Guðlast?

... ööö .... nei.

Hins vegar er þetta trúarlega þema hans Jóns Gnarrs alveg orðið ágætt, þetta var broslegt í fyrstu umferð, en nú er komið nóg. Nú tala ég ekki af trúarlegum ástæðum heldur aðeins smekk, góð vísa getur stundum verið of oft kveðinn. 

Kristni er ekki yfir gagnrýni hafin, en grínið er það. En það er bara ég.


mbl.is Segja upp viðskiptum við Símann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn.

Þessi auglýsing sem er núna með Jón Gnarr er ógeðsleg.

Fyrr má nú rota en dauðrota.

Guð blessi þig og þína.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.6.2008 kl. 08:33

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón Gnarr dregur vissulega upp mjög einhæfa mynd af miðaldakirkjunni Rósa, því get ég verið sammála, og stillir henni sem íhaldsömuafturhaldsafli. Sem það var og var ekki. Ef svo væri af hverju voru þá þó nokkuð af framförum á þessum árum? Ef kirkjan var svona vond? Nei, ástandið var ekki svona slæmt og er þessi auglýsing afar einhæf.

Eru ekki svona viðbrögð eins og hjá kaþólikkum núna ekki ósvipuð viðbrögðum múslimana við skopteikningunum ... eigum við virkilega að fara á sama stað og þeir? Og eigna okkur enn annan "bókstafstrúar" stimpil? Er ekki komið nóg af því?

Það endar með því að enginn tekur mark á okkur sökum svona stimpla. Og hvet ég alla kristna til þess að anda með nefinu!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.6.2008 kl. 08:56

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn.

Ég ætla að anda áfram með nefinu en það fer um mig hrollur að sjá þessa auglýsingu einhverra hluta vegna. Kann engar skýringar á því.

Auglýsingin fyrir jól  hefði verið sniðug hefði Jón Gnarr fattað frekar að María og Jósef hringdu í Jesú til að athuga hvar hann væri þegar þau heldu að hann væri með vinafólki þeirra og þau voru komin þrjár dagleiðir frá Jerúsalem. Það hefði sparað miklar áhyggjur.  Hefði verið miklu smekklegra en  að nota "Síðustu kvöldmáltíðina" þar sem Júdas sveik Jesú.

Best að fara að undirbúa ferðalag sem byrjar í fyrramáli.

Guð blessi þig og varðveiti.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.6.2008 kl. 09:10

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sammála Rósa, mjög er ég sammála.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.6.2008 kl. 09:22

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þeir katólikkar sem fara á límingunum vegna auglýsinga í Íslendsku sjónvarpi, eru að vinna Vestrænu lýðræði mikið ógagn. Nú ríður á, að sjá hlutina í alþjóðlegu samhengi. Þótt einungis sé um að ræða friðsamleg mótmæli, þá munu Mujahidar henda þetta fagnandi á lofti og básúna að Xristnir séu jafn hörundsárir og herra Abdullah.

Einhver mun segja að friðsamleg mótmæli séu allt annars eðlis en hryðjuverk, en Mujahidarnir eru vakandi fyrir öllum veikleikum og munu ekki sleppa þessu tækifæri. Skrifleg mótmæli Xristinna við auglýsingum mun gefa múslimum réttlætingu til hryðjuverka, af litlu sem engu tilefni. Ég skora á þá ykkur Xristna sem hafið alþjóðlega yfirsýn, að hemja vitleysingana í ykkar hópi.

Því má bæta við, að mótmæli gegn auglýsingum munu ekki hafa hin minnstu áhrif hérlendis. Gagnvart flestum á Vesturlöndum eru Xristnir bara að gera sig hlægilega með slíkum aðgerðum. Hins vegar er Mujahidum aldreigi hlátur í huga og það er í hugarheimi þeirra sem títtnefnd mótmæli munu valda miklum skaða.

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.6.2008 kl. 10:26

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ógeðsleg athugasemd fjarlægð frá einhverjum Adolf.

Lofur - ég svara .þér síðar þegar ég hef betri tíma. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.6.2008 kl. 12:28

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég set ekki út á það að gera grín að kirkjunni, eða sýna hana í neikvæðu ljósi, ef velsæmis er gætt.

Það er hinsvegar alvarlegur hlutur að gera grín að heilögum hlutum eins og grundvallaratriðum trúarinnar, eins og gert var í fyrri auglýsingunni. Þar set ég mörkin.

Í rauninni á þessi seinni auglýsingin fullan rétt á sér, því saga kaþólsku kirkjunnar er saga afturhalds, grimmilegra morða, ofsókna og mikillar siðspillingar.

Theódór Norðkvist, 5.6.2008 kl. 13:10

8 identicon

Guðlast, nei.

Kirkjulast mögulega.

Jakob (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 13:16

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Pax - nákvæmlega! 

Teddi - ég var ekki hrifinn af fyrri auglýsingunni heldur, og set ég fremur út á hana fremur enn nokkuð annað. En ég er bara orðinn hálf þreyttur á sömu tuggunni frá Jóni Gnarr, hann mætti alveg fara að setja nýja plötu á fóninn. 

Loftur - ég verð að segja að ég er sammála þér. Og hef engu við að bæta.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.6.2008 kl. 13:23

10 identicon

Mér finnst þessi auglýsing alveg hrútleiðinleg... en kaþólikkar mættu nú spá í að þeir sjálfir grafa upp lík til þess að dýrka, þeir hata konur.
Það er varla hægt að gera neitt bjánalegra en þeir sjálfir gera.

DoctorE (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 13:27

11 Smámynd: Þarfagreinir

Það að kaþólikkar á Íslandi mótmæli auglýsingu mun verða múslimum afsökun til hryðjuverka? 

Er þetta virkilega aðalmálið hér?

Spurning hér - hvaða hryðjuverk hafa múslimar framið hingað til á Vesturlöndum eftir að 'skopmyndamálið' komst í hámæli?

Önnur spurning - hversu mörg hryðjuverk hafa múslimar framið á Vesturlöndum á þessari öld?

Ekki það að maður sé að gera lítið úr þessu, en móðursýki er sannarlega orð sem kemur upp í hugann þegar maður sér skrif sumra um múslima og hryðjuverk. 

Er fólk búið að gleyma því að þetta var allt saman notað sem 'réttlæting' fyrir innrásinni í Írak? Er fólk sátt við hvernig það fór allt saman? Hvernig ástandið er núna í Írak? Sögðu bandarísk stjórnvöld þar satt og rétt frá? Komu þau fram við heimsbyggðina af heilindum?

Ég bið fólk að staldra við og íhuga. Get ekki farið fram á minna. 

Og í guðanna bænum ekki kalla mig 'naívista' eða eitthvað slíkt. Slíkar uppnefningar tel ég á mjög lágu plani. 

Þarfagreinir, 5.6.2008 kl. 13:59

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þarfi minn:

Spurning hér - hvaða hryðjuverk hafa múslimar framið hingað til á Vesturlöndum eftir að 'skopmyndamálið' komst í hámæli?

Eins og Alice segir þú verður að horfa á þetta í alþjóðlegu samhengi. Nú nýlega voru hryðjuverk Dana, fánar þeirra brenndir og danskir borgarar í stórhættu vegna skopteikninganna. 

Önnur spurning - hversu mörg hryðjuverk hafa múslimar framið á Vesturlöndum á þessari öld?

Hver er að telja en þau eru allt of mörg seinustu ár. 

Er fólk búið að gleyma því að þetta var allt saman notað sem 'réttlæting' fyrir innrásinni í Írak?

"Réttlæting" BNA voru lygarnar um gereyðingarvopn. Og kemur þessu ekki við. 

Er fólk sátt við hvernig það fór allt saman? Hvernig ástandið er núna í Írak?

Nei, þetta stríð er háð og byggt á tærum lygum. 

Sögðu bandarísk stjórnvöld þar satt og rétt frá? Komu þau fram við heimsbyggðina af heilindum?

Nei.

En ég skora á þig að kynna þér hugarheim múslima og trú múslima áður en þú sakar fólk um móðursýki, staðreyndirnar tala sínu máli. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.6.2008 kl. 14:13

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælt veri fólkið.

Eigum við sem erum að vinna fyrir Guð í dag að líða fyrir það sem trúbræður okkar og trúsystur gerðu fyrir 4 eða 5 öldum síðan?

Bréf Páls til Filippímanna 3:14

En eitt gjöri ég. Ég gleymi því, sem að baki er, en seilist eftir því, sem framundan er, og keppi þannig að markinu, til verðlaunanna á himnum, sem Guð hefur kallað oss til fyrir Krist Jesú.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.6.2008 kl. 14:19

14 Smámynd: Þarfagreinir

Guðsteinn - ágætt svar.  Þó vil ég gera eftirfarandi athugasemdir:

BNA notuðu ekki bara gjöreyðingarvopnin sem átyllu. Þeir héldu því líka fram að Íraksstjórn hefði tengsl við Bin Laden og félaga og væri stórtæk í fjármögnun hryðjuverka. Þessu trúðu margir, og þótti því bráðnauðsynlegt að fjarlægja Saddam Hussein ekki síst af þeim sökum. Þar mátti fólk hins vegar líta sér nær, því fáir eru jafn duglegir við að breiða út herskáan Islamisma en Sádi Arabar, sérlegir vinir Bandaríkjanna.

Ég tel því fulla ástæðu til að líta á Íraksinnrásina sem víti til varnaðar, og tel að af þessu verðum við að læra hversu auðvelt er að draga fólk á asnaeyrum þegar það er óttinn og óöryggið sem ræður för. Nú er innrás í Íran næst á dagskrá; einhverjum þykir bráðnauðsynlegt að ráðast þangað inn. Ég sé fram á að geta (því miður, því miður) sagt "Ég sagði það." eftir 5 ár, þegar það hefur allt saman misheppnast herfilega og skapað jafn marga hryðjuverkamenn og magnað upp jafn mikla andúð á Vesturlöndum og Íraksinnrásin gerði.

Þetta er kannski ekki aðalmálið samt. Aðalmálið er óttinn við hryðjuverk múslima. Það er vissulega rétt að skopmyndir Dana vöktu mjög hörð mótmæli og urðu mörgum jafnvel tilefni til ofbeldisverka - og nú síðast var framin hryðjuverkaárás á sendiráð Dana í Pakistan. Hins vegar hefur engin hryðjuverkaárás verið framin í Vesturlöndum enn, eftir að þetta mál kom upp. Auðvitað er ekki þar með sagt að svo muni ekki verða, en mér finnst þetta vera klárlega til marks um hversu ógnin er ýkt. Svipað má segja um tölfræðina um hryðjuverkaárásir á þessari öld - mér telst svo til að árásirnar hafi verið þrjár hingað til: Bandaríkin, Madrid og London. Auðvitað voru þetta allt skelfilegar árásir, og þá sérstaklega sú fyrsta, og þetta er þremur árásum allt of mikið - en hvað gerist þegar við setjum þetta í samhengi við mannfallið og eyðilegginguna í Afganistan og Írak? Það bliknar í samanburði. Eitt réttlætir að sjálfsögðu ekki annað - en það sem ég er að fara fram á er að hlutirnir séu skoðaðir í samhengi. Hættan er til staðar, en hún er ýkt. Ég skammast mín ekkert fyrir að halda því fram, og tel það skynsemissjónarmið.

Varðandi hugarheim múslima og islamstrú almennt, þá treysti ég mér ekki til að dæma um það. Það er einfaldlega nokkuð sem ég hef ekki kynnt mér sérstaklega, nei. Hins vegar hef ég ákveðna trú á mannkyninu sem heild, og vil meina að meirihluti múslima, venjulegs fólks meðal þeirra, hljóti að vera gott fólk í hjarta sínu, rétt eins og gengur og gerist. Má vera að það sé barnalegt viðhorf, en þetta er það sem ég hef að leiðarljósi þar til sýnt er fram á annað. 

Ein leið (af mörgum) til glötunar er að dæma fólk að ósekju. Ég vil biðja fólk að hafa þetta í huga, trúleysinginn og sakleysinginn ég.

En varðandi aðalefnið - reiði kaþólskra yfir auglýsingunni, þá er ég eiginlega sammála þér, Guðsteinn. Þetta er varla guðlast, en þemað er orðið dálítið þreytt.

Þarfagreinir, 5.6.2008 kl. 15:37

15 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þessi spurning þín Rósa er nátengd spurningunni sem við Hjalti Rúnar ræddum á blogginu hjá honum: Eiga börnin að gjalda fyrir misgjörðir forfeðranna? 2. Mósebók 20:5. Sjá umræðurnar hér.

Theódór Norðkvist, 5.6.2008 kl. 15:37

16 Smámynd: Linda

Ég tók á þessu sjálf, hmmm, og greinilega móðgað fólk því mér þykir fólk vera að gera of mikið úr þessari auglýsingu, mér þótti hún ekki fyndin og í raun ekki peninganna virði, en að segja sig úr þjónustu frá símanum sakir hennar er furðulegt, væri það ekki nær að segja sig úr þjónustu við Síman sakir verðlags!!

Ja hérna hér, ein pirruð í grafó.

fáið samt knús

Linda, 5.6.2008 kl. 15:47

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Góð, Linda. Verðlagið móðgar mig meira en auglýsingin (sú senni.)

Sérstaklega í ljósi þess að við erum í raun tvírukkuð fyrir hana.

Fyrst í gegnum skattana okkar sem fóru í að byggja upp símkerfið.

Síðan með því að selja Símann sem ríkisfyrirtæki á gjafverði til okrara sem okra eins og þeir geta á þjónustunni. 

Theódór Norðkvist, 5.6.2008 kl. 16:42

18 Smámynd: Jeremía

Margir virðast vera hissa og skemmt yfir því að kaþólikkar móðgist við það.  Það er augljóslega skemmtilegt fyrir þá sem eru fyrir óvinvettir kaþólskri trú að halda að nú séu kaþólikkar særðir og móðgaðir. 

Það er engin tilviljun að Jón Gnarr valdi þetta viðfangsefni til að hæðast að kaþólikkum.  Þessi saga um Galileo hefur oft verið notuð af þeim sem vilja deila á kaþólikka ásamt sögum af spænska rannsóknarréttinum og kórdrengjahneykslinu í Bandaríkjunum.  (Líkleg mun þessi maður nota hinar sögurnar næst).  Þetta er oft aðal eldsneyti and-kaþólskra trúleysingja - og einnig aðventista og annarra með sama áhugamál.  Það sem þeir vilja ná fram með þessu er sú ímynd að kaþólskir séu vondir og fáfróðir menn og kaþólsk trú sé því vond og fáfróð.

Jeremía, 5.6.2008 kl. 17:21

19 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Magnús Ingi - já, nú er gósentíð hjá andstæðingum ykkar. Úfff.... og það er meðlimur ykkar sem veldur þessu öllu!

Þarfi - ég held og sýnist að við séum meira sammála en nokkuð annað, eina sem ég bendi þér á, er að bæði ég og Loftur eigum einungis við öfgahópanna innan Íslams. 

Teddi og Linda - ég er alveg innilega sammála ykkur báðum. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.6.2008 kl. 23:17

20 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hver er svo samnefnarinn í þessu öllu saman ?..........hmmmmm

Haraldur Davíðsson, 6.6.2008 kl. 03:55

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er móðgaður yfir að þetta fólk skuli vera móðgað og legg til að öll símafyrirtæki setji þau í straff, til að kenna þeim lexíu.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.6.2008 kl. 05:39

22 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Kaþólska kirkjan er ekki þess verð að tala um hana...haldandi hlífiskildi yfir barnaníðingum, sjálfur páfinn er þar ekki undanskilinn, svo má ekki hlægja að henni, því er ég sammála, hún er akkúrat ekkert fyndin, þetta afsprengi illskunnar

Haraldur Davíðsson, 7.6.2008 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband