Til hamingju Íslendingar að endurheimta "strákanna okkar" til baka úr útlegð ...

 

isl_faninn

 

Þau eru fá skiptin sem ég fylgist með íþróttum, en þessi leikur var tær snilld, og best fannst mér athugasemd íþróttafréttamannsins í restina, þegar hann talaði um að við unnum vegna þess að "markvarslan var á réttum tímum" ... Joyful ... en EKKI hvað?? hehehehehe ...

Jæja, en það er samt greinilegt að Gillette er ekki styrktaraðli þýska liðsins, því mikil ósköp veitir þjálfaranum ekki af smá rakstri ! Whistling


mbl.is Ísland fór hamförum gegn Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Algjörlega frábært, yndislegt, ég er að springa úr stolti  Basketball  þjálfarinn þeirra minnnir mig á rostung.  hí hí

Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 14:25

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Já, hann minnti óneitanlega á rostung Ásdís ... eða persóna klippt úr teiknimyndasögu. Ég skal meira að segja sjálfur leggja inná reikningin hans peninga fyrst hann á ekki efni á rakvél ...

Ég er sjálfur að springa úr stollti ! Þeir eru loks orðnir "strákarnir okkar" enn á ný! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.8.2008 kl. 14:34

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Þetta var hreinasta snilld. Ég var að fara af hjörunum í byrjun en svo sá ég að við áttum hellings möguleika. Ógeðsleg þessi hormotta hjá þýska þjálfaranum. Guðmundur var aftur á móti flottur og stundum lá við að ég sæi svip eins og af mannillu nauti en frændur eru frændum verstir og bestir þegar á reynir. Við erum þremenningar í móðurætt mína.

Fyndinn pistill hjá þér litli bróðir.

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.8.2008 kl. 15:05

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Rósa mín. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.8.2008 kl. 15:19

5 Smámynd: Birna M

Ég er svo ánægð með íslendingana núna, fyrst hugsaði ég að það yrði frábært ef við töpuðum bara með eins marks mun, en þeir tóku bara leikinn. Svona  á að gera þetta.

Birna M, 12.8.2008 kl. 16:25

6 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Talandi um markvörslu, þá er ég nú enn að átta mig á hvernig við fórum að því að vinna heimsmeistarana sjálfa með aðeins 7 varða bolta. Fáránlegt.

S. Lúther Gestsson, 12.8.2008 kl. 22:54

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælt veri fólkið.

Þjóðverjarnir voru svo grófir og endalaust verið að reka þá útaf sem hlýtur að hafa sitt að segja með árangurinn hjá þeim. Okkar menn fengu mjög fáar brotvísanir, man eftir einni nú í augnablikinu. Þetta hjálpaði okkar helling.

Svo eru þeir auðvita flottastir.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.8.2008 kl. 23:13

8 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Skrítið...það er ekkert skrifað um þetta hér í Kambótíu...Miðað við skrifin á Íslandi þá virðist vera um heimsviðburð að ræða...En þetta kemur vondandi.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 13.8.2008 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 588287

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband