Konur og bad boys ...

Eina sem ég er sammála í þessari rannsókn er nafngiftin: "hin myrka þrenning", FootinMouth mér finnst þessi rannsókn jafn tilgangslaus og hún er heimskuleg. Því svona þarf ekki rannsókna til, bara heilbrigðan karlmann!  Tounge

Málið er að stelpur hafa meira og minna alltaf verið svona, og er þetta þeirra 'spennufíkn' ef svo má kalla. Löngu fyrir tíma James Bond voru margar konur á hælunum eftir jafnvel stórglæpamönnum!

Til að mynda var gamli kúrekinn afskaplega vinsæll hjá kvenþjóðinni, sömuleiðis, kúrekinn Jesse James og fleiri. Það þarf ekki nema horfa á myndir eins og "Pride and Prejudice" og er Colin Firth meðal þeirra sem margar konur bókstaflega slefa yfir. Og er hann svona "bad boy" í þeirri 5 vasaklúta mynd.

Einnig má nefna mynd sem ég held að allar stelpur hafa séð á lífsleiðinni, og er það myndin "Grease" sem hvað vinsælust. Eftir að stelpur eru búnar að fara í gegnum sitt John Travolta  tímabil þá kemur annar "bad boy" í staðinn. Sameiginlegt átak kvenna á myndum eins og "Grease" og tónlist eftir Abba, hef ég aldrei skilið, en flestar konur eru allar hrifnar af Abba og elska "Grease" ... WHY stelpur??? FootinMouth Jæja, en hvað veit ég fávís karlmaður og er sennilega kominn á hættulegan stað.

Ég er bara feginn að ég var grindhoraður, bláfátækur myndlistarnemi þegar ég kynnist konunni minni, og gekk aðallega í halllærislegum Havæí skyrtum og útvíðum buxum ... sem ég vona að sé ekki "bad boy" ímynd ...  Whistling


mbl.is Hvers vegna komast „vondir strákar“ yfir fleiri stelpur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Hvað skal segja  ég dýrkaði JT, vá bara, en ekki í dag, oh nei., svona breytist smekkur kvenna. Vondir strákar, eru yfirleitt ekki vondir, þeir eru kannski villtir, það er mín reynsla, og því eru þeir meira spennandi, en maður mundi seint giftast slíkum.  Það er mín skoðun.

Linda, 20.6.2008 kl. 09:15

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gott er að vita það Linda, þá er til skynsemi í öllu þessu! ;)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.6.2008 kl. 09:16

3 Smámynd: Mama G

...í dag stendur JT fyrir Justin Timerlake - tók mig alveg 30 sek að fatta að þú varst að tala um John Travolta!  ...eða varstu ekki annars að tala um hann?

Ég gæti svoleiðis skrifað hálftíma langa færslu um það afhverju þetta er svona. Stutta skíringin er bara genin - who doesn't want sex!?

Þeir fiska sem róa segi ég nú bara

Mama G, 20.6.2008 kl. 10:22

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mama G - ég fattaði strax að þetta væri Travolta ... en ég er sennilega kominn til ára minna miðað við orð þín! En þú komst með svarið ... þetta eru genin! Alveg er ég innilega sammála því!

Andrés - þú ert alltof ungur til þess að skilja mig og Lindu ....  við erum af öðrum "vintage". 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.6.2008 kl. 10:37

5 Smámynd: Mofi

Hvernig stendur þá á því að þú ( Haukur ) nældir þér í megabeib?  Ert þú vondur strákur???

Justin Timberlake???  What on earth...   

Mofi, 20.6.2008 kl. 10:49

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég veit það ekki Dóri/Mofi .... en Bryndís mín er vissulega MEGAbeib, það er sko á hreinu!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.6.2008 kl. 10:52

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn.

Áhugaverður pistill.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.6.2008 kl. 14:22

8 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þetta er gömul saga, konur laðast að þeim sterkasta og ákveðnasta af þeirri ástæðu einni að þeir eru líklegastir til að færa björg í bú og verja hellinn. Nú er það aggressiv hegðun og feitt visakort sem gildir.

Það er þessvegna skrýtið að karlar velja núorðið horgrindur sem varla standa undir sjálfum sér, og eru ekki vel fallnar til barneigna, þetta fer ekki vel saman. Bad boys og horgrindur sem eignast ekki nema eitt barn tops, hvernig fer það ?

Haraldur Davíðsson, 20.6.2008 kl. 17:16

9 Smámynd: Flower

Ætti ég þá að fara að spyrja mig hvers vegna ég er oftast meira fyrir vondu kallana í bíómyndum

Og Haukur, þú skallt sko ekki voga þér að kalla Mr. Darcy vonda kallinn í Pride and Prejudice. Hann var bara svolítið seinheppinn í mannlegum samskiptum. Mr. Wickham var vondi strákurinn í þeirri sögu.

Og Havæí skyrtur eru ekki vondu stráka klæðnaður heldur bara vondur smekkur

Flower, 20.6.2008 kl. 17:45

10 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég er greinilega mjög góður gæi,því ég fæ ekki neitt og hef enga konu fengið lengi.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 20.6.2008 kl. 19:13

11 identicon

Getur einhver falsað fyrir mig svæsna sakaskrá ? Nenni ómögulega þessu piparsveinalífi lengur ....

conwoy (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 21:17

12 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Sammála Mama G. Svona er lífið maður! Take it or leave it.

Gunnar Páll Gunnarsson, 20.6.2008 kl. 22:28

13 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Þursaflokkurinn söng einu sinni:  Í sjónvarpinu kyssir maðurinn með byssuna, konuna sem gerir endalausa skyssuna. En öllum virðist verá sama.

Gunnar Páll Gunnarsson, 20.6.2008 kl. 22:31

14 identicon

Já - þú segir nokkuð - konur og vondir strákar - er það ekki bara meðan við erum að læra að þekkja hvað sé best fyrir okkur?

Ása (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 22:50

15 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ég ætla að byrja á því að skamma Mofa og karlinn minn fyrir að kalla mig ,,Megababe". Þið verðið að læra að Megababe er ekki hrós fyrir konur sem hafa eitthvað á milli eyrnanna.

Og taka síðan undir hin fleygu orð Flower:

Og Haukur, þú skallt sko ekki voga þér að kalla Mr. Darcy vonda kallinn í Pride and Prejudice. Hann var bara svolítið seinheppinn í mannlegum samskiptum. Mr. Wickham var vondi strákurinn í þeirri sögu.

Einmitt Flower. Go girl!

Og Havæí skyrtur eru ekki vondu stráka klæðnaður heldur bara vondur smekkur

Ég var t.d. ekki lengi að láta Hawaii skyrturnar hverfa, hljótt og örugglega... ha ha.

Bryndís Böðvarsdóttir, 21.6.2008 kl. 10:11

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Bryndís mín!!! *andvarp*  Mofi, við reyndum þó!  .... aldrei mun ég skilja konur!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.6.2008 kl. 10:13

17 Smámynd: Flower

Já Bryndís, ég trúi því sko vel. Pabbi átti í gamla daga alpahúfu sem hann gekk með alltaf og alls staðar. Mikið varð mamma glöð þegar sú húfa fauk af honum og sást ekki meir

Flower, 21.6.2008 kl. 10:55

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll.

Bryndís er ekki Megababe en hún er yndisleg og frábær. Ágætt að nota réttu orðin karlmenn.

Guðsteinn Haukur: Lestu Orðskv. 31: 10.-31. Breyttu fyrstu setningunni og lestu: "Væna konu hver hlaut hana?"

Hefur þú fengið tölvupóst frá mér?

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.6.2008 kl. 12:40

19 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

saturday Ég segi nú bara við minn mann þegar ég sé undrunarsvipinn á honum stundum.. voða oft reyndar hahaha "elskan mín þú þarft ekkert að skilja mig alltaf, elskaðu mig bara alltaf". Okkur kemur voða vel saman...  Eigið góða helgi, kæru vinir!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.6.2008 kl. 16:06

20 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Vondir strákar komast ekkert upp á fleiri kerlingar en góðir strákar - ekki gleyma því að þeir eru vondir og gætu þessvegna verið að ljúga eða ýkja gróflega. Svo telst ekki með ef maður hefur þurft að borga.

Ingvar Valgeirsson, 21.6.2008 kl. 19:24

21 Smámynd: halkatla

það fór um mig þegar ég sá þig kalla Mr Darcy badboy gott að sjá það leiðrétt, annars vildi ég bara þakka þér fyrir pistilinn, það er fátt jafn heillandi einsog ráðgátan um það afhverju badboy syndrómið er svona útbreitt

eftir því sem árin líða kemur "the fbi man" inní ráðgátuna líka, ég veit að fbi gaurar eru flestir frekar glataðir en ef maður hugsar um Mulder eða Special Agent Dale Cooper úr Twin Peaks þá skilur maður afhverju þeir eru svona seiðandi.  Fyrir utan þessa tegund eru menn í jakkafötum yfirleitt aldrei hot.

halkatla, 22.6.2008 kl. 01:21

22 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað með óþekkar stelpur?  Er þetta kannski lögmálið um að líkur sæki líkan heim? Eru það ekki bara góðar stelpur sem laðast að góðum strákum og vis versa?

Hmmm...það er ekki góður vitnisburður um kvenþjóðina að ég þessi snarkmyndalegi prýðispiltur skuli vera á lausu.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.6.2008 kl. 04:00

23 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ og hó.

Ég skil ekkert í þessu að bæði Jón Steinar, Conwoy og Úlli skuli vera á lausu.

Ég þarf að skoða málin því ég er líka á lausu og búin að fá margar skammir frá frændfólkinu þess vegna.

Conwoy þarf að vísu að koma út úr skápnum. Við vitum ekkert hvernig hann lítur út en ég hef þó sett einhverjar myndir á bloggið af mér þó höfundarmyndin sé ekki af mér eins og flest ykkar hafið séð nýlega þegar ég kom til Reykjavíkurborgar. Það gleymdist að setja rauða dregilinn fyrir framan flugvélina þegar ég kom en ég fyrirgef starfsmönnum Flugleiða það.

Eigið góðan dag í blíðviðrinu.

Kveðjur frá svölum Vopnafirði

Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.6.2008 kl. 10:37

24 identicon

Erum rammólíkir !

conwoy (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband