eins og úr munni hippa á sýru árið 1960.
Við skulum virða þá sem hafa áunnið sér virðingu, við skulum bera hag þeirra sem minna mega sín fyrir brjósti.
Mundu líka að Jesú sagði að sá sem hataði ekki fjölskyldu sína gæti ekki fylgt honum.... þetta er eldgömul formúla sem trúarnöttar nota mikið: Að allir eigi að elska da leader mest af öllu, ekkert skiptir máli nema da leader... eins og klárlega kemur fram þegar allir eiga að getað farið til gudda svo lengi sem þeir elski hann... <-- sick siðgæði
DoctorE (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 14:15
Bæta við... elskar Guðsteinn Hitler... er honum hlýtt til Stalíns... ef ekki þá ertu að svíkja lit samkivæmt biblíu :)
Samkvæmt biblíu þá hatar guddi syndina en elskar fólkið sem fremur syndina.. en allt er fyrirgefið ef fólkið segir: 'o guddi þú ert svalastur og bestur.
Finnst fólki þetta vera hugarsmíði guðs... ef svo er þá er guðinn afar tæpur vitsmunalega séð og hrein og klár vitleysa að fara eftir bullinu... í guði sem segir öllum að fyrirgefa allt.. en hann sjálfur er svo mikill egóisti að að hann pyntar fólk að eilífu sem fílar hann ekki eða trúir ekki á hann.
hahaha
DoctorE (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 14:24
það er þín skoðun Dokksi og hættu að gera öðrum upp skoðanir! Ekkert af því sem þú hefur sagt hér passar á nokkurn hátt við það sem trúaðir trúa, og ógeðsleg framsetning þín er þér til háborinnar skammar! Talaðu bara eins og maður, ekki eins og skepna!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.10.2008 kl. 14:25
Ég er farinn að hallast að því að vitrænar umræður geti þrifist án doctores.
Það er rétt hjá Matta að lífsskilyrði hafa batnað síðustu öldina vegna framfara í vísindum og betri aðbúnaði fólks, en jafnframt er rétt að hafa í huga að framtíðarkynslóðir hafa verið veðsettar vegna rányrkju náttúruauðlinda.
Hvað þetta lífsseiga deiluefni hvort kærleikur geti þrifist án kristni: Það kann að vera, en kristin boðun og ástundun heilbrigðrar kristni er mjög góð leið til að stuðla að kærleika manna á milli.
Theódór Norðkvist, 21.10.2008 kl. 14:25
Sammannlegan kærleika óháðan trúarbrögðum. Gullna reglan er regla sem á sér mun eldri sögu en kristni.
"Aldrei leggja á annarra herðar það sem þú villt ekki axla sjálfur" (Konfúsíus)
"Líttu á gæfu nágranna þíns sem þína gæðu og missi hans sem þinn missi" (T'ai Shang Kan Ying P'ien)
"Þær þjáningar sem þú vilt sjálfur forðast skaltu ekki leggja á aðra" (Epictetus)
Allt í minni þýðingu. Ótal önnur dæmi eru til.
Matthías Ásgeirsson, 21.10.2008 kl. 14:37
Teddi - já Dokksi er ofsækismaður með meiru! Eins og sést í þessum þræði þá hefur Matti verið meira og minna kurties og notar rök fremur en dylgjur. Það má hann eiga hann Matti! Enda ber ég miklu meiri virðingu fyrir honum fyrir viki, því það er þó við hann talandi.
Gott og vel Matti, ég þakka svarið. En ég sé ekki betur en að allt sem þú setur fram snúist meira og minna um almenna tillitsemi ... ekkert sem nær að fylla uppí skarðið sem "elskaðu náunga þinn eins sjálfan þig" skilur eftir ef við afnemum Þetta ákvæði.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.10.2008 kl. 14:44
Voðalega verðið þið pissed þegar ég vitna í biblíu... :)
Ef ég vitna í biblíu og þið segið það dylgjur þá eruð þið að ráðast að uppáhalds bókinni ykkar.
Persónulega finnst mér það megadylgjur þegar þið talið um að ef allir fylgdu kristni að þá væri allt svo sweet... þetta er bara ekki rétt...
Ekkert land gæti rekið sig á að fara eftir biblíunni, það er algerlega klárt mál að slíkt land yrði óhugnalegt ríki, biblían vil td lífláta fólk fyrir engar sakir... hún vill að fólk spái ekkert í lífinu sínu hér á jörðinni... sagan styður þessi orð mín.
Ég ítreka að þeir sem vilja virða guð sinn þeir hinir sömu eiga að segja að biblían sé fyrir neðan hans virðingu... ef þeir gera það ekki þá eru menn að gera lítið úr guði sínum... guðlast guðlastanna.
Sorry ef ég særði ykkur... svona er málið og þið verðið að skilja það.
DoctorE (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 14:55
Já, Matti er fínn. Hvað dæmin sem þú nefnir (Matti) þá eru boð Krists um náungakærleikann miklu skýrari.
Elskaðu, gefðu, fórnaðu þér, leggðu þig fram er inntakið í boðskap Jesú og postulanna. Það er ekki bara beðið um vitrænan hlýhug til náungans, heldur þarf hann að koma fram í verkunum.
Hversu vel kristnir fara eftir því er annað mál. En markmiðin eru skýr.
Theódór Norðkvist, 21.10.2008 kl. 14:56
Talaðu bara af gagnkvæmnri virðingu Dokksi með rökum, meira fer ég ekki fram á.
Teddi - takk!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.10.2008 kl. 15:03
Já drengir.. farið til sveltandi barna í Afríku og segið þeim að þau þurfi bara að elska geimgaldrakarlinn ykkar og ykkur, þá verði allt í fína....
Jesú sagði líka mönnum að YFIRGEFA fjölskyldur sínar fyrir SIG... ekkert skipti máli nema guddi/Jesú... menn áttu að yfirgefa fjölskyldu sína... varla að kveðja hana.. bara skilja hana eftir alslausa til þess að sjá fyrir sér.
Takk fyrir... þetta sukkar og er hreinn hálvitaskapur (Sorry að ég segi að bókin ykkar sukki... maður verður bara að segja hlutina eins og þeir eru)
DoctorE (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 15:18
Matthías Ásgeirsson, 21.10.2008 kl. 15:19
Matti - þegar allt kemur til alls erum við og verðum alltaf ósammála um þetta málefni, þótt við séum báðir kokkar og Liverpool menn (ef ég má nefna breta eins og staðan er), en ég þakka þér góðar og málefnanlegar umræður, og læt ég þetta duga að sinni.
Því endastöð okkar er trúin og ekki ætla ég að reyna einu sinni að "kristna" þig og þú að koma mér af trúnni. Þetta vitum við báðir en gaman var að rökræða við þig.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.10.2008 kl. 15:25
Að koma fólki af trúnni... allt sem til þarf er hugsun.. og kæling á sjálfselskunni
DoctorE (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 15:34
Og viðbót... þið haldið að guddi reddi ykkur... skoðið uppáhalds þjóðina hans... milljónir á milljónir ofan fóru í heimstyrjöldinni.
Ekki reddaði guddi því fólki, ekkert gerðist fyrr en menn tóku sig saman og gegnu frá dæminu.
Trúið á mannkynið.. þeir sem segja fólki ekki að trúa á sjálf sig eru óvinir mannkyns... <-- bottom line
DoctorE (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 15:52
Dokksi - chill! Þú hefur fengið að koma þínu á framfæri, sannaðu fyrir mér og öðrum að þú sért ekki öfgamaður.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.10.2008 kl. 15:56
Ég er chillaður... kristni er búin að vera viðvarandi í ~2000 ár og hefur skapað ótal ógnarherferðir, kostað óteljandi manneskjur lífið.
Förum að trúa að mannkynið... loforð um extra líf í paradís gerir lífið okkar einskis virði... tala nú ekki um að gudda er sama um allt, alla glæpi ef menn bara trúa á hann... slíkur er einfaldleiki biblíu; Þetta er mjög slæmur boðskapur að öllu leiti...
Förum að berjast fyrir okkur, fyrir jafnrétti, mannréttindum... ef guðir eru inni í myndinni þá getum við aldrei sameinast sem bræður og systur; Borðleggjandi... og klárlega það sem guðir með heila myndu vilja.
Guðinn í biblíu/kóran.. well klárlega eru þeir ekki þess virði að trúa á þá... það er klárlega að draga guði niður á sitt level að trúa þessum bókum
DoctorE (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 16:14
Takk fyrir góðan pistil, það er aldeilis fjör hér.
Ég veit alveg hvað þú átt við, þegar þú talar um meiri samveru með fjölskyldu og vinum, ég man þegar ekkert sjónvarp var á fimmtud.og engin vídeótæki til. það var annar mórall.
En sama hvað hver segir við sem eigum persónulegt samfélag við lifandi Guð, vitum að hann er kærleikur og okkar friðarhöfðingi.
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 21.10.2008 kl. 16:24
Heart Glitters
Doctor E. is lovely guy.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.10.2008 kl. 16:44
Ég er sammála rugludalli við eigum ekki að henda perlum fyrir svín. sorrý.
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 21.10.2008 kl. 16:46
...Þú sérð heiminn skýrt núna, Haukur, ekki í gegnum kámug gleraugu, hvorki sýnileg né ósýnileg. Ég held að þeir sem hafa lesið þig hingað til viti alveg að þú ert með gott hjartalag og setur þig ekki á hærri hest en aðrir. Umburðarlyndi þitt kemur fram í mjúkum hönskum á DoktorE, sem kemur inn sem óþekkur krakki sem er að stríða.
Hroki er ein stærsta syndin, sumir þykjast betri vegna þess að þeir eru trúaðir, sumir þykjast betri vegna þess að þeir eru ekki trúaðir.
Sumir virðast vera með gleraugu sem ekki er hægt að sjá neitt gott í gegnum, nefni engin nöfn, en taki þeir það til sín sem það eiga.
Góður pistill og skrifaður af góðum hug! Gangi okkur öllum vel að takast á við komandi tíma.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.10.2008 kl. 18:03
Góður pistill, nema þetta með trúarbrögðin ...
Og heirðu, rugludallur ... hver leifði þér að afrita hugarfarið mitt? Mér stendur bara ekki sama, ertu að halda því fram að ég sé líka rugludallur? :-)
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 18:35
Rugludallur: Jú þetta er gert í nafni kristni... það stendur í biblíunni að það beri að myrða alla sem trúa ekki á gudda.. so..
Ef ég væri kristinn þá myndi ég eiga í miklum vandræðum með að bekenna biblíu.. og guð hennar því samkvæmt biblíunni er guddi skrímsli og ekkert annað, boðskapurinn er hræðilegur og samsvarar sér alls ekki... í einni hendingu áttu ekki að drepa í þeirri næstu áttu að drepa fyrir minnstu sakir, og guðinn drepur þvers og kruss til þess að koma sínu áleiðis... alveg nákvæmlega eins og einræðisherra fornaldar..
Persónulega tel ég að guðinn hafi faktískt verið forn keisari sem samtímamenn dýrkuðu sem guð... með tíð og tíma breyddist þessi misskilningur út og suður, já þið eruð mjög líklega að dýrka einhvern vitleysing úr fortíðinni.
Hugsið málið... ekkert súpergáfaðundraséní með ofurkærleika og miskunn getur hafað skrifað eitt orð í biblíunni... biblían er allt of grimm, einföld og full af þversögnum og hreinni vitleysu; Hver sá sem segir guð sinn hafa skrifað biblíu er klárlega að guðlasta(Meira en ég)
DoctorE (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 18:59
Jú, alveg sammála þér rugludallur.
Doctor, biblían skiptist í tvo hluta ... gamla og nýja testamentið. Þér ber að hlýða nýa testamentinu, sem kristinn maður ... ekki því gamla. Þetta eiga allir kristnir menn að vita, en burt séð frá því ... nóg af trúboði, nema í stellingu sé.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 19:08
Bryndís - sammála!
Rugludallur - það er gaman að fá skynsamlega athugasemd eins frá þér. Og er ég þér í megindráttum sammála og þakka ég skemmtilegar umræður!
Jóhanna - ég þakka góð orð og er ég sammála að hroki er megin galli sem og synd okkar mannana. Við sem kristinn eru þurfum að sýna fram á að við getum verið fyrirmynd, og í því felst að setja sig ekki á háan hest, og laus við allan hroka. Kenningar og annað slíkt er ég þreyttur á að þræta um, Guð er Guð um það er ekki deilt, heldur mannasetningar.
Bjarne Örn Hansen - hey, ég er Hansen líka .. hver veit! Takk fyrir innlitið!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.10.2008 kl. 19:13
Dokksi - ein spurning ... hvern ertu að reyna sannfæra?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.10.2008 kl. 19:14
Rósa mín - næstum gleymdi þér, jú Dokksi er ágætur, ég hef skrafað við hann í nokkur ár, og veit hvaðan hann kemur. En hann má alveg hreinsa upp talsmáta sinn og koma fram að meiri virðingu sem hann er ósammála.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.10.2008 kl. 19:16
Here is what i demand ! if you feel the same, feel free to copy/paste this all over
I am Icelandic and I am proud of my nationality. I do not let anyone tell me where I should sit or stand and I will not be forced to go against my better judgement. Therefore I am free.
I now watch the so called friendly allies shun my nation with insults and to top it off the Icelandic government seems to be stunned! Now is the time for Icelanders to stand up and fight back and send a message to the international community and our fake friendly "friends" by termination all diplomatic avenues with our fake allies. Let's start with the United States of America, which deliberately excluded Iceland, when they made deals to help the other Scandinavian nations and a few European neighbours with substantial currency influx.
Then United Kingdom followed by declaring and using a terrorist provision in their laws against Landsbankinn, after, mind you, that the Icelandic Financial Supervisory Authority had taken over the business of running the bank. Gordon Brown´s actions have had far reaching repercussion's on the international level. It will take the Icelandic nation years to regain it´s trust and business reputation. Business relationships that we have nurtured and built over the years are in ruins due to these actions. No one can truly fully comprehend the damage, that caused a chain reaction that all but destroyed the only remaining solvent bank "Kaupthing".
Now it is time for the Icelandic government to show some national pride and stop allowing it´s nation, it´s people to be trampled under the heals of our fake "friends", that have done little but insult the nation and our integrity. I would like Iceland to declare it´s independence from the NATO alliance no later than now! That NATO let us down is an understatement, they just sit around discussing the situation, and scratching their heads, while our international funds and assets are turning to dust.
It is my believe that we should apply for alliance with PfP (Partnership for Peace). NATO, is ruled by two nations, the United States and the United Kingdom — the same two countries that now attempt to destroy an independent sovereign nation. These two are behaving like dictators, behaving like they rule the world. The arrogance is shameful to watch. But the fact that we as a nation are under their dictate (NATO) shames us. We would be better set as members of the PfP, in fact we have better friends in those ranks, friends such as, Ireland, Finland and Sweden who are members of the PfP. (click here for more information)
The governments of the UK and the USA humiliated Iceland during a pivotal and critical moment, and that is unacceptable by any standards. What if, instead of Iceland, it would have been Finland or Sweden who would be in our circumstances, would Gordon Brown have used the same tactics on them? No! He would not have dared! The PfP would have taken extreme action against the UK for such a deed, in fact the UK would have been sued for economic war against a sovereign nation and a member of the UN and NATO. ??Gordon Brown did in fact attack a defenceless nation, a nation within the same international alliance as the UK, in the process as mentioned before, causing more damage to Iceland, while at the same time buying himself the temporary adulation of the British public. According the UK media, the current atmosphere in Britain is the one of pride in Gordon Brown for his attack on a small unarmed nation with a population of 320 thousand. Indeed the UK media does a fine job of continuing humiliating our small country, it does the British proud, as it would any bully.
My fellow Icelanders! Our engine is running on fumes! I demand an immediate resignations from the NATO alliance. Furthermore the United Kingdom must be sued for perpetrating what can not be called anything other than an "economic act of war" against a sovereign nation, demand that they will be made to answer to higher court and pay billions of pounds in damages for said aggression.
If you take a good look at PfP (click here), you will be able to read for your self how NATO is slowly, but surely, making it´s way into the Russian backyard by allowing membership to former Soviet countries into the NATO alliance. Don´t be fooled into thinking that NATO is a friendly alliance to Iceland, look at the result of this so called friendship — the friendship is a fake.
The new NATO members are: Poland, member since 1999, along with the Ukraine. In 2004 Bulgaria, Estonia, Latvia, Lithuania, Roumania, Slovakia and Slovenia became the new members of NATO. Whom do you think this will best serve strategically? The United States perhaps? You would be right if you thought that. Look at what they are currently doing in Poland. This is the beginning of the "New World Order" planned and executed by the United States! I, myself, refuse to be enslaved by this alliance, what about you?
Sævar Einarsson, 21.10.2008 kl. 19:25
Þú þarft nú ekkert að kynna mig fyrir trúarbrögðum Rugludallur :)
Ekki NT,GT eða öðru rugli
Maðurinn er hjarðdýr.. hjarðdyr vilja forystusauði... trúarkult búa til ímyndaða ofursúpersauði í geimnum sem eru fullkomnir og ekki hægt að hafna.. eða menn verða drepnir .... <-- GT... NT -> Úps við gleymdum að gera ógnir út fyrir gröf og dauða... fólkið óttast ekkert að deyja í allri þessari eymd... ég veit, búum til sendiboða geimpabba og látum hann segja að ef fólk geri ekki eins og við segjum þá verði það pyntað eftir dauðann í helvíti.. ef fólkið er gott þá lofum við því paradís... BANG málið dautt
Amen
DoctorE (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 19:51
Rugludallur - þótt ég sé ekki fullkomlega sammála túlkun þinni á Guði, þá erum við í megin dráttum sammála. Og gleður það hjarta mitt að sjá þig verja trúnna ef þeirri eldmóð sem þú býrð yfir, vertu ávalt velkominn að gera athugasemdir á þessu bloggi.
Linda - takk fyrir þitt sterka innlegg og mun ég gera mitt til þess að það berist áleiðis til eins margra og ég get fundið.
Dokksi - ég bið fyrir þér, meira get ég ekki sagt eins og er.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.10.2008 kl. 21:05
Every action has an opposite reaction.
Sko ég spáði ekkert í trúmálum hér áður fyrr.. nema kannski það að liðið á Omega væri snargeggjað :)
Ríkiskirkja sumra íslendinga fer og ræðst inn í skólakerfið til þess að ríkiskirnka lítil börn... HEY WTF þetta fannst mér hreint fáránlegt og hreinasti yfirgangur og frekja, mannréttindabrot að einhverjir fargin hjátrúarfullir kuflar ætli sér að heilaþvo lítil börn.. BANG ég varð að reaction.
Eftir því sem ég hef kynnt mér málin betur því pottþéttari er ég á því að trúarbrögð eru það langversta sem mannkynið hefur búið til, EKKERT í þessum heimi okkar hefur orsakað eins miklar hörmungar, mannréttindabrot, morð, tröðkun á réttindum kvenna.. you name it: trúarbrögðin tróna á toppnum, þau hafa verið eins og myllur satans og ekkert annað.
Ég er alltaf rólegur... alltaf chillaður og tel mig skilja fullkomlega hvað trúarbrögð eru.. hvers vegna þau voru búin til og hvers vegna fólk kaupir þessar lygar þvert ofan í alla skynsemi... conceptið var ógnir og líflát... í dag er conceptið eilíft líf, sem er sama forsendur og Nígeríusvindl.. nákvæmlega upp á hár.... nema að í trúarbrögðum getur þú bara kvartað þegar þú ert dauð(ur)... and then its to late
Brilliant útfærsla .
Til þess að getað gagnrýnt efnið verður maður að kynna sér það... ég veit örugglega meira um kristni og tilurð hennar en 99.9% þeirra sem segjast kristnir... fæstir sem eru kristnir gera sér grein fyrir því að þeir eru að dýrka eitt mesta skrímsli skáldsagnanna, skrímsli sem murkar lífið úr litlum börnum eins og ekkert sé
Kristnir myndu vera sammála mér í því að ef guð væri maður þá væri hann hræðilegasti maður ever.. og best væri að taka hann af lífi strax... EN kristnir sjá ekki ógeðið, neita að sjá það, eru tilbúnir að horfa í aðra átt vegna þess að þeir telja sig fá verðlaun fyrir það, að allar syndir þeirra verði fyrirgefnar... í minni bók er slík hegðun glæpsamleg.. hvort sem um guð eða mann er að ræða.
Andlegt þrælahald byggt á sjálfselsku.. enginn verðlaun = enginn guð....
DoctorE (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 21:19
Sævar vildi ég sagt hafa ... ekki Linda! Biðst forláts!
Dokksi - ef þú sérð ekki ógeðið í þínum eigin skrifum, þá ferst þér að tala. Líttu í eigin barm.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.10.2008 kl. 21:22
Ég er viss um að þér finnst bara ógeð þegar ég hallmæli bókinni þinni... ég segi að þú vanvirðir guð þinn og sjálfan þig með því að taka bókina sem orð guðs.
Ef þetta væri virkilega bókin hans guðs þá myndir þú fylgja henni allir 100% í stað þess að fylgja bara .. hvað skal segja ~10% af henni.
Það er nefnilega málið.... fólk velur sér smotterí úr bókinni en dissar allt annað.
DoctorE (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 21:34
ér finnst þetta almennt séð vera ágætis upphafsinnlegg hjá þér Guðsteinn en ekki trúi ég þó á þessa hönnun manna á einhverjum guði og tel reyndar gagnrýnislausa tilbeiðslu á þessa hönnun hafa verið stórskaðlega öldum saman og vera enn. Samt skal ég ekkert útiloka að til sé einhvers konar yfirnáttúrulegur kraftur sem haldi utan um alheiminn. Ég bara veit ekkert um það. En væri til slíkur yfirkraftur finnst mér ósennilegt að hann væri hið minnsta að pæla í þér og mér og Gunnari í krossinum. Hann myndi kannski rétt tékka á þessum einskisverða útnára í alheimnum á þetta 100 þúsund ára fresti, það væri hámark.
Góður punktur hjá þér um sósíal darwinismann sem tvímælalaust hefur leitt til hroðalegra hörmunga og útrýmingar síðustu öldina og er í rauninni bara enn eitt dæmið um hvernig menn fara fram úr sjálfum sér í blindum átrúnaði. Mannkynssagan sem okkur er presenteruð er örstutt, í rauninni bara nokkur þúsund ár, sem er bara sekúndubrot í þróunarferli mannsins. Líkurnar á því að maðurinn hafi núna leyst lífsgátuna og fundið einhvern sérstakan og skilgreindan tilgang með sinni tilveru og annarra lífvera að ekki sé minnst á tilveru alls alheimsins - eru því augljóslega alls engar.
Baldur Fjölnisson, 21.10.2008 kl. 21:34
Dokksi - Þegar þú gerir lítið úr lífsviðhorfi mínu og átrúnaði, gerir þú lítið úr mér. Ekki flókið.
Baldur - takk fyrir þessar pælingar, en ekki get ég sagt að ég þeim sammála. Trú er einstaklingsbundinn og persónuleg, það er ekki mitt að segja nokkrum manni fyrir verkum um hverju skal trúa. Þess vegna er mikilvægt að benda á það sem miður fer í átrúnaði sem maður er ekki sammála, því sumt er gagnlegt og annað ekki.
Það er það sem ég hef bent á í sambandi við guðleysingjanna, mér finnst skorta verk eftir orðin hjá þeim og sé ekki að þeir geri þennan heim betri á nokkurn hátt, nema að fylgja einstaklingshyggjustefnu, sem er verr og miður. Það var punkturinn með þessari grein.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.10.2008 kl. 23:15
Guðsteinn, þú talar annars vegar um að trú eigi að vera einstaklingsbundin og persónubundin og þá væntanlega eftir því sem hverjum hentar en samt er á þér að heyra að einstaklingshyggja sé af hinu verra.
Þetta gengur greinilega ekki upp og ber raunar vott um dæmigerðan flótta í einhvers konar yfirnáttúrlega veruleikaskynjun og ímyndaða vini a la barnæskuna undan hrynjandi veraldlegri hugmyndafræði.
Baldur Fjölnisson, 21.10.2008 kl. 23:27
Sko Guðsteinn ef ég myndi trúa þessari bók þá myndi ég hreinlega búast við því að heyra það sem ég vil ekki heyra..
Ef ég á að reyna að gefa líkingu þá væri hún svona svipuð og þegar þú lest kóran... ég sé ekki mikinn mun á þessum bókum, sama stöff er til í báðum bókum..
Ekki rugla Rugludallur... það er heldur ekki hægt að tala um trúarbrögð á málefnalegum nótum... við erum að tala um fantasíu sem hefur drepið mest af mönnum í gegnum tíðina.
Trúarbrögð eru sundrungarafl... þau sundra eins og ekkert annað... þetta er skipulagt peninga og valdaplott út í gegn... EKKERT hefur komið fram á þúsundum ára sem styður við eitt né neitt í þessum bókum, sagan segir okkur að þær eru slæmar fyrir mannkynið í heild.
Ég hef enginn sár... EN ég veit að trúarbrögð og þá sérstaklega skipulögð trúarbrögð eru mesta vitleysa ever..
Já kristni var troðið upp á mig sem barn... ég var þvingaður í td sunnudagaskóla, trúarbrögð vinna með því að heilaþvo börn... og það verður að stöðva með öllum ráðum
Ef einhver guð er til þá er hann ekki í biblíu, kóran eða whatever.. hann er ekki í kirkjum, hann hefur ekki umboðsmenn með ~milljónir á mánuði.
Ekki skamma mig, skammið þá sem hafa gert trú að trúarvændi með dólgum og alles
DoctorE (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 07:49
Góð grein Guðsteinn og mikið fjör hjá þér eins og alltaf.
Guð elskar án skilyrða, kærleikur hans er óumbreytanlegur, HANN ER! Sama hvað við segjum og gerum í okkar fávisku, það breytir ekki eðli Guðs. Þó við grýtum hann og krossfestum, þá breytir það ekki kærleika Guðs til mannanna, HANN ER!
Áður en allt var til ER ÉG, segir Drottinn, ALFA og ÓMEGA, upphafið og endirinn.
Megi Guð sjálfur mæta þér og sannfæra, það er hvort eð er, ekki í valdi manna að gera það.
G.Helga Ingadóttir, 22.10.2008 kl. 09:37
DoctorE, þú ættir að gefa út bók sem gæti t.d. heitið Handbók trúleysingjans - bólusetning fyrir trú og trúarbrögðum.
Þar sem hann er búinn að vera svo lengi á blogginu finnst mér að Árvakur ætti að láta hann hafa fría auglýsingu fyrir neðan (eða ofan) NOVA-auglýsinguna.
Theódór Norðkvist, 22.10.2008 kl. 09:56
Sko krakkar...ef guð er virkilega til hvers vegna mismunar hann fólki?
Það er ekki séns fyrir mig að trúa þessu dæmi í biblíunni... faktískt sé ég ekki eitt atriði sem ætti að getað fengið menn til þess að trúa þessu... nema púra sjálfsblekking.
Hvað með alla trúfrjálsa menn, hvað með menn í öðrum trúarbrögðum... það eru milljónir manna sem hafa ALDREI heyrt minnst á Sússa...
Hvað var guð að gera með að skrifa algerlega ótruverðuga bók sem byggir að mestu á ógnum & morðum(Prestar í dag segja ekki frá þessu)
Hvað var guð að gera með að skrifa þessa bók á stað þar sem bjuggu eintómir ólæsir skrælingjar... Kína var þróaðisti staður á jarðríki á þessum tíma, en nei guddi velur skrælingja með hor og slef.
Mistök gudda er óendanleg samkvæmt bókinni, allt sem hann gerði failaði út og suður.
Sorry folks þetta meikar ekki sense... ég er dæmdur til eilífra pyntinga vegna þess að ég get ekki trúað bókinni... ef ég gæti trúað bókinni þá gæti ég ekki annað en hafnað þessum guði sem gengur bara berserksgang, guð sem lætur lítil börn fæðast syndug... vegna gjörða forfeðra... guð sem framdi faktískt sjálfsmorð til þess að bjarga okkur frá honum sjálfum..
G.Helga hefur ekki lesið biblíu augljóslega því samkvæmt biblíu er guð alls ekki góður, hann er ógnvaldur og terroristi hinn mesti.
DoctorE (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 10:03
Ég veit að það er örvitanum með öllu óskiljanlegt, en staðreyndin er sú þrátt fyrir að kirkjan eigi sér líka slæma sögu, sagnfræðilega séð, þá á hún sér enn merkari sögu um allt það góða sem hún hefur komið til skila. Hér á Íslandi má nefni að kjarni Kristinnar hafi komið undir með ofbeldi og ótta, en, með tímanum fór hún, Kirkjan að sinna sínum málstað, eins og henni bar. Kirkjunnar menn í gegn um söguna voru þeir sem kenndu fólki að lesa og ráku skóla, kirkjunnar menn heimsóttu sjúka og og reyndu að létta byrðar fólks, kirkjunnar menn komu til fólks og sögðu frá kærleika Jesú Krists og hvernig það ætti að haga sér gagnvart náunganaum, þeir báðu með fólki, þeir báðu fyrir þjóð í aldanna rás, þeir gerðu meira gott svo mikið að við fáum seint skilið hvað þeir lögðu á sig, sem höfðu sanna köllun.
Það er sama hvað hann raular og tautar hann Matti, Ísland er byggt á sterkum kristilegum grunni, það er kletturinn sem hélt fólki gangandi í gegnum aldirnar. ´Það má nota tvo orð yfir forfeður okkar, trú og dugnaður.
Blessuð sé minning þeirra og Guð gefi að fólki sjái sannleikann, og muni eftir því sem skiptir máli, Trúin og styrkurinn sem er í trúnni á Guð almáttugan og son hans Jesú Krist sem var fórnað fyrir okkur.
Ég bið að almáttugur Guð á þessari ögurstundu þjóðarinnar, blessi okkur öll og leiði okkur til sigurs í Jesú nafni.
bk.
Linda.
Linda, 22.10.2008 kl. 11:03
Láttu ekki svona Linda.. .kirkjur heimsins gengu um myrðandi og rænandi, þær voru ógnvaldur yfir öllu mannkyni... ekkert breyttist til hins betra fyrr en mannlegt siðgæði þvingaði kirkjur og kufla í mannlegt siðgæði..
Allt frá því að það gerðist hafa kirkjur og kuflar verið að reyna að ræna okkar mannlega siðgæði og segja það hafa komið frá sér, sem er alger lygi.
Þessar kirkjur lögðustu undir hvaða harðstjóra sem kom til sögunnar.. meira að segja Hitler.... það eina sem skiptir kirkjur máli er kirkja og kuflar... við sjáum þetta berlega í dag td með barnaníðingum kaþólikka, ekkert má skyggja á kirkjur.
Ef kirkjan hefði sama vald í dag þá væri búið að drepa mig...
DoctorE (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 11:14
Linda - TAKK ! Þetta er búinn að vera svo klikkaður dagur að ég hef ekki haft tíma til þess að líta á bloggið fyrr en nú.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.10.2008 kl. 13:14
Takk Gunnar.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.10.2008 kl. 13:59
Rugludallur - ég er ekki alveg sammála túlkun þinni ennþá, en dáist að miklum sannfæringarkrafti þínum! Hafðu kærar þakkir fyrir það!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.10.2008 kl. 20:22
Ég er ekki hræddur við að trúa... ég einfaldlega get ekki trúað vitleysu... einhverju yfirnáttúrulegu kroti fornra ofurkrissa.
Þeir sem skrifuðu þetta allt voru menn eins og Gunnar á krossinum... Eiki á Omega...
Svo er líka málið að guð biblíu rétt eins og í Kóran(Sami guð) vinna nákvæmlega eins og einræðisherrar.. það er zero munur.
Ég veit að félagi guðsteinn á eftir að sjá þetta.. hann mun þá koma í lið með fólkinu og sameiginlegum markmiðum okkar allra... ég veit þetta Guðsteinn.. just wait :)
DoctorE (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 12:43
Ef til væri þessi margfrægi guð (sem væri þá eðli málsins samkvæmt fær um að gefa tilveru sína mönnum til kynna) nú þá væri mannkynið ekki klofið í ótal hluta í sambandi við óteljandi guði. Kristnin sjálf er klofin í óteljandi brotabrot í þessu sambandi. Ergo; það er augljóslega enginn guð til eða ef hann er til þá er honum fjandans sama um allt þetta umstang og það hefur sem sagt þá ekkert upp á sig nema peningasóun og tímaeyðslu.
Það eru engar staðfestar heimildir til um að nokkur einasti maður EVER hafi orðið var við guð þennan enda líkurnar á að hann sé til núll komma núll. Það eru vissulega til kjaftasögur og orðrómur um slíkt. Ef ég td. segði doktornum að ég væri í stöðugu sambandi við gudda þá hefur hann bara mig fyrir því og beri hann það áfram verður það bara eins og hver önnur kjaftasaga.
Baldur Fjölnisson, 23.10.2008 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.