Guð blessi Ísland !

Ég er ánægður með Bubbann núna, hann er að vekja fólk til lífsins og gerir sitt til þess að rífa okkur uppúr þunglyndinu. Þótt að mætingin hefði mátt vera betri á þessa tónleika, þá er boðskapurinn skýr, eða eins og Bubbi segir svo snilldarlega sjálfur hér á vísi.is:

„Það er gott að eiga peninga en peningur er ekki Guð,"

Höfum þessi orð í huga og örvæntum ekki, því nú skiptir máli að fólk lagi þetta ástand í sameiningu en ekki óeiningu. Höldum ró okkar og missum ekki þann eldmóð sem við erum þekkt fyrir. Því ekki getum við gert mikið í einhverjum æsingi, við verðum að anda með nefinu og gera öll okkar besta.

Einnig segir Bubbi í viðtengdri frétt:

En kannski eigi þjóðin öll einhverja sök og nú verði menn að standa saman.

bubbi.jpgÞað eru orð að sönnu, því íslendingar eru frægir fyrir að kaupa allt á krít alveg eins og auðmenn gera. Og er það ein af fjölmörgum ástæðum þess að nú er sem komið er.

Þið sem trúaðir eru, ég skora á ykkur og reyndar öll samfélög á Íslandi að hefja upp bænaherferð og ákall til þessarar guðlausu þjóðar. Ég veit fyrir vissu mína að það á eftir að virka!


mbl.is Harmleikur allrar þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Frábært - tökum höndum saman og trúum því að Guð er yfir aðstæðum.

kv Sirrý

Sigríður Jónsdóttir, 8.10.2008 kl. 15:15

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen Sirrý!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.10.2008 kl. 15:17

3 Smámynd: halkatla

hery heyr fyrir lokaorðum þínum!

halkatla, 8.10.2008 kl. 15:55

4 identicon

Það eru náttúrulega hrapalegustu mistök sem hægt er að gera að vera að treysta á súperpóva... bara sorry

DoctorE (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 16:26

5 identicon

P.S. Ekki kenna trúfrjálsum um Guðsteinn minn.
Guddi vill að allir séu fátækir, hann vill ekki að fólk sé að biðja á almannafæri... ´
Ef guddi er til þá er ég að lenda í hefna hans vegna þess að kristnir eru búnir að gera kristni að trúarvændi sem snýst bara um seðla og aftur seðla.. og gullfyllingar

DoctorE (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 17:12

6 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Af hverju segirðu að þjóðin sé guðlaus? Mín trú rúmar ekki guð sem yfirgefur fólk í neyð.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 8.10.2008 kl. 17:27

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna Karen - rock on!

Dokksi - það er ekkert að því að leitar náðar Guðs á neyðarstndu, jafnvel þú getur viðurkennt það.

Ég tók bara svona til orða Ólöf og var alls ekki meiningin að halda því fram að Guð yfirgefi okkur, það virðist vera í tísku þessa daganna að vera "trúfrjáls/laus", og er viss um að þjóðin væri trúaðri þá hefði ekki þessi atburðir gerst undanfarna daga, en það er bara ég.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.10.2008 kl. 18:16

8 identicon

Hvernig er hægt að blanda trúnni inn í þetta ástand? Ef þjóðin væri trúaðri, að þá hefðu þessir atburðir ekki gerst??? Kaup á kredit, ofurlaun toppanna og óráðsía þeirra hefur ekkert með trúna að gera, ég þori að veðja að flestir trúa á sinn guð.

Og það að hefja upp Bubba fyrir þess orð hans er skrítið finnst mér, því Bubbi er einn af þeim sem lifði ótrúlega vel og lifði í ríkidæmi og ekkert heyrðist í honum þá. Svo þegar hann missir þessar millur, þá allt í einu samsamar hann sér með okkur hinum sem eru í baráttunni dags daglega. 

Mjög grátlegt.

Bubbi missti mitt álit fyrir þó nokkru síðan ... og ástæðan fyrir dræmri mætingu gæti alveg verið sú að fólk sé ekki að kaupa þennan Bubba í dag. Hann þarf lengri tíma til að fá fólkið til sín ... 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 19:34

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Doddi - það var ekki erfitt að blanda trúnni í þetta miðað við orð Bubba sem ég vitna í hér ofar. Hann með alla sína galla er að gera góða hluti, þú annað hvort hatar hann eða elskar, og höfum við greinilega sitt hvora skoðun á því.

Valgeir - það er alltaf gott að fá þig í heimsókn, og dáist ég enn af hugreki þínu. En þú ávarpar mig Herra ... ég roðna bara!

Jósef -amen!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.10.2008 kl. 23:06

10 identicon

Ég get ekki skilið að fólk leiti í yfirnáttúrulega hluti... ég get skilið að eitthvað af fólki nái að róa sig niður með því að biðja til æðri máttar...
Það er bara ekki neinn æðri máttur... vandamálið þarfnast úrlausnar, dæmið allt er byggt á græðgi & heimsku .... eina lausnin í þessu máli kemur frá okkur sjálfum...
Allur heimurinn keyrði á engu nema ímynduðum peningum í áraraðir... dæmt til þess að faila.
Við erum að horfa upp á hlut sem var óumflýjanlegur... við erum faktískt að horfa á heimsbyltingu...... sem gæti að mínu mati hæglega endað í styrjöldum og New world order

DoctorE (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 11:02

11 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Einhver sagði fyrir nokkru að enginn gæti notið þess jafnvel og Bubbi að lifa í núinu - hann nefnilega virtist aldrei muna hvaða skoðun hann hafði í gær. 

Ekki gleyma því að upphaflegt tilefni tónleikanna var að mótmæla krónunni - Bubbi hefur oft og iðulega talað fyrir upptöku Evrunnar. Það myndi tákna inngöngu í ESB, sem ég er síst til í.

Svo er ekki rétt að tala eins og þessi kreppa sé eitthvað séríslenskt fyrirbæri - allir aðrir eru líka með kúkinn í buxunum. Byrjaði jú allt á því að einhverjir kanar fengu blússandi lán sem þeir hefðu aldrei getað borgað, en það var í lagi því þau voru jú ríkistryggð. Svo kolféll hinn vestræni heimur.

Svo tek ég undir með Dodda hér að ofan - það heyrðist lítið í Bubba þegar hlutabréfin hans voru á fínu róli og hann skipti um jeppa á 11 mánaða fresti.

En ég tek undir bænir um að Guð sé með okkur nú. Fæstir aðrir virðast vilja standa með okkur.

Ingvar Valgeirsson, 9.10.2008 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 588457

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband