Ég fer uppá Kerlingu í fyrramálið

Eins einkennilega og það hljómar, þá hefur kona mín veitt mér góðfúslegt leyfi til þess að fara uppá kerlingu. Þessi kerling er reyndar 1538 metra há, og er ég nokkuð viss að ég ráði við hana, þrátt fyrir gífurlegan stærðarmun! Whistling

Hér er ljósmynd (sem ég er ekki með mynd af í veskinu) af kerlingunni sem ég ætla uppá:

kerling_stor.jpg

 

 

 

 


Ég er skráður í Ferðafélag Akureyrar og fer ásamt stjúp-tengdaföður mínum á þetta fagra fjalllendi og hef ávalt haft einstakt gaman af svona ferðum.

Til gamans má nefna er fjall sem er mun smærra í sniðum ekki langt frá og heitir það Karl, og hver veit nema ég fari einnig uppá þann Karl í framtíðinni!  Tounge

Bláber !  :)Einnig mun ég eftir fremsta megni að tína ber, en ég þó er ekki frjálslyndari en svo að ég mun tína aðalbláber og það í fötum, þ.e.a.s. ef ég finn stað sem ég má tína þau. 

Ég verð því fjarverandi í nokkra daga á meðan ég er norðan heiða. Cool

 

Guð blessi ykkur á meðan. Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

GH þó

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.8.2008 kl. 09:26

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jenný Anna -

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.8.2008 kl. 09:29

3 Smámynd: Mofi

Gangi þér vel með kerlu 

Mofi, 15.8.2008 kl. 09:40

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn.

Gangi þé vel að tjónka við Kerlinguna. Kannski að ég fari að þjálfa mig og fari með þér í fjallgöngu uppá Karl.   (Glætan)

Megi almáttugur Guð varðveita þig.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.8.2008 kl. 10:54

5 Smámynd: Jón Magnússon

Gangi þér vel. Þú verður greinilega í góðum félagsskap í viðureigninni við þessa drottningu Eyfirskra fjalla. Ég gekk á Kerlingu fyrir nokkrum árum og sé ekki eftir því en mikið varð ég feginn þegar ég var komin niður fjallið úr þeirri svaðilför sem ég lenti í þeirri viðureign.  Þannig að gangi þér vel og njóttu ferðarinnar og vonandi færðu gott útsýni af tindinum.

Jón Magnússon, 15.8.2008 kl. 11:35

6 Smámynd: Flower

Af hverju ekki annað kvöld?

Flower, 15.8.2008 kl. 13:13

7 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Fyrr má nú vera Venusarhæð!  Ekki detta!

Kær kveðja, Björn bóndi  J

Sigurbjörn Friðriksson, 15.8.2008 kl. 16:35

8 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Gangi þér vel og komdu heill heim aftur.

Með kveðju,

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 15.8.2008 kl. 17:37

9 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þið framsóknarmennirnir eruð allir meira og minna að fara upp á kerlingar, eigin og almennar.

En máttu ekki, sem Mormóni, eiga fleiri en eina kerlingu?

Sigurður Sigurðsson, 15.8.2008 kl. 18:00

10 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hún er nú svolítið stórskorin þessi, en sinn er hver smekkurinn...

Haraldur Davíðsson, 15.8.2008 kl. 18:05

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða ferð og góða skemmtun. Ekki trúi ég að nein kona neiti karli sínum um uppáferð á svoddan maddömmu.   In Love 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.8.2008 kl. 18:09

12 Smámynd: Fjóla Æ.

Góða skemmtun og passaðu þig bara á því að borða ekki of mikið af bláberjunum í einu. Já og farðu varlega.

Fjóla Æ., 15.8.2008 kl. 19:14

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ og hó.

Guðsteinn er hvorki Framsóknarmaður eða Mormóni.

Margur heldur mig sig.

Guðs blessun og góða helgi.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.8.2008 kl. 19:38

14 identicon

Hugsanlega lendir þú í femínistum... helst þyrfti að umskíra þetta fjall og banna að ganga/traðka á því ;)

Have fun!

DoctorE (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 20:39

15 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Góða skemmtun og eins og við segjum alltaf á heimilinu ef einhver er á förum eitthvað "farðu varlega".

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 15.8.2008 kl. 21:24

16 identicon

Óþarfi að fara varlega þegar da lord er með í för ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 22:00

17 identicon

Vá - gangi þér vel - þetta verður afrek!!
Og örugglega stórkostlegt tækifæri til að njóta sköpunarverks meistarans!
Frábært hjá þér!!!

Ása (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 22:26

18 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sjáið tindinn þarna fór ég....

flottur, gangi þér vel

kk 

Gunnar Skúli Ármannsson, 15.8.2008 kl. 22:32

19 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

fátt betra en að byrja daginn á að fara upp á kerlingu. vona að glíman verði ljúf

Brjánn Guðjónsson, 15.8.2008 kl. 22:37

20 Smámynd: www.zordis.com

Mundu að taka myndir af þessu afreki!  Góða ferð vinur!

www.zordis.com, 15.8.2008 kl. 22:58

21 identicon

NJÓTTU - góða ferð!!

Auður (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 00:35

22 Smámynd: egvania

Guðsteinn gangi þér vel með Kerlinguna.

Svo er líka Kerahnjúkur og Arnfinnur á Tröllaskaganum en þeir eru karlkyns kannski ekki spennandi fyrir þig  og ulla bara Guðsteinn og gangi þér vel í viðureigninni við Kerlinguna.

Kveðja Ásgerður  

egvania, 16.8.2008 kl. 08:52

23 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Góða ferð og njóttu útsýnisins. Passaðu þig á að ekki detta ofan í einhverja "glufuna" kjá kerlu.

Gunnar Páll Gunnarsson, 17.8.2008 kl. 08:17

24 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Kæri vin, gangi þér vel ferðin. Þessi "klerling" er með þeim tignarlegri sem sjást. Hafðu góða ferð og njóttu útsýnissins.

Sigurlaug B. Gröndal, 17.8.2008 kl. 11:58

25 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef þú finnur steintöflur þarna uppi með einhverju pári á, þá láttu þær eiga sig. Það er komin slæm reynsla af því að bera slíkt niður á jafnsléttu.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.8.2008 kl. 16:37

26 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll.

Jón Steinar vinur minn er í stuði með Guði og í botni með Drottni.

Dýrð sé Guði.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.8.2008 kl. 19:20

27 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vá, ég átti ekki vona á svona viðbrögðum! Ég fer bara hjá mér!

En þetta gekk allt saman og get ég varla hreyft mig verkjum! En ég set inn myndiur sem tengdapabbi tók, þegar upp var komið.

Takk allir, og lét ég það eiga sig að rita á steintöflur, því þær sem voru ritaðar áður duga ágætlega. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.8.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband