Það er villa í þessari frétt

Það er algeng villa í þessari frétt. Ólafur F. er ekki í Frjálslyndaflokknum, heldur er hann í Íslandshreyfingunni. Og auk þess kemur þessi gagnrýni Sjálfgræðismanna á óvart, því ég man ekki betur en að Bingi og Óskar Bergs hafi einmitt verið í ráðum og nefndum út um allar trissur, og ekki kvörtuðu Sjálfgræðismenn þá. Því í fréttinni stendur:

Sjálfstæðismönnum þykir Frjálslyndir fullaðsópsmiklir í meirihlutasamstarfinu miðað við fylgi þeirra í síðustu borgarstjórnarkosningum. „Það eru allir að springa,“ sagði einn úr landsmálunum í gær.

Og nú vilja þeir ganga til liðs við þá sem einmitt gerðu nákvæmlega það sama!! 

Ég get ekki betur séð en það vanti einhverjar sellur í Sjálfgræðismenn. Best væri að þeir færu nú eftir niðurstöðum kosninganna og hleyptu öðrum að. Sjálfstæðismenn töpuðu talsverðu fylgi síðast og veit ég ekki betur en að í lýðræðisamfélagi teljist það vera rödd fólksins. Eða hvað?


mbl.is Vilja breytingar á meirihlutasamstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn.

Það er mjög furðulegt að flokkur sem kannski hefur tapað fylgi skuli mynda meirihluta hvort sem það er í landspólitík eða í bæjarpólitík

Þetta er nú ljóta ruglið allt. Best væri að boða til kosninga í staðinn fyrir að fá enn einn borgarstjóra á launaskrá. Ef Sjálfstæðisflokkurinn fær Framsókn í meirihlutasamstarf þá hef ég það á tilfinningunni að þeir ætli að henda Ólafi út úr meirihluta en þetta er bara mín tilfinning.

Það er alveg greinilegt að Reykvíkingar þurfa að vanda til verka næst þegar þeim gefst tækifæri að kjósa. Þá þarf einhver að úthugsa hlutlaust fyrir ykkur hvað gæti gerst ef þessi flokkur væri með x % og x marga menn og hvernig gæti spilast ef annar flokkur væri með væru með þetta mörg x % og x marga menn o.frv. svo þið lendið ekki í þessum leiðindum aftur. En fyrst og fremst þurfið þið að sjá til þess að það séu ekki einhverjir menn sem eru að þróast í apa  sem fara í prófkjör.

Baráttukveðjur fyrir lýðræði

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.8.2008 kl. 10:18

2 identicon

Menn eru bara búnir að mála sig út í horn með valdagræðginni og sitja uppi í gíslingu manns sem er klárlega á rangri hillu í lífinu.  Auðvitað væri best fyrir borgarbúa ef hægt væri að boða til nýrra kosninga en það væri ríkjandi meirihluta síst í hag þar sem þeir yrðu dæmdir af verkum sínum!  Menn ætla frekar að þrjóskast við og reyna að klóra í bakkann á þessum tíma sem eftir er áður en þeir drukkna alveg í eigin skít.

...désú (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 11:29

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Margt líkt með skyldum ? Mér finnst, svona í seinni tíð, að þetta blessaða flokkakerfi okkar sé svona svolítið eins og "Litlir kassar á lækjarbakka..."...vitna í Túrillu Johansen sem sagði við færeyskan frambjóðanda sem var að skíta út mótframbjóðandann " Teiji tú Magnus, tað er same rassin undir ykkur báum..."

Haraldur Davíðsson, 13.8.2008 kl. 12:04

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

"Sjálfstæðismenn töpuðu talsverðu fylgi síðast og veit ég ekki betur en að í lýðræðisamfélagi teljist það vera rödd fólksins. Eða hvað?"

Sjallarnir fengu fleiri atkvæði í síðustu borgarstjórnarkosningum en nokkur annar flokkur - það er rödd fólksins. Þeir voru, líkt og áður, einum manni frá hreinum meirihluta.

Hinsvegar er ég sammála Halla hér að ofan, flokkakerfið er svolítið úr sér gengið, sérstaklega í borgarmálunum.

Ingvar Valgeirsson, 13.8.2008 kl. 12:24

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Svo má, Halli, vitna í Túrillu þegar hún kveikti í jólatrénu (sem var reyndar bara hrísla sem náði varla upp í klof) - "Tgi tú þaddna borgarstjórafíbblur!"

Ingvar Valgeirsson, 13.8.2008 kl. 12:25

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Ingvar.

Sammála með flokkakerfið að það er úr sér gengið. T.d. hér á Vopnafirði voru tveir listar. Það var ekkert mjög mikill atkvæðamunur þegar upp var staðið en meirihlutinn náði fjórum og hinir eru settir til hliðar. Í staðinn fyrir að hafa einn lista og hver og einn velur sjö nöfn og þeir sem fá flest atkvæðin sjá um stjórnsýsluna fyrir okkur. Nú ef þarf að greiða atkvæði um eitthvað þá ræður meirihluti atkvæða hverju sinni í staðinn fyrir að sumir greiða í takt við flokkinn eins og Dagný gimbrin hans Guðna Ágústssonar á Alþingi á sl. kjörtímabili. Nefndi þetta dæmi bara vegna þess að ég man spés eftir því. (Burtu með kvótann)

Friðarkveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.8.2008 kl. 14:28

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Bæjarstórafíbblur.....

Haraldur Davíðsson, 13.8.2008 kl. 17:06

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég vil fá nýjar borgarstjórnarkostningar...

Ég held að það sé eina lausnin í þessu máli.. Þetta ástand er óþolandi eins og það er... Fáranlegt ef framsókn og íhaldið taka aftur saman eftir að hafa flosnað upp áður. 

Brynjar Jóhannsson, 13.8.2008 kl. 22:09

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Valgeir - Samfylkinguna áfram? Þeir eru ekki núna...

Brilli - Framsókn og íhald voru alls ekki slæm hugmynd, svona þannig séð, í upphafi. Oddviti B fór bara í fýlu við oddvita D og kvaddi. Oddviti B er núna farinn á brott og oddviti D er farinn út í horn, svo það þarf ekki að vera vandamál.

Ef kjósa á aftur, sem er svosem ekkert alvitlaust, mætti minna fólk á hvernig gamli R-listinn stóð sig áður en fólk ákveður að kjósa hann yfir sig aftur. Minnir að borgin hafi skuldað rúma tvo milljarða þegar R komst til valda ´94, en eitthvað langt yfir 50 milljarða þegar þeir fóru frá fyrir teimur árum.

Ingvar Valgeirsson, 13.8.2008 kl. 23:03

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jú Anna K, það er rétt. Sjálfur er ég í FF og er hann ekki á skrá hjá okkur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.8.2008 kl. 09:51

11 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Var hann ekki kosinn inn fyrir F? Hann hefur allavega staðið sig einstaklega vel í að koma þeirra málum í gegn með Sjöllunum - hefur, einn síns liðs, barið í gegn meirihlutann af baráttumálum F fyrir síðustu kosningar.

Ingvar Valgeirsson, 14.8.2008 kl. 10:14

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rétt er það Ingvar, hann var kosinn fyrir FF til að byrja með, en svo eltir hann Möggu Sverris yfir í Íslandsheyfinguna og hefur verið þar síðan.

Ég er orðinn soldið sammála Halla hér ofar, þetta flokkakerfi er úr sér gengið og þarf að finna aðra lausn. En á meðan sú lausn er ekki kominn verður núverandi kerfi að duga. Ég væri ekkert á móti að boðað yrði til kosninga eins Brynjar segir hér ofar. Því Þetta ástand er orðið kjánakegt og getið þið sjálfgræðismenn lítið montað ykkur af því að vera með stöðugar stjórnir! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.8.2008 kl. 10:23

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Heimild hér.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.8.2008 kl. 13:52

14 Smámynd: Linda

Mér leiðist pólitík punkutur. Svo þetta er innlitskvitt.

Linda, 14.8.2008 kl. 14:22

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Linda ... 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.8.2008 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband