Lélegt svar!

Þetta svar hæstvirts sjávarútvegsráðherra er svona svo innihaldsrýrt að það er ekki fyndið. Hann segir:

[]... að efnt verði til allsherjarskoðunar á fiskveiðistjórnunarkerfinu í náinni framtíð með breytingar í huga þannig að komið verði til móts við kröfur nefndarinnar eftir því sem unnt er.  []

Í fyrsta lagi hafa engar slíkar hugmyndir komið fram frá honum né ræddar við nokkurn mann. Enginn lausn er í sjónmáli sem sé. Í öðru lagi þarf "umbyltingu í einum vettvangi" ef á laga þetta óréttlæt sem kvótaekrfið er.

Hvert er maðurinn að fara með þessu? Ég vona að mannréttindanefnd sameinuðu þjóðanna sendi Einari K. svarbréf ásamt skömmum um innihaldsleysi!


mbl.is Svar sent til mannréttindanefndar SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það er ekki séns að þetta breytist nokkuð meðan við glímum við, annarsvegar rótgróna sjálfhverfu flokkanna, og hinsvegar rótgróna þrælslund kjósenda. Það er makalaust finnst mér, að ennþá skuli fólk halda í alvöru að það geti haft einhver áhrif í gegnum flokka sem snúast eingöngu um sjálfa sig.

Ekki einu sinni SÞ geta hreyft við þessu gjörspillta og gagnslausa flokkakerfi, og það þrátt fyrir að við séum aðilar að samningum.

Þetta er orðið móðgandi svo ekki sé meira sagt.

Haraldur Davíðsson, 9.6.2008 kl. 12:27

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Halli "Bowie" - Hvað viltu fá í staðinn? Einstaklingsframboð?

Jón Grétar - mikið er ég sammála þér!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.6.2008 kl. 13:19

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Reyndar myndi "umbylting í einum vetvangi" geta haft slæm áhrif víða í sjávarútvegsfyrirtækjum, þar sem menn hafa þegar keypt kvóta.

Einstaklingsframboð er alls ekki vitlaus hugmynd - hrinda því í framkvæmd strax og kjördæmakerfið verður lagt af.

Ingvar Valgeirsson, 9.6.2008 kl. 15:07

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt Ingvar, sammála þessu. En fyrst Einar K. er svona kokhraustur, hvar eru þá lausnirnar sem hann lofar? Enginn er að tala um að taka kerfið og henda því á einni nóttu, það verður að gera þetta skynsamlega og hvernig á að gera það vantar í þetta "svar" hans.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.6.2008 kl. 16:15

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ja, ef þetta væri loðnasta svar sem stjórnmálamaður hefur látið fara frá sér værum við í góðum málum. :)

En ekki ætla ég að þykjast vita hvað á að gera nákvæmlega. En það er hinsvegar svolítið fyndið að sjá suma pólítíkusa og áhangendur þeirra, sem voru voða hrifnir af kvótakerfinu þegar það var sett á og eins framsali kvóta þegar það var lögleitt skömmu síðar - en eru svo eindregið á móti þessu öllu í dag og benda í allar áttir.

Málið er hinsvegar loðnara en svo að einhver ein leið sé augljóslega kórrétt og allt annað rugl - nokkrar hliðar og rök með og á móti og það allt. Þarna er ég nebblega nokkuð á gati, þrátt fyrir að ég vildi gjarnan hafa gallharða skoðun - þó ekki væri nema bara til að geta rifist um málið! :)

Ingvar Valgeirsson, 9.6.2008 kl. 18:18

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Solla og Geir kepptust við að segja að álitið væri ekki bindandi. Ætli enginn hafi sagt þeim að Ísland staðfesti með valfrjálsri bókun að virða úrskurði mannréttindanefndarinnar? Vita þau ekki að slíkar bókanir eru taldar bindandi og hafa réttaráhrif? vita þau ekki að Ísland er fyrst allra Norðurlanda til að hundsa úrskurð mannréttindanefndarinnar?

Hvað vill þetta fólk í öryggisráðið?

Sigurður Þórðarson, 10.6.2008 kl. 00:07

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nákvæmlega Siggi!!! Það er einmitt stóra spurningin! Úfff ....

Ingvar -  ég held að þú sért að rembast við að finna flöt sem þú getur verið ósammála mér, en misferst þar herfilega!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.6.2008 kl. 00:16

8 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ég vil í það minnsta að Alþingi og ríkisstjórn verði aðskilin, og menn ráðnir í ráðherrastöður á sömu forsendum og í atvinnulífinu.

Haraldur Davíðsson, 10.6.2008 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 588251

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband