Karlrembu bíll?

Stelpur ... þurfið þið svona lagað? Virkilega?

Sem hálfgerður femínisti, þá set ég nokkrar spurningar við þessa frétt.
Í fréttinni stendur:

Bifreiðin verður sjálfskipt og útbúin búnaði sem mun auðvelda ökumanninum að leggja og rata á milli staða.

Þetta tel ég óþarfa, og ætti frekar að eiga við karlmenn sem eru mjög þrjóskir að spyrja til vegar, þar á meðal ég. Konur eru miklu duglegri að bjarga sér sjálfar á meðan við karlarnir hringsólum oftast um strætin í dramblæti okkar.

Þá mun tjakkurinn verða hannaður með þeim hætti konurnar þurfi ekki að óhreinka sig þurfi þær að skipta um dekk, segir á fréttavef breska ríkisútvarpsins.

Ekki man ég eftir að hafa orðið mjög skítugur við að eiga við tjakkinn sjálfan, það eru rærnar og að taka dekkið af sem veldur því að maður verður skítugur. Tjakkurinn er sennilega með þeim hreinlegri verkfærum.

Auk þess er bifreiðin sérstaklega hönnuð til að auðvelda konum að fara út í búð til að versla og aka börnunum í skólann. 

Ok ... það er sem sé bara verk kvenna? Að versla fyrir heimilið og sjá um börnin? FootinMouth Konan mín væri löngu búin að henda mér ef svo væri! Svo mikið er víst!

Fréttaskýrandi BBC segir ekki ólíklegt að þetta muni ýta enn frekar undir þá staðalmynd að Íran sé ríki karlrembunnar.

No kidding!!

Í nýlegri könnun fræðimanns, sem starfar við Allameh Tabatabaii háskólann í Teheran, kemur fram að útivinnandi íranskar konur séu á þeirri skoðun að karla og konur eigi að skipta með sér heimilisverkunum. Jafnframt kom í ljós að eiginmenn þeirra séu enn mjög íhaldssamir í skoðunum.

Jupp .. því að trúarbragð þeirra í Íran boðar ... jafnrétti ... Whistling Eða þannig.

Sem dæmi má nefna að þá þykja íranskir eiginmenn sem elda handa eiginkonum sínum vera afar sérvitrir.

Nei ... þarna fóru þeir alveg með það! Ég er til dæmis sá sem sér um næstum alla eldamennsku heima hjá mér,  og ekki er ég talinn skrítinn né "sérvitur" fyrir vikið, það er mjög algengt að karlmenn eldi og reyndar mættu sumir íslenskir karlmenn taka sig á í þeim efnum. Ekkert er betra en að gefa fjölskyldunni góðan mat og fullvissa sig um að fólk nærist almennilega. Cool

Ég spyr ykkur öll, konur sem karla -  er það þetta sem við viljum sjá aftur? Hér erum gamlar karlrembu auglýsingar sem  tala sínu máli, og er sú fyrsta ekki ósvipuð viðfangsefni fréttarinnar:

 

minidm2711_468x413.jpg

 

Konunni þarna er stillt upp eins og hún sé gjörsamlega heilalaus og þurfi virkilega á "einföldum bíl" að halda!

 

chefdm2711_468x463.jpg
Þessi "Kenwood" auglýsing segir allt sem segja þarf! Sick
 
cerealdm2711_468x697_693140.jpg
Smellið á þessa til þess að sjá betur hvað er um að vera, en þarna er karlremban allsráðandi!
 
coffeedm2711_468x416.jpg
Ég skil nú ekki "pointið" með þessari, hvað koma barsmíðar á konum kaffi við? (Smellið á myndina til þess að stækka, þá koma skilaboðin berlega í ljós) Shocking
 
vintage_bra_decathlon.jpg
Þessi er alveg kostuleg, er verið að spá nokkuð í þægindum á þessum brjóstahaldara? Neibb, það er bara verið að hugsa um að setja perraglott á karlinn og "halda honum ánægðum" ! Pinch Hvað var eiginlega að fólki að setja svona í blöð?? Hver var markhópurinn sem notar vöruna? 
 
ketchupdm2711_468x327.jpg
Ja hérna! Þetta er tómatsósuflaska, fyrr má nún vera!!! FootinMouth
 
1950swife.jpg
Er þetta nokkuð framtíðin?
 
NEI !! Angry
 

 

 Sorrý ... svona lagað finnst mér bara pirrandi ... en það er bara mín skoðun.


mbl.is Bifreið sem er sérhönnuð fyrir konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Nei, nei, Haukur - þetta er fortíðin. Við þurfum að vera í stöðugri endurskoðun á því hvort við séum að stuðla  að eða viðhalda staðalímyndum.

Vissulega eru ákveðnir hlutir algengari meðal kvenna og aðrir algengari meðal karla, en hvað ef t.d. ég er svakalega flink í að bakka bíl, telst ég þá óeðlilegur kvenmaður? 

Jafnréttið þarf að ganga jafnt á bæði kynin. Í dag þekki ég tvær konur á miðjum aldri sem vinna heima. Börnin eru vaxin úr grasi og þær eru heima, fara í sína líkamsrækt o.s.frv. meðan maðurinn er útivinnandi.

Ég hef ekki heyrt um neinn sem kallar þær latar, ónytjunga eða spyr hvort að það sé eitthvað að. Ef við snérum þessu við, karlinn væri heima, stundaði sína líkamsrækt o.s.frv. hvað yrði sagt um hann?

Við verðum að breyta viðhorfum okkar og taka þau úr klafa kynferðis. Ég er ekki að segja að konur og karlar séu eins - og langt í frá, en að ekki eigi að ákveða fyrirfram á grundvelli kyns hvað hæfi fyrir konur og hvað hæfi fyrir karla.

Við erum mjög misjöfn, ég sagði þegar að ég sá Hellisbúann, sem var auðvitað stórfyndinn; "ég er kall" ..  vegna þess að miðað við lýsingarnar þá var ég eiginlega meiri kall en kona.

Hvert heimili ákveður sína verkaskiptingu - og í raun kemur engum það við utan þess, nema um ofbeldi eða yfirgang sé að ræða í aðra hvora áttina.

Ég segi oft að mér líði best við eldavélina, því ég elska að elda mat og það er ekkert niðrandi fyrir mig. En ef einhver segði mér: "Þú átt (vegna þess að þú ert kona)  að vera við eldavélina" þá horfði það allt öðruvísi við.

Bla, bla, bla.. þetta varð full langt - en vonandi skilur þetta einhver.

Alltaf gaman að velta hlutunum fyrir sér og spennandi að plægja upp gömul gildi og sá nýjum og réttlátari fyrir alla.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.10.2008 kl. 10:27

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og hvenær kemur svo bifreið sérhönnuð fyrir karla? Ég er sjálfur eigandi með lánaðan Toyota Corolla Verso 2007 árgerð á 50% myntkörfu, og það er afskaplega fátt "macho" við það nú til dags... ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 8.10.2008 kl. 10:33

3 Smámynd: Einar Steinsson

Það þarf ekki múslíma til að fá svona heimskulegar hugmyndir. Ekki gleyma því að þessar auglýsingar sem þú setur hérna inn eru raunar ekki svo óskaplega gamlar. Sú fyrsta er frá því um 1970, sú næsta frá því uppúr 1960 og afgangurinn er líklegast frá því milli 1950 og 1960. Þeir sem gerðu þessar auglýsingar eru líklegast á lífi í dag og jafnvel í áhrifastöðum. Og þeir eru ekki múslímar. Ég veit um vesturlandabúa sem finnst hugmyndafræðin bak við þær jafnvel ekki svo galin svo furðulegt sem það er.

Einar Steinsson, 8.10.2008 kl. 10:49

4 identicon

haha þetta er ágætt. . Það er nú samt kannski spurning um á hvaða forsendum þægindin eru sérstaklega ætluð konum. Sú staðreynd að Íran skuli vera tiltölulega aftarlega á merinni hvað varðar jafnrétti bendir til að tímaskekkja sé þarna í hugarfari en bíllinn er kannski ekki galinn þó ég sjái kannski hreinlegu dekkjaskiptin ekki alveg fyrir mér. Það er svo sem ekkert athugavert við það að við reynum að stjana við konurnar okkar og auka þægindin fyrir þær, og er það og á að vera gagnkvæmt. Við getum þá haldið áfram að keyra krakkana í skólann og verslað í matinn á gjörsamlega óökuhæfum traktorum á 44" dekkjum á meðan að sömu föstu leikatriði í fjölskyldulífinu verða þægilegri fyrir konuna. :)

Böðvar Reynisson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 11:07

5 Smámynd: kiza

Þetta er nú með því kjánalegra sem ég hef séð í lengri tíð, og ýtir enn og aftur undir þá stereótýpu að 'konur kunni ekki að keyra' og séu hræddar við að skítast aðeins út :P

Sé nú bara varla mun á svona plöggi og auglýsingunum frá 195ogeitthvað sem þú póstar með, sömu skilaboðin á staðnum.

Ég verð að segja fyrir mína hönd að ég hef meiri áhyggjur af áhrifum svona auglýsinga og skilaboða sem sjást í 'mainstream'-fjölmiðlum heldur en af klámi.  A.m.k. þarf hver og einn að leita uppi klám til að mynda skoðun á því, en þetta rugl er alls staðar :(

Og því miður held ég að sé ekki hægt að kenna múslimum eða þeirra hugmyndafræði um svona viðhorf, þetta er út um allt, og við köllum okkur upplýst?  Jahérna. 

kiza, 8.10.2008 kl. 11:50

6 Smámynd: kiza

(afsakið, gleymdi að skrifa undir..)

- Jóna Svanlaug. 

kiza, 8.10.2008 kl. 11:50

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jóhanna - tek undir hvert orð, enda met ég álits þíns mikils.

Guðmundur - góð spurning!

Einar -  Ég setti þessar auglýsingar til þess eins að benda á hvernig við vorum, og ekki er ég að kenna neinum um eitt né neitt, heldur er þetta bara staðan sem er uppi núna og jafnvel þú getur ekki neitað.


Jóna Svanlaug:

Þetta er nú með því kjánalegra sem ég hef séð í lengri tíð, og ýtir enn og aftur undir þá stereótýpu að 'konur kunni ekki að keyra' og séu hræddar við að skítast aðeins út :P

Sammála.

Sé nú bara varla mun á svona plöggi og auglýsingunum frá 195ogeitthvað sem þú póstar með, sömu skilaboðin á staðnum.

Hárrétt, og er það viljandi gert til þess að benda á ruglið.

Ég verð að segja fyrir mína hönd að ég hef meiri áhyggjur af áhrifum svona auglýsinga og skilaboða sem sjást í 'mainstream'-fjölmiðlum heldur en af klámi.  A.m.k. þarf hver og einn að leita uppi klám til að mynda skoðun á því, en þetta rugl er alls staðar :(

Get einnig tekið undir þetta.

Og því miður held ég að sé ekki hægt að kenna múslimum eða þeirra hugmyndafræði um svona viðhorf, þetta er út um allt, og við köllum okkur upplýst?  Jahérna.

Ég var ekki að kenna neinum um eitt né neitt, heldur bendi á einfalda staðreynd.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.10.2008 kl. 12:22

8 Smámynd: Einar Steinsson

Fyrir tæpum tíu árum sótti ég kvöldnámskeið þrisvar í viku einn vetur. Ég og fleiri vorum í þeirri aðstöðu að vera ekki á bíl heldur vorum sóttir af mökum okkar þannig að þegar námskeiðinu var lokið á kvöldin beið góður hópur af fólki eftir að vera sótt fyrir utan húsið þar sem þetta námskeiðið og fleiri voru haldin. Það sem skeði þegar bílarnir komu hver á fætur öðrum var eftirfarandi:

1. Ef ökumaðurinn var karlmaður að sækja konu þá sat bílstjórinn áfram undir stýri og konan settist farþegamegin.

2. Ef ökumaðurinn var kona að sækja karlmann stöðvaði hún bílinn, steig út og settist inn farþegamegin en karlmaðurinn sem verið var að sækja settist í ökumannssætið og ók í burtu.

Þarna var fólk á ýmsum aldri frá því um tvítugt og upp í svona u.þ.b. sextugt og þessi hegðun virtist vera algjörlega óháð aldri. Þetta sást alveg eins hjá unga fólkinu og þeim eldri og það voru næstum því engar undantekningar frá þessu.

Nú spyr ég ykkur konur, hvers vegna gerið þið svona vitleysu?

Einar Steinsson, 8.10.2008 kl. 12:25

9 Smámynd: Rebekka

Ekkert vera að kalla þig hálfgerðan feminísta Haukur,  kallaðu þig bara jafnréttissinna!    Það er fyrir mér upphafleg meining með orðinu "femínisti", en á Íslandi hefur neikvæð umræða um baráttu femínista (sem er bæði femínustum og andstæðingum þeirra að kenna) breytt þessu orði í hálfgert skammaryrði.  Því miður.

Svo maður haldi sig nú við efnið.  Hvernig ætli þeir hafi valið litina á bílinn?  Hvaða litir eru sérlega "kvenlegir"...  megum við kannski fara að búast við fallega bleikum bílum á götum Írans?!

Rebekka, 8.10.2008 kl. 12:28

10 Smámynd: kiza

Kæri Haukur minn, ég meinti alls ekki að ÞÚ værir að kenna múslimum um þetta, heldur bara vegna tilvitnunarinnar þarna síðast. Því miður held ég að mörgum finnist þetta líka fyndið (og jafnvel 'bráð nauðsyn') hérna okkar megin við pollinn, og það þykir mér leiðinlegt .

Ég veit að þú ert ekki þannig týpa, og biðst afsökunar ef það kom út þannig hjá mér.

-Jóna.

kiza, 8.10.2008 kl. 13:18

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jóna - fyrirgefðu misskilningin ! Það snertir mínar viðkvæmustu hjartarætur þegar ég verð þess var að illa sé farið með konur, og hljóp aðeins á mig þarna þegar ég svaraði þér.

Rödd skynseminar - Sammála - hér eftir kalla ég mig "Jafnréttissinna" Orðið "feminísti" er vissulega orðið neikvætt, sem er verr og miður.

Einar Steinsson - þetta er afar góð spurning sem stelpurnar verða að svara!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.10.2008 kl. 13:24

12 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

þið virðist gleyma því að konur kunna ekki að keyra :S

Birgir Hrafn Sigurðsson, 8.10.2008 kl. 14:37

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Birgir Hrafn, spurðu Tryggingafélögin hver staðan sé.

Góð ábending hjá Einari Steinssyni, við maki minn höfum það þannig að ég keyri minn bíl og hann sinn bíl, NEMA þegar hann er búinn að fá sér í glas þá keyri ég líka hans bíl, af einhverjum orsökum hefur aldrei reynt á það frá hinni hliðinni.. 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.10.2008 kl. 15:09

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

p.s. þetta á að sjálfsögðu við þegar við erum bæði í bílnum, og til að forðast misskilning þá keyri ég bara einn bíl í einu.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.10.2008 kl. 15:10

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jóhanna? Jæja, ég hélt að þetta væri "duldur" hæfileiki hjá þér! AÐ keyra 2 bíla í einu þ.e.a.s. Því fyrir löngu hef ég lært að vanmeta aldrei konur, og er ekki gott að segja hvað þið eruð færar um!

Birgir Hrafn -  Karlmenn eru það líka.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.10.2008 kl. 15:15

16 Smámynd: kiza

Haukur; ég skil þig fullkomlega, á það til að rísa hratt upp á afturlappirnar og hvæsa  þegar mér finnst illa komið fram við konur og menn

Mikið væri það samt magnað að sjá Jóhönnu krúsa á 2 bílum, og með einn létt-hífaðan farþega í aftursætinu   Muna bílbeltin, krakkar!

Held nú að þetta bull með að 'konur kunna ekki að keyra' sé komið frá sömu búðinni og 'stelpur geta ekkert í stærðfræði' .  Bara einhver gömul klisja sem á sér enga stoð í raunveruleikanum.

Reyndar væri ég líklegast mjög lélegur ökumaður...en það á rætur sínar í þeirri staðreynd að ég hef aldrei tekið bílpróf og kýs frekar fákinn fráa (þ.e.a.s. Bykle J. Fox, hjólið ógurlega) til að komast ferða minna.

-Jóna. 

kiza, 8.10.2008 kl. 16:41

17 Smámynd: Mama G

Hva, ekki svona neikvæður Haukur!

tjakkurinn verður hannaður með þeim hætti konurnar þurfi ekki að óhreinka sig þurfi þær að skipta um dekk

Mér finnst þetta bara merki um það að konur eru að komast til meiri áhrifa og að framleiðendur séu að reyna að sinna þessum nýja markaði sem er að opnast. Mig langar í bíl sem tjakkar sig sjálfur - og skiptir helst um dekkið líka  ...ég keyri bara á blöðrunni um allan bæ ef það springur, tími ekki að fórna nöglunum 

Mama G, 8.10.2008 kl. 18:07

18 Smámynd: Mama G

ps. ég hleypi mínu karli aldrei undir stýri nema þegar ég nenni ekki að keyra sjálf eða þarf að lappa aðeins upp á make-upið eða hringja rosalega mikið. Kannski var það ástæðan fyrir því að konurnar skiptu alltaf um sæti við strákana?

Mama G, 8.10.2008 kl. 18:09

19 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jóna - við erum þá að skilja hvort annað, og þakka ég þér fyrir mjög góðar umræður!

Mama G - sammála, konur eru best færar að skilja þörfum kvenna, og væri frábært ef fleiri konur kæmust til áhrifa í þessari karlagrein. Og takk fyrir heiðarlega skýringu !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.10.2008 kl. 18:19

20 Smámynd: Einar Steinsson

Þetta með tjakkinn er tómt bull hjá karlrembunum þarna í Íran, þeir vita greinilega ekki mikið um bíla. Varadekk og tjakkur er nefnilega horfið í mörgum nýjum bílum. Dekk eru orðin það góða að líkurnar á að springi eru ekkert meiri en hver önnur bilun. Hvers vegna að vera að burðast með þyngdina af varadekki, tjakk og tilheyrandi þegar það er alveg eins líklegt að það verði alldrei notað á líftíma bílsins? Fyrir utan plássið sem þetta tekur sem má nota í eitthvað nytsamlegra. Mig minnir að það hafi seinast sprungið hjá mér í venjulegum akstri fyrir svona u.þ.b. 8-10 árum.

Einar Steinsson, 9.10.2008 kl. 08:40

21 Smámynd: Fannar frá Rifi

Elda og baka íslenskar nútíma konur?

Af minni reynslu þá verðuru að baka sjálfur ef þú vilt kökur eins og þú fékkst frá mömmu hérna í gamla daga. 

Fannar frá Rifi, 13.10.2008 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband