Eins og þegar álftir á ísagrárri spöng ...

Eins sorglegt og það er þegar dýr eru hrakinn burt af einhverjum ástæðum, þá má ég til með að birta þessa gömlu íslensku vísu:

Álfareiðin

Stóð ég útí tunglsljósi,
stóð ég út við skóg.
Stórir komu skarar,
af álfum var þar nóg;
Blésu þeir á sönglúðra
og bar þá að mér skjótt
::bjöllurnar gullu
á heiðskírri nótt::

Hleyptu þeir á fannhvítum
hestum yfir grund,
hornin jóa gullroðnu
blika við lund.
Eins og þegar álftir
af ísagrárri spöng
::fljúga suður heiði
með fjaðraþyt og söng::

Heilsaði hún mér drottningin
og hló af mér um leið,
hló af mér og hleypti
hestinum á skeið.
Var það útaf ástinni
ungu, sem ég ber?
::eða var það feigðin,
 sem kallaði að mér?::

 


mbl.is Harmleikur á Bakkatjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hm, eru dýrin ekki HRAKIN burt? ......bara svona...

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.5.2008 kl. 08:18

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

ÆÆ!   takk Gréta mín ... mér fannst eitthvað vera vitlaust við þetta ... búinn að leiðrétta!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.5.2008 kl. 09:32

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Harmleikur - já, skyggir alveg á hörmungarnar í Asíu...

Ingvar Valgeirsson, 16.5.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband