Við þurfum að finna hinn gullna meðalveg!

MálfrelsiHvað er þá rétt ritskoðunarstefna? Sjálfur hef legið undir ámæli frá trúsystkinum mínum að vera alltof linur í þessum efnum. Ég leyfi öllum að tjá sig sama hver það er, og hefur það stundum farið útí öfgar þessi frjálslynda stefna hjá mér.

Sumir trúbræður mínir hafa skammað mig fyrir að leyfa trúleysingjum og öðrum að hertaka umræðurnar, og skil ég vel sjónarmið þeirra, en mér finnst betra að leyfa orðum þeirra að standa og leyfa öðrum að dæma sjálft hver er með öfgar.

Það er ekki á dagskrá að breyta þessari stefnu, en ég vísa samt í höfundarsíðuna þar sem ákveðnir skilmálar eru og mun ég reyna að fylgja eftir bestu samvisku. Því það sem ég er að reyna að breyta í mínum veika mætti er það mannorð sem kristnir hafa skapað sér, við erum mörg hver úthrópuð "ritskoðarar" og sögð "hefta málfrelsi". Ég er ekki sammála trúsystkinum mínum í ritskoðunarstefnu sumra þeirra, en það er bara ég. Whistling

En reyndar verð ég að viðurkenna að ég er með tvo aðila í banni. En það er vegna þess að innlegg annars þeirra voru hreint og beint svívirðileg, og hinn hafði ég engan húmor fyrir, enda kallaði hann sig Jesú Krist, ég kæri mig ekki um slíka kjána í mínum húsum!GetLost

Því hvað er blogg annað hús manns? Ef einhver kemur inn og hefur hægðir í anddyrinu hjá þér, ertu viss um að þú viljir þann aðila aftur í heimsókn? Nei. Svo mikið er víst. Það gildir um þá sem slíkt gjöra og taki þeir það til sín sem eiga það skilið.

En ekki líst mér á þessar reglur í fréttinni, og ef eftir þeim verður farið þá á mikið eftir að breytast. En eins og bent er réttilega á í fréttinni er einungis talað um vandamálið og engar lausnir. Þess vegna skulum við halda vatni yfir þessum tíðindum og taka þeim með fyrirvara. Cool Þess vegna verðum við að setja okkur eigin siðferðisreglur og reyna hvað best að fara eftir þeim.


mbl.is Vilja setja hömlur á bloggara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir þín vitru orð Hippókrates, ég reyndar gleymdi að taka fram í greininni um nafnlausa bloggara, sem ég leyfi og ætla ekki að breyta þar um. Því jú það hlýtur að vera góð og gild ástæða fyrir nafnleysinu hjá að minnsta kosti flestum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.6.2008 kl. 17:48

2 identicon

Þú átt heiður skilin fyrir að falla ekki í sömu ritskoðunargryfju margra trúsystkina þinna.
Ritskoðun er uppgjöf og eitt það hallærislegasta sem hægt er að gera ef menn eru að verja einhvern málstað, málstaðurinn hrinur eins og spilaborg um leið.

Það verður að vera fjör í umræðum hvort sem það er á bloggi eða hvar sem er... hver man ekki eftir því þegar Óli sagði vissan gaur vera með skítlegt eðli... líklega það besta sem frá honum hefur komið.

Ég mun aldrei ritskoða nokkurn mann hjá mér, það mun ekki gerast nema ég verði þvingaður í það með ólögum og óreglum

DoctorE (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 17:51

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - takk fyrir þitt og erum við aldrei þessu vant sammála.

Hippókrates - það er mér ljúft að heyra að skynsemisrödd sem þín tilheyri FF. Og er ég þér hjartanlega sammála um nafnleyndina, og þakka ég þínar árnaðaróskir varðandi dóttur mína. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.6.2008 kl. 18:11

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mestu skiptir að barnið er að læknast, ekki hverjum við kjósum að þakka það. Guðsteinn hefur sitt val í þeim efnum.
AMEN!!!!  Takk enn og aftur Hippókrates!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.6.2008 kl. 18:13

5 identicon

Ég væri alveg fullkomlega sáttur við það að mér væri bent á að eitthvað yfirnáttúrulegt kæmi ekki til greina sem lækning, sé ekkert að því..
Ég væri ekkert ósáttur við að Guðsteinn segði mér að guð hafi læknað mig, ég hefði bara gamað að því að ræða málið... þannig er ég nú bara

DoctorE (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 18:30

6 identicon

Neibbs ég á 2 börn sem ég elska í tætlur.
Bara sorry mér fannst ekkert ósmekklegt að segja að læknar hafi gert dæmið.. sé ekkert að því sérstaklega vegna þess að ég byrjaði ekki á að blanda trú inn í lækninguna.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 19:01

7 Smámynd: Halla Rut

Ég hef einmitt alltaf dáðst af þér fyrir þolinmæði og virðingu þína fyrir rétt hvers og eins til að tjá sig þrátt fyrir að vera með aðrar lífsskoðanir en þú.

Bloggið er vettvangur skoðanaskipta. Hvernig getur það virkað almennilega ef fólk ákveður hverjir megi tjá sig og hverjir ekki?

Halla Rut , 26.6.2008 kl. 19:05

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - takk fyrir þitt, og endilega farðu að ráðum Hippókrates, hann veit sínu viti.

Andrés Mágur -  gott er að heyra þetta. Ég þarf vart að taka það fram að Andrés er jafn kristinn og ég.

Halla Rut - takk fyrir þín orð. Og þú segir:

Bloggið er vettvangur skoðanaskipta. Hvernig getur það virkað almennilega ef fólk ákveður hverjir megi tjá sig og hverjir ekki?

Amen! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.6.2008 kl. 19:16

9 identicon

Ég skal ekki segja hvort Hippó viti sínu viti Guðsteinn, þráðurinn um lækninguna er yfirfullur af athugasemdum með að guð hafi gert dæmið, ég sé akkúrat ekkert að því þó ég segi að læknar hafi komið með lausn en ekki guð... ef ég má ekki segja það well what can i say :)

DoctorE (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 19:22

10 identicon

Hippókrates ég tók einfaldlega þátt í umræðunum, ég gladdist með þeim... ég hef fullkominn rétt á að segja sannleikann í þessu máli:
Með sama gæti ég sagt við þig að það væri móðgun við lækna og vísindamenn að segja að guð hafi komið með lækningu... plís ekki vera með svona yfirgengilegan rétttrúnað, það meikar ekki sense... í þessu máli eins og öðrum er rétt rétt og rangt rangt... að það megi bara koma einhver jákór og taka undir með augljóslega rangri skoðun á málinu vegna trúar viðkomandi er einfaldlega rangt, rétt eins og skoðunin á lækningunni er röng hjá pistlahöfundi.
Þú ættir frekar að spælast smá yfir því að þekking mannkyns og geta sér færð frá okkur yfir á yfirnáttúrulegt plan...

DoctorE (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 21:06

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Vel mælt, Haukur. Ég missti reyndar sveindóminn í þessu tilliti í dag, ég tók út athugsemd. Reyndar að beiðni Árna Matthíassonar. Hægt að sjá meira um málið í þessari færslu minni. Ég hef auk þess sent tölvupóst til nokkurra trúaðra einstaklinga um málið, þ.m.t. til þín.

Ég skal líka viðurkenna að ég kvartaði undan DoctorE, jesus.blog.is, Matthíasi Ásgeirssyni, Jóni Steinari og Baldri Fjölnissyni.

Ástæðan er sú að ég var beðinn um að taka út athugasemd sem Árni taldi lýsa gyðingahatri. Ég benti Árna kurteislega á að nefndir bloggarar, ásamt mörgum öðrum, fengju að níða kristna trú og talsmenn hennar gjörsamlega óáreittir niður í skítinn hvað eftir annað.

Á sama tíma var bloggi Skúla og Óskars Helga lokað fyrir miklu minni sakir.

Hvað þessa frétt varðar þá er líka margar góðar hugmyndir þarna. T.d. að höfundarréttarverja efni bloggara, en það er ekki gert í dag og Árvakur birtir blogg í blöðum sínum algerlega að bloggurum forspurðum.

Síðan með að persónugera bloggin, það finnst mér mjög góð hugmynd. Hún er bara erfið í framkvæmd. Sá sem skrifar undir dulnefni kann ekki mannasiði, a.m.k. veit hann ekki að það er kurteisi að kynna sig.

Skítkast undir dulnefni og handahófskenndar lokanir á bloggum keyrir trúverðugleika bloggsins sem miðils gjörsamlega niður í svaðið. Eitthvað verður að gera.

Theódór Norðkvist, 26.6.2008 kl. 21:49

12 identicon

Theódór talar gegn sjálfum sér með því að segja þá sem nota alias vera versta... Skúli var undir nafni EN Theó sér ekkert að því vegna þess að Skúli söng lög sem Theó fílar, Theó sýnir líka kristilega einhliða ritskoðunar áráttu.
Ég held að ég fari ekki með rangt mál þegar ég segi að flestir sem hafa valdi vandræðum hér á þessu blog.is hafi einmitt verið undir nafni.

Það verður ekki að gera neitt, þú sleppir bara að lesa það sem fer í taugarnar á þér, problem solved

DoctorE (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 21:54

13 identicon

Bara að bæta við að frá upphafi netsins hafa menn notað alias á netinu, meirihluti netverja notar alias.. margar ástæður geta legið að baki...
Það sem Theó er að segja er svona Kínverskt dæmi með ívafi frá Norður Kóreu..
Til hamingju Theó, Kim il mundi fíla þig vel... þú getur kannski flutt þangað og gengið með hjálm á hausnum þar sem nafnið þitt og kennitala er upplýst og snýst í hringi á hjálminum þínum

DoctorE (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 21:58

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

DoctorE, svona skítmokstur eins og frá þér, er aðalástæðan fyrir því að þær raddir gerist háværari sem heimta hömlur á tjáningarfrelsið.

Ef allir myndu meðhöndla tjáningarfrelsið af ábyrgð myndi ekki vera neitt tilefni til að setja hömlur á það.

Þannig að ef þér er illa við kínversk-kóreska ritskoðun, þá vil ég láta þig vita að engir eru að kalla hana meira yfir okkur en einmitt þínir líkar.

Þú ert að gera einmitt það sem ritskoðun þrífst best á. 

Theódór Norðkvist, 26.6.2008 kl. 22:09

15 identicon

Hippókrates.. það er smuga að hann vilji koma óvænt í heimsókn og sýna einhverjum reiði guðs :)

DoctorE (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 22:09

16 identicon

Ahhhh það eru þá svona raddir eins og frá mönnum eins og þér Theódór... síkvartandi og kveinandi... vilt fá svona guðlega kommúnista stjórn.. sorry pal, þú sagðir það að þetta eru þínar kröfur.
Þegar menn geta ekki varið málstað sinn með rökum þá fara menn að heimta lög gegn málfrelsi.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 22:12

17 Smámynd: halkatla

þú ert kominn í hóp æðri bloggara! ég vissi það ekki fyrren nú en er  vitaskuld ánægð yfir því að það sé hlustað á mig. Hvað á þá að segja núna herra auðmjúkur? hehe

Ég er búin að rekast á margar, margar greinar í dag um þvílíka skoðanakúgun og heftingu á tjáningarfrelsi, pólitíska rétthugsun í tröllsham og fleira sem tengist pistlinum þínum, ég nenni ekki að blogga um það en læt ykkur eftir að skoða hvað ég er að meina: 

Grein um skoðanalöggur

fyrir þá sem vilja móðga flogaveika: klikka hér

meira

meira

Þeir sem hlusta á svona vitleysu eða líta hana jafnvel jákvætt eru bara ekki svaraverðir ef við viljum halda í síðustu leifar siðmenningar einsog við þekkjum hana.

Hversvegna þarf að setja hömlur á bloggara? Vitið þið um eitt einasta tilfelli þarsem einhver var hreinlega neyddur til þess að setjast niður og lesa yfirgengilegt eða ósmekklegt blogg frá upphafi til enda??? Blogg eru einmitt svo fín að því leitinu til að maður getur alltaf farið ef maður sér eitthvað ljótt eða heimskulegt. Ef blogg komast í fjölmiðla utan vefsins þá er það að sjálfsögðu ekki bloggaranum að kenna.

halkatla, 26.6.2008 kl. 22:16

18 identicon

Svo ættir þú að biðja guð að þagga niður í mér... eða öllu heldur ættir þú að biðja guð um að tukta aðdáandahóp sinn aðeins til.. þá hefði ég ekkert að skrifa um dúd.

Ég hef fullan rétt á að tala gegn trú, rétt eins og þú hefur rétt á að tala með trú... þannig virkar málfrelsið og lýðræðið

DoctorE (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 22:17

19 identicon

Anna er mín kona.. úps minn maður... ehh með á nótunum ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 22:19

20 Smámynd: Theódór Norðkvist

DoctorE, haltu endilega áfram að búa til jarðveginn fyrir ritskoðunarplöntuna, þú hlýtur þá að fagna mest ef hún nær yfirhöndinni.

Theódór Norðkvist, 26.6.2008 kl. 22:23

21 identicon

Ritskoðun mun aldrei ná yfirhöndinni, það má vera að einhver ruglukollur nái einhverju inn rétt eins og menn hafa náð Creation Science/ID inn í skóla í usa EN dómstólar munu henda þessu út eins og öðru rusli.
Þú talar eins og íslamistar sem vilja ekki að neinn segi frá neinu ljótu í trú þeirra.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 22:35

22 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hippókrates er maður að mínu skapi. Hann telur fram einfalda staðreynd sem hin fullkomni og án galla DoctorE þykist vera, hann með ofstæki sínu segir að hann sé berjast með okkur, og benda á þá galla sem kristnin hefur uppá að bjóða. 

Á sama tíma getur hann ekki virt kraftaverkið sem dóttir mín 9 ára upplifði fyrir tilstillan góðra lækna. Ég er algjörlega sammála Hippókrates að þetta er spurning um réttan vettvang, og réttan stað. Ég er alveg tilbúin að rökræða við þig Dokksi, hvenær sem er. En virðum börn okkar og höldum þeim utan við þetta,  er það svona flókin bón?

Teddi - ég var að lesa bréfið sem þú sendir mér. Eina sem ég get sagt er gott hjá þér!  Og læt ég liggja á milli hluta það sem stóð í bréfinu. Því ég og þú erum á sömu línu hvað varðar ritskoðun sé ég, og fagna ég kristilegum liðsauka í þeim efnum.

Anna Karen - takk fyrir þessar hlekki, ég skoða þá í góðu tómi og reyndar tek undir hvert einasta orð þitt um ritskoðun. 

Hvað á þá að segja núna herra auðmjúkur? hehe

Ömm ... eiginlega ekkert, því ég er alveg orðlaus varðandi þetta!  En ég er samt feginn því þá á ég betur með að kalla fram athygli á málstað mínum, það er eina sem ég get sagt.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.6.2008 kl. 22:44

23 Smámynd: Theódór Norðkvist

Af því ég nefndi Jón Steinar, þá vil ég vekja athygli á því að hann er að gera mjög góða hluti á sínu bloggi núna.

Hann er að vekja athygli á grófri spillingu Sjálfstæðisflokksins í útboði í vistunarúrræðum drykkjumanna (hvað er nýtt, spyrja eflaust margir.)

Hann á heiður skilið fyrir það, þrátt fyrir hörð ummæli oft fyrr.

Theódór Norðkvist, 26.6.2008 kl. 23:31

24 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Teddi - ég verð að segja að ég kann ekkert illa við Jón Steinar. Ég er ekki á nokkurn hátt sammála honum en líka vel við hann sem einstakling.

Galdurinn held ég sé að reyna þekkja hjartalag hvers manns, hann vill vel þótt við teljum hann auðvitað á villu síns vegar. Ég var búinn að lesa þessa löngu grein hans sem þú vísar í, ég er ekki búinn að gera athugasemd við hana en hún er unnin af vel greindum einstaklingi, það er nokkuð ljóst.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.6.2008 kl. 23:40

25 identicon

Guðsteinn ég hef aldrei sagst vera fullkominn og ég viðurkenni ekki kraftaverk
Þarna voru læknar og vísindamenn sem komu með lausn, ekki guð eða neitt slíkt.
Það er ekki eitt viðurkennt kraftaverk í allri mannkynssögunni, ekki eitt; Það að trúarrit segi frá einhverju eða fólk telji sig bænheyrt segir akkúrat ekkert.
Ég er alls ekki að ráðast að neinum börnum, ég er einfaldlega að benda á þá staðreynd að ef ekki væri læknisfræði þá hefði engin lækning orðið;
Ekki snúa út úr orðum mínum, ég sagði að ég samgleddist þér með dóttur þína.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 23:51

26 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þú sagðir eitt sinn við mig Dokksi að þú værir yfir ritningunni hafinn. Ef það er ekki dæmi um mann telur sig vera fullkominn þá veit ég ekki hvað. Ég þakka þér fyrir að þú samgleðjist en ég þakka ekki fyrir að trú mín særi þig svona. Það var aldrei ætlanin.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.6.2008 kl. 00:03

27 identicon

Allir menn eru yfir allar ritningar hafnir, engin bók er æðri en líf manna; Enginn trú er æðri en líf manna.
Að segjast yfir trúarrit hafin táknar ekki að maður sé fullkominn, trúarritinn eru langt frá því að vera fullkominn.
Ég mundi ekki vilja vera fullkominn, þá gæti ég ekki þroskast og orðið betri... ég mundi missa allan tilgang

DoctorE (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 00:10

28 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehe ... það var sem mig grunaði, hefur þú nokkurn tíma lesið þessa eitruðu bók Dokksi? Og svaraðu með já eða nei, ekki einhverri langloku.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.6.2008 kl. 00:21

29 identicon

Ég hef lesið a.m.k. 90%, svo hef ég auðvitað lesið ótal greinar og hlustað á ótal fyrirlestra um málið.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 00:33

30 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Guðsteinn þér mælist vel, en ekki er hægt að segja það sama um Mr. Norðkvist, sem útlistar sjálfan sig klöguskjóðu af þeirri sort sem helst er að finna hjá litlum börnum.

Málfrelsið er einn af hornsteinum samfélags sem vill vera laust við FASISMA, enda fyrsti vísir að hugsanalögreglu höft á tjáningu. Í þessu samhengi er mikilvægt að muna að ef þér líkar ekki hvað er skrifað eða sagt, þá skaltu ekki lesa eða hlusta. Hinn gullni meðalvegur sem Hr. Guðsteinn vísar í finnst ekki án BEGGJA ENDA.

Orð eru ekki vopn nema " fórnarlambið " kjósi svo. Öll látum við útúr okkur eitthvað sem hefði betur verið ósagt, en við lærum ekkert af útskúfun. Ég fyrir mitt leiti vil ekki að það sé lokað á menn fyrir orð sín, en vil vita hverja ég er að tala við, svona yfirleitt.

Góð hugleiðing Hr. Guðsteinn, þökk.

FRIÐUR ( finnst í samskiptum, ekki einangrun )

Haraldur Davíðsson, 27.6.2008 kl. 03:56

31 Smámynd: Theódór Norðkvist

Haraldur, ef þér líður betur með því að uppnefna mig, þá verð ég að una þér það. Ég bendi þér hinsvegar á að þú gleymir því að það eru lög í landinu.

Ég var beðinn um að taka út athugasemd í mjög harðorðri færslu um meinta stríðsglæpi fyrrum þjóðarleiðtoga Ísraelsríkis. Athugasemdin var talin lýsa gyðingahatri að mati Árna og lögmanns Árvakurs.

Ég sá það að athugasemdin var gróf, mat lögmannsins líklega rétt og ég tók hana út. Þegar menn ata aðra auri, oft í skjóli nafnleysis og komast jafnvel í Ísland í dag fyrir vikið, þá geta þeir stórskaðað þá manneskju. Það er stundum talað um að drepa með orðum.

Það er til fólk sem er örkumla eftir árásir í miðbæ Reykjavíkur. Er það einhver kúgun í anda Sovét að taka menn sem stunda slíkt úr umferð og loka þá inni? Margir segja að það sé alltof sjaldan gert.

Sömuleiðis er hægt að gera menn örkumla andlega með persónuárásum. Mér finnst lítið réttlæti í því að menn sem stunda svoleiðis á netinu geti falið sig með hauspoka.

Theódór Norðkvist, 27.6.2008 kl. 09:37

32 identicon

Hef ég verið með árásir á þig Theódór.
Eru það árásir á þig að segja frá rugli sumra trúsystkina þinna og draga ályktanir
Eru það árásir á þína trú að segja að hún sé bara ævintýri.
En nafnleysingi segir eitthvað um ævintýrið þitt er það verra en ef maður undir nafni gerir það.
Hvað kemur þér við hvað hverjir heita hér... það getur bara verið vegna þess að þú ætlar að leita hefnda

DoctorE (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 10:16

33 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Um ritskoðun, sem nú er farið að bóla all illyrmislega á hérlendis, er ætíð til einn sannleikur og mjög svo einfaldur.

Hagsmunir einhvers er í húfi og ef viðkomandi hefur tögl og hagldir í viðkomandi miðli/ þjóðfélagi, er hann í færum til,a ð loká á, banna, refsa fyrir eða einhverja blöndu af þessu.

Hagsmunir Kínverja eru, að allt falli í svona áferðafallega löð, þar sem þeri nú hýsa alþjóðaleikana.

Hagsmunir einhverra er að banna umfjöllun um nútímasöguna en eru svona meira liberal, að skoða Miðaldasöguna.

Það sem er talið hvetja til haturs í Kína er allt annað en talið er ali á sömu tilhneigingum á Vesturlöndum.

Hvað ætli ættbálkarnir í S-*Ameríku vilji banna?  Vegna hverra Hagsmuna??

Efahyggja er mér nauðsynleg til að geta litið í spegil, efast um mig, umhverfið, agenda allra sem tala absolut og trúa því varlega, sem er  ,,VIÐTEKIÐ" 

Samsæriskenningar sem bornar eru fram um hitt og þetta eiga rót í paranoju . 

Þekkt fullyrðing.

Það GÆTI átt við sumar kennignar EN EKKI allar.

Mannshugurinn er svo margslunginn að með ólíkindum er.

Hitt er jafnvíst og sól rís í ,,Austri" að hugsuðir fyrri tíma höfðu nokkuð til síns máls, þegar þeir flokkuðu ,,syndir" mannsins niður og settu sjö í sérflokk og nefndu HÖFUÐSYNDIRNAR.  Að vísu afbakaðist það í Dauðasyndirnar sjö. en það skiptir mina máli.

Motevverandi eindir eðlis okkar eru þarna saman komnar og uppskriftin af því, að verða siðmenntaður, er að berja í þessa bresti og bæla niður sókn í þessar sterku eindir.

Þetta gera siðblindingjar ekki en blekkja menn óaflátanlega, hverjir flestir láta ginast.

Að öðru:

Sá sem ekki trúir á Kraftaverk, hefur ekki skoðað Rós eða Fífil að vori.

Sá sem segir, að hann sé til kominn vegna ,,random" samskipta mólekúla hefur mikla trú.  Annars , hvaðan komu mólekúlin minn kæri Doktor.

Með kveðju friðarins og ábendingu um, að Sól er á lofti og nýliðinn er Hæstur dagur.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 27.6.2008 kl. 10:31

34 identicon

Ég póstaði litlu einföldu vidói í gær Bjarni
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/577570/

Hér er nánari úttekt á uppruna lífsins
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/550518/

Vísindi eru ekki trú, þau byggja á staðreyndum; Kraftaverk eru ekki til í yfirnáttúrulegum skilningi

DoctorE (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 10:37

35 Smámynd: Theódór Norðkvist

DoctorE, ég hafði ekki í huga árásir á mig, ég hef sloppið við þær að mestu leyti. Ég var m.a. að tala um níðingslega árás þína á Svavar Alfreð, sem kom í Íslandi í dag. Ég hafði líka í huga árásir á Jón Val, sem m.a. hafa komið frá þér og mörgum öðrum.

Þær eru ógeðslegar og margir myndu flokka þær sem meiðyrði.

Theódór Norðkvist, 27.6.2008 kl. 11:23

36 identicon

Bíddu nú hægur, ég gerði enga árás á Svavar.
Þetta var fáránleg umfjöllun í Ísland í dag, það var látið liggja að því að ég hefði kallað hann barnaníðing sem ég gerði alls ekki.
Ég sagði að hann væri væminn og lélegur pistlahöfundur sem gæti bara flýttt fyrir falli þjóðkirkjunnar.

Ég hef gagnrýnt Jón Val fyrir afstöðu hans vegna samkynhneigðra & annarra hluta, ég hef borið saman mynd af honum og Ted Haggard, ég hef sagt að ég mundi taka meira mark á honum ef hann væri ekki í þeirri kirkju sem hann er í, sú kirkja á blóðsdrifna sögu.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 11:52

37 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er ekki hafandi eftir, níð þitt um Svavar og birtist í Íslandi í dag og þú veist alveg hvað þú skrifaðir.

Hér er það (ekki fyrir viðkvæmar sálir:)

http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/438234/

Theódór Norðkvist, 27.6.2008 kl. 12:05

38 Smámynd: Alfreð Símonarson

Góð grein hjá þér Guðsteinn, þú ert góð fyrirmynd og hefur greinilega skoðun á yfirgangi þeirra sem vilja ritskoða. Ég persónulega er mjög annt um málfrelsi og þá líka trúfrelsi, hlutir sem eru mun persónulegri en margan grunar. Ég er einn af þeim sem segir ekkert trúarbragð ofar sannleikanum en við höfum öll mismunandi leiðir að okkar sannfæringu / sannleika. Ég veit að við getum öll látið trú/forritun okkar ekki vera í vegi fyrir samvinnu en ég tel að oft er verið að ija mismunandi hópum í stríð og þá eru þeir sem sýna mestu öfganna lofaðir en þeir sem vilja ganga meðalveg kallaðir aumingjar og bleiður.

Kær kveðja Alli

Alfreð Símonarson, 27.6.2008 kl. 12:17

39 identicon

Ég sé ekkert að þessu Theódór, hann bannar mér að tjá mig; Það má lesa ógnir í skrifum hans ef við biðlum ekki til guðs hans; Pistilinn var væminn; Hann segir að bænin sé tungumál öreigans; Hann selur fólki yfirnáttúrulega hluti sem eru ekki til;Hann selur eilíft líf; Jesú mundi alveg sparka í rassinn á honum og öðrum trúarforkólfum.
Whats the fargin problem?

DoctorE (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 12:31

40 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Bjarni Kjartans - flottur, takk fyrir þitt. Ég var sérstaklega hrifinn af:

Sá sem ekki trúir á Kraftaverk, hefur ekki skoðað Rós eða Fífil að vori.

Virkilega fallega orðað!

(Hr.) Halli - takk fyrir þitt, en af hverju þessi formlegheit?

Alfreð - innilega er ég sammála þér!

Dokksi og Teddi - ég verð að biðja ykkur báða um að halda ykkur við umræðuefnið. Ég vil samt þakka Tedda fyrir veittan stuðning.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.6.2008 kl. 13:09

41 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ekkert að þakka, Haukur. Mér finnst reyndar átyllur til ritskoðunar, s.s. rógburður, skipta máli í umræðunni, en ég hef sagt allt sem ég vil segja við  og um hinn svokallaða DoctorE. Hvernig hann tekur því verður hann að eiga við eigin samvisku.

Theódór Norðkvist, 27.6.2008 kl. 14:13

42 identicon

Ég hef ekki verið með rógburð... að ég segi álit mitt á einhverju eða einhverjum er ekki rógburður.
Samviska mín er tær eins og fjallalækur.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 14:33

43 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæri guðsteinn, góð stefna hjá þér, því dialog er eina leiðin til að ná saman fyrir mannkyn og við byrjum okkar á milli og fá því, í það stóra.

hvernig eiga heimsmálin að leysast ef við getum ekki einu sinni fundið virðingu og samræður okkar á milli sem er á svo litlum skala samanborðið við landa á milli.

friður og kærleikur til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.6.2008 kl. 14:34

44 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt Steina, takk fyrir það og er ég þér sammála.

Teddi - gleymdu þessu, Dokksi er að sínu eigin mati fullkominn og er ekki til neins að benda honum á einfaldar staðreyndir sem flestir sjá.  Ég stigið þann við hann áður og er meira að segja ég búinn að gefast upp. Eins og þú segir, hann verður að eiga þetta við eigin samvisku.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.6.2008 kl. 14:54

45 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég skal líka viðurkenna að ég kvartaði undan DoctorE, jesus.blog.is, Matthíasi Ásgeirssyni, Jóni Steinari og Baldri Fjölnissyni.

Ástæðan er sú að ég var beðinn um að taka út athugasemd sem Árni taldi lýsa gyðingahatri.

Theódór, síðan hvenær hef ég bloggað á moggabloggi?  Af hverju ertu þá að benda á mig þegar umsjónarmenn moggabloggs gera athugasemdir við þín skrif? 

Það kemur Morgunblaði ekki vitund við hvað ég skrifa á mína bloggsíðu eða á Vantrú.is.

Þú ert undarlegur gaur.

Ég benti Árna kurteislega á að nefndir bloggarar, ásamt mörgum öðrum, fengju að níða kristna trú og talsmenn hennar gjörsamlega óáreittir niður í skítinn hvað eftir annað.

Hvar þá? 

Matthías Ásgeirsson, 27.6.2008 kl. 15:36

46 identicon

Ég ítreka Guðsteinn mitt fyrra svar að ofan: Ég er ekki fullkominn.
Að hafna biblíu og trú yfirhöfuð er ekki samasemmerki á fullkomnun.

Theó er einfaldlega að fara fram á að það megi ekki gagnrýna trú hans, en ok: Ef mér er bannað að gagnrýna trú þína og segja frá ruglinu og peningaplokkinu þá ætti að banna þér að lofa guð opinberlega...

Hvaða staðreyndir ertu að tala um???

DoctorE (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 15:58

47 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Guðsteinn,ég hef ekki lesið allar athugasemdirnar og er þessvegna ekki alveg með á nótunum.

Tíma um að kenna,en fyrir alla muni ekki breyta neinu vertu bara eins og þér er best að vera.Ég kann allavegana vel að meta þitt framlag og hef sagt þér að ég dáist af hversu vel þú tæklar þitt blogg,enda er þetta þitt blogg,og þar með þín ákvörðun um hvernig þú mætir okkur hinum sem hingað sækja.

Guð veri með þér og þínum þinn vinur Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 27.6.2008 kl. 19:42

48 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sælt veri fólkið. Netið er búið að vera niðri hér í þorpinu frá því á hádegi í dag. Eitthvað hefði nú verið kvartað og kveinað ef það hefði gerst í Reykjavík!

Matti, ástæðan fyrir því að ég nefndi þig er sú að þú kallaðir Jón Val ljótu nafni í umræðu hér hjá Hauki (Hefur einhver rekist á kristilegt siðferði.)

Ég tók nokkur dæmi sem mér þóttu standa upp úr. Persónulega hef ég ekkert annað undan þér að kvarta, oftast tekst þér m.a.s. að halda þig innan marka.

Ég geri mér grein fyrir því að það orkar tvímælis að klaga bloggara og kannski hefði ég ekki átt að gera það. Þess vegna upplýsti ég um það hér.

Mér hefur bara þótt lokanir á bloggum vera handahófskenndar. Þegar ég var beðinn um að taka út athugasemd, sem ég gerði, eftir að Árni sagði mér að hún bryti í bága við 233. gr. hegningarlaga og lyktaði af gyðingahatri, lagði ég þessa spurningu fyrir hann:

Það má ekki tala illa um Gyðinga, en má vera með persónuárásir á einstaka menn og níða kristna trú niður, alveg óhindrað? Árni bað mig þá um að nefna einhver dæmi um hatursáróður gegn kristnum og hann skyldi skoða þau.

Ég gerði það og tók nokkur dæmi frá þessum bloggurum sem ég nefndi, eitt úr þessari umræðu hjá Hauki sem ég nefni, ljót orð um Jón Val nýlega hjá Óla Jóni og síðan umræðu 8. febrúar hjá DoctorE, þar sem nokkrir bloggarar lögðu Svavar Alfreð í einelti. Þau orð voru birt í Íslandi í dag, en ég nefndi líka ljót orð Jóns Steinars og Baldurs Fj.

Þetta var það svæsnasta sem ég man eftir og ég var benda Árna Mattíassyni vingjarnlega á að þarna er ekki samræmi. Hann svaraði mér þannig að lögmaður Árvakurs skæri úr um í málum og það yrði að treysta hans áliti.

Mér þykir leitt að hafa klagað þessa aðila, en það var ekki án tilefnis. Erlendis eru margir spjallvefir þess eðlis að hægt er að gefa athugasemdum einkunn og ef þær fá slæma einkunn hverfa þær. Það finnst mér góð hugmynd. Bloggið er vettvangur almennings til að tjá skoðanir sínar og orðsóðar eiga ekki að fá að leggja það undir sig. 

Við DoctorE vil ég segja að ég hef aldrei farið fram á bann við gagnrýni á kristinni trú. Öll gagnrýni á hvað sem er verður samt að vera innan velsæmismarka.

Góðar stundir og Guð veri með þeim sem taka við Honum. 

Theódór Norðkvist, 27.6.2008 kl. 22:56

49 identicon

Minn kæri Theódór ég verð bara að vitna í orð Thomas Jefferson
"Ridicule is the only weapon which can be used against unintelligible propositions. Ideas must be distinct before reason can act upon them!"

DoctorE (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 13:40

50 Smámynd: Ragnheiður

Sko mér finnst þessi færsla einstaklega góð, ég lagði nú reyndar ekki í að lesa kommentin og það segir auðvitað ekkert um gæði þeirra.

Mér finnst frábært að sjá hversu víðsýnn og réttlátur þú ert og ákvað að hrósa þér fyrir það.

Ragnheiður , 28.6.2008 kl. 18:13

51 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Úlli - takk fyrir það.  :)

Ragnheiður - ég roðna bara. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.6.2008 kl. 00:01

52 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Fyrirgefðu að ég blogga hér um miðja nótt  en ég var að koma úr vinnu. Mér finnst að það eigi að vera líflegar umræður um trú. Við erum jú öll systkini í Kristi en samt erum við ekki öll sammála en það er allt í lagi að rökræða hlutina. Mér finnst svo gott að koma inn á síðuna þína af því það er ekki alltaf verið af deila um hluti sem skeðu eða ekki skeðu í Gamla Testamentinu það er að gerast á svo mörgum síðum, vil ekki nefna nein nöfn. En hér á þinni síðu er bara lifandi trú. Ég lifi samkvæmt Nýja Testamentinu sem Guð gaf okkur. Takk fyrir kommenitð hjá mér, þar fylgir spurning í kjölfarið.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 29.6.2008 kl. 04:43

53 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Gunðsteinn..

Kurteisina hefur aldrei vantað upp á hjá þér í þeim bloggsamræðum sem ég hef lesið þar sem þú ert þátttakandi. Ég reyni svona oftast að halda mig á mottunni þó svo að ég missi stjórn á skapi mínu öðru hvoru. Ég er í raun á sömu línu og þú að ég er almennt hlintur ritfrelsi en skal viðurkenna það fúslega að ég verð stundum ólgandi reiður þegar höfðu eru heimskuleg og niðrandi ærumeiðindi í minn garð sem eru byggðar á fáfræði og fordómum.  

Brynjar Jóhannsson, 29.6.2008 kl. 18:13

54 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sólveig - hafðu góiðar þakkir.  :)

Brynjar - já, eins og ég segi það verður að finan þennan gullna meðalveg, og helst á hann að vera laus við alla öfga.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.6.2008 kl. 15:00

55 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

* finna þennan vildi ég sagt hafa!  :-/

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.6.2008 kl. 15:00

56 identicon

Mér finnst þú vera maður að meiri fyrir að leyfa skiptar skoðanir. Þú átt heiður skilið fyrir að falla ekki í þá freystni að henda út einhverjum skoðunum, bara vegna þess að erfitt er að svara þeim eða þá að þú ert þeim ósammála. Vonandi munt þú ekki fara þá leið að loka á fólk.

Ég hef tekið eftir því hér á blogginu að það eru tveir hópar öðrum fremur sem loka á mann, en þetta eru þeir sem eru trúaðir og svo hægri menn. Auðvitað er það vegna þess að þeir eru mér ekki sammála, en mikið eru það slappir einstaklingar sem þessa leið fara. Geta þeir bara ekki tekið málið og horft á hlutina með gagnrýnu hugarfari, og þá annað hvort fundið rök sem hnekkja því sem ég held fram, eða verið sammála um að vera ósammála, eða þá að vera mér sammála. Nú eða komið með rök sem snúa skoðun minni.

Valsól (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 18:32

57 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Valsól - enginn breyting verður á ritstjórnar stefnu minni, svo lengi sem menn halda sig innan marka, en það þaf MJÖG mikið til að ég ritskoði, held að ég hafi fjarlægt athuasemdir sem ég get talið með fingrum annarar handar.

Fólk hefur einhvernveginn virt það við mig að ég er ekki sá sem er hægt að æsa upp í einhvern "fæting". Ég er bara ekki þannig gerður, en takk fyrir hólið kæri Valsól, því við höfum tekist á áður og það er mér ljúft að sjá þessi orð þín hér. Ég veit ekki hvað ég skammaði þig oft fyrir að vera dónalegur á öðrum vettvangi, og vitum við báðir hvað ég er að tala um.  ;)

Those where the days, huh?  hehe...

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.6.2008 kl. 21:39

58 identicon

Jebb, ég veit hvað þú ert að tala um Guðsteinn . Stundum hleypur maður á sig sérstaklega þegar rökræðurnar fara á fulla ferð, þá er maður stundum aðeins of fljótur að ýta á enter.

Valsól (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 00:47

59 identicon

Nú er bara að sjá hvort JVJ nái að gera þig Guðsteinn að dróni sínum eins og hann hefur gert með jerimia :)
http://jeremia.blog.is/blog/jeremia/entry/580927/

Ekki nóg með að JVJ ritskoði sitt blogg, hann ritskoðar allt heila klappið :)
Sorglegir

DoctorE (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 17:52

60 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nei Dokksi minn, það gerist ekki. Það sem aðrir gera kemur mér heldur ekki við.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.7.2008 kl. 17:54

61 identicon

Mín skoðun er sú að þegar einhverjar hömlur eru settar á tjáningarfrelsið þá sé kominn hættulegur fótur inn fyrir dyrastafinn.

Þegar línan hefur verið dregin þá er alltaf auðveldara að draga línuna, hægt og rólega, aðeins lengra. Áður en þú veist af þér þá bankar pólitíið uppá hjá þér um leið og þú birtir pistil sem lýsir því af hverju þú ert ósammála ríkisstjórninni um einhver málefni.

Menn eiga að mega segja það sem þeir vilja, en alla menn á að vera hægt að gera ábyrga fyrir gjörðum sínum. Þetta er í þversögn við þá skoðun mína að menn megi skrifa undir dulnefni.Þó er ekkert flókið fyrir þá sem það einsetja sér að komast að því hver skrifar undir hvaða nafni, svo lögboðin nafnabirting þykir mér engan veginn vera lausn.

Hvort menn vilji hreinsa sín eigin blogg af dónaskap er að mínu mati þeirra mál. Sínu þykir mér verra þegar menn mega ekki heyra fólk vera ósammála sér og beita bannhamrinum frjálslega við þau tilfelli. Sjálfur hef ég aldrei bannað nokkurn mann, né hent út færslu. Þó myndi ég ekki hika við að gera það væru menn með leiðindi, en byði þó að endurskrifa leiðindalaust.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband