Fimm vísbendingar um að Ísland sé að sigla aftur inn í áttunda áratug 20. aldar...

marx.jpgOg hverjar eru þær? Ég fékk þessar ástæður sendar í tölvupósti:

  1. Óðaverðbólga.
  2. Gjaldeyrisskömmtun.
  3. Stríð við breta.
  4. Vinsælasta tónlistin er ABBA og Vilhjálmur Vilhjálmsson.
  5. Forsætisráðherrann heitir Geir og er sjálfstæðismaður.
Það er ekki nema vona að rit Karls Marx séu að seljast upp! Eftir að kapítalisminn féll eins og spilaborg, þá sitja kommarnir eftir og þyrstir eftir völdum! Guð forði okkur frá því ástandi og biðjum þess að svo verði aldrei! FootinMouth

 


mbl.is Auðmagnið selst vel í kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Ætli maður yngist líka um 20 ár?

Góða helgi.

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 17.10.2008 kl. 14:55

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2008 kl. 15:05

3 Smámynd: Púkinn

heh...góður!

Púkinn, 17.10.2008 kl. 15:11

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir það Friðrik Skúlason/púki

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2008 kl. 15:17

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

"Guð forði okkur frá því ástandi og biðjum þess að svo verði aldrei!"

Hvað meinarðu? Heldurðu að hér bíði einhverjir grimmdarseggir eftir því að geta sett upp þrælkunarbúðir og leyniþjónustu og afnumið trúfrelsið?

Vésteinn Valgarðsson, 17.10.2008 kl. 18:06

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hvað gerðist í gamla Sovíet veldinu Vésteinn? Nákvæmlega eins og þú lýsir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2008 kl. 18:12

7 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Og heldur þú að Sovétríki fjórða áratugarins séu í uppsiglingu á Íslandi nútímans? Heldur þú að það sé einhver að berjast fyrir því? Heldur þú að það sé yfir höfuð möguleiki?

Vésteinn Valgarðsson, 17.10.2008 kl. 18:28

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

.... ömmm ... þessi færsla er grín Vésteinn, svona ef þú hefur ekki tekið eftir því!!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2008 kl. 19:00

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kví líkar mér þetta þá ....

Steingrímur Helgason, 17.10.2008 kl. 19:14

10 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæll Guðsteinn og takk fyrir þetta, ég vil ítreka spurningu Bryndísar, getur verið að ég yngist líka um 20 ár. Og myndu þá kommarnir taka það til baka líka?   Að vísu er ég svo gamall að ég man skömmtunarseðla, og bílaleyfi, en þá þurfum við sennilega að fara 20 ár í viðbót aftur í tímann. Veit ekki hvort þú hefur umboð til að yngja svo mikið ?

Kristinn Ásgrímsson, 17.10.2008 kl. 20:46

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nei Kiddi, enginn nema Guð býr yfir síkum mætti! 

Steingrímur - ... ég er ekki alveg að skilja .... 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2008 kl. 21:06

12 Smámynd: Flower

Þýðir það þá endurkomu hippana líka? Allir að safna hári og fara í mussur

Flower, 17.10.2008 kl. 22:22

13 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Bryndís, það eru 30 ár, ekki 20.

Þá þurfti maður líka að hafa farseðilinn með sér til að fá gjaldeyri

Svo má ekki gleyma:  Elton John, Eric Clapton, Pink Floyd, Bob Dylan og Yoko Ono.  Nú æðsti draumur ráðamanna var að reisa stóriðju.

Marinó G. Njálsson, 17.10.2008 kl. 22:57

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Rósa 30 ára í stuði með Guði og í botni með Drottni

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.10.2008 kl. 23:10

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Fyrir 30 árum á hippatímabilinu

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.10.2008 kl. 23:13

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það munar ekki um það Rósa!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.10.2008 kl. 12:16

17 Smámynd: Heidi Strand

Það vantar bara eitt til að fullkomna þetta. Fiskurinn aftur til þjóðarinnar og mikið framboð af ódýru lambakjöti.

Heidi Strand, 18.10.2008 kl. 12:35

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæll Guðsteinn! Góður pistill! Já, kreppan, hún er ekki komin hingað. Það ástand sem er á Íslandi kallast efnahgslegur samdráttur.

Svo erum við makalaust óheppnir með Ríkisstjórn og Seðlabankastjóra sem gefur ábyggilega skít í að allir Seðlabankastjórar á Norðurlöndum eru sammála að lána ekki Íslandi eina krónu meðan hann er við völd.

Fiskur mætti lækka í verði, henda kvótakerfinu, setja vertrygguna á þjóðmynjasafnið og lækka alla skatta fyrir láglaunaflokk unir 300 þús á mánuði, niður í 5%. Kommúnismi er skráður í USA sem geðsjúkdómur. Og hann er það líka.

Já og lambakjötið. Man eftir því að það var ágæt búbót á sjónum í gamla daga að smygla íslensku lambahjöti til Íslands!

Við skulum vona að þetta sé stopp núna í bili svo við sleppum við kreppuna...

Óskar Arnórsson, 19.10.2008 kl. 05:20

19 identicon

Sæll Guðsteinn minn.

Það eru ýmis tákn í lofti,en ver þú rólegur,þetta gengur yfir og annað og betra mun yfirskyggja þetta ástand.

Kærleikskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 16:41

20 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Að segja að kapítalisminn sé dauður af því einhverjir pilsfaldskapítalistar skitu í buxurnar og gamall kommi í Bretlandi (Brown) níðist á okkur, er álíka gáfulegt og að gefa út dánarvottorð á Kristnidóminn af því að einhverjir kaþólskir prestar misnotuðu börn í útlöndum.

Þá mætti gefa úr dánarvottorð á allar pólítískar stefnur og trúarbrögð ( og kannski trúleysið líka), ekki satt?

Ingvar Valgeirsson, 19.10.2008 kl. 22:46

21 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þetta var líka tíminn sem við áttum ekki geisladiska, tölvur, farsíma, greiðslukort og margt fleira, sem snýr beint að almenningi. Annað hefur Drottinn gefið að lítillæti sínu sem gagnast öllum þótt hljótt fari. Áttundi áratugurinn var ekki vondur og við lögðum kommúnismann að velli á þeim níunda. Abba er enn til, og ýmislegt sem úrskeiðis getur farið í samskiptum mannanna, ástæðulaust er að kalla yfir sig helstefnur fortíðar. Margir munu þó liggja í leyni!

Gústaf Níelsson, 19.10.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband