Lengi lifi Baggalútur! Lengi lifi jafnrétti kynjanna!

ráðskonan - Hjálmar SigmarssonVoðalega erum við orðinn 'pólitískt rétt' þessi þjóð. Ekkert má lengur vegna háværra radda frá sérhagsmunahópum, ef Femínistafélagið væri til dæmis sjálfri sér samkvæmt þá væri "ráðskona" karlahópsins þeirra; Hjálmar Sigmarsson (hér til hægri á fyrstu mynd) ekki ráðskona heldur maður. Mér er að minnsta kosti óskiljanlegt hvernig er hægt að vera "ráðskona" í karlahópi, sem væntanlega bara ætlaður karlmönnum!

Hitt er annað mál, að það má túlka þetta lag á hvorn máta sem er, því vissulega er textinn á gráu svæði þótt meiningin hafi verið önnur. Ég man hvernig þetta var einmitt árið 1993 þótt ég hafi ekki verið í eyjum, og er hann Bragi aðeins að vísa til hvernig þetta var þá, og því miður var ástandið svona eins og hann lýsir í laginu, og ekki voru það bara Vestmanneyjar sem voru svoleiðis.

En ég fann kastljós þáttinn á Rúv þar sem "ráðskonan" mikla er að verja orð sín með Braga V. Skúlasyni sem talar fyrir hönd Baggalúts. Og er hægt að hlusta á lagið og lesa þennan illræmda texta hér.

Meira að segja Hildur Sverrisdóttir fyrrverandi  fyrrverandi framkvæmdastjóri V-dagssamtakanna segir í þessari vísis grein:

„Textinn er grófur og hægt að gagnrýna hann fyrir margt. En að segja að þarna sé um nauðgun að ræða er hæpið,"

Einmitt Hildur! Hárrétt hjá þér! Það er þó vonarglæta hjá femínistum með þig þeirra röðum.

Bragi Valdimar Skúlason - talsmaður BaggalútsÉg vona bara að þessar konur sem eru forsvari fyrir femínista fari nú að vakna, einhliðamálflutningur þeirra um "kvenfrelsi" gengur þvert á stefnu annarra femínista samtaka í öðrum löndum. Þar er barist fyrir jafnrétti, ólíkt því sem öfgasamtökin hér á fróni gera.

Þeim verður þetta til ævinlegrar skammar svona einstefnu taktík, eins mikill femínisti og ég er sjálfur, þá neita ég að taka þátt í svona rugli eins og Sóley Tómasdóttir og vinkonur gera! Þvílík vitleysa!

Lengi lifi jafnrétti! Sem næst ekki með einhliða málflutningi og stefnu. Ég vona bara að ég fái einhverjar reiðar konur á mig og saka mig um karlrembu, en ef ég er karlremba fyrir að vilja jafnrétti BEGGJA kynja, þá er ég með krullað skott og baða mig í drullu!

Góðar stundir og þakka ég lesturinn.


mbl.is „Texti Baggalúts snýst ekki um eðlilega hegðun"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Femínistar eru að skemma baráttu fyrir jafnrétti kvenna... fólk bara fussar þegar það heyrir í þessu liði

DoctorE (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 13:02

2 identicon

Sæll Guðsteinn.

Ég er ekki sammála. Mér finnst Hjálmar Sigmarsson eiga fullan rétt á þessari gagnrýni.

Lengi lifir það samfélag þar sem menn þurfa ekki að vera sammála.

Jakob (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 13:49

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - nákvæmlega!

Pax - auðvitað á hann rétt á því, og skil ég hans sjónarmið, en fyrr má nú vera!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.7.2008 kl. 14:05

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

.....minnir á stóra klámmyndastellingarmálið sem spratt úr höfðinu á frk. Kolbeins í sambandi við Smáralindarbæklinginn um árið...

...Hjálmar ráðskona ætti að staldra við og skoða hvort kröftum HENNAR væri ekki betur varið annarstaðar......

...t.d hjá kvikmyndaeftirlitinu...

....annars ætla ég að kalla HANA Tipper Gore héðan af.....

Haraldur Davíðsson, 31.7.2008 kl. 14:49

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehe .. nákvæmlega Halli!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.7.2008 kl. 15:11

6 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Maður þarf nú ekkert að vera feministi til að finnast þessi texti subbulegur og á lágu plani.  Tala nú ekki um léleg fyrirmynd.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 31.7.2008 kl. 16:18

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Og hver er að segja að hann sé það ekki Nanna?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.7.2008 kl. 16:23

8 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Baggalútar.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 31.7.2008 kl. 16:26

9 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Hversvegna er ekki búið að banna lagið góða sem sungiðer í flestum útilegum:

"Troddu þér nú inn í tjaldið hjá mér

María María

og síðan ætl'ég að sofa hjá þer

María María

svo örkum við okkar æfiveg, ó er ekki framtíðin dásameg

María María María María Maríaaaaaa!"

Ef Baggalútur hefðu samið þetta lag, þá væru þeir ennþá flottari en þeir eru nú, og þá er mikið sagt!!!! 

Kær kveðja, Björn bóndi  ïJð<

Sigurbjörn Friðriksson, 31.7.2008 kl. 16:36

10 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Úff..

ég hef aldrei á æfi minni séð aðra eins tilraun til nornabrennu...

Sko ... þetta er mjög einfallt heldur var hann að lýsa ástandinu í Heimaeyjm 1993. Ég er á svipuðum aldri og þessir piltar og var í eyjum á þessum tíma. Ekki gat ég betur séð en þeir lýstu nákvæmlega hugsannagagnum sem þá var ríkjandi. Allt snérist um að "komast" yfir konu í jákvæðri merkingu orðsins. 

Svo er einnig annað...

Rithöfundur getur skrifað sögu út frá því hvernig fjöldamorðingi skirfar eða gjörsamlega siðlaus nauðgari hugsar.

Það er ekki þar með sagt að rithöfundurinn sé að hvetja morðs eða nauðganna heldur er það yfirleitt þvert á móti. Rithöfundurinn er þá að hvetja fólk einmitt til hins andhverfa.

Og Nanna...

SUBBULEGUR TEXTI ??

úfff...... það er nú kamall þjóðsiður að henda subbulegum niðvísum á milli manna sem eru miklu grófari en þessi texti. 

Ef þú villt tala um GRÓFAN TEXTA... lestu þá texta megasar sem heitir kvöld í Atlavík og kom út 1993 á plötunni þrír blóðdropar. Þar fjallar Megas í texta sínum um 13 ára stelpu sem var nauðgað um verslunarmannahelgina.

Brynjar Jóhannsson, 31.7.2008 kl. 16:41

11 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Asnalegt að koma með einhver rök um aðrir hafi líka gert svona.  Hvað kemur það málinu við? 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 31.7.2008 kl. 16:45

12 Smámynd: Linda

Ég er sammála Nönnu, þetta er subbulegur texti, og hvetur til lauslætis, eða gengur út frá því að það sé auðvelt að komast yfir stúlkurnar þarna í eyjum, ég vona að flestar mótmæli harðlega og krossleggi fótleggi sína í mótmælaskini,

Linda, 31.7.2008 kl. 17:06

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir þitt Brynjar, við erum greinilega á svipuðu reiki, aldurslega séð. Ég verð samt að ítreka þessi texti er jú vafasamur og geri ég ekki tilraun til þess verja það því það er á of gráu svæði eins og ég tek fram í greininni, en bendi um leið á önnur miklu verri lög sem feminístar hafa ekki gagnrýnt. Til dæmis það sem Sigurbjörn Bóndi bendir réttilega á! Þess vegna finnst mér gagnrýni þessarar svokölluðu "ráðskonu" útí hött.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.7.2008 kl. 17:07

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Linda, við vonum að þær krossleggi lappirnar!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.7.2008 kl. 17:10

15 identicon

Skil ekki fólk með slíka ofurpólítíska rétthugsun, ekkert má, það má ekki syngja um lífið eins og það er.
Hvar endar þetta, endar þetta með því að fréttatímar sýna bara börn gefa öndum brauð.. eða verður það stöðvað líka.
Eigum við að banna alla hnífa, einhver gæti stungið einhvern með þeim..

DoctorE (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 17:33

16 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

 Nanna...

Nanna afhverju ASNALEGT ? 

ástæðan að ég nefni dæmi er að hlutir þurfa að gæta samræmis. Baggalútur er GRÍNHÓPUR.það ætti að vera öllu fólki ljóst. Radius og tvíhöfði hafa oft verið miklu svartari í spaugi sínu í gegnum tíðina og mér finnst algjörlega út í hött að reyna að sjá Baggalút sem slæma fyrirmynd ungs fólks. Allaveganna hlustaði ég mikið á Radius á sínum tíma og káta pilta sem sungu meðal annars um "FEITAR KONUR" og ekki get ég sagt að ég hafi hlotið einhvern heilaskaða eða fyllst af kvenfyrirlitningu fyrir vikið.  

Þessi texti var engin hvattning til eins né neins sem kallast nauðgun heldur fjallaði hann í gríni um kvennafar. Það er oft sagt í spaugi td "að draga konu heim til sín á hárinu " eða ekki að sleppa takinu á þessari gellu án þess að það sé meint orðrétt. Heldur er einfaldlega verið að tala um ákveðið ferli sem fer í gang á viðreynslustiginu. AÐ lesa Nauðgun út úr texta Baggalúts er því ámóta þverstæðukennt og reyna að halda því fram að "Fatla Fól" sé verið að lítisvirða fatlaða og því er sá texti ákaflega slæm fyrirmynd því þá fær ungt fólk þá hugmynd að það megi senda fatlaða fyrir valtar og hlæja síðan af þeim.   

Guðsteinn..

Vafasamur texti ??..

Þetta er svo augljóslega sagt í gríni og þar að auki var hann ekki um nauðgun heldur kvennafar. Sannleikurinn er sagna bestur og eftir að hafa hlustað á lagið þá finnst mér þetta lang besta þjóðhátíðarlagið sem komið hefur fram í langan tíma. Raunsönn lýsing á því sem að er í gangi. 

Ég get vísað í fleirri texta. Eitt sinn voru t.d Tvíhöfði með texta sem þeir bulluðu á staðnum um eyjar og þar kemur fram þessi lína "ég mun svo kannski nauðga þér" Þar sem fjallað er um verslunarmannahelgina í eyjum. Þetta er augljóslega kaldhæðni þar sem er verið að meina nákvæmlega hið andhverfa við það sem Jón gnar söng þá. 

það væri annað ef það væri undirliggjandi boðskapur um nauðganir en þegar listamenn er mistúlkaðir eins og klárlega var gert í þessu tilfelli get ég allaveganna ekki annað hrist hausinn.



Brynjar Jóhannsson, 31.7.2008 kl. 18:12

17 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Nanna og Linda!!!  "....sammála Nönnu, þetta er subbulegur texti, og hvetur til lauslætis, [................] að það sé auðvelt að komast yfir stúlkurnar þarna í eyjum, ég vona að flestar mótmæli harðlega og krossleggi fótleggi sína í mótmælaskini."

Það litla sem ég þekki til kvenfólks á minni stuttu og reynslulausu æfi, þá er eitt sem ég veit.  Það er, að á Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum muni heilbrigðar stúlkur ekki krossleggja fótleggi sína til að mótmæla söngtexta frá Baggalút!  Kannski ef gæinn er andfúll eða nýbúinn að æla - en ekki vegna söngtexta Baggalúts - "hey, come on"!!

Kær kveðja, Björn bóndi  ïJð

Sigurbjörn Friðriksson, 31.7.2008 kl. 19:34

18 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hvað myndi gerast ef Megas myndi endurútgefa klassíkerinn &#39;verð að fara að fá hana fyllta&#39;, þar sem hann fantaserar um fantasíur fermingarstelpna? Erum við orðin svona mikið viðkvæmari en fyrir 20 árum?

Villi Asgeirsson, 31.7.2008 kl. 21:29

19 identicon

Ég veit bara eitt og það er ef það eru bönn á öllum fjandanum þá endar það bara með því að fólk springur og gerir eitthvað algerlega far out.
Ég hugsa að England sé orðið ágætt dæmi um þetta.. þeir eru iðnir við að banna allt, þeir fylgjast með hverju fótmáli fólks... setja jafnvel aðvörunarmiða á ævintýri eins og Rauðhettu eða Hans & Grétu, börn mega jafnvel ekki leika sér á ójöfnum leiksvæðum eða hjóla því þau gætu meitt sig.... allir eiga að vera eftir formúlunni, ef þeir eru það ekki þá er dælt ólyfjan í þau til þess að slökkva á séreinkennum/hæfileikum, krakkarnir þarna eru gersamlega að flippa út.
Við erum svona eins og "X" en það er verið að reyna að troða okkur í mót sem við fittum ekki í: "I"

DoctorE (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 21:43

20 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

jú gotta pojnt ðer Dokksi. gætum í því sambandi nefnt Japan. Japanskt þjóðfélag er uppfullt af tabúum og þar eru siðferðismörkin mjög há. að sama skapi er Japanskt klám með því grófasta og furðulegasta sem þekkist.

Brjánn Guðjónsson, 31.7.2008 kl. 22:29

21 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Víðir - þú hefur komið vitrænasta innleggið til þessa, allt sem þú telur upp á rétt á sér. Og eins og þú segir réttilega: "hættum að horfa bara á punktinn og tökum hausinn uppúr sandinum til að sjá heildarmyndina." Orð í tíma töluð.

Villi - jú, við erum mun viðkvæmari í dag en fyrir öfáum árum, æa þessari nýju upplýsingaöld sem við lifum á er allt orðið mun viðkvæmara.

Dokksi - sumar reglur eru vondar, sumar góðar, við þurfum bara að vega og meta hvaða leið skal velja. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.7.2008 kl. 22:32

22 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Brjánn  - það eru öfgar sem við viljum ekki, er það nokkuð?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.7.2008 kl. 22:32

23 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ég verð hér Haukur minn að taka undir með Nönnu og Lindu. Þetta er subbulegur texti sem jafnvel talar niður til kvenna, eða virðir þær sem viðföng, er karlmenn geta notað í hvaða misgóða ásetningi sem er. 

Staðreyndin er hinsvegar sú að það er þeirra mál hvað þeir velja að semja um og hvernig þeir velja að virða konur... Nema kannski fyrir utan það hvað þetta er slæm fyrirmynd fyrir unga fólkið.  

Það sem mér syrtir í augu er hinsvegar titillinn hjá þér Haukur minn: ,,Lengi lifi Baggalútur," eins og þeir hafi afrekað einhverja hetjudáð með þessari lágmenningu sinni.   

 Kvenfrelsiskonur eru kannski að sjá nauðgun í hverju horni (og allt í lagi að vera á varðbergi þar), en í reynd tel ég að textinn geti virkað hvetjandi fyrir illa innrætta karlbjálfa, sem hugsa einmitt svona til kvenna. Hann hjálpar því kannski ekki beint til við að fyrirbyggja nauðganir og er alls ekki til fyrirmyndar. Hann hinsvegar boðar ekki beinlínis nauðgun.

Sé samt enga ástæðu til þess að hrósa eða hvetja Baggalút í þessari baráttu. Meiga Feministarnir bara hirða þá mín vegna...

Bryndís Böðvarsdóttir, 31.7.2008 kl. 23:58

24 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Voðalega ætla allir að taka þessu alvarlega, bæði þú Nanna og Linda ! Þið hafið greinilega ekki lesið færsluna sem slíka, og bið ég ykkur um að gera það! Ég er ekki að leggja blessun mína yfir þennan texta sem ég hef MARG ítrekað að væri vafasamur!

Sheeesh .. það er ekki furða að fólk er orðið svona viðkvæmt! Bönnum þá lög sem "hvetja" til svona eins Þórsmerkurljóð og önnur! Gerið þið bara eins og þið viljið þá! Ég held að nauðgarar þurfi enga hjálp við að nauðga, og hefur svona lag lítil áhrif á skemmda menn sem framkvæma slíkt!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.8.2008 kl. 00:36

25 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er þeirrar skoðunar að það sé ekkert í þessum texta sem gefi til kynna að það sé verið að senda út skilaboð að nauðgun sé eðlilegur hluti af íslenskum verslunarmannahelgi og að textinn hvetji frekar en hitt til nauðgana.

Það sem er vont við þessa umræðu er að það er verið að skipta upp upp fólki með því að rangtúlka texta, fólki sem annars gæti staðið saman um að standa gegn hræðilegum glæpum.

Sigurjón Þórðarson, 1.8.2008 kl. 08:11

26 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það sem er vont við þessa umræðu er að það er verið að skipta upp upp fólki með því að rangtúlka texta, fólki sem annars gæti staðið saman um að standa gegn hræðilegum glæpum.
Amen! Takk fyrir þetta Sigurjón.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.8.2008 kl. 09:18

27 Smámynd: Linda

Ég er nokkuð viss um Haukur minn að ég, Bryndís og Nanna séum vel læsar.  Þessi söngur er sori ef svo má að orði komast án þess að móðga karlmennina hér,það er rétt að það sé hæpið að hann hvetji til nauðgunar, en hann gerir hinsvegar lítið úr konum, gerir þær ekkert annað en kynlíf tól á útihátíð, þetta er lýsandi dæmi um hvernig margir Íslenskir karlmenn hugsa um Íslenskar konur, og það er svo sem ekki þeim einum að kenna, heldur hafa margar Íslenskar konur, því miður skortað sjálfsvirðinguna og opnað klofin fyrir hverjum sem er.  En það þýðir ekki að við getum ekki breytt okkar hugarfari og kannski byrjar það með því að skrifa texta sem gera ekki lítið úr konum.

Linda, 1.8.2008 kl. 12:53

28 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þetta eru afar góð rök Linda, og get ég ekki mótmælt þeim.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.8.2008 kl. 13:02

29 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´  

Linda, Bryndís og Nanna!  Voru það þið sem mótmæltuð sem mest þegar Flugleiðir sálugu auglýstu áróður auglýsingum út um hallan heim: "Have a dirty Week-End in Iceland" með myndum af íslensku kvenfólki, ekki kappklæddu? 

Neeeeei.  Það voru bara einhverjir karlmenn minnir mig.  Þeim ofbauð eitthvað aumingjunum, ég man ekki hvað það var.  Þá voru ekki til neinir Femínasnar ef ég man rétt.......

Kær kveðja, Björn bóndi  ïJð

Sigurbjörn Friðriksson, 1.8.2008 kl. 14:26

30 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Það er bara ekkert fyndið að vera kerling sem lendir í því að einhver notfærir sér að hún sé ofurölvi. 

Og Sigurbjörn ég er ekki feministi, alls ekki.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 1.8.2008 kl. 16:31

31 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´   

Góða Verslunarmannahelgi Nanna mín og drekktu nú ekki of mikið, þú veist hvað getur gerst og það er ekkert fyndið kerlingin mín!

Heyrðu:  KERLING??!!     Las ég rétt?  Þú er allavega ekki Femínasni - og það er gott! 

Kær kveðja, Björn bóndi  ïJð

Sigurbjörn Friðriksson, 1.8.2008 kl. 16:56

32 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Takk sömuleiðis.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 1.8.2008 kl. 17:06

33 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Svo ég svari Birni bónda varðandi lágkúrulegu auglýsingu flugleiða, þá segi ég bara ,,já". Ég semsé mótmælti í þá daga, en hafði reyndar ekki netið til þess. Ég nöldraði bara í vinum og kunningjum í staðinn og hneykslaðist mikið á þessu. Flestir tóku undir með mér, en það voru ekki bara konur. Enda ekki beinlínis góð landkynning þar.

Ég er hinsvegar enginn femínisti, heldur jafnréttissinni og á móti öllu því sem getur sært fólk eða skaðað að óþörfu.

Góða helgi!

Bryndís Böðvarsdóttir, 1.8.2008 kl. 19:52

34 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

RÁÐSKARL eða HÚSKARL. Seinna orðið er gamallt og gott Íslenskt orð og passar ábygilega vel við jobbið hans.  Lagið er á lágu plani en hnyttið og lýsir þjóðhátíðinni nákvæmlega eins og hún er og hefur alltaf verið. Allavega "man"ég ekki eftir öðru. Kallar er&#39;í konuleit og konur er&#39;í kallaleit. Svona er á þjóðhátíð og þeir sem sjá þetta öðruvísi eru eins og strúturinn með hausinn í sandinum. Víst eru til aðrir sem upplifa aðra hlið á þjóðhatíðinni en þeir sem upplifa hina hliðina mega gera það í friði.  það er frekar hversu heilbrigðri hugsun foreldrarnir hafa náð að troða í afkvæmin sem ræður úrslitum á örlagastund en "dónalegur" popptexti. Persónulega finnst mér Baggalútur frábær hljómsveit og textarnir flottir. Megi þeir lengi lifa.

Gunnar Páll Gunnarsson, 2.8.2008 kl. 12:42

35 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Heyr heyr Gunni, það er ekki fjölmiðla eða feminista eða Baggalúts að ala börnin okkar upp, heldur okkar foreldranna. Ef við ekki gerum það þá verða það hinsvegar fjölmiðlar og feministar og baggalútar af öllum sortum sem ala þau upp.

Það eru til nokkur dæmi um það að reynt hafi verið að láta " samfélagið" stýra uppeldi og stýra hegðun barnanna, t.d. í Hitler Jügend og í kommúníska Kína. Það er ekki það sem ég vil sjá, það er okkar að innræta börnin okkar þannig að þau sjái hvað er alvara og hvað ekki, og þá á ég við okkar foreldranna, ekki kennara, ekki Hjálmars ráðskonu og ekki Fréttablaðsins, lögreglunnar, kirkjunnar eða yfirhöfuð nokkurra annara en okkar sjálfra.

Haraldur Davíðsson, 2.8.2008 kl. 15:20

36 Smámynd: Linda

Ágæti Bóndi, ég mótmælti ósamanum sem þú talar um á sínum tíma ágæti maður. Ég tek undir með Bryndísi ég er ekki femínisti heldur jafnréttissinnuð

Linda, 2.8.2008 kl. 16:36

37 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

ÞEir mega syngja um það sem þeir vilja fyrir mér. En Ég bara hélt þeir væru flottari band.  Ullu mér pínu vonbrigðum

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 2.8.2008 kl. 16:37

38 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Nanna, Linda og Bryndís;    Nú sýnist mér að flest dýrin í skóginum séu að verða vinir.  Ekkert okkar er femínasni, erum öll sammála jafnrétti kynjanna (jafnrétti ekki forrétti annars kynsins), mótmæltum öll aulalegri og niðurlægjandi auglýsingu Flugleiða á sínum tíma, sem var aðdróttun í garð íslenskra kvenna, um lauslæti þeirra.

Gleðilega Verslunarhátíð frímanna!

&#151;.....og syngjum svo saman Þórsmerkurljóð að íslenskum sið;  "Troddu þér nú inn í tjaldið hjá mér, María, María, María........."®

Kveðja, Björn bóndi  ïJð<

Sigurbjörn Friðriksson, 2.8.2008 kl. 18:32

39 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þjóðhátíð &#39;93.

Þjóðhátíð &#39;93.
Þar var ég &#150; og líka þú.
Ölir menn í leit að illa girtum meyjum.
Planið að sverfa burt sveindóminn
á þjóðhátíð í Eyjum.

Sleitulaus hátíðahöld.
Hælalaus, ámigin tjöld.
Dalverpið alsett gallspúandi greyjum.
Planið að álpast á ástina
á þjóðhátíð í Eyjum.

Kófdrukkið kvennaval
kaffærir Herjólfsdal &#150; þrjádagá ári.
Slíkt ber að nýta sér.
Því skaltu flýta þér
og reyna að góma mey
meðan þær geta ekki hlaupist burt úr Heimaey.

Yfirfullt unglingastóð
með ólyfjan og hverskyns viðbjóð
eigrar um dansgólfið í dauðateygjum.
Planið að skemmta sér þokkalega
á þjóðhátíð í Eyjum.

Í brekkunni ég brölti til þín
og ég bauð þér pent að skríðí tjaldið til mín.
Við enduðum í erótískum svefnpokaslag
á meðan Árni Johnsen jarmaði svona lag.

Að lokum rann víman úr mér
en hvorki fann símanúmer
né þig í hrúgaf úldnum sportsokkum og -treyjum.
Ég get ekki munað hver setti í hvern
á þjóðhátíð í Eyjum.

Kengdrukknar kellingar
kaffæra Herjólfdal &#150; þrjá daga á ári.
Slíkt ber að nýta sér.
Því skaltu flýta þér
og reyna að góma eitt grey
meðan þær geta ekki synt á brott úr Heimaey.

Hvar er hvatningin og rómantíseringin í þessu??

Ef eitthvað er, þá er þetta það besta forvarnarlag, sem gert hefur verið. Það ekur svo sannarlega sjarmann af villimennskunni.

Greinilegt að þessi Hjálmar hefur þurft að sveipa sig persónulegum helgiljóma. Honum ber allavega að þakka að þetta varð vinsælasta lagið á þjóðhátíð og raunar lag sumarsins. Slík auglýsing er að sjálfsögðu vel þegin. 

Eftir situr Hjálmar kallinn með bögglaðann og kulnaðan geislabaug á meðan skrímslið sem hann skapaði traðkar niður hlandbrunnin og bjórvætt tjöld í Herjólsfsdal. Good job Hjálmar. 

Jón Steinar Ragnarsson, 7.8.2008 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 588454

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband