Óréttlæti

Á sama tíma og þau gleðitíðindi berast að ljósmæður hafi samið við ríkið kemur þessi sorgarfrétt. Þarna finnst mér, að forráðamenn þessarar þjóðar ættu að sýna fordæmi og neita taka við svona hækkun. Allt samfélagið er á heljarþröm og kreppan alsráðandi.

Aðgerðarleysi og gunguháttur núverandi ráðamanna er eitthvað sem ég er ekki til í að styrkja, þeir virðast vera áskrifandi af launum sínum því til engra aðgerða er gripið til þess að sporna við þenslunni. Kæruleysisleg svör þeirra þegar þeir lýsa yfir: "engra aðgerða er þörf" þegar þörfin er hvað mest er til háborinnar skammar.

Sumir kunna að telja að þeir eigi fullan rétt á þessu, gott og vel, hafið þá skoðun en eigi get ég tekið undir slík rök sökum úræðaleysis þeirra.

Góður bloggvinur Þórarinn Þ. Gíslason gerir einmitt stórgóð skil á þessu hróplega óréttlæti sem stjórnvöld gert að staðreynd í okkar samfélagi. Ég mæli eindregið með að lesið þann pistil!


mbl.is Laun æðstu embættismanna hækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Þetta er helbert óréttlæti!!! Ég bara næ ekki svona viðbjóði (og vitleysu) - hefði bloggað um þetta sjálf en nennti því svo ekki. Gott hjá ykkur Þórarni ;)

halkatla, 22.9.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband