Hversvegna ekki að velja Kristni?

Ég set þetta upp eins og ímyndað samtal milli trúmanns og guðleysingja til þess að sýna kaldhæðnina, og einnig að sýna að málin eru ekki svona slæm eins og margir halda.

Græna letrið er trúmaðurinn í samræðunni og rauða letrið er guðleysinginn.

Þetta er aðeins gervisamtal og skáldað, en ég hef sjálfur lent í svona svipuðum aðstæðum og er þetta því byggt á eigin reynslu að nokkru leyti. 

  • Ef ég segði við þig að þú átt að elska náunga þinn eins og sjálfan þig ... ég geri það og þarf engan Guð til þess, ég get bara séð um þetta sjálf/ur því ég er góð manneskja!

  • Þú gætir verið kannski heilaþveginn af kærleika! ... Uss! Stórhættulegt það og þarf ég engan heilaþvott, því ég sé um mig sjálf/ur.

  • Það gæti hugsast að líf þitt breytist og fái þá fyllingu sem hefur alltaf skort ... nei, ég þarf engan nema mig sjálfan, Guð er bara skáldskapur og grimmur  fjöldamorðingi.

  • Það gæti einnig verið að þú sjáir heiminn með öðru ljósi og farir að hugsa: "hvað myndi Jesús gera?"... Þvílíkur heilaþvottur og ber að forðast það, ég er fullkominn eins og ég er!

  • Hver veit nema ásjóna þín breytist og kærleikur fer að skína úr augum þínum, samanber "augað er lampi líkamans" ... nei, ég er nógu falleg/ur fyrir!

  • Einnig er hægt að upplifa bænheyrslur sem "sanna trú þína" ... vísindin eru löngu búinn að afsanna Guð!

Ég eftirlæt ykkur um að dæma hversu gáfuleg svörin eru fyrir báða aðila, þetta eru aðeins pælingar. En ég er aðeins að benda á að það eru til tvær hliðar málsins, og mín afstaða er skýr í þessum efnum.


Guð blessi ykkur og vona ég að þið veltið þessu fyrir ykkur. Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Finnst þér þetta gáfulegt?

Matthías Ásgeirsson, 22.5.2008 kl. 10:06

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Af hverju Matti? Er sannleikskorn að finna þarna?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.5.2008 kl. 10:10

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt Guðlaug, þess vegna er ég að setja þessar pælingar fram. Ég hef mína upplifun og er í raun  og veru að deila henni doldið.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.5.2008 kl. 10:19

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Sannleikskorn?  Nei, þetta eru fyrst og fremst útúrsnúningar á málstað trúleysingja.

Matthías Ásgeirsson, 22.5.2008 kl. 10:54

5 identicon

Hver er guð.?  hvaða reglum þarftu að fylgja til að þóknast guði hvaða trú þarftu að fylgja til að finna þennan rétta guð..??? Hvernig áttu að túlka biblíuna til að þóknast honum??

. Það stendur í Biblíunni að konur eigi að vera undirgefnar manninum sínum ( man ekki hvaða versi en í béfi páls postula) og að konur eigi að þeigja í kirkjum.. Ef ég þarf að fylgja þessum skilaboðum vel ég frekar að trúa ekki....

Ása (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 10:54

6 Smámynd: halkatla

óborganlegt

halkatla, 22.5.2008 kl. 10:56

7 Smámynd: halkatla

Ása, það stendur hvergi að konur eigi að þegja í kirkjum. Þegar Páll er búinn að segja að konur eigi að vera undirgefnar sínum eiginmönnum þá segir hann að mennirnir eigi að vera óendanlega góðir við konurnar sínar... afhverju minnist þið aldrei á það? Ef allir eiginmenn færu eftir því myndi heimilisofbeldi ekki vera svona ógeðslega algengt

halkatla, 22.5.2008 kl. 10:58

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Matti - útskýrðu þar sem ég "sný útúr" .... Því ég tek fram að þetta er mín upplifun á ykkur, og ekkert annað. Endilega útskýrðu hvar ég er að fara með fleipur, sem ég er ekki of stolltur til þess að leiðrétta.

Anna Karen - takk fyrir að svara Ásu. Sem þú gerðir gífurlega vel og hef ég engu þar við að bæta! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.5.2008 kl. 11:08

9 identicon

5.Eins og í öllum söfnuðum hinna heilögu skulu konur þegja á safnaðarsamkomunum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar...”
»Páll postuli – Nýja testamentið – Fyrra bréf til Kórinþumanna

8.Konan á að læra í kyrrþei, í allri undirgefni. Ekki leyfi ég konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum, heldur á hún að vera kyrrlát..
»Páll postuli – Nýja testamentið – Fyrra bréf Páls til Tímoteusar
 
 
18.Eins skuluð þér, eiginkonur, vera undirgefnar eiginmönnum yðar, til þess að jafnvel þeir, sem vilja ekki hlýða orðinu, geti unnist orðalaust við hegðun kvenna sinna...eins og Sara hlýddi Abraham og kallaði hann herra...
»Pétur postuli – Nýja testamentið – Fyrra almenna bréf Péturs
 
 
 
 

Ása (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 11:11

10 Smámynd: Matthías Ásgeirsson


Jæja, allt í lagi.  En ég geri reyndar ekki ráð fyrir því að svar mitt skipti máli frekar en fyrri daginn.  Mínar athugasemdir eru bláar.

  • Ef ég segði við þig að þú átt að elska náunga þinn eins og sjálfan þig ... ég geri það og þarf engan Guð til þess, ég get bara séð um þetta sjálf/ur því ég er góð manneskja!
  • Enginn trúleysingi sem ég veit um amast við þeim boðskap að fólk eigi að elska náungann.
  • Þú gætir verið kannski heilaþveginn af kærleika! ... Uss! Stórhættulegt það og þarf ég engan heilaþvott, því ég sé um mig sjálf/ur.
  • Nokkuð til í þessu.  Það þarf ekki trúarbrögð (og þá sér í lagi kristni) til að fólk séð siðað.  Reyndar vilja margir trúmenn halda þessu fram og þetta er meðal þess sem við trúleysingjar andmælum.  Fólk verður ekki betra af því að vera trúað.
  • Það gæti hugsast að líf þitt breytist og fái þá fyllingu sem hefur alltaf skort ... nei, ég þarf engan nema mig sjálfan, Guð er bara skáldskapur og grimmur  fjöldamorðingi.
  • Líf mitt skortir ekki fyllingu.  En ef einhvern vantar fyllingu í líf sitt er hægt að fá hana með ýmsum hætti, trúarbrögð eru einkar léleg leið til þess.  Hugmyndir um Gvuð eru óljósar, sumir trúar því að hann sé persónulegur og skiptir sér af högum manna, aðrir trúa því að hann sé bara "einhver æðri máttur", skapari sem ekki skiptir sér af.  Sú hugmynd er afar almenn hér á landi.  Við vitum að ótal gvuðir eru skáldskapur, þú ert sammála mér í því.  Það munar bara einum gvuði á okkur tveimur.
  • Það gæti einnig verið að þú sjáir heiminn með öðru ljósi og farir að hugsa: "hvað myndi Jesús gera?"... Þvílíkur heilaþvottur og ber að forðast það, ég er fullkominn eins og ég er!
  • Hér lýsir þú trúleysingjum sem afar hrokafullum einstaklingum.   Vísindi og heimspeki hjálpa okkur að sjá heiminn í öðru ljósi, við getum hugsað: "Hvernig væri veröldin ef aðrir myndu haga sér svona" (Kant) og tekið ákvarðanir út frá því.
  • Hver veit nema ásjóna þín breytist og kærleikur fer að skína úr augum þínum, samanber "augað er lampi líkamans" ... nei, ég er nógu falleg/ur fyrir!
  • Þetta með fegurð mína er náttúrulega hárrétt ;)  Enn og aftur viltu eigna trúmönnum kærleika, trúmenn hafa ekki einkarétt á honum.
  • Einnig er hægt að upplifa bænheyrslur sem "sanna trú þína" ... vísindin eru löngu búinn að afsanna Guð!
  • Bænir virka ekki nema fyrir þann sem biður, hugsanlega líður honum betur á meðan (hugsefjun).  Sama árangri er hægt að ná með hugleiðslu og samtölum við aðra einstaklinga.  Til hvers að bæta þessum undarlega gvuði inn í myndina?

Matthías Ásgeirsson, 22.5.2008 kl. 11:38

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir afar greinargott svar Matti, og hefur þú skýrt vel afstöðu ykkar.

En ég sé ekki ástæðu til þess að þræta við þig um þessi atriði. Sjónarmið okkar beggja eru kominn fram og getur fólk dæmt út frá því. Eigum við ekki bara að vera sammála um það Matti?

Ása:

Í sama riti er að finna:

3
Maðurinn gæti skyldu sinnar gagnvart konunni og sömuleiðis konan gagnvart manninum.
4
Ekki hefur konan vald yfir eigin líkama, heldur maðurinn. Sömuleiðis hefur og maðurinn ekki heldur vald yfir eigin líkama, heldur konan.
Hvað er svona óréttlátt við þetta?  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.5.2008 kl. 12:14

12 Smámynd: halkatla

Kólossusbréfið 3.18-21

Þér konur, verið undirgefnar mönnum yðar, eins og sómir þeim, er Drottni heyra til.

Þér menn, elskið eiginkonur yðar og verið ekki beiskir við þær.

Þér börn, verið hlýðin foreldrum yðar í öllu, því að það fer þeim vel, sem Drottni heyra til.

Þér feður, verið ekki vondir við börn yðar, svo að þau verði ekki ístöðulaus.

 

Efesus; 5. 21-33

Verið hver öðrum undirgefnir í ótta Krists: Konurnar eiginmönnum sínum eins og það væri Drottinn. Því að maðurinn er höfuð konunnar, eins og Kristur er höfuð kirkjunnar, hann er frelsari líkama síns. En eins og kirkjan er undirgefin Kristi, þannig séu og konurnar mönnum sínum undirgefnar í öllu.

 Þér menn, elskið konur yðar eins og Kristur elskaði kirkjuna og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hana,  til þess að helga hana og hreinsa í laug vatnsins með orði. Hann vildi leiða hana fram fyrir sig í dýrð án þess hún hefði blett eða hrukku né neitt þess háttar. Heilög skyldi hún og lýtalaus. Þannig skulu eiginmennirnir elska konur sínar eins og eigin líkami. Sá, sem elskar konu sína, elskar sjálfan sig. Enginn hefur nokkru sinni hatað eigið hold, heldur elur hann það og annast, eins og Kristur kirkjuna, því vér erum limir á líkama hans.

"Þess vegna skal maður yfirgefa föður og móður og búa við eiginkonu sína, og munu þau tvö verða einn maður." Þetta er mikill leyndardómur. Ég hef í huga Krist og kirkjuna. En sem sagt, þér skuluð hver og einn elska eiginkonu sína eins og sjálfan sig, en konan beri lotningu fyrir manni sínum.

jámm, konum var aldrei bannað að tala í kirkjum. Það er annað mál hvort að þeim var bannað að kenna, halda ræður, eða grípa frammí þegar verið var að halda ræður.  

halkatla, 22.5.2008 kl. 12:27

13 Smámynd: halkatla

annars snýst kristni mest um orð Krists, minna um orð Páls...

halkatla, 22.5.2008 kl. 12:28

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

akkúrat Anna, og mikið er nú gott að eiga þig að.  :) Takk!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.5.2008 kl. 12:31

15 Smámynd: Mama G

Eitt sem ég velti fyrir mér hérna. Hvað er svosem að því að vera undirgefin eiginmanni sínum og þjóna honum? Ef maður elskar einhvern skilyrðislaust hlýtur manni bara að líða vel við það að hugsa um viðkomandi og þjóna honum.

Þannig upplifi ég alla vegana mitt líf. Ég elska börnin mín og liður vel að sjá þeim líða vel. Þeim líður vel þegar ég gef þeim mat, baða þau og færi þau í hrein föt, les bækur fyrir þau og fer með þeim að gefa öndunum.

Það sama gildir um manninn minn. Ég þarf reyndar ekki að baða hann, en ég elda fyrir hann mat, þvæ fötin hans og býðst til að gera ýmislegt fyrir hann sem ég veit að honum finnst gott.

Í mínum huga er ég að gefa fjölskyldunni minni gjafir, en það er alveg eins hægt að segja að ég sé að þjóna henni. Það skiptir mig litlu hvað það er kallað því mér líður vel við að sjá að ég get skapað fjölskyldu minni aðstæður til að vera hamingjusöm.

Mama G, 22.5.2008 kl. 13:00

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vá Mama G - takk fyrir þetta!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.5.2008 kl. 13:03

17 Smámynd: Linda

Elsku Haukur, þetta er bara snilld, það er nákvæmlega svona sem þessar umræður fara fram, sheesh.  Anna, nákvmælega, hví er aldrei talað um þetta, vegna þess að fólk kann ekki að lesa orðið, ef  það læsi orðið væri þetta augljóst, ég vona að ég finni mér mann sem elski mig svo mikið að það verði mér ánægja að létta honum lífið eins og ég get.  Mamma G. þú ert bara yndisleg og ég er þér svo sammála.

Knús

Linda, 22.5.2008 kl. 13:09

18 Smámynd: Mofi

Mjög fallega sett fram Mama G!  Þegar kemur að hóp af fólki þá þarf einhver að leiða. Það fylgir aftur á móti engum sem er að leiða þig í átt sem þú vilt ekki.  Ef eiginmaðurinn var valin af eiginkonunni og hann uppfyllir það sem Páll talar um "að elska eiginkonuna eins og Kristur elskar kirkjuna". Þegar Kristur var hérna á tók Hann sér hlutverk þjóns og síðan dó fyrir þá sem Hann elskaði svo krafan á manninn er meiri ef eitthvað er.

Mofi, 22.5.2008 kl. 13:12

19 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Sjónarmið okkar beggja eru kominn fram og getur fólk dæmt út frá því. Eigum við ekki bara að vera sammála um það Matti?

Þú ert að lýsa ákveðnum veruleika, ekki satt?  Ég er að halda því fram að lýsing þín á þessum veruleika sé ekki rétt.  Við getum ekki báðir haft rétt fyrir okkur.   En líkt og þú nenni ég ekki að standa í stappi um það hér, mitt sjónarmið hefur (að hluta) komið fram.

"..það er nákvæmlega svona sem þessar umræður fara fram, sheesh"

Nei Linda, það er ekki nákvæmlega svona. 

Mikið finnst mér sorglegt að sjá fornaldarlegt hugarfar kristinna kvenna í þessari umræðu.  Ég vona að ég ali dætur mínar upp sem sjálfstæðar stoltar manneskjur, ekki undirgefnar þjónustustúlkur.

Matthías Ásgeirsson, 22.5.2008 kl. 13:14

20 Smámynd: Linda

Kæri Matti, stundum langar mig bara að knúsa þig, en jú þetta fer svona fram.

kv.

Linda, 22.5.2008 kl. 13:29

21 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Linda, þú miðar of hátt. 

Matthías Ásgeirsson, 22.5.2008 kl. 13:32

22 Smámynd: Linda

tsk tsk, vertu næs,

Linda, 22.5.2008 kl. 13:39

23 identicon

Hvaða kirkju eruð þið að tala um.... stofnaði Jesú kannski kaþólsku kirkjuna.. eða þjóðkirkjuna og kannski Omega & krossinn líka.
Skrifaði guð bókina svo illa að það eru til ótal útgáfur af kristni...

Sorry gæs þið eruð öll í uppblásinni gervikirkju með risa vasa fyrir peninga.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 13:43

24 Smámynd: Linda

Mér fannst ég heyra fret en það var víst DrE

knús Diddi minn

Linda, 22.5.2008 kl. 13:48

25 Smámynd: Mama G

Matti: Mikið finnst mér sorglegt að sjá fornaldarlegt hugarfar kristinna kvenna í þessari umræðu.  Ég vona að ég ali dætur mínar upp sem sjálfstæðar stoltar manneskjur, ekki undirgefnar þjónustustúlkur.

Ég vona líka svo sannarlega að þú munir ala dætur þínar upp í sjálfstæðar og stoltar manneskjur. Það er nákvæmlega sama von og ég ber í brjósti fyrir mínar dætur.

Varstu að vísa til mín með orðinu fornaldarlegt hugarfar?

Ég tók það kannski ekkert sérstaklega fram í minni fyrri færslu, en maðurinn minn gerir nú allt fyrir mig líka. Sambandið okkar er engin einstefnugata. Þér finnst það kannski fornaldarlegt, en heima hjá mér kallast það bara gagnkvæm ást

Mama G, 22.5.2008 kl. 14:01

26 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt Mama G, þetta snýst um gagnkvæma virðingu. Og er Matti fyrirfram búinn að ákveða að við trúum þessu, ekki láta það á þig fá, svona eru þeir stundum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.5.2008 kl. 14:34

27 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Og er Matti fyrirfram búinn að ákveða að við trúum þess"

Þessu hverju?

Ég get ekki dregið ályktanir af öðru en þið skrifið hér. 

Matthías Ásgeirsson, 22.5.2008 kl. 15:06

28 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk fyrir þetta knús.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.5.2008 kl. 15:13

29 Smámynd: halkatla

stundum er fólk alltof fljótt að draga ályktanir um aðra útfrá litlum forsendum, just sayin

halkatla, 22.5.2008 kl. 15:14

30 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég get ekki dregið ályktanir af öðru en þið skrifið hér.

Og ertu búinn að lesa yfir allt það sem við höfum skrifað Matti? Ég held að við séum meira sammála en þú heldur.

Katla - sömuleiðis. 

Anna Karen - nákvæmlega það sem ég er að meina! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.5.2008 kl. 15:21

31 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég hef lesið allt sem þið hafið skrifað hér.

Hafið þið velt því fyrir ykkur hvort þið séuð ekki líka stundum "of fljót að draga ályktanir um aðra út frá litlum forsendum"?   Þessi grein er t.d. ágætt dæmi um það.

Matthías Ásgeirsson, 22.5.2008 kl. 15:26

32 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rétt Matti, þess vegna var ég feginn að sjá þetta ítarlega svar frá þér, þá komu bæði sjónarmið fram. Því ekki ert þú neinn engill heldur í þessum efnum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.5.2008 kl. 15:31

33 Smámynd: Flower

Þegar öllu er á botninn hvolft þá er samband manna og Guðs gagnkvæmt, báðir aðilar gera með sér samning og gefa. Hjónaband er í reynd eins. Tveir aðilar taka á sig samning sem báðir þurfa að uppfylla til að dæmið gangi upp.

Mér virðist að margir trúleysingjar komist alveg að kjarnanum þó að þeir orði hlutina öðruvísi. Enda er það hroki að halda því fram að engir nema kristnir geti haft gott siðferði. Það kallar svo á miklu háfleygari umræður og fleiri vinkla á málin. 

Flower, 22.5.2008 kl. 15:32

34 Smámynd: halkatla

auðvitað Matti! ég meina ekki um greinina heldur er þetta svarið við spurningu þinni.

halkatla, 22.5.2008 kl. 15:53

35 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Enda er það hroki að halda því fram að engir nema kristnir geti haft gott siðferði."

Ég held að flestir geti verið sammála um það að gott siðferði er ekki eign nokkurs hóps, hvorki trúaðra né ótrúaðra. 

Þetta tengist þessu ekki beint, en þið hafið þá kannski gaman að þessum ófleygu orðum Guðna Ágústssonar.  Þetta sagði hann á þingi fyrr í dag. 

Matthías Ásgeirsson, 22.5.2008 kl. 16:28

36 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Allir menn eru fæddir jafnir,  ALLIR. Lengra nær það ekki að öðru leiti en því að svo kjósa sumir að BREYTA því....Af hverju??.. þetta er ekki bilað  og því að laga það. Ótrúlegt bull.

Haraldur Davíðsson, 22.5.2008 kl. 16:57

37 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég kíki á greinina hans Guðna. En Matti, prestur minn Sr, Friðrik Schram var með góðan pistil sem þú skalt endilega kíkja á og svara, þetta var í 24 stundum í dag. Smella hér. Þetta er í pdf formati. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.5.2008 kl. 17:02

38 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

En Haraldur, allir menn og konur eru jöfn, enginn er að halda öðru fram, við erum bara að gera upp deiluatriði okkar á milli. Niðurstaðan er einfaldlega að vera sammála um að vera ósammála.

Matti, ég var að kíkja á þessu "ófleygu orð" hans Guðna, og kemur svona ekki óvart uppúr framsóknarmanni. Til er margs konar siðgæði, ekki bara kristilegt siðgæði þótt ég telji það vera besta siðgæðið sjálfur, en hverjum þykir sinn fugl .....  ;) 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.5.2008 kl. 17:06

39 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég las greinina hans Friðriks í morgun og mun svara henni á næstu dögum. 

Matthías Ásgeirsson, 22.5.2008 kl. 17:52

40 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Var að tékka á Guðna..þetta er náttúrulega stórhættulegt sjónarmið sem Guðni VERÐUR AÐ GJÖRA SVO VEL AÐ SKÝRA NÁNAR...Þvílíkt ábyrgðarleysi að koma með svona innlegg í umræðu sem er grafalvarleg fyrir.....þetta jaðrar við skemmdarverkastarfssemi gegn lýðræðinu. Aðskilnaður ríkis og kirkju er eitt af forgangsverkefnunum í fjölmenningarsamfélaginu.

Ég segi þetta því að það sem ofstækisfólk innan kristni og íslam eru að reyna, er að koma af stað trúarbragðastyrjöld, hægt og bítandi,  setningu fyrir setningu, orð fyrir orð, morð fyrir morð........

Haraldur Davíðsson, 22.5.2008 kl. 17:54

41 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Haraldur - róum okkur aðeins, þú ert að oftúlka þetta.

Matti, gott mál, ég hlakka til þess að sjá andsvarið. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.5.2008 kl. 18:02

42 identicon

Annars er trú ekki val, menn geta ekki valið að trúa einhverju, annað hvort er dæmið trúverðugt eða ekki; guðir eru algerlega ótrúverðugir.

Ef guð gaf út svona ótrúverðugar bækur þá getur hann ekki dæmt menn fyrir að trúa þeim ekki... EN hann gæti hugsanlega orðið pissed yfir þeim sem trúa svona ótrúverðugu dæmi, hann gæti talið að það væri ekkert nema höfðingjasleikjur sem segðust trúa dæminu, að þeir sem segjast trúa væru bara að þykjast svo þeir fái verðlaun, kannski verðlaunar hann bara þá sem byggja sitt á trúverðugleika gagna en hendir hinum í ruslið.
Kannski er þetta prófsteinninn, kannski enda allir sem segjast trúa og sleykja sig upp við guðinn beint í víti... ég myndi hafa þetta þannig ef ég væri guð, ég myndi velja þá bestu, þá sem efast vegna skorts á raunverulegum gögnum.... annað væri bara lame

DoctorE (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 18:25

43 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Sammála Dokksi,

Guðsteinn, ég setti þetta svona fram til að undirstrika það að svona elur af sér ofstæki og ofstæki elur af sér átök....stundum blóðug. Engin oftúlkun hér....

Haraldur Davíðsson, 22.5.2008 kl. 18:31

44 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Það verður að snúa þessu við. Guð valdi mig og velur mig allt þar til yfir líkur.

Ég get verið upptekin að verjast þessu vali Guðs en það er eins og slást við vindmyllur...hann mun ekki gefast upp er þar sama hver á í hlut.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 22.5.2008 kl. 20:08

45 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Guðsteinn, takk fyrir þessar pælingar. 

Þeir sem segjast ekki trúa neinu telja sumir að vísindin hafi svar við öllu og geri trúna ónauðsynlega. Ég ber virðingu fyrir vísindunum, þeim ber að gjalda það sem þeim ber.  En hugsið ykkur heiminn eitt andatak þar sem allt lægi fyrir eins og opin bók og hægt væri að fara á Google og fá svar við sjálfri Lífsgátunni.  Er það eftirsóknarvert?  Væri það gaman? Sjálfur hef ég mína trú  en myndi aldrei detta í hug að rífast um hana en  ræði hana í mesta lagi við fjölskylduna og allra nánustu vini. Ég hef verið beðinn um að sanna að til séu guðir og örugglega hefur einhverjum þótt ég aulalegur en enginn hefur samt enn boðist til að afsanna tilvist þeirra fyrir mér. En verða ekki allir að fljúga eins og þeir eru fiðraðir til?  Örugglega finnst einhvejum ég vita lítið en gruna full margt. Sjálfum finnst mér það gefa lífinu gildi (vera mannbætandi) að sjá út úr grámyglulegum hversdagsleikanum "sýnir til sólarlandsins bjarta".   

Sigurður Þórðarson, 22.5.2008 kl. 22:24

46 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn.

Siggi er flottastur. Mundu, mundu.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.5.2008 kl. 22:42

47 identicon

Sigurður það er ekki nokkur hætta á að vísindin komi með svar við öllu... alheimurinn er endalaus uppspretta af þekkingu, að bendla guðum við heiminn er að segja hann í lítin kassa og loka..
Guðir/Trúarbrögð eru ekkert nema misheppnuð vísindi, mjög einföld vísindi með afar einfalda sýn á alheiminn og lífið.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 23:43

48 Smámynd: Stefán Ingi Guðjónsson

Það er merkilegt hvað „vantrúa" menn verða pirraðir þegar talað er um trú. Þeir þykjast vita allt um Kristna trú en vita í raun voðalega lítið miðað við skrif þeirra. Þótt flestir séu með einhverja órökstudda sleggjudóma má matti þó eiga það að hann er skrifhæfur.

DoctorE það væri kannski ekki vitlaust ef þú vilt vera með í umræðinni að kynna þér svolítið hlutina áður enn þú bullar eitthvað.

„Hvaða kirkju eruð þið að tala um.... stofnaði Jesú kannski kaþólsku kirkjuna.. eða þjóðkirkjuna og kannski Omega & krossinn líka.
Skrifaði guð bókina svo illa að það eru til ótal útgáfur af kristni...

Sorry gæs þið eruð öll í uppblásinni gervikirkju með risa vasa fyrir peninga."

Matteusarguðspjall 16:18
Og ég segi þér: Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína og máttur heljar mun ekki á henni sigrast.

Kirkjan er ekki bygging heldur fólkið söfnuðurinn. Kirkjan er stofnuð af Jesú. Hvernig væri að lesa þessar „ótrúverðugu bækur" og komast í raun um að þær eru trúlegar.

kiktu á samkomu DoctorE. vertu opinn. Þá munt þú fá að upplifa kærleika Guðs. Veistu að Guð elskar þig og hefur áætlun með líf þitt.

Guð blessi þig.

Stefán Ingi Guðjónsson, 23.5.2008 kl. 00:35

49 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ef guð hefur plan fyrir okkur Stefán, þá gerum við lítið í því, þess vegna er smkoman þín algjör óþarfi. Jesu sagði líka að sig fyndum við í hjörtum okkar en ekki í húsi eða bók (bók = orð MANNA )

það er í guðspjalli eignuðu sjálfum jesu, sem kirkjan hans Péturs hefur svo dyggilega þagað um þar til fyrir skemmstu, þetta er allt rugl þessi skipulögðu trúarbrögð.

Fyrir það líður trúin og annars góður siðferðisboðskapur.

Haraldur Davíðsson, 23.5.2008 kl. 00:49

50 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Siggi - takk innilega fyrir glæsilegt og stórmannlegt innlegg. Ég er þér innilega sammála.

Stefán Ingi - takk fyrir þína aðstoð líka og þitt góða svar til Dokksa. 

Andrés - mikið er ég sammála þér um ofstækið! :D 

Eiríkur - nákvæmlega! 

Haraldur - samfélag trúaðra mann er aldrei óþarfi, í því felst mikill styrkur bæði fyrir okkur sem einstaklinga og fyrir trú okkar.  Við verðum samt að skilja á milli verk manna og ætlan Guðs. Því það er að vissu leyti rétt hjá þér að trúin líður mjög oft fyrir verk manna sinna. Og er ekki til nein afsökun fyrir því nema að benda á að þetta eru menn!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.5.2008 kl. 08:27

51 identicon

hahahah Stefán, á meðan þið notið ekki ykkur sjálf sem kirkju þá eruð þið í uppblásinni gervikirkju með vasa fyrir peninga... var erfitt að skilja þetta.
Kirkjan er ekki söfnuðurinn, hún er bara þú + guð.
Ég hef alltaf sagt það að trú getur bara verið á milli manneskju og guðs, allt annað er trúarvændi og alls ekki hægt að kalla það trú.
hahahaha... Guðsteinn veit líka að ég hef alltaf sagt þetta...

DoctorE (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 08:42

52 Smámynd: Theódór Norðkvist

Haraldur Davíðsson segir:

Jesu (sic) sagði líka að sig fyndum við í hjörtum okkar en ekki í húsi eða bók (bók = orð MANNA )

það er í guðspjalli eignuðu (sic) sjálfum jesu (sic),....

Haraldur virðist allavega hafa komist að þessari niðurstöðu með því að lesa bók (= orð manna). Hvað guðspjall Jesú er þetta annars?

Theódór Norðkvist, 23.5.2008 kl. 09:37

53 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Theódór, Biblíuna hef ég lesið,allavega þá hluta hennar sem Vatikanið hefur LEYFT útgáfu á.

Hitt er að bæði Judasar- og Jesuguðspjall eru til en eru "pössuð af páfa-fuglinum.

Það hlýtur að skjóta skökku við að ritskoða bók sem á að heita ORÐ GUÐS.

Málið er einfalt, ef þú vilt sannleikann, þá þýðir ekkert að LOKA AUGUNUM.

Biblían og kóraninn eru ALLTAF háð túlkun mannanna, og það Theódór, er ávísun á ritskoðun, hugsanastýringu, hræsni, ófrið og blóð.

Gamla og nýja testamenti eiga enga samleið, það nægir að skoða hvað Jesu sagði;   SJÁ! ÉG FÆRI YÐUR NÝjAN BOÐSKAP!

En ég skora á þig að kynna þér ritskoðun Biblíunnar. T.d. Af hverju var tekið út, fyrir margt löngu, það sem Páll, minnir mig, sagði um Judas. hann ber af honum blak, og vildi ekki að hann yrði fordæmdur....en KIRKJUNA vantaði blóraböggul, og kenndi Judasi um hvernig fór fyrir Jesu. Jesu sjálfur vissi á undan Judasi að hann myndi svíkja hann. Og Jesu sjálfur efaðist um hlutverk sitt á göngu sinni í Getsemane þetta örlagaríka kvöld.

Haraldur Davíðsson, 23.5.2008 kl. 10:09

54 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi:

Kirkjan er ekki söfnuðurinn, hún er bara þú + guð.
Ég hef alltaf sagt það að trú getur bara verið á milli manneskju og guðs, allt annað er trúarvændi og alls ekki hægt að kalla það trú.

Þetta er rökvilla hjá þér Dokksi, ef enginn er söfnuður, þá er enginn kirkja... punktur.

Haraldur: 

En ég skora á þig að kynna þér ritskoðun Biblíunnar. T.d. Af hverju var tekið út, fyrir margt löngu, það sem Páll, minnir mig, sagði um Judas. hann ber af honum blak, og vildi ekki að hann yrði fordæmdur....en KIRKJUNA vantaði blóraböggul, og kenndi Judasi um hvernig fór fyrir Jesu. Jesu sjálfur vissi á undan Judasi að hann myndi svíkja hann. Og Jesu sjálfur efaðist um hlutverk sitt á göngu sinni í Getsemane þetta örlagaríka kvöld.

Heimild takk. Aldrei hef ég heyrt um þetta. 

hahahaha... Guðsteinn veit líka að ég hef alltaf sagt þetta...
Rétt er það, en það sem þú mættir taka fram er að þú talar gegn skipulögðum trúarbrögðum, ekki trúnni sem slíkri. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.5.2008 kl. 10:54

55 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Umræða um jesu og judasarguðspjall fór fram ekki fyrir löngu, m.a í fjölmiðlum hér.

Hitt fékk ég uppúr presti sem var að benda á að þýðingar eru ekki það eina sem breytir binlíunni.

Ég skal grafa upp tengla fyrir þig en annars er ég hissa á að þú skulir ekki kannast við Jesu-og judasarguðspjall, því þetta er tiltölulega nýkomið upp úr skúffum Vatikansins.

Biblían er margritskoðuð, margendurrituð, margtúlkuð....enda ekki við öðru að búast. Ég afneita því með öllu að skoða þessa bók (sem ég hef lesið og grúskað talsvert í ) sem eina órjúfanlega og óskeikula heimild eða sannleika.

Sannleikurinn verður aldrei hreinni en hjörtu þeirra sem fara með hann. En ég er viss um að fræðimaðurinn Mofi verður fljótari en ég að grafa þetta upp.

Haraldur Davíðsson, 23.5.2008 kl. 13:23

56 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég hef heyrt um guðspjall Júdasar, en ekki Jesúguðspjall.

Theódór Norðkvist, 23.5.2008 kl. 13:53

57 Smámynd: Mofi

Kannski á Haraldur við þetta hérna: http://en.wikipedia.org/wiki/The_Aquarian_Gospel_of_Jesus_the_Christ

Virkar dáldið kjánalegt af Haraldi að láta það að einhverjir menn geta þóst skrifa viðbót við Biblíuna skemma hans álit á Biblíunni. Það eru aðeins nokkur rit sem í gegnum tíðina hafa verið umdeild og það eru Apokrýfurnar og það geta allir skoðað þær ef þeir vilja.  Varðandi síðan að Biblían sé margendurritið og allt það þá langar mig að benda á eina grein eftir mig og aðra grein sem fjallar bara um handrit Biblíunnar:

Hann er ekki hér, Hann er upprisinn

http://www.godandscience.org/apologetics/bibleorg.html

Mofi, 23.5.2008 kl. 16:01

58 Smámynd: Zaraþústra

Það er ekki skrýtið að þú upplifir samræður við trúleysingja svona. Þú ert alltaf að tala við afskaplega leiðinlegt fólk sem virðist fá eitthvað úr því að segja bara eitthvað níðrandi og leiðinlegt um skoðanir annarra í stað þess einfaldlega að benda á haldgóð rök gegn því sem haldið er fram o.s.frv.  Ég mæli bara með því að þú hættir að svara þessum einstaklingum, þú ert sífellt að svara þeim og segja að það sé ekkert mark á þeim takandi og að það sem þeir segja sé ekki svaravert.  Samt heldur þú áfram að tala við þetta fólk, það skil ég ekki alveg.

Ég myndi ekki nenna að rökræða við heimskustu og dónalegustu forsvarsmenn hvers málstaðar, það er einfaldlega út í hött.  Í fyrsta lagi er sjaldnast nokkuð gagn af slíkum rökræðum og í öðrulagi er maður vís til þess að halda að allir séu þeir eins og þessi.

Zaraþústra, 23.5.2008 kl. 16:36

59 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Og svo mælti Zaraþústra...........

Haraldur Davíðsson, 23.5.2008 kl. 20:54

60 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Og Mofi það er nottlega út í hött að taka bók með fyrirvara sem er skrifuð á hvað....3000 árum, 5000 árum.....eða hvað.

Og röksemdin er sú að það sé fáránlegt að ég ætli að taka eitthvað af henni trúanlegt, eða í það minnsta eftirtektarvert.....Þú og Zaraþústra eruð hangandi á eigin orðum, og kjósið að fara þá leið að ráðast að mér persónulega. Ég nenni því ekki...svo bless.

Haraldur Davíðsson, 23.5.2008 kl. 21:59

61 Smámynd: Mofi

Haraldur, ég myndi segja að það væri út í hött að taka einhverju án almennilegs fyrirvara.  Biblían getur alveg sannað sig fyrir hverjum sem er, sem rannsakar hana með opnum huga.

Mofi, 23.5.2008 kl. 22:36

62 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Haraldur - ég held að Zaraþústra eigi við aðra en þig, hann er að vísa til glímu minnar við Vantrúarmenn, og hefur hann nokkuð til síns máls.

Moffi minn - takk fyrir góða aðstoð.  :) 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.5.2008 kl. 23:09

63 identicon

Mofi.. biblía er eldgömul bók skrifuð af moldarkofa liði, hún sannar í mesta lagi að hún sjálf er ómarktæk, nema ef hugurinn dettur út úr kúpunni við of mikin lestur á henni.

DoctorE (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 11:56

64 Smámynd: Sævar Einarsson

Alltaf gaman að lesa tilsvörin hjá þér DoctorE . Á meðan það er ekki hægt að sanna það með vísindalegum staðreyndum að guð sé til og á meðan það er ekki hægt að sanna það með vísindalegum staðreyndum að guð sé ekki til, þá verður fólk bara að finna að halda áfram að leita að svarinu en ekki gera ráð fyrir mér í þeirri leit, ég ætla að nota minn stutta tíma á þessari jörð til að gera allt annað en að spá í einhverjum sem er eða er ekki til.

Sævar Einarsson, 24.5.2008 kl. 18:09

65 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Já, Dr. er ágætur, ég er t.d. alveg sammála því sem hann sagði í færslu hérna að ofan:

"Annars er trú ekki val, menn geta ekki valið að trúa einhverju, annað hvort er dæmið trúverðugt eða ekki "

Þannig var þetta einmitt hjá mér, ég var svona trúleysingi með "Blekking og þekking" í náttborðinu en svo mætti mér enginn annar en JESÚS takk fyrir.  Enginn meira hissa en ég og þá hætti ég að leita að einhverju sem EKKI var til og fór að leita þann uppi sem ég VISSI að var til.

og eins og Haraldur sagði: "Sannleikurinn verður aldrei hreinni en hjörtu þeirra sem fara með hann"

Nákvæmlega enda sagði Kristur okkur að hreinsa þau svo við gætum orðið eins og hann.  Gott 

Ragnar Kristján Gestsson, 24.5.2008 kl. 21:06

66 Smámynd: Jóhann Helgason

Sæll Haukur þræl gott hjá þér , frábær pistill hjá þér

Guð blessi þig

Jóhann Helgason, 26.5.2008 kl. 13:57

67 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég held að Zaraþústra eigi við aðra en þig, hann er að vísa til glímu minnar við Vantrúarmenn, og hefur hann nokkuð til síns máls.

Það er dálítið merkilegt að margir trúmenn saka okkur vantrúarsinna um að vera dónalegir.  Svo þegar við erum kallaði heimskir og leiðinlegir hoppar sama trúfólk á vagninn.

Trúfólk er miklu orðljótara og dónalegra um vantrúarsinna en þeir nokkru sinni um það, að minnsta kosti er það mín reynsla.

Mín reynsla er einnig sú að kristið trúfólk á afskaplega auðvelt með hræsni, að stunda ekki það sem það prédikar.

Það á svo sannarlega við um þig Guðsteinn.

Ég leiðrétti allt sem fram kom í þessum pistli en það hafði ekkert að segja.  Sannleikurinn skiptir þig engu máli, ekki nokkru einasta.

Matthías Ásgeirsson, 30.5.2008 kl. 09:10

68 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Matti - þú getur trútt um talað um dónaskap! Þetta kemur nú allra hörðustu átt! Þú ert með mestu dónum sem ég hef rekist á um ævina og ættir að vanda málfar þitt betur, en heimskur ertu ekki, og það langt í frá. Og tek ég ekki undir það. En þú ert og verður alltaf dóni.

Trúfólk er miklu orðljótara og dónalegra um vantrúarsinna en þeir nokkru sinni um það, að minnsta kosti er það mín reynsla.

Jáhá, endilega bentu mér á dæmi.

Mín reynsla er einnig sú að kristið trúfólk á afskaplega auðvelt með hræsni, að stunda ekki það sem það prédikar.

Það á svo sannarlega við um þig Guðsteinn.

Ég leiðrétti allt sem fram kom í þessum pistli en það hafði ekkert að segja.  Sannleikurinn skiptir þig engu máli, ekki nokkru einasta.

Heyrðu góðurinn, vorum við ekki sammála um að standa ekki í þrætum um atriði sem við erum ósammála? Virti ég ekki skoðun þína? Ritskoðaði ég þig? Nei. Ekkert af þessu, og leyfði ég þér að koma skoðun þinni á framfæri og geta aðrir metið hvað er "sannleikurinn" í því, ég er þó ekki svo hrokafullur að telja allt "sannleika" sem ég ber fram eins og þú gerir hér.

Ég viðurkenni samt fúslega að ég er ríghaldinn fordómum gagnvart ykkur vantrúarmönnum, alveg eins og þið eruð gagnvart okkur hinum trúuðu. Og held ég að það verði seint breyting á því, nema við getum rætt saman eins og fullorðið fólk.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.5.2008 kl. 10:10

69 Smámynd: Mofi

Matti á sína spretti í dónaskap en vanalega er ágætlega á siðsamlegum nótum. Það eru margir sem setja upp kristinn merkimiða en síðan sýna dónaskap sem er ekki í anda kristins boðskapar en mín reynsla er að almennt reyna þeir kristnu að hemja sig á meðan Vantrúar meðlimir og stuðnings menn þeirra virðist ekki einu sinni reyna að hemja sig. Hið skondna er að Vantrúar meðlimurinn Hjalti er líklegast sá sem ég man ekki eftir að hafa notað dónaskap.

Það verður samt gaman að fylgjast með hvor vinnur þessa deilu um hvor er dónalegri :) 

Mofi, 30.5.2008 kl. 10:38

70 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það vinnur enginn slíka deilu Moffi, enda snýst þetta ekki um það. En Matti hefur fengið tækifæri til þess að koma sínu fram án þess að ég rakkaði það niður. En að hann skuli endalaust snúa útúr og grípa til barnalegara nafnakalla skil ég ekki.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.5.2008 kl. 10:43

71 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Trúfólk er miklu orðljótara og dónalegra um vantrúarsinna en þeir nokkru sinni um það, að minnsta kosti er það mín reynsla.

Jáhá, endilega bentu mér á dæmi.

- Af hverju skrifaði ég athugasemd mína?

Það er ekki skrýtið að þú upplifir samræður við trúleysingja svona. Þú ert alltaf að tala við afskaplega leiðinlegt fólk sem virðist fá eitthvað úr því að segja bara eitthvað níðrandi og leiðinlegt um skoðanir annarra í stað þess einfaldlega að benda á haldgóð rök gegn því sem haldið er fram o.s.frv.

Matthías Ásgeirsson, 30.5.2008 kl. 16:08

72 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Guðsteinn Haukur, þú settir fram hér ákveðið leikrit um ímyndað samtal við trúleysingja.  Þar snerir þú gróflega úr málstað trúleysingja og gerðir þeim sem hópi upp skoðanir.

Ég leiðrétti þig.

Enn heldur þú sömu skoðunum fram.

Þetta snýst ekkert um skoðanafrelsi, þetta snýst um það hvort fólk hefur manndóm til að játa þegar það hefur rangt fyrir sér. 

Matthías Ásgeirsson, 30.5.2008 kl. 16:09

73 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Matti,

Við erum að tala um epli og appelsínur. Þú leiðréttir mig aldrei, ég er með mína hlið málsins, og þú þína. Ég upplifi þetta á þennan hátt og þú þinn. Þess vegna fannst mér gott að sjá þetta ítarlega svar frá þér, það tók af allan vafa hver ykkar skoðun er og það er augljóst hver mín skoðun er.

En eftir stendur að ég er með mitt sjónarmið, og þú þitt, báðir höfum við komið því á framfæri og tel ég það nægja. Fólk getur dæmt út frá orðum okkar beggja, og þarf ekki að mata neinn.

Ef þú ert að fiska eftir einhverri leiðréttingu, þá færðu hana ekki, því þú hefur sjálfur séð um að leiðrétta, skilur þú hvað ég er að fara Matti?

Áfram heldur þú: 

- Af hverju skrifaði ég athugasemd mína?

Það er ekki skrýtið að þú upplifir samræður við trúleysingja svona. Þú ert alltaf að tala við afskaplega leiðinlegt fólk sem virðist fá eitthvað úr því að segja bara eitthvað níðrandi og leiðinlegt um skoðanir annarra í stað þess einfaldlega að benda á haldgóð rök gegn því sem haldið er fram o.s.frv.

Svona þér að segja þá er Zaraþústra efahyggjumaður (sjá höfundasíðu hans), hann hefur mörgum sinnum mótmælt mínum málflutningi og er mér sjaldan sammála þau fáu skipti sem hann hefur kommentað.

Þannig að fullyrðing þín um að trúaðir séu dónalegir og hoppum á sama vagninn er alfarið röng. Hann hafði nokkuð til síns máls og fer ég ekki ofan af því, en ekki get ég sagst vera honum 100% sammála, því vel gefnir eru þið, það vantar ekki.

Þú ert samt alveg búinn að snúa umræðunni í ALLT aðra átt, sem kemur á óvart frá manni sem hikar ekki við að flytja fólk á eitthvert spjallborð á sínum heimavettvangi. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.5.2008 kl. 17:24

74 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Er ég búinn að snúa umræðunni?

Hef ég ekki verið að svara athugasemdum í öllum tilvikum? 

Matthías Ásgeirsson, 30.5.2008 kl. 17:31

75 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nei Matti, það hefur þú ekki bara gert og veistu það vel. En ég vona að þetta sé ásættaneg niðurstaða, því eins og ég sagði við þig í upphafi, ég vildi ekki þræta um þetta við þig eins og við höfum verið að gera. Látum þetta nægja, því seint verðum við sammála um þetta.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.5.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband