Þriðjudagur, 15. júlí 2008
Rær fyrir réttlætinu!
Ég tek ofan fyrir hvunndagshetjunni Ásmundi Jóhannssyni, hann gefur stjórnvöldum langt nef svo um munar gegn kvótakerfinu. Það sem er skýrt mannréttindabrot að mati erlendra dómstóla, á hann kannski eftir að sitja inni fyrir. Sem væri auðvitað þvílík þversögn að hálfa væri nóg.
Ég tók eftir að góðvinur minn og ásatrúarmaður Sigurður Þórðarson samdi soldið skemmtilega sjóferðarbæn að hætti ásatrúarmanns fyrir Ásmund, hér er mótleikur minn við því:
Sjóferðabæn:
"Ég heiti á Drottinn allsherjar að fylgja nú þeim góða dreng Ásmundi Jóhannssyni í þennan róður, hann megi afla vel og kraftur þeirra megni að kvótakerfið leggist af, svo hjálpi mér Drottinn Guð minn allsherjar".
Guð blessi þessa hetju sem berst fyrir réttindum okkar allra. Og sem suðurnesjamaður, verð hreykinn að sjá svona hetju að verki!
Mótmælir kvótakerfinu með veiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:10 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Tek undir þessa bæn, Haukur. Búið er að afhenda allan fiskinn í sjónum nokkrum ríkisbubbum, sem fara með hann eins og þeir vilja og liggja margir hverjir í sólinni á Flórída.
Á meðan berjast leiguliðarnir við að gera út, drukknandi í okurvöxtum af lánum vegna kvótakaupa eða -leigu, til þess eins að lénsherrarnir geti safnað spiki.
Ég hallast að því að það vanti svolítið mótmælagen eða baráttuanda í Íslendinga gagnvart óréttlætinu. Líklega erum við orðin alltof vön því að láta nota okkur fyrir salernispappír og sættum okkur of vel við það.
Theódór Norðkvist, 15.7.2008 kl. 19:41
Einmitt Teddi, takk fyrir góða athugasemd, kæri ven.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.7.2008 kl. 19:48
Þakka þér Haukur,
Þér rennur alltaf blóðið til skyldunnar að standa með hinu góða, það finnst mér virðingarverðara en nokkuð annað.
Vinátta okkar sýnir að menn geta róið með réttlætinu hverrar trúar sem þeir eru.
Sigurður Þórðarson, 15.7.2008 kl. 20:19
Ekkert að þakka, Haukur, en kannski rétt að bæta við að maður eins og Ásmundur blæs okkur í brjóst baráttu og hugrekki, sem dæmi um mann sem játar sig ekki sigraðan fyrir kvótaóréttlætinu baráttulaust.
Theódór Norðkvist, 15.7.2008 kl. 20:23
Og nú hafa þeir í Fiski(stáss?)stofu ákveðið að taka af honum veiðileyfið! Á ekki frekar að taka ráðin af Hafró, sem ekkert hefur kunnað í fiskveiðistjórnun hingað til? Hvað er sjávarútvegsráðherrann að gaufa, sá sem ætlaði að bylta kerfinu?
Jón Valur Jensson, 15.7.2008 kl. 21:03
Siggi - Þú segir:
Amen!
Teddi - nákvæmlega!
Jón Valur - Góð spurning, hvað er þessi ráherra að gaufa?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.7.2008 kl. 21:09
Óréttlæti er óréttlæti sama hvernig á það er litið og hverjum slíkt beinist gegn, margur er í dag fátækur í þessu landi í dag, fólk hefur ekki ofan í sig eða á, þessi maður gerir nákvæmlega það sem fólk ætti að taka upp á að gera, að taka til baka það sem er okkar til að byrja með, og róa út ef þess er þörf, að krefja þessa aumu ríkistjórn um frekari þátttöku í því að bæta lífskjör landans sem hefur ekki tök á því sakir efnahags, það er fólk eins og hinn almenni verkmaður/kona, örykjar, aldraðir, einstæðir foreldrar, hver einasta sál sem á rétt á því að halda höfði sínu með stolti og horfast í augu við lífið vegna þess að það á ofan í sig og á, fyrir sig og sína, það eru almenn mannréttindi.
kv.
Linda, 15.7.2008 kl. 21:14
Skemmtilegt innlegg frá okkar ágæta félaga Jóni Val, eins og hans er von og vísa. "Fiski(stáss?)stofa" Orðheppinn maður Jón Valur Jensson.
Sigurður Þórðarson, 15.7.2008 kl. 21:29
Linda - ég gat ekki orðað það betur sjálfur. Takk.
Siggi - já hann Jón okkar er alltaf flottur!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.7.2008 kl. 21:36
Sigurður skrifaði: "Vinátta okkar sýnir að menn geta róið með réttlætinu hverrar trúar sem þeir eru. "
og Haukur segir Amen ...
Tek undir Amenið.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.7.2008 kl. 22:14
Jóhanna -
Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.7.2008 kl. 23:10
Hér er góðmennt og einhugur ríkjandi með Ásmundi og réttlætinu.
Í gamla daga var þetta orðað: "Hér sé Guð", þá var svarað að bragði "Og með þínum anda". Þó ég sé nú ekki kristinn finnst mér þetta falleg kveðja og ég sakna hennar.
Það sem mest er um vert er að hér ríkir góður andi. Ég talaði við Ásmund í kvöld hann ætlar á sjóinn í nótt og bað um kveðju til ykkar og þakkað i góð orð. Ég treysti því að réttlætið muni sigra. Góða nótt
Sigurður Þórðarson, 16.7.2008 kl. 00:42
Ég hef aldrei nennt að koma mér nægjanlega inní kvótamálinn hér á íslandi þó svo að ég hafi mikin áhuga á politík. Ég sé yfirleitt gráa móðu og mér er fyrirmunað að sjá hvað er rétt og rangt í þeim málefnum.
Ég dáist af þessum manni að leggja þetta á sig til að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum sínum og vonandi nær hann einhverri réttlátri niðurstöðu fram með þessari "borgaralegu óhlíðni sinni" Ég hef miklu meiri trú á þessum manni en vörubílsstjórum því hann er að brjóta óréttlátu lögin sem beinast að honum (kvótalöginn) á meðan vörubílsstjórar voru að brjóta "umferðarlög" þegar þeir áttu í raun að vera að brjóta lög um að borga ekki skatt fyrir oliu. Því þeim lögum voru þeir að mótmælar(reyndar öðrum líka)
Eitt er samt algjörlega á tæru í minum huga.
það verður að vera einhverskonar fiskverndun. Hvort kvóti sé málið eða eitthvað annað fyrirkomu lag ... get ég einfaldlega dæmt um þar sem ég nenni ekki að koma mér almennilega inni sjáfarútvegsmál.
Brynjar Jóhannsson, 16.7.2008 kl. 03:06
Ég legg nú á hafið í Jesú nafni. Sagði Einar afi minn alltaf áður en hann lagði fley úr vör. Svo bað hann alla þá landvætti sem hann þekkti og þekkti ekki um aðstoð og hjálp. Það veitti ekki af eins og fleyturnar voru fyrir og eftir stríð (seinni heimstyrjöldin) Enda lifði hann af Halaveðrið og siglingarnar á milli Englands og Íslands á stríðsárunum. Hann lifði svo farsældlega í fjölda ára og dó svo háaldraður heima hjá sér, rétt áður en ég kom í heimsókn. En það er nú önnur saga. Eins og góði dátinn Svejk hefði sagt.
Gangið svo á Guðs vegum.......og á eigin fótum.
Gunni Palli kokkur.
Gunnar Páll Gunnarsson, 16.7.2008 kl. 10:04
Tek hér undir hvert orð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2008 kl. 10:47
Sæl öll.
Frábærar umræður. Við vorum strax mótfalli þessu kerfi og ekki batnaði það þegar kvótinn var gerður framseljanlegur. Þegar kvótinn var settur á var tekin ákvörðun að hafa síðustu þrjú ár sem miðviðunarár. Faðir minn og tvíburabróðir hans voru mjög óheppnir með þessi viðmiðunarár. Eitt árið voru þeir nýbyrjaðir á sjó og þá brotnaði öxullinn í bátnum!! Lofað var að afgreiðsla á nýjum öxul tæki hálfan mánuð en það var ekki fyrr en seinnipartinn í september sem öxullinn kom. Svo ekki var mikið að græða á þessu viðmiðunarári og eitt árið var verið að byggja hús fyrir síldarverkun og geymslur fyrir síld. Kvótinn sem pabbi og Tvíburabróðir hans fengu var núll og nix og urðu þeir að afþakka kvótann. Kvótinn var einn þriðji af afla sem þeir fengu eitt sinn á einni viku.
Á sama tíma var maður hér sem hætti skrifstofustörfum og fór á sjó. Hann aflaði mjög vel og fékk góðan kvóta sem hann seldi og seldi einnig bátinn og fór aftur í land að vinna við sín skrifstofustörf á meðan mínir menn réru og unnu svo við verkstjórn í síld og sláturhúsi á haustin. Farið á vorin á grásleppu og svo á fiskveiðar á sumrin. Ég á skammarbréf sem ég sendi Halldóri Ásgrímssyni.
Þessi maður er vinur okkar. Við berum ekki kala til eins eða neins. Þetta dæmi var bara tilviljun. Aftur á móti erum við hundóánægð með stjórnvöld í þessum málum og mörgum öðrum.
Drottinn blessi ykkur öll.
Frjálslyndar friðarkveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.7.2008 kl. 11:04
Nú er ástæða til að þakka fyrir sig og það geri ég heils hugar! Það er nýlunda að lesa svona bloggfærslu ásamt athugasemdum þar sem allt er svona fallegt og hlýjar hjartaræturnar. Ólík trúarbrögð þurfa ekki að skipta fólki í andstæðinga. Það hafa þeir sannað fyrir okkur Haukur og Sigurður.
Góðar kveðjur til ykkar allra!
Árni Gunnarsson, 16.7.2008 kl. 11:45
Það hafa verið settar i gang undirskriftasafnanir af minna tilefni en þessu. Verst að kunna ekkert til slíkra verka.
Skal verða fyrstur til að skrá nafn mitt til stuðnings Ásmundi og hans hugsjónum gegn þessu svívirðilegasta hryðjuverki gegn þjóðinni frá upphafi sögu hennar.
Einhver sem býður sig fram um að hefja undirskriftasöfnun til stuðnings Ásmundi og á móti kvótakerfinu.
Aðdáandi Ásmundar (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 13:28
Ég tek líka ofan fyrir hvunndagshetjunni Ásmundi Jóhannssyni og þér Haukur fyrir að skrifa þetta...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.7.2008 kl. 20:26
Mikið rosalega er ég sammála bloggi þínu Guðsteinn Haukur - þetta er mikil hetja þessi maður!!!
Ása (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 22:12
Ég vil þakka öllum sem hafa sýnt málinu stuðning og góð orð. "Aðdáandi Ásmundar" við ég þakka sérstaklega því ég varð við hans beiðni og er búinn að stofna undirskriftarsöfnun Ásmundi til stuðnings. En ég geri sér færslu um það.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.7.2008 kl. 22:19
Karlinn var svalur í fréttum í kvöld, hann fær minn stuðning.
DoctorE (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 23:56
Flottur Dokksi.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.7.2008 kl. 01:22
Frábær stuðningur úr öllum áttum. Endilega komið undirskrifalistanum áfram í dreifingu.
Sigurður Þórðarson, 17.7.2008 kl. 10:15
Ég þekki hann Ásmund frá gamalli tíð og styð hann heilshugar í sinni réttindabaráttu, engu að síður er ég stuðningsmaður kvótakerfisins alveg þangað til að betra fiskveiðistjórnunarkerfi verður sett á laggirnar. Það sem við eigum að mótmæla núna sem aldrei fyrr er það óréttlæti sem lánaokursríkisbubbarnir ætla að beita okkur í því samdráttarskeiði sem nú ríður yfir þjóðina. Við skulum heldur ekki gleyma því að það eru bankarnir sem eiga allan kvótan eins og húsin okkar og bílana og svo framvegis. Berjumst fyrir réttlæti
Jón Norðkvist (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 10:18
Hvaða erlendi dómsstóll hefur sagt kvótakerfið vera mannréttindabrot?
Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.