Bæn mín er hjá ljósmæðrum

Ég vona að bið fyrir því að þessari deilu ljúki sem fyrst og allir aðilar gangi sáttir frá borði. Sjálfur varð ég yfir mig hneykslaður þegar fjármálaráðherra hæstvirtur ætlar að stefna ljósmæðrum og þvinga þeim sem sögðu upp til vinnu aftur. Það er algjör skömm af fjármálaráðherra að mínu mati!

Í fáum tungumálum, nema íslensku er að finna jafn fagurt orð yfir þessa starfsstétt. Orðið ljósmóðir finnst mér afar fagurt sem lýsir þeirra göfuga starfi afspyrnu vel.  Ef við berum þetta t.d. saman við ensku útgáfuna þá er að finna orðið "midwife" sem er ekki eins fagurt og íslenska útgáfan.

En ég lýsi yfir fullum stuðningi við ljósmæður, og hef þær konur sem eru óléttar núna í bænum mínum og bið þess að allt fari vel þrátt fyrir ljósmóðurskortinn.


mbl.is Fundur að hefjast með ljósmæðrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þrátt fyrir að ljósmæður eigi alveg fyllilega skilda 25% hækkun skil ég líka þá sem segja að það sé óraunhæft. Það er eflaust of stór biti fyrir ríkið á einu bretti.

En ég minni á hvað ég ritaði um daginn varðandi handboltastyrkinn. Það er alltaf til nægur peningur fyrir íþróttaspriklara, stúkugerð og listapakk, en aldrei neitt fyrir það sem skiptir máli.

Eins og einhver sagði - það er kannski spurning um að fá markvörð handboltalandsliðsins í ljósmóðurstörf - hann getur tekið á móti...

Ingvar Valgeirsson, 15.9.2008 kl. 16:06

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Valgeir Mattías - takk fyrir það.

Ingvar - ef þetta er málið af hverju kýstu þetta alltaf yfir þig?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.9.2008 kl. 16:25

3 Smámynd: Mama G

Eins og einhver sagði - það er kannski spurning um að fá markvörð handboltalandsliðsins í ljósmóðurstörf - hann getur tekið á móti...

LOL

Mama G, 15.9.2008 kl. 18:06

4 Smámynd: Púkinn

Hjálp!   Ég er sammála þér um eitthvað....hvað er að gerast?

Púkinn, 15.9.2008 kl. 18:10

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Haukur - heldurðu að aðrir hefðu gert eitthvað annað í stöðunni? Það er ekki eins og aðrir flokkar hafi beint sparað við sig í íþróttamálum þótt allt annað hafi verið í rassgati - sjá R-listann sáluga og fleira.

Ingvar Valgeirsson, 15.9.2008 kl. 19:59

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Sammála Ingvari........og Guðsteini.

Er ekki kominn tími til að fleygja bláu skyrtunni Ingvar....

Haraldur Davíðsson, 15.9.2008 kl. 20:03

7 identicon

Árni Matt er að gera góða hluti.... hahahah þarna hélduð þið að ég væri snappaður ha :)
Árni á að vera í dýralækningum... tja... æi ég veit ekki hvort ég treysti honum í það sko

DoctorE (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 22:15

8 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Dýralæknirinn sem er fullur á hestbaki.....kannski hann þurfi að rifja upp dýraverndarlögin.....

...og já Doc í eitt augnablik hélt ég að nú værirðu ......en nei, sem betur fer ekki.

Haraldur Davíðsson, 16.9.2008 kl. 00:42

9 identicon

Sæll, Guðsteinn minn.

Sammála þér.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 01:11

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Púki - já svona lagað gengur ekki! Nú fer ég aftur að blogga um trúmál!

Ingvar - ég tek undir með Halla, bláa skyrtan þín er farinn að fölna.

Dokksi - nákvæmlega! Hann er best settur þar, ekki skilur hann tilfinningar manna.

Þórarinn - Guð blessi þig.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.9.2008 kl. 09:24

11 Smámynd: halkatla

Alveg sammála þér. En dýralæknar eru afbragðsfólk yfirleitt, ég sé Árna alls ekki fyrir mér með þeim - hann passar best inní samkunduna sem hann er í núna, því ver og miður, stór hluti vildi þetta og kaus þetta þrátt fyrir allar heimsins viðvaranir í mörg ár og það eru nú bara staðreyndir málsins Dýr eiga nógu erfitt þótt Árna verði ekki dömpað yfir á þau. Ef hann væri lærður leikskólakennari mynduð þið vilja að hann fóstraði börnin ykkar?

(það eina sem er eitthvað vit í er að hreinsa alveg til, hætta að viðurkenna alþingi í núverandi hryllingsmynd, bíða eftir nýjum kosningum og vona til Guðs að þá muni eitthvað lagast - fólk er bilað að sitja bara og kvarta, auðvitað ætti að vera löngu búið að slíta stjórninni í þessu guðsvolaða ástandi sem er alls ekki hægt að bjóða uppá )

halkatla, 16.9.2008 kl. 11:15

12 Smámynd: Adda bloggar

mig langar til að benda þér á bloggið mitt, og fá þína umsögn um málið.kv adda
"Staðgöngumeðganga vekur upp siðferðislegar spurningar - má aldrei verða atvinnuvegur"

Adda bloggar, 16.9.2008 kl. 12:47

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna Karen - fullkomlega sammála þér.

Adda - ég kíki.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.9.2008 kl. 13:57

14 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Haukur, barátta ljósmæðra er merkileg. Þar fer kvennastétt sem vinnur umönnunarstarf. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin ætli að gera vel við kvennastéttir þá er þessi tími óhentugur til slíkra verka. Ljósmæðrum er bent á að bíða þangað til ríkisstjórnin er búinn að búa til einhvern pakka handa kvennastéttum. Það  virðist sem sá pakki sé öllu rýrari en kröfur ljósmæðra, ansi aumur pakki það.

Gunnar Skúli Ármannsson, 16.9.2008 kl. 15:47

15 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég á enga bláa skyrtu... held ég eigi enga bláa mynd heldur... en mér sýnist sem svo að ljósmæðradeilan sé að enda í bili.

Ingvar Valgeirsson, 17.9.2008 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 588281

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband