Ritstífla .. íslensk náttúra og fleira ...

Ég hef reyndar verið í sumarfríi og notið þess að vera innan um yndislega náttúru Íslands. Við erum nýkominn að norðan við hjónin og ferðuðumst þar víða. Ég er nýbúinn að uppgötva nýtt áhugamál sem tengist öllu sem við kemur íslenskum jurtum.

Hér áður fyrr lagði ég það í vana minn að kalla öll blóm "Fjólur" til þess eins að þurfa ekki að læra nöfnin á þeim, en nú er dagurinn annar, ég er meira að segja búinn að vera kynna mér hinar og þessar sem eru bæði notaðar til lækninga sem og matselda. Vallhumall er ein slík jurt, ég bruggaði úr því te sem og olíu sem má nota til þess að bera til dæmis á lúna fætur. Teið er afar hreinsandi og skilar útúr líkamanum alls kyns óhreinindi. 

Blóðberg (Thymian) höfum við mikið týnt, núna er einmitt rétti tíminn til þess að krækja sér í það. Enda er blóðberg algjört eðal með lambakjöti! 

Ég fór í dagsferð ásamt tengdaföður mínum uppí Naustaborgir sem eru við kjarnaskóg í Eyjafirði. Þar tókum við hjónin alls kyns sýni af alls konur jurtum sem heita ekki lengur fjólur! Góða sveppi var þar einnig að finna og mun ég nýta þá í einhvern góðan rétt ... ég veit bara ekki hvað ennþá. 

Íslendingar finnst mér ekki nógu duglegir að nýta það sem til er útí Guðs grænni náttúrunni, og er hægt að finna fjöldann allan af jurtum sem má nýta okkur bæði til átu og til yndisauka. 

En ég vil þakka öllum þeim sem hafa gert athugasemdir hjá mér á meðan ég var fjarverandi, en ég er ennþá í fríi og ætla að njóta sumarsins í þessari yndislegu íslensku náttúru sem Guð skóp handa okkur, með öllum sínum jurtum og fjólum! Tounge Og jú er loks læknaður af heiftarlegri ritstíflu sem hefur hrjáð mig undanfarið, Guð svarar bænum - svo mikið er víst!

Ég læt litla myndasýningu fylgja, okkur tókst nefnilega loksins að læra á þessa forláta myndavél sem við eigum eru hér nokkrar myndir sem ég tók:

Fyrst er það Sírena:

Sírena

Svo er það Sóley:

Sóley

Hér ber að líta Jakobsfífil:

Jakobsfífill

Allar þessar myndir voru teknar um miðja nótt í Kjarnaskógi.  Njótið vel. Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

við erum svo algjörlega á sömu bylgjulengd með þessar jurtir, ég þarf bara að gera alvöru úr þessu sko en mig langar samt bara að rækta jurtir og vita um þær, ég læt öðrum eftir að meðhöndla þær sumir eru bara með æði fyrir einhverju svona skemmtilegu en Guði sé lof að ritstíflan læknaðist, ógeðslega fyndið að þú hafir kallað öll blóm fjólur

halkatla, 15.7.2008 kl. 00:31

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehe .. takk Anna mín.   :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.7.2008 kl. 01:17

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Frábær færsla hjá þér!   Ég er hlynnt jurtum og hef stúderað þau fræði talsvert.  Fjallagrösin eru líka mjög merkileg.  Það er sagt að þau drepi sníkjudýr í maganum og fólk notaði þau mikið í gamla daga í matsgerð og í seiði til að lækna hin ýmsu mein.  Maríustakk notuðu formæður okkar mikið við miklum blæðingum og blæðingaverkjum og það svínvirkar, en ég hef góða reynslu af tei af Maríustakk.

Kveðjur. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.7.2008 kl. 02:37

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Velkomin heim aftur!

 Gott hjá þér Haukur ég hlakka til að sjá meira af þessu í framtíðinni.

Lækningajurtir hafa ekki bara læknandi og fyrirbyggjandi áhrif á líkamann, heldur eru þær uppbyggandi fyrir hugann. Danski læknirinn Klaus Nickelson, sem hefur náð undraverðum árangri í afeitrun langt genginna eiturlyfjasjúklinga, leggur áherslu á það í meðferðinni að þeir rækti lækningajurtir, sem líð í að hugsa um heilsuna og skapa jákvætt hugarfar. 

Sigurður Þórðarson, 15.7.2008 kl. 07:57

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir myndirnar Guðsteinn minn.  Já þær eru margar jurtirnar sem við getum nýtt okkur.  Hér í gamla daga notuð bændur vallhumalinn við júgurbólgu á kúm.  Eðallækningajurt, svo er líka maríustakkurinn, ljónslappinn, og margar margar fleiri jurtir sem eru bókstaflega allstaðar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.7.2008 kl. 12:01

6 Smámynd: Mofi

Brilliant myndir Haukur! 

Mofi, 15.7.2008 kl. 12:53

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Magga - takk fyrir þinn fróðleik, ég vissi þetta ekki um Maríustakkinn.

Siggi - takk einnig fyrir þitt, og er ég hverju orði sammála. 

Ásthildur - þið eruð öll að skáka mér í fjólufræðum! Takk fyrir fróðleikinn og innlitið.

Dóri/Mofi

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.7.2008 kl. 20:01

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæll kæri vinur og velkominn á bloggið aftur. Þetta eru skemmtilegar myndir, er þetta vél með nætursýn?

Kjarnaskógur, hin gamla heimasveit Bryndísar, er góður staður að vera á, ég er á því þó ég hafi aðeins komið nokkrum sinnum þangað.

Til hamingju með bænasvarið. Megum við þá búast við flóði af greinum frá þér?

PS Forláta myndavél, ekki forlátu. Málfræðilögreglan er í fríi, en þetta var of líkt forljótu.

Theódór Norðkvist, 15.7.2008 kl. 20:17

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Teddi - ég er búinn að leiðrétta þessa villu ... Og jú þú mátt búast við mun fleiri greinum frá mér. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.7.2008 kl. 20:23

10 Smámynd: Flower

Það var gaman að sjá ykkur Ég var einmitt að skoða Jakopsfífla í dag, það er eitthvað við þá sem heilla mig alveg óskaplega, bæði nafnið og blómið sjálft. Það smæsta er oft ekki síður áhugavert en það stærsta.

Flower, 15.7.2008 kl. 23:54

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessaður.

Gaman að sjá þig aftur á blogginu. Ég þjáist líka af ritstíflu en ég verð að gera gangskör í því. Bara plat.  Ég þjáist hreinlega af íslenskri leti svo ég segi nú rétt frá.

Kjarnaskógur er dásamlegur staður.

Það hefði verið gaman að sjá ykkur á Akureyri um helgina. Mákona mín er með gesti frá Finnlandi og við fórum inní Bustarfell á sunnudaginn. Þá var safnadagur.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.7.2008 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 588459

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband