Undirskriftarsöfnun til stuðnings Ásmundi Jóhannssonar

Sláum í borðið og segjum nei við óréttlætinu!!Það kom einhver sem kallar sig "Aðdánandi Ásmundar" í síðustu grein minni og spurði af hverju væri ekki undirskriftarlisti til stuðnings Ásmundar. Ég varð við þessa frábæru hugmynd hans og stofnaði slíkan lista sjálfur.









Undirskriftarlistann er að finna hér: 

http://www.petitiononline.com/mod_perl/signed.cgi?asmundur
 

Ég mun svo tala við nokkra þingmenn sem munu vonandi aðstoða mig við koma þessu til réttra aðila og hvernig ég stend að því.

En ég hvet alla til þess að skrifa undir og mótmæla mesta óréttlæti íslandssögunnar, því ekki viljum við sjá Ásmund fara í steinin ... eða hvað? 

Ég tók eftir að ekki allir vafrar styðja íslenska stafi, þess vegna birti ég þennan texta sem er inná undirskriftarsöfnunni fyrir þá sem lenda í því, þetta er erlend síða sem ræður afar illa við íslenska stafi:

Með undirskrift minni lýsi ég undirrit-uð (aður)yfir stuðningi við framlag
Ásmundar Jóhannssonar gegn kvótakerfinu.  Íslensk stjórnvöld höfðu skuldbundið
sig til að hlíta úrskurði Mannréttindanefndarinnar. Í stað þess að gera það
brjóta þau mannréttindi á öldnum sjómanni, því viljum við jafnframt mótmæla. 

Ég hvet alla landsmenn til þess að taka þátt í þessu, sama hvaða flokk þið tiheyrið.  Smile

Með Guðs hjálp og ykkar getum við forðað Ásmundi frá harkalegum aðgerðum stjórnvalda!


mbl.is Bátur á ólöglegum veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Búin að kvitta og hvet aðra sem vilja að róið sé með réttlætinu til að gera það sama.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.7.2008 kl. 23:19

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Glæsilegt Jóhanna! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.7.2008 kl. 23:21

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

"Hálfnað er verk þá hafið er"  Til hamingju

Sigurður Þórðarson, 16.7.2008 kl. 23:31

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Flott framtak, til lukku með þetta.

Hallgrímur Guðmundsson, 16.7.2008 kl. 23:34

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Siggi og Hallgrímur

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.7.2008 kl. 23:35

6 identicon

Já hinir tveir sjómennirnir í fyrra sem gerðu það sama og þessi Ásmundur, voru sendir í steininn. En það er svo fyndið að kvótabrask er á móti stjórnarskránni. Skrítið að fólk í svona siðmenntuðu landi fer í fangelsi fyrir reyna að láta ekki valta yfir sig.

Hilmar Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 23:40

7 Smámynd: Rannveig H

Flottur ertu Guðsteinn! Eg er búin að skrá mig með réttlætinu.

Rannveig H, 16.7.2008 kl. 23:51

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn.

Búin að kvitta. Þoli ekki þetta viðbjóðslega kvótakerfi sem er að draga mátt úr landsbyggðinni. Fólki á landsbyggðinni fækkar og fækkar því það er enga atvinnu að fá.

Guð launi þér fyrir þetta frábæra framtak.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.7.2008 kl. 23:56

9 Smámynd: Kristján Pétursson

Það er mannréttindabrot ef Ásmyndur verður dæmdur fyrir meintar veiðar innan fiskveiðilögsögunnar.Er ekki kominn tími til að öllum handfæra - og línubátum við Íslandsstrendur verði ýtt úr vör? Eftir að framsal og leiga á fiskveiðiheimildum var heimiluð fyrir 17 árum,var sameign þjóðarinnar tekin með ólögmætum hætti af þjóðinni.Nú á þjóðin að standa saman og sýna í verki,að hún hafni lögum,sem ganga gegn Stjórnarskrá lýðveldisins.

Kristján Pétursson, 17.7.2008 kl. 00:18

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hilmar - einmitt, gott er að ég sé ekki sá eini sem sér kalhæðnina í þessu.

Rannveig - takk fyrir það!  :)

Rósa - stór ástæða fyrir þessu öllu er einmitt landsbyggðin. Guð blessi þig líka.

Kristján - Nákvæmlega! Sterkt innlegg hjá þér.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.7.2008 kl. 00:50

11 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Búin að skrá mig:) gott að geta stutt hann á einhvern máta.

Birgitta Jónsdóttir, 17.7.2008 kl. 01:08

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk innilega Birgitta

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.7.2008 kl. 01:21

13 identicon

Heill og sæll; Guðsteinn minn, sem aðrir skrifarar !

Varð; að beita mig, nokkrum átökum, að skrifa undir listann, hvar ég fyrlít Alþingi; heitt og innilega, sem hvert annað draugabæli, en,............ í virðingarskyni; við þann mæta dreng, sem hugrakka,, Ásmund Jóhannsson, sem og ykkur öll, hver reiðubúin eruð, að fylkja ykkur, um hann, og umvefja þeirri hlýju, sem hann á skilið, þá fannst mér rétt, að fylgja ykkur, í þessu alvarlega réttlætis máli, gott fólk.

Hafðu heilar þakkir; Guðsteinn Haukur, sem og þið öll, hver veita Ásmundi allt það brautargengi, sem hann sannarlega verðskuldar.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 02:09

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæll Haukur, Búinn að kvitta og bið þess að þetta framtak hljóti góðar undirtektir. Því fleiri sem skrifa undir því meiri sálræn áhrif það hefur á verjendur óréttlætisins.

Theódór Norðkvist, 17.7.2008 kl. 07:50

15 identicon

Ég var að reyna að undirrita en átta mig ekki á því hvort það tókst. Möguleikarnir sem birtast á mínum tölvuskjá eru preview signature og view without signing.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 10:05

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Eva, ég mæli með því að þú notir preview og síðan staðfesta.

Með því að fara inn á view current signatures sé ég að þú hefur ekki staðfest undirskriftina. Reyndu aftur. 

p.s. einhver góður maður þyrfti að taka sig til og þýða þetta á íslensku.

Sigurður Þórðarson, 17.7.2008 kl. 11:22

17 identicon

Það þarf ekki mikla enskukunnáttu til að skilja þetta, annarsvegar er boðið uppá að forskoða undirskrift (og þá er venjulega átt við að skoða án þess að staðfesta um leið, sem maður hefur ekki ástæðu til þegar maður kann nafnið sitt og kennitölu utanað) og hinsvegar er boðið upp á að skoða án þess að undirrita. Það sem getur ruglað fólk þarna er að vera ekki boðið upp á möguleikann á að undirrita nema fara í preview fyrst.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 12:13

18 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvað tæknilegu atriðin varðar mætti berast betri staðfesting á því að rafræn undirritun hafi farið fram.

Það er líka gott gagnvart liðinu sem á að veifa þessu framan í, því stjórnarherrarnir og þeirra undirsátar eru gjarnir á að fullyrða að ekkert sé að marka svona lista, sérstaklega þegar nöfn eins og Andrés önd sjást (eða Davíð Oddsson þegar var verið að mótmæla dómarahneykslinu í kringum son hans.)

Oft hefur verið hægt að skoða nöfnin á svona listum, en ég gat ekki séð þau (gat það einhver?) aðeins fjölda undirskrifta. Það er reyndar ágætt að nöfnin sjáist ekki á netinu, margir óska nafnleyndar af ýmsum gildum ástæðum.

Theódór Norðkvist, 17.7.2008 kl. 12:47

19 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jamms, ég sé að ég hef ekki valið nógu notendavænt umhverfi fyrir þetta. En er að vinna að lagfæriingum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.7.2008 kl. 15:28

20 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ég var að reyna að vera með - komst ég inn?

Kveðja, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 17.7.2008 kl. 17:14

21 Smámynd: Birna M

Búin að kvitta - auðvitað

Birna M, 17.7.2008 kl. 17:46

22 Smámynd: Birna M

Eða réttara ég kvittaði í dag, var númer 51 en sá listi er horfinn, hvað varð um hann. Nú er bara einn á listanum.

Birna M, 17.7.2008 kl. 17:49

23 Smámynd: halkatla

ég ætla að undirrita en vil vita meira um þennan Ásmund, er hann virkilega svona flottur? Vonandi endar hann ekki í steininum (og vonandi er þetta ekki eitthvað hræðilegt mál miðað við hvernig ég læt, hehumm)

halkatla, 17.7.2008 kl. 20:24

24 Smámynd: halkatla

ok nú skil ég hvað þetta snýst um, hann er mjög flottur

halkatla, 17.7.2008 kl. 20:26

25 Smámynd: Gústaf Níelsson

Guðsteinn Haukur, hví forðast þú svo þágufallið?

Gústaf Níelsson, 17.7.2008 kl. 22:27

26 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Hvað með undirskriftasöfnun Árna Johnsen til handa. Hann er enn að réttlæta sín brot þar sem dómarar eru ekki hæfir og löginn sem hann setur eru Banana lög...

Þetta er galið Guðstein. Hann er að brjóta lög....á að fara að styðja menn í því...Er fólk ekki hugsandi lengur. Er kreppa þar líka...

Gott fólk Það er ekki vitlaust gefið.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 18.7.2008 kl. 13:46

27 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Frábært framtak. Búinn að skrifa undir. Hvað annað.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 18.7.2008 kl. 21:33

28 identicon

Sæll Guðsteinn minn.

Gott málefni er ég alltaf tibúinn að styðja.

Heyrumst,sjáumst.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 03:03

29 identicon

Búin að reyna að kvitta 2x en kom error á mig!
Prufa aftur í dag.....

Ása (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 10:09

30 Smámynd: egvania

Flott hjá þér Guðsteinn, alltaf svo klár í kollinum, þakka þér fyrir frábært framtak.

Ég er þinn einlægi aðdáandi.

Ég kvittaði þann átjánda en er ekki viss um að ég hafi komist inn, get ég séð það einhverstaðar.

Gústaf er ekki aðalatriðið að við getum tjáð okkur hér á blogginu, ekki er öllum það gefið að skrifa rétt.

egvania, 21.7.2008 kl. 21:16

31 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

kvitta..anna

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.7.2008 kl. 00:10

32 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Kvittaði 18 júlí.

 Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 25.7.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband