Frábært framtak Ásdísar!

Ásdís Sig. er flott kona sem lætur verkin tala. Núna nýverið var hún að koma af stað eins konar átaki í söfnun til fátækra. Ásdís segir á bloggi sínu:

Ég vil gera eitthvað fyrir það fólk sem býr á götunni í Reykjavík.  Við erum ein þjóð í litlu landi hvort sem við búum á stór Reykjavíkur svæðinu eða á landsbyggðinni.  Ég hef fengið þá hugmynd að safna hlutum sem fólk vill gefa og koma því á nytjamarkaðinn í Eyjaslóð svo meira sé hægt að selja og auka þannig tekjur Hersins, einnig vil ég safna fötum og öðru sem kæmi fólkinu vel, nú er vetur framundan og ég er viss um að það leynist einhversstaðar aukaúlpa inn í skáp, sem mundi koma sér vel fyrir þá sem hýrast þurfa úti í alls kyns veðrum. 

Ég er tilbúin að taka við hverju því sem fólk telur sér fært að gefa og koma því í réttar hendur og sjá til þess að framlög allra nýtist sem allra, allra best.  Nærföt og sokkar eru ekki hlutir sem maður gefur frá sjálfum sér, en ef einhverjir eru til í að eyða smá pening í slíkt, þá væri það afskaplega vel þegið, þið munið, margt smátt gerir eitt stórt.

Hjálpum fólki í neyð!Ég verð að segja að mér hlýnaði um hjartarætur að lesa þessi skrif Ásdísar og þetta kalla ég konu með hjartað á réttum stað! Ég hvet alla sem vettlingi geta haldið að styðja þetta myndarlega framtak!

Guð blessi svona fólk sem lætur verkin, ekki bara orðin tala, margt getum við lært af henni Ásdísi! Allt mun fé mun renna til Hjálpræðishersins og hvet ég alla, trúaða sem og ótrúaða til þess að taka þátt í þessu.

 

 

Allar nánari upplýsingar um þetta framtak er að finna á síðu Ásdísar sem og á vísi.

 

 

 

2904b2476b599c

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þetta Haukur minn, nú erum við tengd á ný.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 13:48

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Pffff... við vorum alltaf tengd Ásdís, bara ekki í bloggvinakerfinu sem var að hrekkja okkur. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.8.2008 kl. 13:50

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ekkert mál Valgeir Mattías

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.8.2008 kl. 14:23

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Guð gefi ykkur góðan dag.

Frábært hjá þér Guðsteinn að styðja við þetta frábæra framtak hjá Ásdísi. Ég er stolt af henni.

Guð blessi þig og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.8.2008 kl. 14:41

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ásdís á ekkert nema lof skilið Rósa mín.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.8.2008 kl. 14:45

6 Smámynd: halkatla

Ásdís er æðisleg - á því er enginn vafi

halkatla, 14.8.2008 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband