Góð ókeypis vírusvörn

xpviruseditionEftir að AVG hætti að vera ókeypis þá fór ég á stúfanna og kynnti mér annað sem var í boði. Fyrir valinu varð Avast vírusvörnin og er hún ókeypis. Cool Allt er til staðar sem til þarf að halda netnotkun öruggri, og menn verða að fikta sig áfram í þeim efnum.

Ég reyndar skora á Friðrik Skúlason að gera mér betra tilboð í þessum efnum, enda er hans vírusvörn alveg afspyrnu góð en kostar peninga sem nörd eins og ég er ekki tilbúinn að greiða. Whistling Við erum jú vanir að downloada öllu og ef það er krakkað eða ókeypis þá notum við það frekar. Bandit

Ég setti inn í gamni þessa vafasömu mynd sem mér fannst ákaflega viðeigandi og fyndin! Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Bíddu... hvenær hætti AVG að vera frí??? Ég er nýbúinn að uppfæra vélarnar mínar í "AVG 8 Free" en sú útgáfa kom út í lok apríl og hún er ekki búinn að nöldra neitt um að borga ennþá.

Avast er svo sem ágætur kostur líka en mér "finnst" AVG vera léttari þó að ég hafi svo sem ekkert fyrir mér í því nema einhverja tilfinningu.

Einar Steinsson, 17.6.2008 kl. 13:10

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einar - ég náið mér í hana líka en svo eftir nokkra daga hætti hún að virka og fékk ég rukkunarsíðu. AVG er frábært forrit en ég vil helst sleppa við að borga fyrir það, en mér finnst það samt þungt í sniðum og hægir það allrosalega á tölvunni. Ég veit um fleiri sem hafa lent í rukkun hjá AVG og er hún ekki frí nema í örfáa daga.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.6.2008 kl. 13:23

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

AVG hefur alltaf verið seld og alltaf verið seld frí sem basic versjón, sem dugar ágætlega.  Ekkert breyst í þeim efnum. Avg er traustasta vírusvörnin á markaðnum og kostar eitthvað nálægt 6000 kalli á ári.

Ég er með bæði pró og basic á sinnhvorri tölvunni og hef aldrei fengið virusa og bögga inn á tölvuna. Báðar versjónir uppdeita sig reglulega og grípa allann skít.

Hef ekki kynnt mér þetta sem þú bendir á, en ef þetta er venjuleg freeversion, þá dugir hún miðlungs sæmilega um einhvern tíma en verður svo úrelt. 

Jón Steinar Ragnarsson, 17.6.2008 kl. 13:50

4 Smámynd: Einar Steinsson

Sko...

Fría útgáfan er hrein vírusvörn og ekkert annað en hefur fulla virkni sem slík án nokkurra takmarkanna annarra en þess að það má einungis nota hana til einkanota og hún virkar ekki á windows netþjónum. Hún heldur áfram að virka án tímatakmarkanna og án nokkurs nöldurs þangað til ný útgáfa kemur út, þá þarf að uppfæra.

Útgáfan sem borgað er fyrir inniheldur hins vegar fleira eins og eldvegg, vörn fyrir MSN (og fleiri skilaboðaforrit), vefvörn og fleira.

Það sem ég held að hafi skeð hjá Guðsteini og fleirum er að þeir hafa náð í ranga útgáfu, ef ég man rétt reyndu þeir að plata mann að "borguðu" útgáfunni í uppfærsluferlinu þegar útgáfa 8 kom. 

Ég get alveg mælt með AVG og hef sömu sögu að segja um það og Jón Steinar það hefur gripið allan skít hingað til. Auk þess nota ég tvö önnur forrit og eina reglu til að verja mig og það hefur gefist vel. Forritin eru einfaldlega Windows Firewall (innbyggður í Windows) og Windows Defender (fáanlegur frír frá Microsoft). Reglan er síðan að nota ekki Internet Explorer nema á þeim hlutum internetsins sem ég treysti heldur Firefox (hann hefur þó sína veikleika) eða það sem er ennþá betra Operu sem hefur fæstar þekktar öryggisholur af þessum vöfrum. Síðan nota ég stundum SpyBot og Ad-Aware til að athuga hvort eitthvað rusl hefur læðst framhjá. Þetta hefur dugað vel og það eru mörg ár síðan ég hef lent í vandræðum með vírus eða skít á tölvunum mínum.

Einar Steinsson, 17.6.2008 kl. 15:08

5 identicon

Aldrei hef ég fengið vírus á mínar vélar... flestir sem fá vírus fá hann vegna vanþekkingar... það eina sem bjargar Mac er að það eru svo fáir sem nota hann hlutfallslega, um leið og userbase hans stækkar nægilega til þess að vírus og aðrir óværumenn sjá akk í því að gera slík BANG Mac fullur af vírusum.

Fólk er td að keyra á Administrator account í daglegu sýsli á tölvunni sinni, bara það að keyra daglega á Limited Account bjargar fólki frá vel flestum óværum..

Farið í:
Start->Control panel  og finnið þar User Accounts, búið til nýjan Account með Type = Limited, notið svo þennan account fyrir venjulegt sýsl... notið Administrator account ef þið eruð að setja inn forrit og annað system sýsl
Bang and the dirt is gone

P.S. Myndin er ekki viðeigandi því yfirgnæfandi hluti vandamála er vegna notanda en ekki kerfis

DoctorE (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 15:50

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það sem mér finnst leiðinlegt við pro útgáfuna, er að hún er allt of ströng, jafnvel á medium. Bara að googla tekur óratíma, því hún fer yfir öll hittin áður en hún gefur leyfi á þau. Það er þó hægt að taka þá stillingu af án vandræða. Það er svo ágætt að nota fríwareið Spybot, til að hreinsa cookies og adaware drasl.  Það er ljómandi og einfalt apparat. 

Svo er nátlega að fara yfir registrið reglulega til að vélin starfi vel. Nokkur ljómandi frí eða ódýr forrit til í það.  Ég er alltaf að keyra mínar vélar á maximum capasity við renderingu og fleira og þær ganga eins og smurðar. Aldrei vesen.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.6.2008 kl. 16:25

7 Smámynd: Linda

Ég er að hugsa um að borga fyrir AVG, það er svo mikið í boði og það kostar eitthvað innan við 40 evrur sem er rúmar 3000kr að mig minnir. þetta er fyrir árið.  Svo ég hef til 25 Júní til að gera kaupa. Nenni einfaldlega ekki að vera með mörg forrit í gangi.  Avg er topp vírus vörn sem ég held mér við gjaldfrjáls eður ei.

Linda, 17.6.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband