Hver er sönn fegurð?

Venus frá Willendorf , ca. 30,0000 - 25,000 fyrir Krist

Konan er að mínu mati það fallegasta sköpunarverk sem Guð hefur frá hendi sinni látið fara. En vissulega er misjafnt hvað menn meta sem fagurt og ljótt. Á steinöld var til dæmis kona sem var í góðum holdum tákn um frjósemi og þótti hin besti fengur.

Síðar á tímum rómverja var fyrst farið að gera alvöru list með konur sem fyrirmynd. Grikkir höfðu áður einsett markaðinn með myndum af eintómum karlmönnum og örfáum konum. Rómverjar voru sem þeir sem fóru fyrst að upphefja fegurð kvenna með alvöru tjáningu og ekki tvívíðarformi.

En til hvers er þetta allt saman? Skiptir hið ytra útlit svona rosalega miklu máli?

Árstíðirnar fjórarÉg segi fyrir mig sem myndlistarmaður, að ef ég teikna konu þá reyni ég að fanga persónuleika hennar, ekki bara afrita það sem er fyrir framan mig, hver sem er getur gert það. Því sama hvernig konan er útlits, þá er það innri manneskjan sem skiptir máli og ekki hið ytra.

Því ég hef lenti stundum í því, þegar ég var að teikna skopmyndir fyrir nýstúdenta fyrir framhaldsskólanna, að manneskja sem var þurr á manninn og persónuleikalaus, var AFAR erfitt að teikna. Því ef hið innra er svert er erfitt að fanga hið ytra, nema kannski með myndavél.

Ég held því fram, að allar konur séu fallegar, það þarf bara að fá þær sjálfar til þess að opinbera það með persónuleika sínum.

Því sönn fegurð kemur að innan, og er útlitið aðeins konfekt og ekkert meira en það.

Ég vona að þessi Ástralski bæjarstjóri geri iðran hið snarasta og biðjist afsökunar á þessum heimskulegu orðum sínum!

Stelpur, látið ekki svona gaura draga ykkur niður, þið eruð allar fallegar sama hverjar og hvernig þið eruð!

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


mbl.is Ákall til ófríðra kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Allt er fallegt og allt er ljótt....þar til það nær eyrum okkar og augum...

Haraldur Davíðsson, 18.8.2008 kl. 14:13

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það er nú kannski ósköp eðlilegt að gagnkynhneigður karlmaður finnst konur hið fegursta sköpunarverk sem fyrirþekkist. Það er nú einu sinni einn af líffræðilegum tilgangi þeirra að fjötra augu gagnkynhneigðra karlmanna. ÚFFF.... rendar get ég nú ekki annð sagt að þær séu nú ansi persónubundnar...

Brynjar Jóhannsson, 18.8.2008 kl. 14:46

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Með þessu áframhaldi, verður þá ekki bara fjölmenni á gleðigöngunni "Gay Parade" í þessu þorpi? En að vísu fáar lessur?

Kær kveðja, Björn bóndi  ïJð

Sigurbjörn Friðriksson, 18.8.2008 kl. 14:47

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Fegurðin kemur að innan, alveg sama hvort verið sé að tala um karl eða konu.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 18.8.2008 kl. 14:59

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

http://valaola.com/  Kæri Haukur, ég veit að ég er falleg og þakka hrósið, veirstu hvar fegurð mín er mest? í brosinu sem ég fæ frá manninum mínum þegar hann segir "ég elska þig fallega kona" hann notar þenna frasa oft á mig.  Slóðin sem ég sendi þér á síðu hjá náfrænku manns míns, hún er mikil listakona og vinnur nú orðið nær eingöngu með líkamm, ég veit þú verður hrifinn. Ég er með eina styttu frá henni í sölu hér heima, það er "portrait of a lady" sú hægra megin á myndinni sem þú finnur undir figure 1. Ef þú veist um einhvern sem hefur áhuga þá er hún til sölu á 450 dollara kostar 600 minnir mig úti, þessi kom í farangri heim og slapp við toll.  Kær kveðja til þín og þinna

Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 15:00

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bara smá í viðbót svo ég geti sett á vakt.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 15:00

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn.

Úff,  ég hefði  viljað vera uppi á steinöld.     

"Á steinöld var til dæmis kona sem var í góðum holdum tákn um frjósemi og þótti hin besti fengur."

Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.8.2008 kl. 15:17

8 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hvernig fannst þér annars " Kerlingin " sem þú fórst uppá fyrir norðan?

Ég á mér enga svona kerlingu fyrir norðan bara "Súlur"..

Haraldur Davíðsson, 18.8.2008 kl. 15:44

9 Smámynd: Haraldur Davíðsson

..lagði reyndar einu sinni til að nafni skátaskálans Fálkafells, sem stendur undir Súlum,yrði breytt í Súlustaðir..

Haraldur Davíðsson, 18.8.2008 kl. 15:46

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ og hó. 

Þetta skrifaði Guðsteinn: "En þetta gekk allt saman og get ég varla hreyft mig verkjum!En ég set inn myndir sem tengdapabbi tók, þegar upp var komið."

Kann ekki við að undirstrika meira.  

Greinilega erfið þessi Kerling.

Batakveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.8.2008 kl. 15:49

11 Smámynd: Ásdís Rán

Skemmtilega mælt, ég er sammála öllu  Þó að ég sé dæmd fyrir yrta útlit þá vil ég halda því fram að það sé allt persónuleikanum að þakka þar sem hann endurspeyglast í útlitinu mínu... hehe

xx

Ásdís Rán , 18.8.2008 kl. 16:01

12 identicon

knús!

Rósa Tom (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 16:04

13 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það eru góðir verkir sem fylgja því stundum að klífa fjöll og ná tindinum...

Haraldur Davíðsson, 18.8.2008 kl. 16:07

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Halli -

Allt er fallegt og allt er ljótt....þar til það nær eyrum okkar og augum...

Einmitt, þetta er matsatriði og einstaklingsbundið hvað fegurðarskyn okkar segir hverju sinni.

Brynjar - jú, þær eru persónubundnar. Og er til svo margvíslegur smekkur að flest allir finna maka við sitt hæfi.

Sigurbjörn bóndi - ég er ekki alveg að skilja samhengið?

Guðrún Þóra - nákvæmlega það sem ég meina!

Ásdís Sig. - ég kíkti á þessa síðu sem þú vísaðir í, og þarna að finna stórfengleg dæmi um fegurð kvenlíkamans. Þetta er listakona með meira og ef ég væri að kenna henni fengi hún hiklaust 10 fyrir verk sín! Hver veit nema ég auglýsi þetta síðar.

Rósa - Amen!

Halli - Kerling var erfið viðfangs, og er ég ónýtur af strengjum og verkjum. Þetta var ekkert smá erfið ganga!

Rósa - mér gekk samt betur en Þór við glímu sína við elli kerlingu, og hafðist þetta á endanum.

Ásdís Rán - þú ert gott dæmi um manneskju sem er alltaf dæmd fyrirfram vegna þess að þú ert falleg, og er tilhneiging manna að dæma fallegt fólk fyrirfram sem "heimskt" alltof algengt og í raun fordómafullt.  Þetta þekki ég sjálfur því ég hef verið allt of horaður alla mína ævi, og þar með stimplaður algjör væskill, en því er fjarri og byggir það á sömu fordómum.

Rósa Tom - gaman að sjá þig hér! langt síðan ég hef heyrt í þér!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.8.2008 kl. 18:27

15 Smámynd: halkatla

ég er sammála sumu sem þú segir og öðru ekki, upplýsingar bæjarstjórans gætu komið sér vel í mörgum tilfellum sorrí að ég segi það. En það er ekki þarmeð sagt að fólkið sem er ljótt sé eitthvað verra - auðvitað vona ég að það sé ekki svo!

halkatla, 18.8.2008 kl. 19:25

16 identicon

Eftir því sem eiginmaðurinn elskar konuna sína meira verður hún fallegri  

Res (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 20:48

17 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Að sýna fólki ástúð og bera virðingu fyrir misjöfnum eiginleikum þess og leyfa því að finna það. Vera meðvitaður um þarfir og tilfinningar fólks og geta skynjað heiminn með þeirra augum. Vera umburðarlyndur gagnvart mistökum annarra, fyrirgefa, enginn er fullkominn. Láta sér ekki standa á sama um fólk og sniðganga það heldur gera sitt besta til að stuðla að hamingju og heilbrigði þess. Það er sönn fegurð.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 18.8.2008 kl. 21:25

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna Karen - gjörðu iðrun hið snarasta!

Res - vá hvað ég er sammála því! 

Tara Óla - MJÖG vel orðað! Takk! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.8.2008 kl. 22:21

19 Smámynd: Halla Rut

Flott færsla hjá þér.

Halla Rut , 18.8.2008 kl. 22:44

20 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Halla mín.  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.8.2008 kl. 23:40

21 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rétt er það Hippókrates, þær verða vera og eru minni en sú skessa!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.8.2008 kl. 00:02

22 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Auðvitað kemur fegurðin innanfrá.  En það er stór hópur fólks sem stórgræðir á lélegu sjálfsmati þeirra sem ekki flokkast sem "huggulegar konur" þar sem fyrirmyndir eru vel spösluð súpermódel, leikkonur ofl. sem hafa eitt góðum skilding í smyrsl og brjóstastækkanir.

Fer nútímakonan til sálfræðings til að öðlast meiri sjálfsvitund og sjálfsmat til að líða vel í eigin skinni?  Nei - hún fer frekar til lýtalæknis og eyðir svo dágóðum tíma í uppfærslu á eigin útliti með aðstoð farða og krema.

Kjarni málisins er - þú ert það sem þú hugsar.  Ég gef ekki mikið fyrir hugsanir þessa bæjarstjóra.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 19.8.2008 kl. 00:19

23 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Lísa B - takk!!

Laissez-Faire - já, það er einmitt spurningin.

Hippókrates - hafðu þig hægan! Og farðu rakleiðis á skeljarnar og gjörðu iðran! Þú ert að tala um konu mína, og svona vill eiginmaður ekki heyra um konu sína!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.8.2008 kl. 00:46

24 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Ég held að fegurð sé ekki einfalt fyrirbæri ... og margslungið.

Þegar ég eignaðist fyrsta barnið mitt fannst mér það fallegasta barn sem fæðst hafði á þessu jarðríki, svo komu tvö í viðbót og þau lentu að sjálfsögðu í sömu grúppu. Í þessu tilviki er fegurðin í augum þess sem sér. Fegurðin kemur af þeirri elsku sem við berum til barnanna eða maka og ást okkar endurspeglast í andlitum þeirra ..

Aftur á móti eru til fegurðarstaðlar sem eru mismunandi sbr. tískubylgjur. Einu sinni voru það  þéttholda rúbenskar konur (eins og þú bendir á)  og nú eru það grannar (þó ekki of) ... sem er ,,í tísku" .. bara eins og einu sinni þótti okkur fallegt að mála veggina heima hjá okkur t.d. brúna, rauða og  bláa - en síðan er allt í einu orðið fallegt að hafa allt ljóst. Skrítið ... svona erum við miklar hópsálir.

Manneskja getur ,,fríkkað" um helming bara við það að hafa gott sjálfstraust, standa bein og líða vel.

Flestir eru fallegastir þegar þeir brosa ...

Þetta voru næturpælingar mínar um fegurð ..

Megir þú, og þið öll eiga fallegan dag í vændum!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.8.2008 kl. 00:57

25 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hippókrates - ég veit það vel, 'no harm done', ég tók þessu líka þannig því ég er sjálfur með svipaðann húmor. En ég varð samt að standa mig í hlutverki afbrýðisams eiginmanns ekki satt?

Jóhanna - æðislegt! Takk, þú talar alveg mínu tungumáli!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.8.2008 kl. 09:52

26 identicon

Ég verð að viðurkenna að þegar ég kynntist mínum manni þá heillaðist ég fyrst og fremst að útlitinu og ég held að margir geri það en þori ekki að viðurkenna það! Það er nú bara þannig að við tökum eftir útlitinu fyrst, hitt kemur á eftir!

Ég hef hins vegar kynnst mjög ófríðu fólki sem hefur orðið gullfallegt Og síðan náttúrulega öfugt, fallegt fólk getur orðið forljótt þegar það hefur svo til opnað á sér túllann!!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband